Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 27 Moncunblaðið/Ól.K.M. Sómi 800, nýi hraðfiskibáturinn frá Bátasmiðju Guðmundar. Bátasmiðja Guðnuindar: Sómi 800 sýnd- ur á afmælis- hátíö Snarfara BÁTASMIÐJA Guðmundar í Hafnarfirði sýnir báta á hafnar- svæði Snarfara, félags smábáta- eigenda, við Elliðavog í dag milli kl. 13.00 og 17.00, en félagar í Snarfara fagna nú 10 ára afmæli félagsins. Meðal báta sem sýndir verða frá Bátasmiðju Guðmundar er Sómi 800, sem kom á markaðinn í júlí í sumar og er drifinn splunkunýrri gerð af BMW-dís- elvél, þeirri fyrstu sinnar teg- undar á landinu. Sómi 800 er hraðfiskibátur með ganghraða yfir 30 mílur á klukkustund. Sýning á silfurmunum í Norræna húsinu I ANDDYRI Norræna hússins verður opnuð sýning á silfurmunum eftir hinn þekkta finnska listamann Bertel Gardberg, í dag, laugardaginn 21. september. Á sýningunni eru um eitt hundrað verk og lýsa þau vel þróuninni í list Gardbergs á síðastliðnum 40 árum. Verken eru öll í eigu listamannsins sjálfs og Listiðnaðarsafnsins í Hels- inki, sem hefur veitt ómetanlega aðstoð við skipulagningu og upp- setningu sýningarinnar. Bertel Gardberg er í fremstu röð á sviði listiðnaðar í Finnlandi og upphafsmaður nútíma silfursmíði þar í landi. 1 verkum sínum notar hann ýmis ólík efni, t.d. silfur, messing, ýmsar viðartegundir og fjölmargar steintegundir. Einkenn- andi fyrir listamanninn Bertel Gardberg er hve mikla virðingu hann ber fyrir verkkunnáttu og er umhugað að viðhalda fornum hefð- Silfursmíð unnin úr silfri, kvarts- marmara og kristal eftir Bertel Gard- berg. Hveragerði: Málverkasýning í Eden MAGNÚS G. Magnúss hefur opnað málverkasýningu í Eden í Hveragerði og stendur hún fram til sunnudagsins 29. september. Á sýningunni eru á milli 20 og 30 myndir, mest pastelmyndir mál- aðar á síðustu árum. Fréttatilkynning um. En á hinn bóginn er hann sí- fellt að leita nýrra efna og aðferða til að nota í listsköpun sinni. Meðan á dvöl Bertels Gardberg hér á landi stendur hyggst hann kynna sér ís- lenska steina og notkun þeirra í gerð skartgripa. Hann mun einnig hafa samband við íslenska starfs- bræður sína til að kynna sér störf þeirra og miðla þeim af reynslu sinni. Anders Huldén, nýskipaður sendiherra Finnlands á íslandi, mun opna sýninguna á laugardag- inn og verður hún síðan opin á venjulegum opnunartíma hússins til 7. október. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Ól.K.M. Þau kynntu hið nýja námsefni. Frá vinstri: Björg Einarsdóttir, Ásgeir Guö- mundsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Thorlacius, Gerður G. Óskarsdóttir, Hjálmdís Hafsteinsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Nýtt námsefni um jafn- réttismál kemur út í haust SÍÐAR í haust er væntanlegt á markaðinn nýtt námsefni um jafnréttismál, sem ætlað er til notkunar í grunnskólum. Vinnsla efnisins er nú á lokastigi og var kynnt blaðamönnum á fundi sl. fimmtudag. Það verður fyrst sýnt opinberlega í Kennslumiðstöðinni, Laugavegi 166, dagana 21. til 27. þ.m. í tengslum við dagskrá um jafnréttismál og skólastarf, sem þar verður haldin að frumkvæði jafnréttisráðs. Námsefnið er ætlað til að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og er ráð fyrir því gert að það megi nota til dæmis í kennslu í samfélagsfræðum eða í náms- og starfsfræðslu. Fram kom á fyrr- nefndum blaðamannafundi að skylt er lögum samkvæmt að fræða börn á grunnskólast.igi um jafnréttismál. Til þessa hefur ekki verið til staðar kennsluefni um þessi mál og er þessari útgáfu ætlað að bæta úr þeirri vöntun og auðvelda kennur- um að framfylgja þessum ákvæðum laganna. Námsefnið skiptist í þrennt. í fyrsta lagi er myndskreyttur bækl- ingur eftir Gerði G. Óskarsdóttur æfingastjóra í uppeldis- og kennslufræðum við félagsvísinda- deild háskólans. I bæklingnum eru verkefni sem einkum er ætlað að fræða nemendur um stöðu kynj- anna í atvinnulífinu. Er þetta efni einkum ætlað efstu bekkjum grunn- skólans. í öðru lagi er röð af litskyggnum með skýringum og verkefnum eftir Sigríði Jónsdóttur námsstjóra. Þetta efni er einkum ætlað 8—10 ára börnum og er hugsað sem fram- lag í baráttu fyrir jafnri stöðu karla og kvenna í nútímaþjóðfélagi, eins og segir í kynningu. Loks er gefin út sérhönnuð askja fyrir skólasöfn, til að safna í og varðveita efni um jafnréttismál. Námsefni þetta er unnið að frum- kvæði jafnréttisnefndanna í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði í samvinnu við Jafnréttisráð og Námsgagnastofnun, sem gefur efnið út og mun annast dreifingu þess og kynningu. Tilefni þess að ráðist var í þessa útgáfu nú eru lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóð- anna. Fyrirhugað er að halda á næst- unni námskeið þar sem kennurum verður kynnt námsefni þetta og leiðbeint um notkun þess við • kennslu. LJÓSMYNDATAKA 20 St. Skúli Magnússon Fimmtud. kl. 20-21:30 VIDEOTAKA OG MYNDBANDAGERÐ 20 st. Karl Jeppesen Miðvikud. kl. 17:30-19 og Laugard. kl. 10:30-12 (5 vikur) FJÖLMIÐLUN OG BLAÐAMENNSKA 20 st. Guðrún Birgisdóttir Mánud. kl. 20-21:30 STJÓRNUN OG GERÐ ÚTVARPSÞÁTTA 20 st Ævar Kjartansson Föstud. kl. 20-21:30 AUGLÝSINGAGERÐ 40 st Gísli B. Björnsson Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 FÖT FYRIR UNGLINGA 40 st Svanhildur Valsdóttir Þriðjud. kl. 19-22 AÐ HANNA OG PRJÓNA EIGIN FÖT 30 St Kristín Jónsdóttir Mánud. kl. 20-22:15 LEÐURNÁMSKEIÐ 20 st Guðrún Helgadóttir Mánud. kl. 19:30-22:30 (frá 4. nóv.-2. des.) MYNDLIST FYRIR BYRJENDUR 40 st Ingiberg Magnússon Laugard. kl. 13-16 MALUN 40 st. Rúna Gísladóttir Laugard. kl. 13-16 SKRAUTRITUN 20 st. Þorvaldur Jónasson Miðvikud. kl. 17:30-19 eða 19-20:30 LEIKBRÚÐUGERÐ 30 st. Erna Guðmarsdóttir Fimmtud. kl. 20-22:15 GRÍMUGERÐ 40 st. Dominique Poulain Miðvikud. kl. 19:30-22:30 FRAMSÖGN OG LEIKLIST FYRIR ÁHUGAFÓLK 40 St. Edda Þórarinsdóttir Mánud. kl. 19:30-22:30 LEIKLIST FYRIR UNGLINGA 30 st Guðjón Pedersen Mánud. kl. 19-21:15 LEIKRÆN TJÁNING FYRIR BÖRN 40 st Sigríður Eyþórsdóttir Miðvikud. og föstud. kl. 17:30-19 STOFNUN OG REKSTUR SMÆRRI FYRIRTÆKJA 20 st Þórður Vigfússon Mánud. eða miðvikud. kl. 20-21:30 BÓKHALD SMÆRRI FYRIRTÆKJA 20 st. Gunnar Hjartarson Þriðjud. kl 17:30-19 RÆÐUMENNSKA OG FRAMSÖGN 20 St. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Miðvikud. kl. 17:30-19 MILLISTRÍÐSÁRIN-NASISMINN 20 St - þættir úr stjórnmálasögu 20. aldar Ingólfur Á. Jóhannesson Þriðjud. kl. 17:30-19 ÞINGVELLIR - SAGA, STAÐUR OG LEIÐIR 8 st. Björn Th. Björnsson Mánud. og miðvikud. kl. 17:30-19 (frá 23. sept.-2. okt.) SÖGURÖLT Á SUNNUDEGI 30 St - gönguferðir um borgina, sagan kynnt. Guðjón Friðriksson Sunnud. kl. 13-15:15 ÆTTFRÆÐI 20 St. Þorsteinn Jónsson Fimmtud. kl. 19-22 (5 vikur) GERÐ OG ÚRLESTUR STJÖRNUKORTA 20 st Sigrún Harðardóttir Þriðjud. kl. 20-21:30 STANGVEIÐI í ÁM OG VÖTNUM OG FLUGUHNÝTINGAR 21 st. Gylfi Pálsson Mánud. kl. 17:30-19:45 (frá 7. okt.-18. nóv.) LEIKHÚSKLÚBBUR 30 st - lesin leikrit, farið í leikhús o.fl. Pétur Einarsson Mánud. kl. 20-21.30 (auk þess 10 st. ákv. síðar) KVIKMYNDAKLÚBBUR 32 st NN Fimmtud. kl. 20-23 MYNDLIST Á LAUGARDEGI 20 st - farið á sýningar, rætt við listamenn o.fl. Gylfi Gíslason Laugard. kl. 15:30-17 HVAÐ VIL ÉG í FRAMTÍÐINNI? 30 st - til að aðstoða ungt fólk við að gera upp hug sinn varðandi nám og störf. Sölvína Konráðs Þriðjud. kl. 20-22:15 VILTU FARA ÚT Á VINNUMARKAÐINN? 30 st - vinnuráðgjöf fyrir þá sem vilja fara út á vinnumarkaðinn eða skipta um störf. Sölvína Konráðs Föstud. kl. 20-22:15 SMÍÐI SMÁMUNA 30 St Auðunn H. Einarsson Mánud. kl. 20-22:15 GARÐRÆKT 12 st Hafsteinn Hafliðason Þriðjud. og föstud. kl. 20-22:15 (frá 24. sept.-4. okt.) POTTAPLÖNTUR 12 st Hafsteinn Hafliðason Þriðjud. og föstud. kl. 20-22:15 Á (frá 8. okt.-18. okt.) ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 12 st. Jón Fr. Magnússon Mánud. og miðvikud. kl. 20-22:15 (frá 23. sept.-2. okt.) INNANHÚSSKIPULAGNING 24 st Fmnur P. Fróðason Þriðjud. og föstud. kl. 20-21:30 (frá 22. okt.-29. nóv.) HVERNIG ER HÆGT AÐ AÐSTOÐA BÖRN VIÐ HEIMANÁM 20 st Erla Kristjánsdóttir Miðvikud. kl. 20-21:30 «» HAUSTÖNN: 23. september-30. nóvember STAÐUR: Laufásvegur 7 (Þrúðvangur) nema leiklist og smíði smámuna. INNRITUN: Til 23. september á skrifstofu skólans að Ingólfsstræti 3 frá kl. 10 -19:30. Innritunarsími er 621488. ÞÁTTTÖKUGJALD: Greiðist við innritun. ÞÁTTTAKA: Minnst 10 þátttakendur þarf til að námskeið verði haldið en hópar verða ekki stærri en 15 LENGD: Námskeiðin eru á bilinu 8-40 kennslustundir. PRÓF: Þátttakendum verður gefinn kostur á að taka próf i lok anna, ef þeir æskja þess. hverjum. TOMSTUNDA SKOLINN n Geymið auglýsinguna Sími 621488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.