Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
ÚTVARP/SJÓNVARP
klukkan
að er létt yfir þætti Her-
_ manns Ragnars Stefánsson-
ar: Ég man þá tíð, en sá þáttur er
einkum ætlaður rosknu fólki að
sagt er. Persónulega finnst mér
þátturinn eiga erindi til allra ald-
urshópa, enda er það nú andinn
sem ræður aldri manna, ekki síður
en dagatalið og líkamsklukkan.
Hermann Ragnar Stefánsson er
líka einn þessara manna er hvergi
greinir kynslóðabil og kannski er
það dansinn er hefir gert honum
svo létt að svífa um hin ýmsu þilför
mannlífsins, þar sem sumir dansa
breik en aðrir tangó. Eða man
Hermann Ragnar máski vel þá tíð
er ungir sem aldnir dönsuðu við
harmónikkuspil og féllust í faðma?
í dag virðist manni hins vegar
dálítið áberandi hversu viðskipta-
lífið eykur á eða viðurkennir kyn-
slóðabilið. Þannig hafa til dæmis
ferðaskrifstofur lagt áherslu á sér-
stakar unglingaferðir og nú síð-
ustu ár æ meiri áherslu á ferðir
aldraðra. Undirritaður man hins
vegar þá tíð er öllu ægði saman i
sólarlandaferðum. Ellilífeyris-
þegar sátu við hlið óharðnaðra
unglinga og ístrumikilla miðaldra
forstjóra á barnum og drukku
blóðmaríu. Þegar leið frá slíkum
ferðum var einmitt minningin um
þá fjölþættu þjóðlífsmynd er blasti
við á slíkum stundum er sat á skjá
hugans. Auðvitað dró unga fólkið
sig saman í skuggasælum hornum
diskótekanna í þeirri von að stóra
ástin kviknaði. Nú en það kom oft
fyrir að eldra fólkið skaust inní
skuggann og dulúð ljósanna í sama
tilgangi og þótti engum mikið.
Astin er nefnilega af sama toga
spunnin og andinn, hún eldist ekki
þótt yfirbragðið breytist máski í
tímans rás.
Líkaminn:
En það er þetta með blessaða
líkamann, hann slitnar með árun-
um, eins og allt það sem er af efni
gjört. Og nú er búið að stofna
áhugafélag um íþróttir aldraðra.
Las Þórir S. Guðbergsson félags-
ráðgjafi upp lög þessa nýstofnaða
félagsskapar í þættinum: Máiefni
aldraðra sem var á dagskrá á
fimmtudagsmorguninn rétt á
undan óskalagaþætti Hermanns
Ragnars. Ég heid að þessi félags-
skapur sé af hinu góða því eins og
áður sagði þá eldist efnislíkaminn,
þótt sálin sé í rauninni alltaf ung
en í lögum þessa félags er kveðið
svo á að allir geti orðið meðlimir
án tillits til aldurs og ennfremur
er ákvæði um að efla rannsóknir
á heilsufræðiiegu gildi íþróttaiðk-
unar aldraðra. Undirritaður er
þeirrar skoðunar að rannsaka eigi
ýmiskonar heilsuræktarkerfi er
hjálpa mönnum til að halda lík-
amanum svo vel smurðum á efri
árum að hann þvælist ekki fyrir
sálinni, mættu íslendingar hér
gjarna horfa til Kínverja, er við-
halda mýkt líkamans allt að enda-
punkti með sérstöku leikfimikerfi,
sem raunar hentar öllum aldurs-
hópum að mér skilst.
Fríið:
Já, svona er þá komið fyrir
okkur velferðarbörnum, frítíminn
er óðum að verða okkur jafn hug-
leikinn og vinnan. 1 þessu sam-
bandi hvarflar hugurinn að morg-
unorðum gærdagsins, en þar benti
Ásdís Emilsdóttir á þá staðreynd,
að venjulegt sumarfrí spannar
aðeins einn mánuð en helgarfrí
vetrarins (laugard. og sunnud.)
spanna hins vegar þrjá mánuði
samanlagt. Varpaði Ásdís fram
þeirri spurningu hvort menn nýttu
almennt þriggja mánaða vetrarfríð
jafnvel og eins mánaðar sumarfríið?
Þessi spurning lætur lítið yfir sér
en hvaðum svörin?
ólafur M.
Jóhannesson.
Sagt frá bræðrunum á
Bakka í morgunútvarpi
■■■■i Sigurður Þór
1 O 00 Salvarsson er
að þessu sinni
stjórnandi morgunþáttar
rásar 2. í þættinum, sem
hefst klukkan 10 og lýkur
á hádegi, mun Sigurður
Þór leika tónlist úr ýms-
um áttum og fá gesti í
heimsókn í stúdíó. Ekki
verða börnin skilin útund-
an því nafntogaður maður
mun segja sögu af þeim
mætu bræðrum er eitt
sinn bjuggu á Bakka í
Svarfaðardal og leikin
verða nokkur þekkt
barnalög. Væntanlega á
stjórnandinn sitthvað
fleira i pokahorninu. Sig-
urður Þór Salvarsson er
ekki með öllu ókunnur
hlustendum rásar 2, því
hann sér um þættina
„Sögur af sviðinu" sem
eru á dagskrá síðdegis á
mánudögum.
Berfætt úti í garði
■■■■ Laugardags-
OO 10 myndin er um
— ungu hjónin
Corie og Paui Bratter sem
eru hreinlega að deyja úr
ást.
Myndin hefst á því er
þau eru að setjast að í
íbúð í Greenwich Village-
hverfinu í New York og
eru að ná sér eftir erfiði
brúðkaupsferðarinnar.
Hin unga eiginkona,
Corie, er alveg heilluð af
því verkefni sínu að búa
þeim hjónakornum faliegt
heimili og er alveg dáleidd
af öllum þeim möguleik-
um sem íbúðin þeirra hef-
ur upp á að bjóða.
Eiginmaðurinn, Paul, er
hins vegar ekki eins hrif-
inn og eiginkonan og telur
sig koma fremur auga á
galla íbúðarinnar en hún.
Með aðalhlutverk fara
Robert Redford og Jane
Fonda, sem fara með hlut-
verk hjónanna, og Charles
Boyer og Mildred Narw-
ich.
Myndtexti: Paul McCartney var aðallega þekktur fyrir að
spila á rafbassa í Bitlunum en hér er hann með kassagítar
í fanginu, sem hann að sjálfsögðu spilar á að hætti örv-
hentra.
Með kveðju til
Breiðstrætis
Paul
Ol 10 McCartney í
íú1 — Breiðstræti
nefnist heimilda- og tón-
listarmynd með bítlinum
fyrrverandi. Fjallar
myndin um gerð síðustu
kvikmyndar hans sem
nefnist „Með kveðju til
Breiðstrætis" sem er eins-
konar ævintýramynd.
í myndinni verða flutt
nokkur lög eftir þennan
kunna lagasmið, svo sem
„Ballroom dancing", „No
more lonley nights“, „For
no one“ og „Eleanor
Rigby“.
Þáttur helgaður göngum og réttum
^■■■1 f kvöld verð-
91 oo. ur á dagskrá
" A i— rásar 2 klukku-
stundarlangur þáttur sem
nefnist Göngur og réttir. f
þættinum verða leikin lög
sem á einn eða annan hátt
tengjast smalamennsku
og réttarstemningunni, en
þessa dagana standa
göngur og réttir einmitt
sem hæst.
Stjórnandinn, Ragn-
heiður Davíðsdóttir, var á
ferð í Húnavatnssýslum
fyrir skömmu, og brá sér í
smalamennsku með
bændum norður þar.
Húnvetningar voru hress-
ir eins og ævinlega og
spjallaði Ragnheiður við
nokkra fjallkónga og
gangnamenn um göngur
og réttir fyrr og nú.
Hingað til hafa dag-
skrárgerðarmenn rásar 2
ef til vill ekki haft nægi-
leg tök á því að viða að sér
efni úr hinum dreifðu
byggðum landsins, svo
þáttur Ragnheiðar verður
að þessu leyti væntanlega
skemmtiieg nýlunda.
„Göngur og réttir“ er þó
fyrst og fremst tónlistar-
þáttur eins og meginhluti
efnisins á rás 2 en um leið
viðleitni til þess að auka
hlut Iandsbyggðarinnar á
rásinni.
Ragnheiöur Davíósdóttir
UTVARP
LAUGARDAGUR
21. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar, þulur velur og
kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón-
leikar.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur Guðvarðar Más
Gunnlaugssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. — Bern-
haröur Guðmundsson talar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
11.00 Drög að dagbók vikunn-
ar. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 Inn og út um gluggann.
Umsjón: Sigurður Einarsson.
14.20 Listagrip. Þáttur um listir
og menningarmál I umsjá
Sigrúnar Björnsdóttur.
15.20 „Fagurt galaði fuglinn
sá." Umsjón: Sigurður Ein-
arsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar
a. „Arpeggione". sónata I
A-dúr fyrir selló og planó
ettir Franz Schubert. Gisella
Depkat og Raffi Armenian
leika.
b. Strengjakvartett I D-dúr
K. 173 eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. Italski kvartett-
inn leikur.
c. Fjórir kontradansar eftir
Ludwig van Beethoven.
Eduard Melkus stjórnar
kammersveit sinni.
17.05 Helgarútvarp barnanna.
Stjórnandi: Vernharður Linn-
et.
17.50 Síðdegis I garðinum með
Hafsteini Hafliðasyni.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Þetta er þátturinn. Um-
sjón: örn Arnason og Sig-
urður Sigurjónsson.
20.00 Harmonlkuþáttur.
20.30 Otilegumenn. Þáttur Erl-
ings Sigurðarsonar. ROVAK.
21.00 Kvöldtónlelkar. Þættir úr
slgildum tónverkum.
21.40 Ljóð, ó, Ijóð. Þriðji og
slðasti þáttur um Islenska
samtfmaljóðlist. Omsjón:
Agúst Hjörtur og Garðar
Baldursson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Náttfari. — Gestur Einar
Jónasson. ROVAK.
23.35 Elöri dansarnir.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Om-
sjón: Jón örn Marinósson.
00.55 Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
21. september
10.00—12.00 Morgunþáttur
SJÓNVARP
16.30 ipróttir
Omsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
19.20 Aðra hvora helgi
Norsk mynd um telpu sem
kemst I erfiða aöstööu vegna
skilnaðar foreldra hennar.
Þýðandi: Jóhanna Jó-
hannsdóttir. (Nordvision —
Norska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Bundinn I báða skó
(Ever Decreasing Circles)
Annar þáttur. Breskur gam-
LAUGARDAGUR
21. september
anmyndaflokkur I fimm þátt-
um um skin og skúrir I llfi
félagsmálafrömuðar. Aðal-
hlutverk: Richard Briers.
Þýöandi: Ólatur Bjarni
Guðnason.
21.10 Paul McCartney I
Breiðstræti
Bresk tónlistar- og heimild-
armynd um Paul McCartney,
fyrrum bltil, og gerð slðustu
kvikmyndar hans „Með
kveðju til Breiðstrætís". Þýð-
andi Baldur Sigurðsson.
22.10 Bertætt úti I garöi.
(Barefoot in the Park)
Bandarlsk gamanmynd frá
1967. Leikstjóri: Gene Saks.
Aðalhlutverk: Robert Red-
ford, Jane Fonda, Charles
Boyer og Mildred Narwick.
Nýgift hjón taka á leigu Ibúð
I hrörlegu húsi I New York.
Margt bjátar á I búskapnum
enda veröa ungu hjónin ekki
á eitt sátt um hvað helst gefi
llfinu gildi. Aleitinn granni og
tengdamamma hafa llka sitt
til málanna að leggja. Þýð-
andi: Ragna Ragnars.
00.00 Dagskrárlok.
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
13.00—16.00 Viö rásmarkið.
Þátturinn hefst fyrr vegna
lýsingar á leik Fram og
Glentoran I Evrópukeppni
bikarhafa. Stjórnandi: Jón
Olafsson ásamt Ingólfi
Hannessyni og Samúel Erni
Erlingssyni, Iþróttafrétta-
mönnum.
16.00—17.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Hringborðið
Hringborösumræður um
múslk.
Stjórnandi: Magnús Einars-
son.
Hlé.
20.00—21.00 Llnur
Stjórnandi: Heiöbjört Jó-
hannsdóttir.
21.00—22.00 Göngur og réttir
Stjórnandi: Ragnheiður Dav-
Iðsdóttir.
22.00—23.00 Bárujárn
Stjórnandi: Sigurður Sverr-
isson.
23.00—00.00 Sviftlugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
00.00—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Margrét Blöndal.
(Rásirnar samtengdar að
lokinni dagskrá rásar 1.)