Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS “PF» ER 80TNLRNSIMN, F0R5ÆT[5F?FlPHERKH“ Hættum hval- veiðum Ingvar Agnarsson skrifar: Það er aðeins sjálfsögð mannúð- ar- og menningarstefna að hætta hvalveiðum. íslendingar ættu að sjá sóma sinn í því að hætta hvalveiðum, að eigin frumkvæði, án þess að láta Grænfriðunga eða önnur utanað- komandi öfl neyða sig til þess. Hvers vegna? munu margir spyrja. Hvers vegna ættum við að hætta hvalveiðum, svo lengi sem þær gefa eitthvað í aðra hönd, og svo lengi sem við getum komist upp með það? Eg svara aftur: Það er af mann- úðarástæðum, fyrst og fremst, sem við ættum að hætta hvalveiðum. Með þeirri tækni, sem beitt er, þá er ekki hægt að veiða hvali án þess að valda hverju dýri miklum þjáningum og í mörgum tilvikum ógurlegrum og langdregnum, áður en dauðinn bindur þar enda á. Þessi kvalafulli dauðdagi er næg ástæða til þess að leggja hvalveið- ar niður. Ég álít, að sá gjaldeyrir, sem fæst vegna hvalveiða, sé illa feng- inn, af framangreindum ástæðum. Það er níðingsverk að drepa þessi stóru og vitru dýr, án illrar nauðsynjar, úr því ekki er hægt að gera það á hreinlegan hátt. Dýraspítalinn hefur því hlutverki að gegna að hlú að sjúkum og særðum dýrum. Og auðvitað hefði verið eðlilegt að koma sjúku dýri til eiganda síns svo hægt hefði verið að fara með það í dýraspftalann. Þessir hringdu . . . Er einhverjar frek- ari upplýsingar að fá um köttinn sem kastað var út á graseyjuna? Guðmundur Eiríksson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég hringi nú svona aðallega af forvitni. Þannig er mál með vexti að ég las nú um daginn frásögn í Velvakanda um ein- hvern mann sem kastaði ketti út á grasflöt og ók síðan í burtu. Sannleikurinn er nefnilega sá að kötturinn minn hvarf fyrir nokkru og spurðist ekkert til hans í nokkra daga, eða þar til hann birtist einn góðan veðurdag allur blóðugur og illa á sig kom- inn. Hann kom heim til sín þann tíunda september og þá var hann mjaðmagrindarbrotinn og þurfti að fara með hann til dýralæknis og láta sauma hann saman. Ég var nú að láta mér detta í hug að þetta hefði getað verið minn köttur sem maðurinn kast- aði þarna út þvi ég á heima í nágrenni við þann stað sem maðurinn átti að hafa kastað kettinum út, eða á horninu á Suðurfelli. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að fá einhverja frekari vitn- eskju um þennan atburð og ef manneskjan sem sá þetta gerast gæti gefið einhverjar frekari upplýsingar þá væru þær vel þegnar. Mér finnst það alveg ótrúleg mannvonska að kasta út slösuð- um ketti á þennan hátt, þ.e.a.s. ef um sama köttinn er að ræða. Það gæti nefnilega verið að maðurinn hafi keyrt yfir köttinn og vegna þess að hann var merkt- ur ákveðið að fara með hann í nágrenni við heimili sitt. Hefði svo verið í pottinn búið hefði mér fundist að maðurinn hefði getað komið með köttinn til síns heima og hreinlega sagt frá því hvernig þetta átti sér stað. Ef það er því einhver sem gæti gefið upplýsingar um þetta þá væri hægt að hringja í síma 82970 og biðja um Guðmund Eiríksson. Hver orti og um hverja er ort? Guðmundur A. Finnbogason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það er að brjótast um í mér vísa sem fjallar um kerlingu nokkra á Norðurlandi sem átti að hafa orðið 122 ára. Ef svo er að þessi kona hafi verið til þá er það vissulega aldursmet hér á landi. Ég veit hins vegar ekki eftir hvern vísan er eða um hverja hún er, en ef einhver getur gefið upplýsingar um það þá væru þær vel þegnar. En vísan er svona: Hundrað ára hreppti klára gleði ellefu skorra árin tvenn ein fyrir norðan kerlingin. Augun snuða andans hrím Kona ættuð úr Austurdal hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það eru hérna þrjár vísur sem mig langar að koma á framfæri. Ef mér tekst að yrkja ljóð sem enginn skilur. Lof og prís mér þjóðin þylur. En ef mér tekst að yrkja ljóð sem er af viti, lætur þjóð sem skarfur skiti. Næsta Vvísa er ort að gefnu tilefni: Allt sýnist hér með eymdarbrag er mér af ungri svínið. Hér hefur riðið húsum í dag helvítis brennivínið. Eftirfarandi datt mér í hug eftir að hafa hlustað á ritsmíð ungs manns: Augun snuða andans hrím, eyrna suð og mistur. Enginn stuðull ekkert rím, enginn guð né kristur. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík I * * 1 i i Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10— 12. Er þar tekiö á móti hverskyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö not- færa sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. sept. verða til viðtals Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson for- maður skipulagsnefndar í stjórn launamálanefndar og heilbrigöisráðs og Einar Hákonarson for- maöur Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns og í stjórn skipulagsnefndar. Okkar verð eru othualis Qthuolis. Lambalifur Folaldahakk 95 ^kg. 92 - - QthUQlÍS. Wi " D Kryddlegiö lambasirlon 199 kr/kg. Tilvaliö í helgarmatinn Opið til kl. 16 í dag Armúla 1 A S.: 686111 Eiðistorgi 11 S.: 622200 KANÍNUKJÖT „Qthuqlis 465-!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.