Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 Erfítt að gera áætlanir því ekki má smíða skip — Rætt við Jósef Þorgeirsson forstjóra skipasmíða- stöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi „ÞAÐ GENGIIR vel núna, því það er nóg aö gera eins og er. Verkefni stöövarinnar byggjast upp á viögerðum og því erfitt aö áætla fram í tímann og sjá meö góöu móti hvaö framtíöin ber í skauti sér. í dag má ekki smíöa skip,“ sagöi Jósef Þorgeirsson, framkvæmdastjóri skipasmíðastöövarinnar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, í samtali við Morgunblaöiö, en hann er jafnframt formaður Samtaka dráttarbrautareigenda. Morgunblaösmenn lögðu leið sína upp á Akranes fyrir skömmu og heimsóttu þá meöal annars skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts eina dagstund og ræddu við Jósef. Á skrifstou fyrirtækisins má sjá myndir af mörgum þeirra skipa sem stöðin hefur smíðað undanfarna áratugi. Jósef bendir okkur á myndirnar og segir að svona falleg skip séu ekki smíðuð lengur. Nú eigi boglínur ekki upp á pallborðið, beinu línurnar sitji i fyrirrúmi. Þó skipin verði ljótari, þá séu þau hagkvæmari. Keksturinn miðast við nýsmíði „Reksturinn er byggður upp með það fyrir augum að smíða skip, samsetnig á mannafla og annað er við það miðað. Þetta er því ansi erfitt á stundum síðan nýsmíði var bönnuð. Þó vita allir að flotinn gengur óðum úr sér og það þarf að hefja endurnýjun hans fyrr eða síðar. Ef endurnýjun flot- ans verður dregin verður hann endurnýjaður allur í einu og þá verður ekki aðstaða innanlands til að mæta allri eftirspurninni eftir nýjum skipum. Því miður hefur verið staðið þannig að endurnýjun skipastólsins allt frá stríðslokum. í stað þess að búið sé þannig í haginn fyrir útgerðarmenn að þeir geti haft endurnýjunina hóflega og skynsamlega. AuÖvitað fer það eftir þeim kjörum sem útgerðar- mönnum er boðið upp á, hvort þeir geta staðið að endurnýjun skipa sinna og það geta þeir ekki, eins og búið er í haginn við útveginn. Auð- vitað ætti að haga þessu þannig að útgerðinni sé gert kleift að endur- nýja flotann með eðlilegum hætti, þar sem þjóðfélagið byggist að verulegu leyti á þessum atvinnu- vegi. Nú er verið að selja einn af þeim togurum sem var smíðaður hjá okkur á uppboði, Sölva Bjarnason frá Bíldudal. Áður en hann kom þangað var atvinnulíf þar í kaldakoli og fólk átti í erfið- leikum með að standa við skuld- bindingar sínar. Eftir að hann kom þangað breytist ástandið og flestir gátu staðið við skuldbindingar sínar nema Sölvi Bjarnason," sagði Jósef. Talaö fyrir daufum eyrum „Það er talað fyrir daufum eyr- um þegar talað er um breytingar í þessum efnum. Annars er útgerð að breytast dálítið og það hefur aukist að togurum sé breytt í frystiskip eða rækjutogara, sem vinna rækjuna um borð. Útkoman er allt önnur og betri en hjá þeim sem landa aflanum óunnum. Það er margt sem bendir til þess að verkunin muni í auknum mæli fara fram út á sjó og það hlýtur að vera eitthvað að því fyrirkomulagi að frysta í landi ef það er eina leiðin til að skapa flotanum af- komugrundvöll," sagði Jósef ennfremur. Hann segir að stærsta verkefnið framundan hjá skipasmíða- stöðinni séu breytingar á togaran- um Jóni Þórðarsyni, sem nýlega hafi verið keyptur til Akraness, en hann eigi að lengja um 10 metra og breyta í rækjutogara sem frysti rækjuna um borð. Verkefni ættu því að vera nægileg til áramóta, en ekki nokkur leið sé að segja frekar til um verkefni í framtíðinni. Út- litið hafi verið mjög dökkt fyrir tæpu ári, en þá hafi ræst vel úr. Jósef Þorgeirsson. í baksýn skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts. Skipið sem bíöur eftir kaupanda í skipasmíðastöðinni. Morgunblaðift/Július „Að segja eitthvað nýtt“ Hugleiðing um ljósmyndasýningu Bjarna Jónssonar — eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Allt í einu kemur kornungur maður fram á sjónarsviðið með listræna sköpun — svo ferska, að áhorfandi hlýtur að staldra við og virða fyrir sér verk hans lið fyrir lið — mynd eftir mynd. Þetta er ljósmyndasýning í Listasafni alþýðu við Grensásveg og höfundur myndanna er Bjarni Jónsson Bjarnasonar ljósmyndara frá ísafirði. Þessi sýning er barmafull af lífi. Bjarni vinnur ljósmyndir sínar eins og þrautþjálfaður, hart agað- ur myndlistarmaður. Eiginlega minna sumar myndanna á ýmsa skóla í myndlist — málverki — en allt lýtur þetta sömu lögum. Hvort þetta vinnusiðgæði, sem birtist í verkum Bjarna, sé að erfðum fengið frá hörðum verstfirzkum skóla lífsins skal látið ósagt, en svo mikið er víst, að þau fallegu vinnubrögð, sem birtast í mynd- unum, gefa mikið. Bjarna liggur mikið á hjarta. Það er ekkert spunnið í neitt, sem á að kallast list, nema hugur og hjarta séu á bak við. Eitt öm- urlegasta, sem hægt er að sjá, er frosin, helfrosin dauð mynd, sem þó getur verið gædd ótrúlegri tækni, jafnvel eins og tölvustýrðri. Hjá Rjarna er því á annan veg farið. I svo til hverri einustu mynd er eins og hann leitist við að segja eitthvað — hvert mótív er yrkis- efni — og svo að dæmi sé nefnt mynd nr. 52 Einsömul rós, sem væri tilvalin kápuskreyting fyrir úrval af Iýrik — hvort heldur sem það væru kínversk ljóð, sem „syngja" (eins og Ezra Pound tal- aði um) ellegar Ijóðið, sem er í hjarta næstum hvers og eins svo fremi sem hann er fæddur eðli- legur í þennan heim. Það er stórundarlegt, að jafn- ungur maður og Bjarni er, skuli taka viðfangsefni sín jafn ákveðn- um tökum og raun er á. Nægir því til sönnunar að vísa til tvennunn- ar Svart/hvítt í lit — þ.e. mynd- anna nr. 1 og 2. Viðfangsefni: Diskur, gaffall, hnífur og glas á fæti. Og minnir sú myndtvenna á það, sem segir í þjóðsögunni: Klippt var það, skorið var það. Klippt — vel á minnzt. Þá list kann Bjarni, að klippa og skera, þar sem það á við. Annað dæmi: Mynd nr. 10, Blár fiskur á rauöu fati. — Öll þessi margbreytilegu viðfangsefni — þessar síbreyti- legu hreyfanlegu útfærslur í myndbyggingu — þetta er magn- að, svo sem'eins og mynd nr. 12, Forboönir ávextir, sem í þessu til- felli eru grænir bananar, ellegar sú númer þrettán, sem líka nefnist Forboðnir ávextir — í þessu tilfelli vínber, þar sem konstnarinn leyfir sér að lita þrjú þeirra jarðarberja- rauð — c’est l’art — það er list. Semsagt: Bjarni leggur fyrst og fremst áherzlu á uppbyggingu myndar — komposition — línuna, formin, samræmið, jafnvægið og ennfremur að ná fram spennu, helzt kyrrlátri spennu í myndinni, svo að hún verði heimur út af fyrir sig — heimur innan hins raun- verulega heims og jafnframt sýn- ishorn af heiminum, sem við lifum í ... Þetta tekst honum lygilega, til að mynda í New York-seríunni, hvar hann dvaldist við nám í Ijósmyndagerð heilt ár, en New York — það veit sá sem ailt veit — er hrikaleg í öllum sínum mynd- um og óþrjótandi viðfangsefni fyrir listamenn vegna þess ógnarkrafts, sem borgin býr yfir og stafar af henni. New York City gefur engan grið fremur en lífið sjálft. Þetta tekst Bjarna að kalla fram í yfirlætislausum myndum — í „real life“ — skotum af hinum og þessum hliðum metropolitan ennvæsí (þ.e. N.Y.C.). Mynd númer 20, sem heitir New York eins og nokkrar fleiri, er í einu orði sagt glæsileg — línan — formið — ljós — skuggar — hrynjandi plús jafn- vægi. Þvílík tök. Mann dauðlangar i sumar myndanna. Svo eru það allar rósirnar, Rós í flösku (nr. 29); þar leyfir málarinn sér að lita sjálft blómið — hitt allt er svart og hvítt. Þá er mynd nr. 33, Rauð rós, sem gæti verið mál- verk í pastellitum. Og svo fiskarnir — þeir eru kap- ítuli út af fyrir sig — „sjö á landi og sjö í sjó“ eins og segir í ævin- týrinu. Einkanlega er mynd nr. 39, Frystir silungar — forvitnileg vegna þess að hún synir — að eg hygg — bezt auga Bjarna fyrir því, sem hið venjulega auga grein- ir ekki. Það er eins og fjárans sil- ungarnir séu svo gaddaðir, en þó svo silfur-demtantsglitrandi, að það er erfitt að trúa sínum eigin augum. Þegar gengið er um sýningar- salinn þarna í Listasafni alþýðu um þessar mundir — sýningu Bjarna lýkur annað kvöld — þá er það góð tilfinning að vita til þess, að þarna sé hægt að upplifa gleði og lífshrifni vegna lifandi listar, sem þarna er reidd fram af krafti sálarinnar. Svo virðist sem engan sé verið að stæla, enda þótt hægt sé að finna keim af sumum mynd- unum, öllu heldur blæ, sem gæti verið í ætt við Braque, Klee, og Miro (Dæmi: mynd nr. 44, Lítil smálúða; mynd nr. 45 Jólahúmör). Og annað: Það er eins og ekkert sé happa- eða tilviljunarkennt, held- ur eins og örugg hönd eða innri sjón stýri og ráði ferðinni. Mynd nr. 47 blasir við augum, þegar inn í salinn er komið: Ginflaska (Gordon London Dry) og í henni gullfiskur. Þetta segir nóg og svo er hægt að álykta. Það er svo margt og svo margt, sem athygli vekur. Það er ekki hægt að sniðganga myndina Sjöundi mánuöur, sem er lífið sjálft. Nr. 56, Vor, sannar, að hægt er að vinna ljósmynd svipað og málverk, Sem stenzt harðar kröfur og leysir myndræn vandamál. Ekki er unnt að tíunda allt, sem fyrir augu ber á sýningunni, en svona rétt undir lokin er tilvalið að heilsa aðeins upp á Kisa, mynd nr. 71, sem ilmar af lífi í einfald- leik sínum (fáar skepnur jarðar- innar eru jafnlifandi — jafn rosa- lega lifandi og kötturinn — og þar af leiðandi er skepnan sú aldrei leiðinleg). Við hliðina á „le cat“ er mynd nr. 70, sem artisto skírir Alusuisse skandall, hún er ef til vill ádeila á tilburði og lífssveiflur í sambandi við álverið á sínum tíma, þ.e. tímabilið ’82—’83. Hver veit. Og fantasíur sem þessar — ekki síður myndin nr. 34 Frakki — eru frum- legar og líða ekki úr minni. Mynd nr. 34 er persónuleiki, karakter út af fyrir sig. Þegar á heild er litið og heiðar- lega er skoðað, þá er það deginum ljósara, að þessi ungi listamaður Bjarni, sem nú rekur sjálfstæða Ijósmyndastofu í Gaflarafirði, er greinilega áfjáður í að segja eitthvað nýtt í þessum heimi okkar, sem býður alltaf upp á eitthvað nýtt og nýtt. Þetta tekst honum. Aö llKÖardragi, stgr Höíundur er riíhöíundur og Hst- málari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.