Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
37
Aldrei aftur Bakkus
w
Afengið fer ekki í manngrein-
arálit segja þeir sem best
þekkja til. Elísabet Taylor er ein
þeirra mörgu sem ánetjast hafa
Bakkusi en er nú búin að rétta úr
kútnum aftur og segist aldrei
aftur ætla að láta vínið ná á sér
tökum.
„Mér finnst allt of gaman að
lifa til þess að fara að eyðileggja
líf mitt með þessum ófögnuði
segir hin 53 ára gamla leikkona,
en hún er nú nýkomin úr meðferð
hjá þeirri frægu Betty Fordstofn-
un. Þar hafa margir frægir dvalið
og fengið meina sinna bót.
Elísabet þyngdist mest um 25
kíló, en er nú búin að losa sig við
aukakílóin eins og meðfylgjandi
myndir bera með sér. „Loksins
kom að því að ég ákvað að ég
gæti ekki haldið áfram að lifa
svona lengur. Þá tók ég mig á. Ég
vissi að ég gæti þetta, en var þá
búin að vera í pillum og víni í
mörg ár,“ segir Lis.
Því ekki að bregða sér í hátíðarskap
og halda á Hótel Borg
í ljúffengan kvöldverð í kvöld.
I
.
8
y Þaöborgarsig
að bregða sér á Borgina
Borðapantanir hjá
yfirþjóni í síma 11440.
Urval vinsælla retta framreiddir í
glæsilegu umhverfi.
> /
Hinn sívinsæli og
bráðskemmtilegi
píanisti
Ingimar Eydal
leikur af sinni
alkunnu snílld fyrir
kvöldverðagesti.
*
Prinsessan Yasmin í það heilaga
Brúðhjón ársins eru án efa
prinsessan Yasmin Khan og
gríski auðkýfingurinn Basil Em-
biricos. Yasmin er dóttir leikkon-
unnar frægu Ritu Haywort og Ali
Khan.
Rita á nú við sjúkdóm að stfiða
og gat því ekki verið viðstödd brúð-
kaup dóttur sinnar. Yasmin tekur
sjúkleika móður sinnar mjög nærri
sér, en mæðgurnar hafa verið mjög
samrýndar og er Yasmin sögð eftir-
mynd móður sinnar.
Rita og Ali slitu samvistum þegar
Yasmin var aðeins þriggja ára
gömul og fluttust þá mæðgurnar til
Hollywood. Yasmin heimsótti þó
alltaf föður sinn á sumrin og ferðað-
ist víða með honum, en er hún náði
tíu ára aldrinum lést faðir hennar
í slysi.
Nú er hinsvegar Yasmin komin í
örugga höfn og lífið blasir við henni
ánýjan leik.
Yasmin og Basil Embiricos, nýgift
og hamingjusöm.
SÆKIÐ
NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA
í Danmörku
Norræn mál, hljómlist, sund. Bjóðum einnig handíöir
s.s. vefnað, málun, þrykk, spuna, 6 mán. 1/11-30/4, 4
mán. 3/1-30/4. Lágmarksaldur 18 ár. Skrifiö eftir
stundatöflu og nánari upplýsingum. Góöir náms-
styrksmöguleikar. Norrænn ungdómur heldur saman.
Myrna og Carl Vilbæk
UGE FOLKEHOJSKOLE
DK-6360 Tinglev, tlf. 04 — 64 30 00
^mtmmmma^^^^^mmmmmmmmá
Húsnæðisstofnun ríkisins
EIMN BYÐST
GREIÐSLUJÖFNUN
Frestur til að leggja irm umsóknir
um greiðslujöfnun húsnæðislána
hefur verið framlengdur til
1. október næstkomandi.
Á það skal bent að þeir lántakendur
sem enn hafa ekki fengið lán sín
að fullu afgreidd,en óska eftir
greiðslujöfnun þurfa að sækja um
hana fyrir l.október næstkomandi.
REYKJAVÍK, 18. SEPTEMBER 1985.
L>§ Jlusnæöisstoínun ríkisins