Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 Afmæliskveðja: Sigurður Tómasson Ólafsvík — Áttræður Hann Sigurður bróðir minn er áttatíu ára í dag. Á því er víst enginn vafi, þótt ekki finnist mér svo ýkja langt síðan við bæði vor- um saman í föðurranni, og nutum æskuáranna í faðmi fagurra fjalla heimasveitarinnar, þar sem öldu- niður og fuglasöngur fylltu tilveru barnanna um bjarta sumardaga. Oft er það svo, þegar litið er yfir farinn veg, að okkur finnst tíminn íiafa liðið furðu fljótt frá upphafi ævi til fullorðinsára og æsku- minningar ýmsar koma skýrt fram i hugann þegar litið er til baka, til þessara löngu liðnu stunda. Mig langar að geta nokkurra helstu æviatriða Sigurðar í stuttu máli. Hann fæddist að ósi í Fróð- árhreppi 21. september 1905, en þar höfðu foreldrar okkar, Tómas Sigurðsson frá Höfða og Ragn- heiður Árnadóttir frá Kársstöð- um, reist sér bæ og áttu þar heima um nokkurra ára skeið. Sigurður var fjórða barnið sem þeim fædd- ist, en alls urðu börnin tíu, og komust átta þeirra til fullorðins- 'ára og eru enn öll á lífi. Sigurður vandist snemma allri algengri vinnu, og ungur að árum fór hann að vinna hjá öðrum, enda veitti ekki af, til að bæta hag þessa barnmarga heimilis. Og eft- ir að foreldrar okkar fluttust út að Brimilsvöllum tók hann að stunda sjóróðra, þá aðeins 14 eða 15 ára, á teinæringi sem Bliki hét, og gerð- ur var þaðan út síðari hluta vetr- ar, og á öðrum tímum árs eftir því sem færi var á, því ekki var um jhafnaraðstöðu að ræða. Ekki var Sigurður eldri en 16 ára er hann í fyrsta sinn gerðist háseti á fiskiskútu og var síðan um 7 ára skeið á slíkum veiðiskip- um, enda var það einn helsti hjargræðisvegur ungra og tápmik- illa manna á þeim árum. Voru skip þau er hann var á gerð út frá ýmsum höfnum á Vest- fjörðum og mun árlegt úthald þeirra yfirleitt hafa verið frá því í apríl og til loka september. Sigurður fékk því ungur að kenna á vosi og erfiðleikum sjó- mennskunnar á þessum litlu far- kostum, en hann sýndi líka að hann var maður til að mæta þeim og vissi að hér varð annaðhvort að duga eða drepast. Þessar skútur voru lítil seglskip, líklega flest um 10 tonna og með litla hjálparvél, sem einkum var notuð í viðlögum og til að komast að og frá landi. Sumir af skipstjórum þessara báta voru menn úr Fróðárhreppi, en aðrir frá Ólafsvík. Var þá stundum reynt að haga svo til að hásetar fengju að fara heim til sín um hvítasunnuna, en skipin lágu þá á meðan í Ólafsvík í einn eða tvo daga. Eina vertíð mun Sigurð- ur hafa verið á skútunni Halkion, sem gerð var út frá Vestmanna- eyjum um veturinn, en var á síld- veiðum um sumarið og lagði þá upp á Siglufirði. Allt það, sem Sigurður vann sér inn með þessum hætti lét hann ganga heim til foreldra okkar, til að létta þeim afkomu heimilisins, því margir voru munnarnir að metta, en fátækt mikil og erfiðir afkomumöguleikar, svo sem al- gengt var á þeim árum. Framlag Sigurðar var því ómetanlegt, og létti foreldrum okkar mjög lífs- baráttuna. Við vorum nokkrar yngri systur heima, einmitt á þeim árum sem Sigurður var mest til sjós. Minnist ég þess með gleði, að eitt sinn kom Sigurður snöggvast heim um hvítasunnu, ásamt fleiri piltum úr sveitinni, en skip þeirra beið í Ólafsvík um hátíðina. Þetta var síðla nætur eða snemma morguns, sem hann kom heim. Við ungu systurnar vorum ekki komnar á fætur. Ég man, að hann var sparibúinn er hann kom. Eftir að hafa heilsað okkur systr- um sínum og foreldrum okkar tók hann munnhörpu upp úr vasa sín- um, settist á borðið og tók að leika á hana. Hvílíkir dýrðartónar, að mér fannst. Þeir ómuðu í litlu baðstofunni, fylltu sál mína gleði og fögnuði meir en orð fái lýst, lyftu henni til flugs hátt yfir hversdagsleikann, upp þangaö, sem sífelld gleði ríkir. Lengi lék hann á munnhörpuna sína í þetta sinn, hvert lagið eftir annað og ég naut þess af allri sálu minni að hlýða á þessa tóna, sem mér fannst eins og berast langt utan úr einhverri óþekktri furðuveröld. Þetta var líkt því, sem hér hefði komið svífandi söngfugl, þröstur, sem tyllt hefði sér niður, þreyttur eftir langt og erfitt flug, og færi nú að syngja fagnaðaróð um gleði lífsins og töfra tilverunnar, fagn- andi heimkomunni, þótt aðeins fengi að njóta hennar um stutta stund. Ævinlega var það svo, einnig, að hann gat fært okkur yngri systr- um sínum, einhvern smáglaðning, eitthvað sem vakti gleði í sálum okkar, og sem við minnumst æ síð- an með þakklæti. Sigurður hafði mikla ánægju af rímum og hafði góða og djúpa rödd. Gaman þótti mér að heyra hann kveða rímur, enda kunni hann mikið af slíkum kveðskap. Hann var og vel hagmæltur sjálf- ur og þær munu ófáar vísurnar sem til hafa orðið síðar á langri ævi, ýmsum til stundaránægju, en lítt á loft haldið eða geymdar og því flestar gleymskunni huldar. Ýmsir voru þeir, skútumenn úr Fróðárhreppi, er voru hagmæltir vel og gerðu góðar vísur, er svo bar undir. Minnist ég frá bernsku, að ég lærði eftirfarandi vísu, en ekki veit ég með vissu höfund hennar: Er nú kominn endirinn, eg það geri prísa, fagurt skríður Fiskarinn fjörðinn inn á ísa. En Fiskarinn var skúta, sem gerð var út frá ísafirði á þeim ár- um. Sigurður giftist árið 1932 Guð- ríði Hansdóttur frá Holti á Brim- ilsvöllum, mikilli dugnaðar- og myndarstúlku, eins og hún átti ætt til. Þau stofnuðu heimili og settust að í Einarsbúð. Áttu þar heima næstu árin og stundaði Sig- urður þá bæði búskap og róðra. Árið 1938 fluttu þau til Ólafsvíkur í eigið hús, er þau byggðu og nefndu Framtíð. Hafa þau átt þar heima síðan. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau öll hið mannvænlegasta fólk, og hafa komið sér vel áfram í lífinu. Á eitt þeirra heima í Reykjavík en þrjú í Ólafsvík, og er þeim, fullorðnu hjónunum, ómetanlegur stuðning- ur og ánægja, að börn og barna- börn, skuli vera svo nálægt þeim, og geta haft við þau daglegt sam- neyti. Árið 1940 gáfust foreldrar okkar, Ragnheiður og Tómas, upp á búskapnum á Brimilsvöllum, vegna þverrandi heilsu, en einnig vegna þess, að það pláss var þá næstum mannlaust orðið. Sýndu þau Sigurður og Guðríður þeim þá þann mikla drengskap að taka þau til sín á heimili sitt til bráða- birgða, þrátt fyrir þröng húsa- kynni. Voru þau þar hjá þeim næstu þrjú árin. En þá var byggð- ur handa þeim lítill bær á falleg- um stað í Ólafsvík og kölluðu þau hann Fögruvelli. Fluttust þá for- eldrar okkar þangað og áttu þar heima um margra ára skeið uns þau neyddust til að flytja sig enn um set árið 1951, og þá suður í Kópavog á mitt heimili, einkum vegna lasleika föður okkur, enda átti hann þá skammt eftir ólifað. Eftir að Sigurður fluttist til Ólafsvíkur stundaði hann fyrst sjóróðra þaðan í einn vetur, vann síðan í smiðjunni um nokkurt skeið, en gerðist svo starfsmaður við frystihúsið, þar sem hann sá um aflvélar fyrirtækisins um margra ára skeið, enda vanur orð- inn vélum og laginn við hverskon- ar viðgerðir. Lengi hefur Sigurður verið bagaður mjög af erfiðum lasleika, skemmd í hnjáliðum, en ávallt borið þær þrautir af hetjulund, og verið glaðvær í viðmóti rétt eins og hann gengi heill til skógar, þótt langt sé frá því, að svo hafi verið. Þau hjón, Sigurður og Guðríður, hafa verið mjög samhent í lífinu, og hefur hann átt trausta stoð og styttu, þar sem hún er. Hefur hún búið þeim fagurt og hlýlegt heim- ili. Hefur öllum þótt gott til þeirra að koma og njóta gestrisni þeirra og glaðværra og fróðlegra sam- ræðna. Minnist ég margra slíkra stunda, á heimili þeirra, er við hjónin höfum átt leið til Olafsvík- ur og heimsótt þau. Ég vil nú færa Sigurði mínar einlægustu þakkir fyrir allar gleði- og samverustundirnar á þessum mörgu, liðnu árum. Og við bæði, maðurinn minn, Ingvar Agnarsson, og ég, óskum honum til hamingju með þetta merkisafmæli og árnum honum allra heilla og guðsblessunar í bráð og lengd. Megi hann njóta sem bestrar heilsu og sannrar gleði ásamt sínum góða og trausta lífsförunaut, meðan endist ævi. Aðalheiður Tómasdóttir Peningamarkaðurinn r GENGIS- SKRANING Nr. 178 - 20. september 1985 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala IW Dollari 42,050 42,170 41,060 SLpund 56,740 56,902 57281 Kan.dollari 30,477 30,564 30,169 Dönsk kr. 4,0162 4,0277 4,0743 Norskkr. 4,9843 4,9985 5,0040 Sænsk kr. 4,9543 4,9685 4,9625 Fi. mark 62951 6,9148 6,9440 Fr. franki 4,7689 4,7825 42446 Belg. franki 0,7204 0,7225 0,7305 Sv.franki 17,6941 17,7446 18,0523 Holl. gyllíni 12,9472 12,9842 13,1468 V-þ. mark 14,5552 14,5967 14,7937 ÍL líra 0,02163 0,02170 0,02204 Austurr. sch. 2,0719 2,0779 2,1059 Port escudo 0,2431 02438 02465 Sp. peseti 02443 02450 0,2512 íap.yen 0,17380 0,17429 0,17326 irskt pund 45261 45290 46,063 SDR (SérsL 43,1008 422785 dráttarr.) 42,9788 INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóðsbækur__________________ 22,00% Sparisjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsógn Alþýðubankinn............... 25,00% Búnaðarbankinn.............. 25,00% Iðnaöarbankinn.............. 23,00% Landsbankinn................ 23,00% Samvinnubankinn............. 25,00% Sparisjóöir................. 25,00% Utvegsbankinn.....,......... 23,00% v Verzlunarbankinn................ 25,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 30,00% Búnaöarbankinn ....„...... 28,00% Iðnaðarbankinn.............. 28,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Sparisjóöir.... ............ 28,00% Útvegsbankinn............... 29,00% Verzlunarbankinn........... 31,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 32,00% Landsbankinn.................31,00% Utvegsbankinn............... 32,00% Innlánsskírteini Alþýðubankinn............... 28,00% Sparisjóöir................. 28,00% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravísitölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................. 1,50% Búnaöarbankinn................ 1,00% Iðnaðarbankinn................ 1,00% Landsbankinn........ ......... 1,00% Samvinnubankinn............. 1,00% Sparisjóöir................... 1,00% Utvegsbankinn................. 1,00% Verzlunarbankinn.............. 2,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................. 3,50% Búnaðarbankinn................ 3,50% Iðnaðarbankinn................ 3,50% Landsbankinn.................. 3,00% Samvinnubankinn............... 3,00% Sparisjóöir...._.............. 3,00% Utvegsbankinn................. 3,00% Verzlunarbankinn.............. 3,50% Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýöubankinn — ávisanareikningar.......... 17,00% — hlaupareikningar........... 10,00% Búnaðarbankinn............... 8,00% Iðnaðarbankinn................ 8,00% Landsbankinn.................. 10,00% Samvinnubankinn............... 8,00% Sparisjóöir................... 10,00% Utvegsbankinn................. 8,00% Verzlunarbankinn.............. 10,00% Stjömureikningar I, II, III Alþýðubankinn..................9,00% Satnlán — heimilislán — IB-lán — plúslán með 3ja til 5 mánaða bindingu Iðnaðarbankinn................ 23,00% Landsbankinn.................. 23,00% Sparisjóöir................... 25,00% Samvinnubankinn............... 23,00% Utvegsbankinn................. 23,00% Verzlunarbankinn.............. 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Iðnaðarbankinn................ 26,00% Landsbankinn.................. 23,00% Sparisjóðir................... 28,00% Utvegsbankinn................. 29,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar Alþýðubankinn................. 8,00% Búnaðarbankinn.................7,50% Iðnaðarbankinn................ 7,00% Landsbankinn.................. 7,50% Samvinnubankinn................7,50% Sparisjóöir................... 8,00% Útvegsbankinn................. 7,50% Verzlunarbankinn.............. 7,50% Sterlingspond Alþýðubankinn................. 11,50% Búnaðarbankinn................11,00% Iðnaðarbankinn............... 11,00% Landsbankinn................ 11,50% Samvinnubankinn.............. 11,50% Sparisjóöir.................. 11,50% Útvegsbankinn................. 11,00% Verzlunarbankinn.............. 11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn................ 4,50% Búnaðarbankinn.................4,25% lönaðarbankinn....... .........4,00% Landsbankinn...................4,50% Samvinnubankinn................4,50% Sparisjóöir....................4,50% Útvegsbankinn..................4,50% Verzlunarbankinn...............5,00% Danskar krónur Alþýðubankinn................. 9,50% Búnaöarbankinn................ 8,00% Iðnaðarbankinn................ 8,00% Landsbankinn.................. 9,00% Samvinnubankinn............... 9,00% Sparisjóöir................... 9,00% Utvegsbankinn................. 9,00% Verzlunarbankinn..............10,00% ÍJTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, lorvextir: Landsbankinn................ 30,00% Útvegsbankinn............... 30,00% Búnaöarbankinn.............. 30,00% Iðnaöarbankinn.............. 30,00% Verzlunarbankinn............ 30,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Sparisjóðirnir.............. 30,00% Viðskiptavíxlar Alþýðubankinn............... 32,50% Landsbankinn....... ........ 32,50% Búnaðarbankinn.............. 32,50% Sparisjóöir................. 32,50% Yfirdrátlarlán af hlaupareikningum: Landsbankinn.................31,50% Útvegsbankinn..........,.... 31,50% Búnaðarbankinn.............. 31,50% Iðnaðarbankinn.............. 31,50% Verzlunarbankinn............ 31,50% Samvinnubankinn............. 31,50% Alþýöubankinn................31,50% Sparisjóðirnir.............. 31,50% Endurseljanleg lán fyrir innlendan markað.............. 27,50% lán í SDR vegna útftutningsframl...... 9,50% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn.................. 32,00% Útvegsbankinn................. 32,00% Búnaðarbankinn................ 32,00% lönaöarbankinn................ 32,00% Verzlunarbankinn.............. 32,00% Samvinnubankinn............... 32,00% Alþýðubankinn................. 32,00% Sparisjóðirnir................ 32,00% Viðskiptaskuldabréf: Landsbankinn.................. 33,50% Búnaðarbankinn ............... 33,50% Sparisjóðimir..„.............. 33,50% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísitölu í allt aö 2% ár......................... 4% lengur en 2% ár......................... 5% Vanskilavextir......................... 45% Óverðtryggð skuldabréf utgefin fyrir 11.08.'84 ............ 32,00% Lífeyrissjódslán: Lífeyríssjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæð er nú 350 þúsund krónur og er lánið vísitölubundiö meö láns- kjaravisitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstimi er allt aö 25 ár. en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess. og eins ef eign sú, sem veö er i er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóösfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóönum ef þeir hafa greitt iöngjöld til sjóösins í tvö ár og þrjá mánuöi, miöað viö fullt starf. Biötími eftir láni er sex mánuöir frá þvi umsókn berst sjóönum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 192.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 16.000 krónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 8.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin orðin 480.000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast viö 4.000 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Þvi er í raun ekkert hámarkslán i sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Þá lánar sjóöurinn meö skilyröum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sina fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 525.000 til 37 ára. Lánskjaravíaitala tyrir ágúst 1985 er 1204 stig en var fyrir júlí 1178 stig. Hækkun milli mánaöanna er 2,21%. Miöaö er við visitöluna 100 í júní 1979. Byggingavísitala fyrir júní til ágúst 1985 er 216,25 stig og er þá miöaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextir m.v. Timsbil HöfuöstAla- óverðtr. kjðr Óbundió fé Landsbankí, Kjörbók: 1) ........... ?-34,0 Útvegsbanki. Ábót: ............... 22-34,6 Búnaöarb., Sparibók: 1: ........... 7-34.0 Verslunarb., Kaskóreikn: ......... 22-31.0 Samvínnub., Hávaxtareikn.: .... 22-31,6 Alþýöub., Sér-bók: ............... 27-33.0 Sparisjóöir, Trompreikn.: ........... 32,0 Bundið fé: Iðnaöarb , Bónusreikn: .............. 28,0 Búnaöarb., 18 mán. reikn.: .......... 36,0 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% verétr. vaxto- varð- fnrslur é ári kjör vaxta •nrofl. vaxta veröbóta 1.0 12 mán. 3 mán. 1 1 1,0 12 mán 1 mán 1 allt aö 12 1.0 12 mán. 3 mán. 1 1 3.5 3 mán. 3 mán. 1 1 1-3,0 6 mán. 3 mán. 2 allt aö 12 3 mán. 1 12 3,0 6 mán. 1 mán. 2 12 3,5 6 mán. 1 mán. 2 allt aö 12 3.5 6 mán. 6 mán. 2 allt aó 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.