Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
Séra Emil Björnsson
fréttastjóri — 70 ára
Um leið og ég færi Emil Björns-
syni hjartanlegar hamingjuóskir á
sjötugsaf mælinu, þakka ég tuttugu
ára kynni og vináttu sem hófst við
þáttaskil í lífi mínu og varð nokkuð
örlagarík og stefnumótandi fyrir
ungan mann, sem var að leggja út
á lífsleiðina.
Fyrir tuttugu árum tók Emil
Björnsson við starfi forstöðu-
manns frétta- og fræðsludeildar
nýstofnaðs sjónvarps á íslandi og
fór af því tilefni í langa kynnisferð
til sjónvarpsstöðva vestanhafs. Þó
að nokkuð væru liðið á starfsævina
braut Emil sér leið inn á nýjar og
ótroðnar slóðir í fjölmiðlun, alls
óhræddur að takast á við ný verk-
efni og tileinka sér aðra tækni en
fréttamenn höfðu áður búið við á
íslandi.
í brautryðjandastarfínu hjá
sjónvarpinu naut Emil góðs af
fjölbreyttri starfsreynslu hjá Rík-
isútvarpinu ásamt glöggri innsýn
í íslenzkt þjóðlíf og víðtækri þekk-
ingu á högum og kjörum fólks úr
öllum þjóðfélagsstéttum, er hann
hafði öðlast m.a. sem starfandi
prestur í Reykjavík. í rúm fjörtiu
ár hefur Emil Björnsson verið
starfsmaður Ríkisútvarpsins og
jafnan staðið i námunda við hring-
iðu og þungamiðju mestu viðburða
í íslenzku þjóðlífi sem fréttamaður
og fréttastjóri. Honum voru falin
mjög margslungin og vandmeð-
farin verkefni á fréttamannaferl-
inum, þar á meðal starf þingfrétta-
ritara útvarpsins þegar það hóf
að skýra frá þingstörfum og um-
ræðum á Alþingi i fréttatímum
sinum. Þá var hann einnig frétta-
maður Rikisútvarpsins i Lundún-
um meðan landhelgisdeilan stóð
við Breta 1959 og 1960.
Eftir því var tekið hve vel Emil
tókst að gæta i hvívetna óhlut-
drægni, sanngirni og réttsýni í frá-
sögn sinni af viðkvæmum ágrein-
ingsefnum í þjóðmálaumræðunni
og samskiptum við erlenda granna.
Því kom ekki á óvart að einmitt
hann skyldi ráðinn til þess að móta
stefnu og störf nýs fjölmiðils sem
menn sáu fyrir og vissu að yrði
hinn öflugasti og áhrifamesti í
landinu eins og reynsla annarra
þjóða af sjónvarpi hafði ótvírætt
bent til. í þessu hrífandi, heillandi
og mótandi starfi kynntist ég
Emil fyrst. Þeir tímar voru óborg-
anlegir og ógleymanlegir. Ég stilli
mig um að leyfa ljúfum endur-
minningum frá fyrstu árum sjón-
varpsins að streyma fram. Þó sé ég
fyrir mér skýra mynd af vinnu-
sömum og stjórnsömum frétta-
stjóranum sem lét sér ekkert óvið-
komandi án þess þó að setjast á
tillögur og hugmyndir áhugas-
amra og á stundum nokkuð galsa-
fenginna starfsmanna á frétta-
stofunni sem voru 20—30 árum
yngri en hann. Utan vinnustaðar-
ins átti þessi litli, samstæði hópur
margar ánægjulegar samveru-
stundir. Emil og Alfheiður kona
hans voru þá með í góðum fagnaði.
Ung í anda og með léttri lund voru
þau fremst meðal jafningja. Öll
framfaramál sjónvarpsins gerði
Emil að sínum. Minnisstæðar eru
símhringingar til útvarpsstjóra og
þingmanna. Skyndiheimsóknir til
ráðherra. öllum ráðum beitt til
að koma nauðsynjamálum þessar-
ar nýju stofnunar farsællega í
höfn. Þannig var Emil vakinn og
sofinn að vinna málum sjónvarps-
ins framgang. Og enn lifir þessi
neisti. Til viðbótar annríki á
fréttastofunnihefur Emil farið í
mikla yfirreið um landið og heilsað
upp á fólk tvö undanfarin sumur.
Starfsmenn hans hafa fylgt fast á
eftir og birt okkur samtöl sín við
fólk til sjávar og sveita í eftir-
minnilegum og vinsælum sjón-
varpsþáttum.
Eftir tvo mánuði lætur Emil
Björnsson af störfum sem for-
stöðumaður frétta- og fræðslu-
deildar sjónvarpsins. Vonandi má
Ríkisútvarpið þó enn eiga hann að,
því að mörg eru verkin enn óunnin,
þar sem yfirsýn og þekking Emils
er til ómetanlegs stuðnings.
Ríkisútvarpið þakkar honum
fjörutíu ára starf í þess þágu.
Brautryðjendastarf Emils og for-
ystu hans fyrir tuttugu árum og
jafnan síðan verður alltaf minnzt
í sögu íslenzka sjónvarpsins.
Til hamingju, góði vinur.
Markús Örn Antonsson
Fyrrum yfirmaður minn og senn
forveri, fjölmiðlamaður mikill og
þjónn æðstu máttarvalda stendur
á sjötugu í dag og segja margir
að það hljóti að vera pottþéttum
samböndum hans á æðstu stöðum
að þakka, að hann hefur lítið
breyst sl. 10 ár, þrátt fyrir hjarta-
aðgerð á erlendri grundu og ein-
hverja þaðan af minniháttar
kvilla.
Hann hefur stýrt fréttaþjónustu
sjónvarps frá stofnun og ekki verið
þar silkihúfa, gert marga góða
hluti, suma sjálfsagt ekki algóða,
en fyrst og fremst hefur gustað
af honum. í hans þjónustu hafa
starfað margir mætir menn og nú
þjóðkunnir og stórar myndir af
nokkrum þeirra prýða skrifstofu
hans. Einn úr hópnum er núver-
andi útvarpsstjóri.
Ekki hygg ég að Emil Björnsson
nenni að lesa um sig einhverja
væmna lofrullu, enda á hann vafa-
laust eftir að verða allra karla
elstur og hafa nóg við að sýsla, þótt
ekki væri nema að reyna að safna
saman fyrir sjálfan sig eða aðra
einhverju af þeim kveðskap, sem
hann hefur kastað fram. Frétta-
stofa sjónvarps hefur löngum verið
og mun áfram verða umdeild
meðal þeirra 240 þúsund konung-
borinna manna, sem Island
byggja, en það verður aldrei tekið
af séra Emil og hans starfsmönn-
um síðustu tvo áratugi, að starfið
sem þeir hafa leyst af hendi er
þrekvirki, sem erlenda starfs-
bræður setur hljóða yfir, er vinnu-
skilyrðum og mannahaldi er lýst.
Ekki man ég þá er ég gekk til
spurninga hjá séra Emil, og ferm-
ingarathöfnina man ég óljóst.
Hins vegar eru mér ofarlega í
minni margar samvinnustundir á
síðustu árum, þar sem við réðum
ágætlega ráðum okkar um þing-
fréttamennsku og umræðuþátta-
efni. Ég þakka það og einkum
stuðning og velvilja í minn garð
við undirbúning undir nýjan
starfsvettvang og sendi afmælis-
barninu, frú Alfheiði og fjölskyld-
unni hlýjar heilla- og árnaðar-
óskir.
Ingvi Hrafn Jónsson
í dag er séra Emil Björnsson,
fréttastjóri Sjónvarpsins, sjötug-
ur. Sjötugsafmæli verður að telj-
ast merkustu tímamót fullorðins-
ára í nútímaþjóðfélagi. Lög mæla
svo fyrir að þá skuli menn hætta
störfum, einkum ef þeir hafa helg-
að krafta sína samfélaginu og valið
sér ríkið sem vinnuveitanda. Það
eru mikil viðbrigði vinnujöxlum
sem í áratugi hafa tekið starfið
heim með sér að kvöldi eins og á
stundum er sagt og það eru líka
mikil viðbrigði mönnum sem aldr-
ei hafa mátt vamm sitt vita í
starfi, hvorki sjálfra sín vegna né
þeirrar stofnunar sem þeir hafa
helgað krafta sína.
Séra Emil er vissulega einn
slíkra manna.
Þótt þetta eigi að vera stutt
afmæliskveðja tilheyrir að segja
nokkur deili á manninum, enda er
satt hið fornkveðna að lengi býr
að fyrstu gerð. Séra Emil fæddist
og ólst upp á Felli í Breiðdal,
kominn af kjarnmiklum austfirsk-
um ættum. Foreldrar hans voru
hjónin Árni Björn Guðmundsson
bóndi þar og Guðlaug Þorgríms-
dóttir ljósmóðir. Séra Emil var
elstur í hópi sex alsystkina, en að
auki á hann hálfbróður og fóstur-
systur. Faðir hans dó á meðan
börnin voru ung. Nærri má geta
að lífsbaráttan hefur þá verið
hörð. Þá komu sér vel dugnaður,
ráðdeild og þó kannski fyrst og
fremst kærleikur móðurinnar.
Sést það vel á systkinunum, sem
urðu hvert öðru mannvænlegra.
Föðurmissirinn var þeim sár, en
hann kallaði á samstöðu og dugn-
að.
Hugur séra Emils stóð til
mennta, en sem geta má nærri
voru sjóðir heimilisins ekki digrir.
Ekki var heldur námslánasjóðum
fyrir að fara. Hann varð því að
vinna hörðum höndum fyrir öllu
sínu námi, fyrst á Laugarvatni,
síðan á Akureyri og loks í Reykja-
vík. Við Háskóla íslands stundaði
hann fyrst nám í viðskiptafræði,
en innritaðist síðan í guðfræði og
lauk guðfræðiprófi árið 1945.
Háskólaár séra Emils voru mikil
umbrotaár. í heimsstyrjöldinni og
árunum upp úr henni breyttist
íslenskt þjóðfélag meira en nokkru
sinni fyrr og síðar á svo fáum
árum. Nýr tími leiddi ýmislegt til
öndvegis í þjóðfélaginu sem ekki
hafði fyrr verið til kosta talið.
Margur góður maður komst ekki
óskemmdur frá þessum árum. En
ýmislegt gott fylgdi einnig nýjum
tíma. Straumar víðsýnis og frjáls-
lyndis tóku að nýju að streyma um
þjóðfélagið eftir myrkur heims-
styrjaldarinnar.
Margir ungir menn, einkum
menntamenn, hrifust af nýjum
viðhorfum. Menn gátu og máttu
segja hug sinn að nýju. Á þessum
árum komu fram á sjónarsviðið
margir þeir menn sem fram á
þennan dag hafa verið mestir afl-
vakar og burðarásar í menningar-
lífi okkar. Menn sem alla tíð hafa
krafist þess að litið væri á mál í
samhengi og neituðu að hafa ask-
lok fyrir himin.
Því miður syrti aftur að. Kreppt
hönd kalda stríðsins var lögð á
margan nýgræðing og hann átti
erfitt uppdráttar um sinn. En
hann var þrautseigur og hið sterk-
asta meðal hans lifði nýja og betri
tíð.
Séra Emil var einn hinna ungu
manna sem taldi sig eiga ýmislegt
vantalað við þjóð sína. Hann tók
snemma þátt í þjóðmálaumræðu,
en ef til vill hefur víðsýni hans á
því sviði komið í veg fyrir að hann
yrði nokkru sinni eyrnamerktur
neinni stjórnmálastefnu. Ég held
af löngum kynnum að orðin frjáls-
lyndur lýðræðissinni muni nokk-
urn veginn túlka viðhorf hans.
Þetta fór fyrir brjóstið á sumum.
Og þegar gjörningaveður kalda
stríðsins gekk yfir var margt gert
til þess að gera slfka menn tor-
tryggilega. Líka þann sem þessi
grein er skrifuð um. En það at-
gjörvi sem hann hafði með sér að
heiman og hafði þroskað með sér
gerði honum kleift að standa það
allt af sér.
En hann stóð ekki einn. Árið
1941 gekk hann að eiga Álfheiði
Guðmundsdóttur frá Siglufirði og
það vita þeir sem til þekkja að sá
stendur ekki einn sem
bakhjarli. Ég held að segja megi
að allt frá þeim tíma hafi hún
verið helftin af starfi hans og lífi
— og kannski vel það.
Árið sem séra Emil lauk guð-
fræðiprófi gerðist hann starfs-
maður Ríkisútvarpsins og því átti
hann 40 ára starfsafmæli þar f
vor. Það er langur tími í einhverj-
um erilsömustu og vanþakklátustu
störfum sem þjóðfélagið býður upp
á. Fréttamennska í ríkisfjölmiðli
er dæmd til að vera umdeild, ekki
síst þegar menn veljast þar til
forystu.
Kynni okkar séra Emils hófust
þegar hann var fréttamaður á
fréttastofu útvarpsins og ég gerð-
ist þulur þar á sjötta áratugnum.
Ekki urðu þau neitt sérlega náin,
meðan á því stóð, þótt vel færi á
með okkur. Það urðu þau ekki fyrr
en nokkru síðar, síðla árs 1965,
þegar hann bað mig að finna sig,
því hann þyrfti að ræða við mig
trúnaðarmál. Erindið kom mér
vissulega á óvart. Hann sagði mér
að hann teldi afráðið að hann yrði
fréttastjóri sjónvarpsins sem þá
var í burðarliðnum og þyrfti að fá
í lið með sér vaska menn. Vildi
hann að ég kannaði hvort ég gæti
aflað mér þess fylgis sem með
þurfti til að fá starf hjá sjón-
varpinu og hét mér sínu atfylgi.
Ekki er að orðlengja það að það
fór að óskum hans að við Markús
örn, nú útvarpsstjóri, urðum
fréttamenn hjá honum í upphafi,
ólafur Ragnarsson, nú bókaút-
gefandi, fyrsti útsendingarstjóri
og fljótlega bættust þau Sigurður
Sigurðsson íþróttafréttamaður og
Ásdís Hannesdóttir aðstoðarút-
sendingarstjóri við. Þetta var liðið
sem ýtti sjónvarpsfréttum úr vör
undir forystu fréttastjórans, sem
raunar var einnig dagskrárstjóri
Frétta- og fræðsludeildar sjón-
varpsins.
Þessi fyrstu ár sjónvarpsins
verða ábyggilega ógleymanleg öll-
um sem þá störfuðu þar. Þau getur
enginn upplifað nema einu sinni.
Að sumu leyti var þetta eins og
að stökkva fram af klettum án
þess að vita hvað þeir væru háir
og hvað væri undir í þokunni.
Nema hvað liftórunni sjálfri var
að vísu ekki ógnað.
Hvorki skorti okkur hrakspár
né ráðleggingar þeirra sem betur
töldu sig vita, þegar af stað var
farið. Við sem með honum unnum
vorum ungir og á stundum óbil-
gjarnir og hugsuðum vafalítið
nokkuð á annan hátt en hann. En
nú, þegar maður er kominn á sama
aldur og séra Emil var á þegar
sjónvarpið byrjaði, hlýtur maður
að dást að þeim kjarki og þeirri
þrautseigju sem hann sýndi. Hann
þurfti vissulega ekki aðeins að
berjast bæði upp á við og út á við,
heldur einnig að móta störf okkar
sem hjá honum vorum, miðla
okkur af reynslu sinni á mönnum
og málefnum og móta viðhorf
okkar til fréttamennskunnar
þannig að hann gæti verið stoltur
af sínum mönnum.
Það væri hræsni að segja að
alltaf hefði verið lognmolla á
fréttastofunni á þessum árum og
að aldrei hefði slest upp á vinskap-
inn. Og hræsni er afmælisbarninu
síst að skapi. En menn báru gæfu
til þess líkt og æsir forðum að
standa alheilir upp að morgni þótt
menn yrðu nokkuð sárir að kvöldi.
Þar átti lífsreynsla hins þraut-
þjálfaða fréttamanns og prests
ábyggilega stærstan þátt.
Starf fréttastjóra sjónvarpsins
er með erilsömustu störfum sem
unnt er að finna í þjóðfélaginu.
Starf sem ekki er frá níu til fimm
heldur allan sólarhringinn hvort
sem mönnum líkar betur eða verr
og liggur undir stöðugri gagnrýni
hárra sem lágra í þjóðfélaginu.
Það væri því ærinn starfi einum
manni þótt í blóma lífsins væri,
hvað þá heldur þegar árin færast
yfir. En séra Emil lét ekki þar við
sitja. Áður er á það minnst að
hann hefur verið dagskrárstjóri
frétta- og fræðsludeildar sjón-
varpsins, þannig að auk frétta
heyrði allt innlent sem erlent
fræðsluefni undir hann. Og ekki
nóg með það.
Hann tók guðfræðipróf árið 1945
sem fyrr segir og auðvitað ætlaði
hann sér að nýta sér menntun sína
og hlýða þeirri köllun sem varð
hvati hennar. Ekki er ég kunnugur
öllum þeim tilraunum sem hann
gerði til þess að gerast kirkjunnar
þjónn, en svo mikið veit ég að þá
sameinuðust gegn honum ýmis þau
öfl sem annars hafa á stundum
eldað saman grátt silfur. Frjáls-
lyndi hans og víðsýni áttu ekki upp
á pallborð hjá þeim og með ýmsum
ráðum var honum haldið utan
prestahóps kirkjunnar.
1950 urðu sögulegar prestkosn-
ingar í Fríkirkjusöfnuðinum í
Reykjavík. Séra Emil sótti þar en
beið lægri hlut. Upp úr þeim kosn-
Sun Hui mun matreiða fyrir ykkur öll kvöld
vikunnar nema mánudagskvöld frá kl.
17.00—22.00.
Einnig er alltaf til staðar hinn góöi
matseöill hjá Ning de Jesus.
Veislurnar
okkar
eru orðnar frægar um allan bæ. Litlar, stórar
og góðar veislur með austurlenskum mat og
skreytingum.
Opið hjá okkur frá
kl. 11.00-14.00 ogfrá
kl. 17.00—22.00 alla daga.
Mandarin
Nýbýlavegi 20
Sími 46212