Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
19
Meira af því
sama frá Moore
Assante, í Unfaithfully Yours.
Nýja bíó: Abbó hvað! — Unfaithfully
yours * *
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit:
Valerie Curtin, Barry Levinson,
Robert Klane. Leikstjóri: Howard
Zieff. Aðalhlutverk: Dudley Moore,
Nastassia Kinski, Albert Brooks,
Armand Assante, Richard Libertini.
Abbó hvað? Abbó það sama og
oft áður hjá Dudley Moore. Hann
leikur nú í hverri myndinni af
annarri sem eru eiginlega allar
eins: Moore leikur smávaxna —
af náttúrulegum orsökum — menn
með stór vandamál, einkum af
völdum kvenna. Fagrar og hávaxn-
ar konur kippa í þessum myndum
fótunum undan Moore, hinum
viðkvæma og geðþekka trúð, sem
þarf á öllum sínum sálarstyrk og
útsjónarsemi að halda til að lenda
standandi. Þetta hlutverk hefur
Dudley Moore túlkað í 10, Arthur,
Six Weeks, Micki and Maude og
svo framvegis, þ. á m. mynd sem
skilgreinir tegundina í titli sínum,
— Romantic Comedy, sem enn er
óséð hér. Þessar myndir eru róm-
antískar kómedíur, gjarna með
farsakenndu slap-stick-ívafi þar
sem Moore fær tækifæri til að æfa
sitt besta númer — draugfulla
dverginn.
Unfaithfully Yours eða Abbó
hvað! er á sömu bókina lærð, og
hefur svipaða kosti og galla og
allar hinar: Kostirnir eru ótvíræð-
ir hæfileikar Moore í gamanleik,
allir hans kjút taktar og góða
tímaskyn. Gallarnir eru úthalds-
lítil handrit og máttvana leik-
stjórn.
Þessi mynd hefur verið hér í
umferð á myndbandamarkaðnum
um nokkurt skeið, og eins og ég
gat um í pistli um þá spólu hér í
blaðinu á sínum tíma, er hún ein
af þessum nýju gamanmyndum
sem reiða sig á gömul handrit, eins
og Woman in Red og To Be or Not
to Be eru dæmi um. Unfaithfully
Yours er endurgerð samnefndrar
myndar Preston Sturges frá árinu
1948. Þá lék Rex Harrison hlutverk
Moores, rétt einu sinni er þar um
tónlistarmann að ræða, en tónlist-
armenn eru sérgrein hans, rétt
eins og draugfullu mennirnir. í
Unfaithfully Yours er Moore best-
ur í því atriði sem sameinar þetta
tvennt í draugfullum tónlistar-
manni. Moore leikur frægan
hljómsveitarstjóra sem kvænst
hefur sér mun yngri konu og fær
þær ranghugmyndir um hana að
hún haldi fram hjá sér. Moore
hefur mikinn viðbúnað til að
komast því hver eljarinn sé og
berast böndin að nánum sam-
verkamanni, fiðlusnillingi sem
Armand Assante leikur. Þegar
þarna er komið sögu verður stíl-
brot í myndinni. Howard Zieff
leikstjóri hefur byggt hana upp
sem rómantíska kómedíu, en þegar
Moore hyggst koma frú sinni fyrir
kattarnef i seinni hlutanum með
allskondnum hætti tekur myndin
undir sig heljarinnar farsastökk
og lendir í tvennu lagi.
Svo ég endurtaki sjálfan mig úr
umsögninni um myndbandið Un-
faithfully Yours, eru Moore og
tveir aukaleikarar, Albert Brooks
og Richard Libertini sem umboðs-
maður og einkaþjónn hljómsveit-
arstjórans, nægilega skemmtilegir
til að mönnum leiðist ekki. Nast-
assia Kinski sem unga frúin á
hinsvegar talsvert ólært í gaman-
leik.
HJA OKKUR
GANGA VIDSKIPTiN GLATT
# VI0 ERUM í hjarta borgarinnar viö Brautarholt.
# VID HÖFUM rúmgóðan sýningarsal og útisölusvæði.
# VID BJÓÐUM mikið úrval notaðra bíla af öllum gerðum.
# VIÐ VEITUM góða og örugga þjónustu
Vfd höfum opiö mánufi. - föstud. icf. 9
og laugarö. M. IO - 19
- 19
' ..
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40
- ^'»4, ,
i .v.-1'ii'rl Í^IíU.I, *VJ
rss
Samstilling byrj-
ar vetrarstarfið
SAMSTILLING hefur þad markmið
að fólk komi saman til aö syngja og
skemmta sér á frjálsan hátt. Enginn
er bundinn af starfi félagsins, og
getur hver og einn mætt þegar best
hentar.
Félagið byggist upp á virkni
þátttakenda, og þá fyrst og fremst
i sjálfu söngstarfinu.
Sönglög og textar hafa hingað
til verið flestir upp úr söngbók
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu. Stefnt er að enn meiri fjöl-
breytni í textavali, og eru meðlim-
ir söngfélagsins hvattir til að
koma með nýja texta og hugmynd-
ir í þeim efnum.
Þorvaldur Örn Árnason vísna-
Tónleikar
í Norræna
húsinu
LOKATÓNLEIKAR þátttakenda á
námskeiði próf. Svanhvítar Egils-
dóttur og Charles Spencer fyrir
söngvara og píanóleikara verða
sunnudaginn 22. september. Tón-
leikarnir verða í Norræna húsinu
og hefjast klukkan 18. Aðgöngu-
miðar verða seldir við innganginn.
Heimsókn
í Hruna-
kirkju
Á SUNNUDAGINN kemur verða
góðir gestir í Hrunakirkju í Ár-
nesþingum. Þá prédikar séra Ólaf-
ur Skúlason vígslubiskup og
organisti hans, Guðni Þ. Guð-
mundsson leikur á orgelið og stýr-
ir söng Bústaðakórsins. Er ekki að
efa, að slíkar heimsóknir verða
mörgum kærkomnar, og fyrr hafa
gestir úr Bústaðakirkju komið
austur, þar sem þeir fluttu kvöld-
vöku á aðventu fyrir fáum árum.
Auk þess er presturinn, séra Ólaf-
ur, Hreppamaður og á margt
frændfólk fyrir austan. Messan
hefst kl. 2 síðdegis.
h'rcUatilkynnin^
söngvari leiðir sönginn á söng-
fundum félagsins. Auk söngstarfs-
ins eru haldin sérstök skemmti-
kvöld, þar sem ýmsir góðir gestir
koma í heimsókn.
Allir eru velkomnir að gerast
þátttakendur í starfi söng- og
skemmtifélagsins Samstillingar,
sem kemur saman öll mánudags-
kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 105
efstu hæð.
Þorvaldur Örn Árnason vísnasöngvari leiðir sönginn á söngfundum Samstill-
ingar.
jNAUTj
Nauta innanlæri
j 599^!
Nautasnitchel
Nautamörbráö-
Nauta T-Bonesteik ■
j Nautahamborgari ■
1/122 ^ s
S Vfe nautaskrokk
Kostakaup
Hafnarfiröi, s. 53100.
Kjötmiðstöðin
Laugalæk 2, s. 686511.
: