Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR21. SEPTEMBER1985
Morg\inbla5i&/RAX
Frá undirritun samnings FÍB og olíufélaganna í gær. Frá vinstri: Jónas Bjarna-
son, framkvæmdastjóri FÍB, Vilhjálmur Jónsson, forstjóri, Olíufélagsins hf.,
Arinbjörn Kolbeinsson, formaður FÍB, Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslun-
ar íslands hf. og Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs hf.
FÍB og olíufélögin
semja um gæða-
eftirlit með bensíni
FULLTRÚAR Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda og olíufélaganna þriggja
undirrituðu í gær samning um gæða-
eftirlit á bensíni. Samningurinn felur
það í sér að fulltrúar FÍB taka sýni
fyrirvaralaust a.m.k. fjórum sinnum á
ári úr birgðatönkum og söludælum
allra félaganna og senda til efnagrein-
ingar hér heima og í Hollandi. Jafn
framt skuldbinda olíufélögin sig til
að merkja greinilega á allar söludælur
hvert er oktangildi og blýinnihald
bensíns þess sem þar er til sölu
samkvæmt gæðastaðli í innkaupum.
Fram kom á blaðamannafundi,
sem haldinn var í tilefni af undirrit-
un samninganna, að á undanförnum
árum hefur verið mikið um kvartan-
ir um lélegt bensín. Lögðu bæði
Arinbjörn Kolbeinsson, formaður
FÍB, og forstjórar olíufélaganna á
það áherslu að þessu gæðaeftirliti
væri ætlað að koma í veg fyrir alla
tortryggni á þessu sviði. Með þessu
móti yrðu alltaf fyrir hendi áreiðan-
legar upplýsingar um gæði þess
bensíns sem á markaði er hverju
sinni.
Undirbúningur að þessum rann-
sóknum hófst fyrir ári á vegum FÍB
í kjölfar mikilla kvartana um lélegt
bensín sumarið 1984. Olíufélögin
hafa um langt skeið látið rannsaka
bensín við komu þess til landsins
og sögðu forstjórar þeirra að það
hefði ávallt staðist gæðakröfur
samkvæmt kaupsamningi. Nú bæt-
ist hins vegar við könnun á bensín-
inu eins og það kemur úr dælunni
á bíl kaupandans.
Það eru olíufélögin sem bera
kostnað af sýnatöku og rannsókn-
um. Samningurinn sem undirritað-
ur var í gær gildir til eins árs, en
að sögn Jónasar Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra FÍB, er að því stefnt
að hann verði endurnýjaður að
fenginni reynslu að ári liðnu.
Snilldarakstur Finnanna
tryggði örugga forystu
Iðnaðarmenn verða að beina aug-
um í vaxandi mæli að viðhaldi húsa
Saku Vierimaa og Tapio Kirtova-
ara á Opel Manta 200 náðu í gærdag
afgerandi forystu í Ljómarallinu.
Eru þeir nú sex mínútum á undan
feðgunum Jóni Ragnarssyni og
Rúnari Jónssyni á Ford Escort RS,
sem eru í öðru sæti. Eftir að hafa
keyrt upp hraðann á lokaleiðunum
eru Bjarmi Sigugarðarsson og Úlfar
Eysteinsson nú þriðju á Talbot
Sunbeam Lotus.
Sérleiðirnar í gær voru erfiðar
og tóku sinn toll af keppendum.
Tvær af fremstu áhöfnunum féllu
úr leik. Finnarnir Peter Geitel og
Errki Vanhanen á Nissan 240RS,
sem voru í forystu, stöðvuðust á
fyrstu leið með bilaðan gírkassa
og bogna framfjöðrun eftir að
hafa keyrt á stein. Sárari voru þó
endalokin hjá Bretanum Chris
Lord og Birgi V. Halldórssyni á
Audi Quattro. „Það sprakk þrisvar
á sömu leið og við höfðum bara
tvö varadekk. Fjörutíu km akstur
var eftir og vonlaust að halda
áfram. Felgurnar reyndust ekki
nógu sterkar," sagði Birgir.
Eftir frekar rólega byrjun eru
Bjarmi og Úlfar farnir að aka
grimmt. Komust þeir framúr
Þorsteini Ingasyni og Sighvati
Sigurðssyni á Toyota á lokaleið-
inni. Er greinilegt að þeir stefna
hærra, en í dag verða eknar leiðir,
sem gætu komið finnsku öku-
mönnunum í fyrsta sætinu úr
jafnvægi. Vierimaa ók þó afburða-
vel í gær og kvaðst hafa fullan
hug á því að sigra.
Staðan í gærkvöldi:
Vierimaa/Eirtovaara Manta
2.59.53 klukkustundir í refsingu,
Jón R/Rúnar, Escort, 3.06.36,
Bjarmi/Úlfar, Talbot, 3.08.19,
Þorsteinn/Sighvatur 3.09.57, Rík-
harður/Atli, Toyota, 3.17.22, Ólaf-
ur/Halldór, Escort, 3.18.13, Þór-
hallur/Sigurður, Talbot, 3.25.38.
— G.R.
Samdráttur í byggingariðnaði:
Steinþór Carl Ólafsson
Steinþór Carl
Ólafsson eftir-
litsmaöur látinn
STEINÞÓR Carl Ólafsson eftirliLs-
maöur lést á heimili sínu í Reykjavík
þann 18. september sl. Steinþór
fæddist á Skagaströnd 18. nóvember
1923.
Steinþór var starfsmaður hjá
ríkinu allan sinn starfsaldur.
Fyrst vann hann hjá Síldarverk-
smiðjunum og síðan hjá Land-
smiðjunni. Árið 1959 tók hann við
stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma
á Skagaströnd. Hann var skipaður
eftirlitsmaður með sérleyfishöfum
og póstflutningum 1963 og flutti
þá með fjölskyldu sína til Reykja-
víkur. Þessari stöðu gegndi Stein-
þór til ársins 1979 er hún var lögð
niður. Hann vann við póstþjón-
ustudeild þar til sl. sumar er hann
slasaðist alvarlega I umferðar-
slysi.
Steinþór starfaði alla tíð mikið
að félagsmálum.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Guðrún Halldórsdóttir. Þau áttu 5
börn.
segir Gunnar Björnsson, framkvæmdastjóri meistarasambands byggingarmanna
„Hann var mörgum flokkum fyrir ofan aðra í akstrinum," sagði Ómar Ragnarsson um Finnann Sakari Vierimaa
á Opel Manta 200i. Sakari hefur nú ásamt Tapio Eirtovaara náð góðu forskoti í Ljómarallinu. Hér sjást þeir á
Kjalvegi, Langjökull er í baksýn.
„Á undanfÖrnum misserum hefur
verið samdráttur í byggingariðnaði
og við stöndum frammi fyrir því að
markaðurinn úti á landi er mettur
og er að mettast á Stór—Reykjavík-
ursvæðinu. Við verðum því að leita
nýrra úrræða; snúa vörn í sókn og
leggja áherslu á að sinna þjónustu,
viðhaldi, viðgerðum og endurnýjun
húsnæðis," sagði Gunnar Björnsson,
framkvæmdastjóri meistarafélags
byggingarmanna, í samtali við Morg-
unblaðið, um ástand og horfur í
byggingariðnaði.
„Á árunum 1980—83 störfuðu um
11 þúsund manns í byggingariðnaði
hér á landi, mest um 12 þúsund
manns. í fyrra var þessi tala komin
niður í um það bil niu þúsund manns
og í ár sýnast mér vera á bilinu 8
þúsund til 8.500 manns starfandi í
byggingariðnaði. Með bygginga-
riðnaði á ég við íbúðahúsabygging-
ar, opinberar byggingar, iðnaðar—
og verslunarhúsnæði, vegagerð og
virkjanir. Ný verkefnasvið hafa
komið til — til að mynda vegagerð,
þannig að samdráttur í hefðbundn-
um greinum er enn meiri en tölur
gefa til kynna.
Árið 1984 var skilað inn 1.789
fokheldisvottorðum, þar af 1.004
fyrir 1. september. Þann 1. septem-
ber síðastliðinn hafði verið skilað
inn fokheldisvottorðum fyrir 782
íbúðir, þar af 397 í Reykjavík. Þetta
þýðir 29% samdrátt milli ára miðað
við 1. september síðastliðinn. Til
viðbótar hefur meðalstærð íbúða
minnkað, eftir að hafa farið stækk-
andi á undanförnum árum. Lánsum-
sóknir til Husnæðismálastofnunar
Gunnar S. Björnsson
ríkisins voru við eindaga þann 1.
febrúar 1985 alls 3.563. Af þessum
umsóknum eru 1.951 frá fram-
kvæmdaaðilum í byggingar— og
einingahúsafyrirtækjum, 469 frá
aðilum, sem byggja leigu— eða sölu-
íbúðir fyrir aldraða. Það sem upp á
vantar eru umsóknir frá einstakl-
ingum, sem byggja þak yfir eigið
höfuð. Athyglisvert er að forráða-
menn einingahúsafyrirtækja sóttu
um lán fyrir 340 hús, en þann 1.
september hafði aðeins fimm vott-
orðum um fokheldi frá þessum aðil-
um verið skilað inn. Þetta segir
okkur auðvitað að markaður fyrir
einingahús er ekki fyrir hendi.“
Eftirspurn í lágmarki
„Við gerðum lauslega könnun á
framboði og eftirspurn lóða á
Reykjavíkursvæðinu. Hve mörgum
ióðum hefði verið skilað á þessu ári
og hve mörgum hefði verið úthlutað.
Garðabær: 30 lóðum úthlutað.
20 lóðum skilað. Eftirspurn: engin.
Mosfellsveit: Engri lóð úthlutað,
nema 8 iðnaðarlóðum. Eftirspurn í
lágmarki.
Kópavogur: 2 lóðum úthlutað,
tveimur lóðum skilað. Eftirspurn
engin.
Reykjavík: 172 einbýlishúsalóðum
úthlutað, 101 lóð skilað.
22 raðhúsalóðum úthlutað, 17 lóð-
um skilað.
Þá var 36 fjölbýlishúsalóðum með
alls 330 íbúðum úthlutað. Engri
skilað.
Áætlað er að um 100 íbúðir séu í
byggingu í gamla bænum. Ýmist
hafa gömul hús verið rifin og ný
byggð, eða gömul hús gerð upp.
Þegar þessar tölur eru skoðaðar
vaknar sú spurning hvað framund-
an sé. Ljóst er að byggingamarkað-
urinn úti á landi er mettur, nema
til komi breytingar í sjávarplássum
með breyttum atvinnuháttum, eða
aukningu sjávarafla.
Hvað Reykjavíkursvæðið áhrærir
er ljóst að byggingamarkaðurinn er
að mettast eða er það nú þegar. Til
marks um þetta má nefna samdrátt
í lóðaúthlutunum og fjölda lóða sem
skilað hefur verið.
Nu virðist sem um 30% þeirra,
sem sækja um lán eigi ekki íbúð
fyrir, hinir eru að stækka við sig,
en þetta hlutfall hefur verið til
helminga."
Steinsteypa ekki lengur
besta fjárfestingin
„Skýringar á samdrætti eru sjálf-
sagt margar. Nú bjóðast betri kjör
til ávöxtunar peninga en áður. Fyrir
aðeins tveimur til þremur árum
þótti bezt og tryggast að fjárfesta
i steinsteypu. Þetta hefur snúist við
og haft margvíslegar afleiðingar í
för með sér - fyrst og fremst sam-
drátt í nýbyggingu íbúða.
Fólk leggúr nú fé 1 eldri íbúðir,
gerir þær upp, endurskipuleggur í
takt við tímann. Einnig er áberandi
að stórum íbúðum er skipt upp í
smærri. Ýmsir hafa keypt gömul
hús og gert þau upp — fjöigað íbúð-
um og síðan selt.
Menn þurfa því að gera það upp
við sig hvernig snúast skuli til varn-
ar. Innan stjórnarflokkanna hafa
verið viðraðar hugmyndir um
breytta lánastefnu; hækkun lána til
þeirra, sem eru að byggja í fyrsta
sinn og þeirra sem eru að endur-
hanna, stækka og breyta. Breyttar
aðstæður kalla á breytt vinnubrögð.
Fyrirhugað er að halda námskeið
fyrir iðnaðarmenn til að takast á
við viðhald og breytingar húsa.
Staðreyndin er sú að fjármagn í
húsum hefur verið illa nýtt og við
höfum vanrækt viðhald húsa.
Ég tel því að barlómur um at-
vinnuleysi í byggingariðnaði eigi
ekki rétt á sér. Stór verkefni eru
framundan, viðhald og endurhönn-
un íbúða og húsa. Þessi þáttur hefur
í of ríkum mæli verið í höndum
manna, sem ekki hafa kunnáttu til
og þannig hefur fé verið kastað á
glæ. Það er von mín og trú, að á
næstu misserum muni viðhald og
endurbygging húsa fara stórvax-
andi, en til þess að svo megi verða
þarf víðsýni og dug til þess að takast
á við vandamálin," sagði Gunnar
Björnsson.