Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
Sýning á arkitektúr kvenna
8ÝNING á byggingarlist kvenna var opnuð í gær í Asmundarsal. Á
sýningunni eru verk eftir 13 íslenska kvenarkitekta, en auk þess verður
litskyggnusýning á verkum finnskra kvenarkitekta. Sögusýning um
kvenarkitekta og aðra kvenhönnuði 20. aldarinnar verður opnuð á sama
stað nokkru síðar, en sú sýning er tekin saman af Alþjóðasambandi
kvenarkitekta, UIFA.
Fyrsta íslenska konan, Hall-
dóra Briem Ek, lauk námi í
byggingarlist 1940, en rúm 20 ár
liðu þar til hin næsta útskrifað-
ist. I dag hafa um 45 konur lokið
námi í þessari grein, mest hefur
aukningin orðið á undanförnum
fimm árum. Rúmlega helmingur
kvennanna starfar hér á landi.
Valdís Bjarnadóttir, formaður
sýningarráðs Arkitektafélags
íslands, er ein þeirra sem unnið
hafa að undirbúningi 3ýningar-
innar. Hún var spurð hvort ein-
hver munur væri á viðfangsefn-
um kven- og karlarkitekta. Val-
dís sagði að ef til vill væru
áhugasvið og áhersluatriði karla
og kvenna ekki þau sömu að öllu
leyti. Lítill munur væri þó á
viðfangsefnum þeirra sem ynnu
hjá öðrum á stofu eftir kynjum,
en þær konur sem reka sjálf-
stæðar stofur hafa mjög lítið
fengist við opinber verkefni frá
ríki og bæ.
„Það er ekki vegna þess að
þær hafi ekki næga hæfileika,
heldur hefur lítið verið leitað til
þeirra með opinber verkefni.
Undantekningar eru hönnun
stjórnsýsluhúss á ísafirði sem
systurnar Albína og Guðfinna
Thordarson eru að vinna að, en
þær hlutu fyrstu verðlaun í
samkeppni um þessa byggingu.
Högna Sigurðardóttir teiknaði
sundlaug Kópavogs, en bygg-
ingu hennar er enn ólokið, og
sjálf teiknaði ég dagheimili
fyrir Akureyrarbæ. Þá hafa
nokkrar konur staðið að hönnun
opinberra bygginga í samstarfi
við karla."
Hún var ennfremur spurð
hvort einhver munur væri á
arkitektúr kvenna og karla.
Valdís sagði að oft væri auðvelt
að sjá hver hefði hannað bygg-
ingar, en munirinn á arkitektúr
karla og kvenna færi ekki eftir
kynferði heldur miklu frekar
eftir þeim áhrifum sem fólk hef-
ur orðið fyrir í námi, mismun-
andi viðhorfum þeirra og
námsstöðum.
Konur eru einnig með sýningu
á Vesturgötu 3, nýkeyptu húsi
kvenna, á tillögum sem unnar
hafa verið um notkunarmögu-
leika húsanna ásamt sögulegu
yfirliti um húsin. Að þessum til-
lögum hafa fimm arkitektar
unnið í samvinnu. í húsunum
verður aðstaða til almenns nám-
skeiðahalds og fræðslu, endur-
menntunar, vísinda- og rann-
sóknaiðkana. Flutningur leik-
húsverka og tónlistar verður
mögulegur svo og veitingarekst-
ur, bæði innan dyra og úti á
hlaði.
Morgunbladid/Emilía
Halldóra Briem Ek varð fyrst kvenna
til að nema arkitektúr. Hér er Sigríð-
ur Sigþórsdóttir að undirbúa sýningu
á verkum hennar.
Arkitektarnir sem unnið hafa að til-
lögum um skipulag Vesturgötu 3,
frá vinstri Margrét Þormar, Helga
Bjarnadóttir, Hildigunnur Haralds-
dóttir, Aldís Norðfjörð og Valdís
Bjarnadóttir.
Vesturgata 3, en samkvæmt tillögum
hópsins er gert ráð fyrir aðstöðu til
leiksýninga, vinnuaðstöðu fyrir hina
ýmsu listamenn, krá í kjallara, fund-
araðstöðu o.fl.
DÓMKIRKJAN: Messa í kapellu
Háskólans kl. 11.00. Dómkórinn
syngur. Organleikari Martelnn H.
Friöriksson. Sr. Hjalti Guömunds-
son.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös-
þjónusta í safnaðarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 11.00 árdegis.
Organleikari Jón Mýrdal. Sr.
Guömundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl.
11.00. Séra Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BREIÐHOLTSPREST AK ALL:
Messa í Breiöholtsskóla kl. 14.00.
Athugiö messutímann. Sr. Lárus
Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 10.00. Munið sumartím-
ann. Lesari Guömundur Karls-
son. Organleikari Guöni Þ. Guö-
mundsson. Sr. Ólafur Skúlason.
Vetrarstarf aldraöra hefst nk.
miövikudag meö haustferöinni.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guös-
þjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus
Halldórsson.
FELLA- OG Hólakirkja: Guös-
þjónusta kl. 11.00. Organisti
Guöný Margrét Magnúsdóttir.
Haustfermingarbörn beöin að
koma. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11.00. Guö-
spjalliö í myndum. Barnasálmar
og smábarnasöngvar. Sunnu-
dagspóstur. Afmælisbörn boöin
sérstaklega velkomin. Fram-
haldssaga. Viö píanóiö Jakob
Hallgrímsson. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Altarisganga. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór
S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Þriöjudag 24.9. — fyrir-
bænaguösþjónusta kl. 10.30,
beöiö fyrir sjúkum. Miövikudag
25.9. — náttsöngur kl. 22.00.
LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta
kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son.
Guðspjall dagsins
Lúk. 7.: Sonur ekkjunnar í
Nain.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
usta
kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Guðs-
þjónusta
kl. 14.00. Fermd veröur Guölaug
Þóra Kristjánsdóttir, Tunguvegi
7, Rvk. Prestur Sr. Sigurður
Haukur Guöjónsson. Organisti
Jón Stefánsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
11.00. Þriöjudag 24.9. — bæna-
guösþjónusta kl. 18.00 og tón-
leikar kl. 20.30. Flutt veröur
kirkjutónlist eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Flytjendur Gústaf Jó-
hannesson, orgel, Halldór Vil-
helmsson, bariton og Martial
Nardeau, flauta. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl.
11.00. Kórstjórn og orgelleikur
Reynir Jónasson. Sr. Guömundur
Óskar Ólafsson. Miövikudag
25.9. — fyrirbænamessa kl.
18.20. Haustfermingarbörn komi
til kirkjunnar fimmtudag 26.9. kl.
16.30. Sr. Guömundur Óskar Ól-
afsson.
SELJASÓKN: Guösþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 11.00. Fyrir-
bænasamvera er í Tindaseli 3,
þriöjudag 24. sept. kl. 18.30.
Fundur í Æskulýösfélaginu Sela,
þriöjudag 24.9. kl. 20.00 í Tinda-
seli 3. Hólafarar segja frá ferö
sinni. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Aöal-
safnaöarfundur skv. nýjum lögum
um sóknarnefndir o.fl. veröur
haldinn þriöjudag 24.9. kl. 20.30
í sal Tónlistarskólans. Sóknar-
nefndln.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf-
ía: Safnaöarguösþjónusta kl.
14.00. Ræðumaöur Sam Daniel
Glad. Almenn guösþjónusta kl.
20.00. Ræðumenn Indriöi Krist-
jánsson og Daniel Glad. Fórn tll
kristniboös í Afríku.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14.00. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18.00 nema á laugar-
dögumþákl. 14.00.
MARÍUKIRKJA Breiöholti: Há-
messa kl. 11.00. Lágmessa
mánud. — föstudagakl. 18.00.
KEFUM & KFUK, Amtmanns-
stíg: Samkoma í umsjá Kristni-
boössambandsins kl. 20.30.
Ræöumaöur Skúli Svavarsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14.00. Bænasam-
koma kl. 20.00 og hjálpræöis-
samkoma kl. 20.30. Brigad. Ingi-
björg og Óskar Jónsson stjórna
ogtala.
KIRKJA Óháöa safnaöarins:
Guðsþjónustakl. 11.00. Organisti
Heiömar Jónsson. Sr. Þórsteinn
Ragnarsson.
NÝJA postulakirkjan. Messa kl.
11.00 og 17.00.
MOSFELLSKIRKJA: Messa kl.
14.00. Sr. Birgir Ásgeirsson.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Sr. Örn Báröur Jónsson messar.
Fermd veröur Sigríður Rósa
Skúladóttir, Markarflöt 55,
Garöabæ. Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 14.00.
VÍDISTADASÓKN: Barnaguös-
þjónusta kl. 11.00. Almenn guös-
þjónusta kl. 14.00. Sr. Sigurður
Helgi Guömundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa kl. 14.00. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Sr. Gunnþór Inga-
son.
FRÍKIRKJAN í Hafnarf.: Barna-
samkoma kl. 10.30. Guösþjón-
usta kl. 14.00. Fundur meö ferm-
ingarbörnum og foreldrum þeirra
verður í kirkjunni aö guðsþjón-
ustu lokinni. Sr. Einar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10.00. Rúmhelga
dagalágmessakl. 18.00.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl.8.00
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 11.00. Organisti
Siguróli Geirsson. Sóknarprest-
ur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 14.00. Sr. Baldur Rafn Sig-
urösson umsækjandi um presta-
kalliö messar. Sóknarnefndin.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl.
14.00. Sr. Örn B. Jónsson um-
sækjandi um prestakalliö mess-
ar. Sóknarnefndin.
AKRANESKIRKJA: Messa kl.
10.30. Ath. breyttan messutíma.
Sr. Björn Jónsson.
BORGARNESKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sóknarprestur.