Morgunblaðið - 21.09.1985, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
Pétur Jónsson mat-
sveinn — Minning
Fæddur 30. október 1906
Dáinn 14. september 1985
Eins og það er lögmál náttúr-
unnar að fella laufin á haustin þá
er eins um líf mannanna. Það er
táknrænt að þessu sinni að Pétur
Jónsson frændi minn skildi kveðja
einmitt núna þegar fyrstu merki
haustsins eru að koma í ljós, en
svo mátti einnig segja um hann.
Það voru rétt að byrja að sjást á
honum ellimörk, en í raun fannst
manni hann aldrei verða gamall
maður, þó hann væri að nálgast
áttrætt. Hann Pétur var þannig
frændi eins og þeir gerast bestir,
með lífi sínu ávann hann sér hylli
samferðamanna sinna og laðaði
það besta fram í fari þeirra með
góðmennsku sinni og jákvæðu
hugarfari.
Hann fæddist á Kvíabryggju i
Eyrarsveit sonur hjónanna Guð-
rúnar Guðmundsdóttur og Jóns
Jakobssonar sjómanns. Föður sinn
missti hann barn að aldri. Þann
5. júní árið 1908 varð slys um borð
í m.b. Ingólfi frá Kvíabryggju á
leið í land, reykur komst í lúkarinn
og varð þremur mönnum að bana.
Einn af þeim var formaður bátsins
Jón, faðir Péturs. Guðrún giftist
aftur, Helga Þorsteinssyni, og
bjuggu þau að Lárkoti í Eyrar-
sveit. Það átti fyrir henni að liggja
að verða ekkja í annað sinn því
Helgi andaðist á sóttarsæng langt
um aldur fram. Mun Pétur þá hafa
stutt hana drengilega og systkini
sín, þau Þórunni og Sigurð og alla
tíð síðan. Það er í minnum haft
hvað húshaldið var fallegt og
hversu vel hann hugsaði um móður
sína þegar hún missti heilsuna og
annaðist hana rúmliggjandi þar
til yfir lauk. Þeir bræður ráku
búskap í Lárkoti og farnaðist vel.
Með búskapnum var þó leitað að
daglaunavinnu til að bæta haginn,
því á þessum árum var lífsbarátt-
an hörð og afkoman misjöfn.
ALDREI BETRI
ALDREI GLÆSILEGRI
FYRSTA SENDING UPPSELD
Næsta sending tilafgreidslu um manadamótin
Tryggidykkurþennan margfalda verdlaunabílá frábæru verdi
Daihatsu Charade fremstur í sparneytni, gædum, þjónustu og endursölu.
DAIHATSUUMBOÐIÐ
ARMULA 23. S: 685870 - 81733.
Eins og áður er að vikið var
snyrtimennska áberandi í fari Pét-
urs, hann var matreiðslumaður af
Guðs náð. Sú alúð og nákvæmni
sem hann lagði í störf sín bæði til
sjós og lands komu mörgum til
góða, þar fór vinsæll maður glaður
og velviljaður skyldum og vanda-
lausum. Það voru eftirsótt skip-
rúm þar sem Pétur var kokkur.
Hann var lengst af í skipsrúmi
hjá frændum sínum er gerðu út
frá Grundarfirði og einnig hiá
öðrum útgerðarmönnum þar. Eg
get ekki sleppt því að segja frá
smá atviki er mér var sagt af Pétri
og lýsir ef til vill hjartalagi hans
betur en mörg orð. Það var eitt
sinn að vetri til að skip hans var
statt í Reykjavíkurhöfn. Það er
snemma morguns og Pétur er einn
í lúkarnum að undirbúa daginn.
Þá sér hann að maður rís upp úr
einni kojunni og býst til að hraða
sér á brott. Þetta var þá einn af
svokölluðum útigangsmönnum og
hafði hann leitað skjóls þar um
nóttina. Pétur ávarpar hann og
segir: „Þér liggur nú ekkert á vinur
þú ferð ekki fyrr en þú hefur
borðað hérna hjá okkur," og að
lítilli stundu liðinni setti hann
fyrir manninn hollan morgunverð
og rjúkandi kaffi. Það mátti víst
ekki á milli sjá hvor var glaðari
gefandinn eða þiggjandinn, þannig
fylgdi Pétri hin sanna gestrisni.
Pétur kvæntist ekki og eignaðist
ekki afkomendur en mikla um-
hyggju sýndi hann systkinabörn-
um sínum. Sérstaklega nutu þess
börn hjónanna Áslaugar og Sig-
urðar vegna návistar þeirra við
hann frá fæðingu. Að þeim hlúði
hann með föðurlegri natni. Hversu
fagurt og yndislegt það er þegar
bræður búa saman, segir í helgri
bók. Samvinna þeirra bræðra Pét-
urs og Sigurðar var með því besta
sem þekkist, byggð á trausti og
kærleika. Heimili þeirra var alla
tíð undir sama þaki og eftir að
Sigurður kvæntist Áslaugu Pét-
ursdóttur varð þar engin breyting
á og bjó hann í samvinnu við þau
og jók það fremur á samheldnina
enda mágkona hans glaðlynd og
umhyggjusöm sem féll vel að hans
smekk, með þeim var traust vin-
átta. Pétur var gjafmildur og
greiðasamur og bar hag sinna nán-
ustu mjög fyrir brjósti. Síðustu
árin undi hann sér vel í skjóli bróð-
ur síns og mágkonu, hann gladdist
mjög er þau fyrir nokkrum árum
fluttu í nýbyggt einbýlishús að
Sæbóli 24, Grundarfirði. Þessu
heimili og reyndar öðrum heimil-
um frænda og vina vildi hann allt
það besta.
Við geymum öll þakklátar og
bjartar minningar um þennan
eískulega frænda og vin. Ég sendi
systkinum hans og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Kristín Jóhannesdóttir
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
esió
reglulega af
ölmm
fjöldanum!