Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 48
ÐTTKDRT AilSSUfiAR
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
MorgunblftAid/Júlíus
Lúðrar þeyttir á listahátíð kvenna
Listahátið kvenna hófst í gær er Gudrún Erla Geirsdóttir framkvæmdastjóri hátíóarinnar flutti setningarræðu
í garðinum fyrir utan Ásmundarsal. Síðan var opnuð sýning á arkitektúr íslenskra kvenna í Ásmundarsal. í
tilefni opnunarinnar fóru fram útihátíðarhöld og var gengið fylktu liði frá Ásmundarsal að Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3. Fyrir göngunni fór lúðrasveit sem eingöngu var skipuð konum og í fararbroddi var stjórnandinn
Lilja Valdimarsdóttir sem hér sést lengst til hægri á myndinni.
Sjá einnig bls. 18.
Benzín hækkar,
bflatollar lækka
SAMKV/EMT bráðabirgðalögum,
sem gefin voru út í gær, lækka
tollar á bifreiðum, en benzíngjald
og þungaskattur hækka I. október
næstkomandi. Benzínlítrinn
hækkar í .35 krónur við þessa
breytingu, en tollalækkunin leiðir
til um 10% lækkunar á útsöluverði
bifreiða.
Benzíngjaldið hækkar úr 6,80
kr. í 9,54 krónur og við það
hækkar hver lítri af benzíni úr
31,40 kr. í 35 krónur eða um 3,60
krónur. Þungaskattur er hækk-
aður þannig að rekstrarkostn-
aður dísilbifreiða og benzínbíla
hækkar jafn mikið vegna þess-
ara aðgerða. Inn í þessar hækk-
anir hafa verið felldar þær
reglubundnu vísitöluhækkanir
benzíngjalds og þungaskatts,
sem til hefðu komið að óbreyttu.
Tollar á bílum lækka úr 90% í
70% og lækkar það útsöluverð
um 10%. Þá eru toillar á snjó-
sleðum lækkaðir úr 80% í 70%.
Albert Guðmundsson, . fjár-
málaráðherra, sagði í gær, að
með þessum breytingum væri
neyzluskatturinn hækkaður en
tollar lækkaðir. Uann sagði að
áætlað væri að þessar breyt-
ingar færðu ríkissjóði um 400
milljóna króna tekjuauka á
næsta ári, en það væri rúmlega
sú upphæð, sem útgjöld til vega-
mála hækkuðu á næsta ári. Sem
dæmi um þessar breytingar tók
Albert bifreið, sem nú kostaði
350 þúsund krónur. Verð hennar
lækkaði um 35 þúsund krónur,
en fyrir þá upphæð mætti kaupa
eitt þúsund lítra af benzíni eftir
haékkunina. I frétt frá fjár-
málaráðuneytinu segir að þess-
ar ráðstafanir hafi engar breyt-
ingar í för með sér á vísitölu
framfærslukostnaðar.
Ráðstafanirnar eru liður í
tekjuöflun rikissjóðs vegna fjár-
laga næsta árs og er fé sem með
KÚBANSKIK aðilar hafa gert til-
boð í kaup á 250 vogum sem ís-
lenzka fyrirtækið Marel hefur
hannað til notkunar um borö í
fiskiskipum. Gert er ráð fyrir að
pantanir á vigtum þessum á sjávar-
útvegssýningu í Vigo á Spáni und-
anfarna daga færi Marel viðskipti
upp á 20 til 30 milljónir króna á
næstu þremur til fjórum raánuðum.
Höskuldur Ásgeirsson, sölu-
stjóri Marel, sem nú er staddur
í Vigo á Spáni, sagði i samtali
við Morgunblaðið, að þetta væri
í fyrsta sinn, sem fyrirtækið
kynnti þessar vigtar, bæði á sýn-
þessum breytingum fæst ætlað
að renna til vegamála 1986.
Benzíngjaldshækkunin nú mun
skila ríkissjóði eins mánaðar
tekjum á þessu ári, sem notaðar
verða upp í þann rekstrarhalla,
sem fyrirsjáanlegur er hjá ríkis-
sjóði í ár, segir í frétt ráðuneyt-
isins.
ingunni í Vigo og fiskeldissýn-
ingunni í Laugardalshöll. Eftir-
spurnir og pantanir væru þegar
svo miklar, að hann sæi ekki
fram á að hægt væri að anna
eftirspurn fyrr en einhverntíma
á næsta ári. Menn þarna á Spáni
væru að tala um vogir í hundr-
aðatali. Til dæmis hefðu Kúbanir
viljað 250 vogir á einu bretti. Það
væri greinilegt að þetta væri
verkfæri, sem vantað hefði í nær
allan verksmiðjuskipaflota
heimsins. Það væri því verið að
tala um þúsundir voga og
ánægjulegt væri að það hefðu
Fiskiskipavogir frá Marel:
Kúbanir biðja um
250 stykki í einu
— útlit fyrir 20—30 milljón króna
viðskipti á næstu mánuðum
Bónussamningarnir:
115 milljóna kr.
útgjaldaaukning
NÝGERÐIR bónussamningar fisk-
verkunarfólks og fiskvinnslunnar
kosta vinnsluna um 1 % verri afkomu
eða 100 til 115 milljónir miðað við
eitt ár. Framundan er 4,5% hækkun
launa sem kostar vinnsluna um 120
til 130 milljónir á ársgrundvelli.
Knútur Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Sambands fiskvinnslustöðv-
anna, segir útlitið því mjög svart, þar
sem fyrir þessar breytingar hafi
vinnslan verið rekin með tapi í heild-
ina.
Knútur sagði, að bónusinn hefði
hækkað um 12% og „premía“ að-
eins meira. Síðan legðist launa-
hækkunin um næstu mánaðamót
þungt á vinnsluna og loks væri
fiskverðsákvörðun væntanleg um
mánaðamótin. Fiskverð hefði síð-
ast hækkað um 5% fyrsta júní
síðastliðinn og líklegt væri að það
hækkaði um 8 til 10% nú, en það
þýddi um 4 til 5% verri afkomu
vinnslunnar.
Útbreiðsla þorsk-
seiða með bezta móti
árangurinn flokkast með stóru árgöng-
unum frá 1970, 1973, 1976 og 1984
„ÚTBREIÐSLA þorskseiða var með
mesta móti og að fjölda til má fiokka
árganginn með hinum stóru ár-
göngum þorskseiða frá 1970, 1973,
1976 og 1984. Langmest var af þorsk-
seiðum út af vestanverðu Norður-
landi og Vestfjörðum. Eins og í fyrra
hafði tiltölulega mikið rekið vestur
um í átt til Austur-Grænlands. Þorsk-
seiðin voru tiltölulega stór og vel á
sig komin, nema helzt út af Norður-
ogNoröausturlandi."
Þessar upplýsingar er að finna
í frétt frá Hafrannsóknastofnun
um árlega könnun á fjölda og
útbreiðslu fiskseiða við ísland,
Austur-Grænland og í Græn-
landshafi. Ekki er í fréttinni
getið um tillögur um afla á
næsta ári, en þær verða kynntar
sjávarútvegsráðherra næstkom-
andi þriðjudag.
í fréttinni segir að mest hafi
verið af ýsuseiðum á svæðinu
frá Breiðafirði að Húnaflóa.
Stærð þeirra og fjöldi hafi verið
í góðu meðallagi. Að venju voru
flest loðnuseiði út af Vestfjörð-
um og Norðurlandi. Þá var tals-
vert af þeim austanlands og
nokkuð hafði rekið vestur yfir
„Skipavogin" frá Marel.
verið íslenzk fyrirtæki, sem
hefðu leyst þennan vanda. Fyrir-
tækið Marel væri einnig komið
með nýja vog fyrir fiskeldi og
þar væri einnig verið að tala um
viðskipti upp á milljónir króna.
Höskuldur gat þess að önnur
íslenzk fyrirtæki hefðu vakið
mikla athygli á sýningunni í Vigo
fyrir framleiðslu sína og selt vel.
Dornbanka. Enda þótt út-
breiðsla loðnuseiða væri þannig
með betra móti var fjöldinn á
lægri mörkunum eða svipaður
og undanfarin ár. Áhyggjuefni
er hve seiðin voru smávaxin eins
og raunar var einnig í fyrra.
Takmarka varð athuganir á
útbreiðslu og fjölda karfaseiða í
Grænlandshafi við svæðið norð-
an 63. gráðu norðlægrar breidd-
ar. Á því svæði, sem könnunin
náði til, var mikill fjöldi karfa-
seiða. Að því er karfaseiði varðar
má leiða að því líkur að árið
1985 sé með beztu árum frá því
þessar athuganir hófust árið
1970.
„í heild má segja að fjöldi og
útbreiðsla fiskseiða hafi verið
með betra móti nú í ágúst og er
það í samræmi við ástand sjávar,
hlýviðri og æti á svæðinu í vor
og framan af sumri. Enda þótt
niðurstöður þessara rannsókna
verði að teljast lofa góðu fer því
fjarri að þær séu afgerandi
mælikvarði á horfur varðandi
styrk 1985-árgangs ofangreindra
tegunda," segir ennfremur í frétt
Hafrannsóknastofnunar.
Veðdeild Landsbanka
íslands:
Vanskil
ekki meiri
en í fyrra
„VIÐ HÖFUM ekki merkt að meira
sé um vanskil hjá lántakendum nú
en var á síðastliðnu ári,“ sagði Jens
Sörensen hjá Vcðdeild Landsbanka
íslands í samtali við Morgunblaðið
er hann var spurður hvort hann teldi
að fólk ætti erfiöara með að standa
í skilum nú en áður.
„Aukning vanskila á húsnæðis-
lánum er ekki líkt því eins mikil
og manni skilst að sé hjá bönkun-
um. Ég hef engar nákvæmar tölur
um þetta, en ég held að það sé
ósköp lítil breyting á vanskilum
húsnæðislána milli ára. Aftur á
móti er mikil breyting á fjölda lána
milli ára. Lántökum hefur fjölgað
mikið,“ sagði Jens Sörensen að
lokum.