Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
47
Fram — Glentoran í dag:
„Glentoran betri
en ég bjóst við“
— segir Ásgeir Elíasson
ÁSGEIR Elíasson, þjállari og leik-
maður Fram, leikur sinn 11. Evr-
ópuleik í dag og er leikreyndastur
Framara. Ásgeir fór til Noröur-
íslendinga-
liðin unnu
Frá Bjarna Jóhannssyni, fréttamanni
Morgunblaðsins í Osló.
Handknattleiksvertióin hóft hór
í Noregi á miövikudagskvöldið
með þremur leíkjum í 1. deild.
Líöum þeim sem íslendingarnir
þjálfa og leika meö gekk mjög vel
í fyrstu leikjum sínum. Frede-
riksborg Ski, lióiö sem Gunnar
Einarsson þjálfar, sigraói í sínum
leik meö miklum yfirburðurm,
26:11 og var staöan í þeim leik
10:0 eftir aðeíns 17 mínútur. Stav-
anger, liöiö sem Helgi Ragnars-
son þjálfar sigraöi einnig í sínum
fyrsta leik, 26:16, og þaó má því
segja aö íslendingarnir byrji
keppnistímabilið vel.
Helgi Ragnarsson og liö hans
Stavanger byrjar keppnistímabiliö
einnig mjög vel, sigruöu Nord-
strand meö tíu marka mun. Sem
kunnugt er leika tveir íslendingar
meö liöinu, þeir Jakob Jónsson
sem lék með KR í fyrra og Sveinn
Bragason sem lék meö FH. Þeir
félagar voru ekki meöal marka-
hæstu manna liös síns aö þessu
sinni.
Þriöji leikurinn á miövikudaginn
var á milli Stabæk og Opsal og
lauk honum meö sigri þeirra fyrr-
nefndu, 22:19. ^ /v
írlands til aó skoöa andstæð-
ingana, Glentoran, í síöustu viku.
£n sem kunnugt er leika Fram og
Glentoran á Laugardalsvelli í dag
kl. 13.00 og er þessi leikur liður í
Evrópukeppni bikarhafa.
„Glentoran lék gegn Bangor í
bikarkeppninni þar ytra og unnu
þeir sannfærandi sigur, 3—0. Liöiö
er mun betra en ég bjóst viö, þaö
eru engar stjörnur heldur er þaö
liösheildin sem ræöur ríkjum. Þeir
spila vel, allavega í þessum leik
sem ég sá,“ sagöi Ásgeir Elíasson
er hann var inntur eftir skoðunar-
ferö sinni til Noröur-irlands.
— Hvernig leggst leikurinn í
þig í dag?
„Hann leggst ágætlega í mig, þó
eru allir leikir erfiöir svona fyrir-
fram, en ég á von á því aö viö
vinnum þá og förum meö því hug-
arfari í leikinn. Viö erum jú líka
meö gott liö. Við leikum okkar
bolta, þaö veröur engin breyting á
því“.
— Er Fram meö sitt sterkasta
lið?
„Já, en aö vísu vantar Þorstein
Þorsteinsson, sem veröur í leik-
banni. Allir aörir eru heilir og í
toppæfingu. Viö reynum svo aö
gera okkar besta og sjáum svo til
hvar viö stöndum eftir þennan
leik.“
— Veröur Ásgeir Elíasson í
byrjunarliöinu?
„Já, ég reikna meö því.“
Leikurinn hefst eins og áöur
segir kl. 13.00 og er miðaverð 300
kr. fyrir fulloröna og 100 kr. fyrir
börn.
• Omar Torfasn var markahæstur f 1. deildinní í sumar, skoraði alls
13 mörk. Ómar er sterkur skallamaður og skoraði hann fimm mörk
meö skalla í sumar. Hór er hann í baráttu viö þá Guómund Þorbjörns-
son og Sævar Jónsson í vítateig Valsmanna.
Ómar markakóngur!
ÓMAR Torfason, knattspyrnu-
maður úr Fram, er markakóngur
1. deildar íslandsmótsins í knatt-
spyrnu. KSÍ komst aó þessari
niöurstööu eftir aó hafa skoöað
vandlega af myndbandi leik ÍBK
og Fram þar sem margir töldu aö
Ragnar Margeirsson, ÍBK, hafi
skoraö eitt marka liösins. Eftir aó
hafa skoöaö leikinn vandlega
komust menn að þeirri niöur-
stööu, eins og Morgunblaðið hef-
ur allan tíman haldió fram, aó
Helgi Bentsson hafi skoraö mark-
iö en ekki Ragnar.
Ómar er því markakóngur, meö
13, Ragnar og Guömundur Þor-
björnsson, Val, eru í ööru til þriöja
sæti meö 12 mörk hvor.
rn*m
■**
• íslandsmótiö í 1. deild í handknattleik hefst á morgun. FH-ingar hefja titilvörn sína meö því aó taka á
móti Völsurum i Hafnarfiröi.
íþróttir helgarinnar:
Evrópuleikur Fram í dag
— 1. deildin í handknattleik á morgun
STÆRSTI íþróttaviðburöur helg-
arinnar er án efa leikur Fram og
Glentoran í Evrópukeppni bikar-
hafa sem fram fer á Laugardals-
velli í dag klukkan 13. Þetta er
þriöji Evrópuleikurinn á Laugar-
dalsvelli í þessari viku og trúlega
sá leikurinn sem íslenskt liö hefur
fyrirfram veriö talið sigurstrang-
legra. Þaó eru nefnilega margir
sem telja að Fram eigi góöa
möguleika á því að komast í aóra
umferó keppninnar. Þaö þarf því
aó fjölmenna á Laugardalsvöll í
dag klukkan 13 til þess aö hvetja
liö Fram í aóra umferö.
íslandsmótiö í handknattleik
hefst í dag með tveimur leikjum í
2. deild karla. Báöir leikirnir hefjast
klukkan 14, HK og Grótta leika í
Digranesi og á sama tíma leika Þór
og Haukar í Vestmannaeyjum. ís-
landsmótiö er nokkuð fyrr á ferö-
inni núna en veriö hefur og er nú
svo mikið aö sumaríþróttirnar
renna alveg saman viö vetrarstarf-
iö.
Handknattleikur veröur einnig á
Rekinn fyrir
Ijótt brot
SÁ ÓVENJULEGI atburöur átti
sér stað í Sviss í gær aö knatt-
spyrnufélagiö Vevey, sem leikur í
fyrstu deildinni þar, rak einn
varnarmann frá félaginu. Ástæö-
an var sú aó í leik liðsins vió
Servette um síóustu helgi braut
umræddur varnarmaöur, Pierre-
Albert Chapuisat, illilega á einum
sóknarmanni meistaranna. Brotió
var mjög Ijótt og mun leikmaöur-
inn sem í þessu lenti veröa frá
keppni að minnsta kosti þetta
keppnistímabil. Hann fótbrotn-
aöi.
Valsmenn fengu
fæst spjöld
í ÞEIM 90 leikjum sem leiknir
voru í 1. deild í sumar sýndu
dómarar leikmönnum alls 152
sinnum spjöldin illræmdu, eöa
1,69 spjald aö meöaltali í leik. Þaö
voru 143 gul spjöld notuð og níu
rauö. Valmenn fengu sjaldnast
þann vafasama heiður aö fá aó
sjá spjöldin hjá dómurum eöa
átta sinnum. Þórsarar fengu
oftast að sjá gula spjaldió í
sumar, alls 19 sinnum en Akur-
nesingar fengu 18 sinnum aö sjá
þaö gula og einu sinni það rauöa.
Valsmenn voru prúöastir allra
og þaö má því segja aö þeir hafi
verið bestir bæöi hvaö varöar
hegöun og knattspyrnu þvi þeir
uröu jú islandsmeistarar. Leik-
menn Vals fengu átta sinnum aö
líta gula spjaldiö hjá dómurum
sumarsins og aldrei fengu þeir aö
sjá rauöa litinn hjá þeim svart-
klæddu.
Næstir á eftir Val koma Viöis-
menn frá Garði. Þeir fengu tiu
sinnum gula spjaldiö og einu sinni
það rauöa aö auki. Framliöiö fékk
11 sinnum þaö gula i sumar og
tvivegis fengu leikmenn liösins aö
líta rauöa spjaldiö hjá dómurun-
um.
Keflvíkingar eru næstir á blaöi.
Þeir fengu 12 sinnum aö sjá gula
spjaldiö í leikjum sinum í 1. deild i
sumar og einu sinni var leikmanni
liösins sýnt rauöa spjaldiö.
KR-ingar fengu 14 gul spjöld i
sumar og auk þess var tveimur
leikmönnum liðsins vikið af leik-
velli. Vikingar fengu 16 sinnum
gula spjaldiö og leikmönnum hjá
þeim var einnig tvívegis vikiö af
leikvelli. Hjá Þrótti lítur dæmiö
þannig út aö þeir fengu 17 sinnum
aö sjá gula spjaldið en engum
leikmanni var vikiö af leikvelli.
FH-ingum var 18 sinnum sýnt
gula spjaldiö en aldrei fengu þeir
aö lita þaö rauöa. Skagamenn
fengu hins vegar einu sinni aö sjá
rauöa spjaldiö og 18 sinnum þaö
gula.
Þór frá Akureyri fékk oftast gula
spjaldiö í sumar, alls 19 sinnum en
leikmenn liðsins sluppu alveg viö
aö láta reka sig al leikvelli.
dagskrá á sunnudag. Þá eru þrír
leikir í 1. deild og tveir í annarri. FH
og Valur leika i Hafnarfirði klukkan
14 og á sama tima hefst leikur Fram
og Stjörnunnar í Seljaskóla. Strax .
aö þeim leik loknum leika Þróttur
og Víkingur og loks Ármann og
Afturelding í 2. deild. Breiðablik og
ÍR leika síöan kl. 20 í 2. deildinni og
veröur sá leikur í Digranesi.
Reykjavíkurmótinu í körfuknatt-
leik veröur fram haldiö um helgina
i dag eru þrír leikir í Hagaskóla og
hefst sá fyrsti kl. 14. Þá leika KR
og Fram i karlaflokki og síöan ÍR
og ÍR einnig í karlaflokki en loks
leika ÍR og ÍS í kvennaflokki. Á
morgun veröa einnig þrir leikir í
Hagaskóla. iS og KR leika fyrst i
kvennaflokki en síöan verða tveir
leikir í karlaflokki. Fyrst Valur og
Fram og siöan ÍS og KR.
Landsleikur
á mánudag
ÍSLAND og Skotland leika
landsleik í knattspyrnu liöa
sem skipuö eru leikmönnum
16—18 ára. Þetta er fyrri leikur
þessara liöa í Evrópukeppni
drengjalandsliða, leikurinn fer
fram á Laugardalsvelli mánu-
daginn 23. september nk. og
hefst kl. 17.00.
Lárus Loftsson, þjálfari, hefur
valiö eftirtalda 16 piltatil aö taka
þáttíþessum leik.
Markveröir:
Orri Smárason, Selfossi
KarlJónsson, Þró:tl
Aörir leikmenn:
Þormóður Egilsson, KR
Gísli Björnsson, Selfossi
Egill Ö. Einarsson, Þrótti, fyrlrllöi
Bjarni Benediktsson, Stjörnunni
RúnarKristinsson, KR
Steinar Adolfsson, Víking.Ol.
Haraldur Ingólfsson, lA
TryggviTryggvason, lA
Páll V. Gíslason, Þór, Ak.
Úlafur Viggósson. Þrótti, Nes.
MagnúsGunnarsson, Þrótti
Valdimar Kristófersson, Stjörnunnl
Gunnlaugur Einarsson, Val
GunnarGuömundsson, ÍK
Síðari leikur liöanna fer fram
í Skotlandi 7. október nk. Dóm-
ari í leiknum er danskur, Kurt
Horsted, en línuveröir þeir Bald-
ur Scheving og Friöjón Ed-
vardsson. Aðgangur á leikinn er
ókeypis.