Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 fclk í fréttum Gáfu 5.000 kr. með bílnum fyrir viðgerðar- og bensínkostnaði Bílasala Guðfinns við Miklatorg efndi til sérstakrar uppákomu sl. laugardagskvöld er hún gaf 5.000 krón- ur þeim sem hirða vildu Volkswagen Fastback árg. ’71 af „brúsapalli" bílasölunnar, en brúsapallurinn er einskon- ar skemmtipallur bílasölunnar þar sem eingöngu verða álíka uppákomur í framtíðinni, að sögn Guðfinns Hall- dórssonar, bílasala. „Með þessu vildum við vekja athygli fólks á því að vera gott hvert við annað, en ekki að reyna að selja hvert öðru bíla dýrum dómum sem í raun eru einskis virði, samanber þessi bíll, sem við gáfum," sagði Guðfinnur. „Bíllinn var í ágætu lagi nema hvað hann hefði líklega ekki komist í gegnum skoðun vegna hljóðkútsins og hraða- mælisins. Því gáfum við 5.000 krónurnar með bílnum svo að nýi eigandinn ætti fyrir viðgerðarkostnaði og bensíni." Um 400 nöfn söfnuðust í ruslakörfu bílasölunnar. Um klukkan átta um kvöldið var nafn vinningshafans dregið þar úr. „Svo virðist sem marga vantaði bíl eða öllu heldur 5.000 krónur." sagði Guðfinnur. Sá heppni varð Agnar Eyjólfsson og átti hann engan bíl fyrir. Guðfinnur sagði að fljótlega yrði settur bíll úr dýrari kantinum upp á brúsapallinn, líklega Mercedes Benz eða BMW. A pallinum mun svo bíllinn standa þangað til einhver kaupir hann, en þó mun verð hans lækka um 5.000 krónur daglega. Guðfínnur bfla- sali óskar Agnari Eyjólfssyni til hamingju með bflinn og 5.000 krónurnar uppi á „brúsapallin- um“. Hér bera þeir Agnar og Guó- fínnur saman bækur sínar og á meðan heldur Guðfínnur fast í ruslakörfuna með öllum nöfn- unum í sem draga þurfti úr. Hjólreiða- og torfæruhjóla- keppni á vegum JC í Hafnarfírði Sú-nýbreytni var í ár að haldin var fyrsta BMX-torfærukeppnin hér á landi. Útbúin var sérstök torfærubraut og voru keppendur 122 talsins. Verslunin Markið gaf tvo bikara, 11 ára og yngri og 12 til 14 ára. Sigurvegari í yngri flokki var Daníel Magnússon, 9 ára, Valur R. Valgeirsson, 9 ára, var í öðru sæti og Elmar Eggerts- son, 7 ára, í þriðja. Þeir hlutu verðlaunapeninga og að auki hlaut Sigurður bikar frá versluninni Markið. Allir þátttakendur hlutu viðurkenn- ingarskjöl og Hi-C-svaladrykk að lokinni keppninni. JC í Hafnarfirði stóð fyrir reiðhjóla- og torfæruhjóla- keppni sl. sunnudag. Reiðhjóla- keppnin hófst klukkan 13.00 við Lækjarskóla og tóku sextán krakkar þátt í henni. Keppt var í þremur flokkum. í almennum flokki yngri var ekin sex km vegalengd og urðu úrslit þau að Friðrik O. Bertelsen varð fyrstur, Stefán Jakobsson annar og Bjarki Bergsteinsson þriðji. í almennum flokki eldri, sem var tíu km vegalengd, sigraði Ingi Þ. Einarsson. Einar Jó- hannsson varð annar og Vil- hjálmur Berg Hreinsson þriðji. Þessir aðilar hlutu allir verð- launapeninga og að auki hreppti Pálmar Iðnaðarbankaskjöldinn, en það er farandgripur sem Iðn- aðarbankinn í Hafnarfirði gaf til keppninnar 1984. Torfæruhjólakepni var haldin í fyrsta skipti í ár og útbúin var sérstök Hér fara keppendur í hjólreiðakeppninni af stað, einbeittir á svip. torfærubrant Keppendur í hjólreiðakeppninni, almennum flokki yngri, leggja hér af stað. Keppendur í torfæruhjólakeppn- inni voru 122 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.