Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 21 Um alla Mexíkóborg eru hrunin hús eða hálfhrunin eins Hjálparliðar flytja á brott slasaðan mann. og þetta á myndinni. Aðstoð berst víðs vegar að úr heiminum Fjársöfnun til styrktar hjálparstarfi og endurreisn víða hafin Mexíkóborg, 20. september. AP. SAMÚÐARKVEÐJUR og boð um aðstoð streymdu til stjórnvalda í Mexíkó í dag eftir að jarðskjálftinn mikli reið yfir höfuðborg landsins í gær og fjögur strandhéruð. Jóhannes Páll II páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans í bænum sínum og sendi aðstandendum látinna samúð- arkveðjur. Hjálpargögn, lyf, tjöld, teppi og björgunarbúnaður streymdi til Mexíkó í dag. Spönsk stjórnvöld urðu fyrst til að bjóða fram aðstoð vegna hörm- unganna í Mexíkó. Þegar í gær- kvöldi voru spánskar herflugvélar reiðubúnar að fljúga með hjálpar- gögn til Mexíkó; lyf, tjöld og teppi, en fluginu var frestað til dagsins í dag að beiðni sendiherra Mexíkó í Madríd þar til stjórnvöld hefðu gert sér betur grein fyrir ástand- inu og þörf aðstoðar. Frá höfuðstöðvum Rauða kross- ins í Genf fór lið sérfræðinga til Mexíkó til þess að meta þörfina á aðstoð og tjón af völdum jarð- skjálftans. Þrjátíu svissneskir hjálparliðar Rauða krossins voru væntanlegir í dag til Mexíkó með sérþjálfaða leitarhunda og um 16 tonn af teppum, tjöldum, björgun- artækjum hvers konar og lyfjum. Frönsk stjórnvöld buðu fram að- stoð 100 franskra lækna, sem reiðubúnir eru að fljúga til Mex- íkó, að því er Roland Dumas, utan- ríkisráðherra Frakka, tilkynnti í dag. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, sendi Miguel de la Madríd, forseta Mexíkó, samúðar- kveðjur og bauð fram aðstoð bandarískra stjórnvalda. Fjárframlög Rauða kross-félaga víðs vegar um heim tóku að streyma til Mexíkó og fjársafnanir hófust í löndum Efnahagsbanda- lags Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada. Rauði krossinn í Bret- landi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi sendi fé til fyrstu aðstoðar; alls á aðra milljón doll- ara. Hálfrar aldar spenna leystist úr læðingi New York, 20. september. AP. JARÐSKJÁLFTINN sem hörmungunum olli í Mex- íkóborg, varð á svæði þar sem skálftavirkni er mjög mikil að sögn sérfræðinga við Columbia-háskólann í New York. Á þessum slóðum verður mjög mikill jarðskjálfti á hverjum 60 árum eða svo. Jarðskjálftinn varð um 400 km suðvestur af Mexíkóborg við ströndina þar sem lítill hluti jarð- skorpunnar, svokallaður Coccos-fleki, gengur undir Mexíkó. Hefur þessi fleki verið aðþrengdur af öðrum, sem nær yfir Mexíkó og Bandaríkin, og hefur ekki haggast í hálfa öld. „Þennan tíma hefur verið að safnast fyrir gífurlegur hiti og spenna. sem skyndilega losnar um,“ sagði Tom Boyd, vís- indamaður við Columbia-háskólann. Jarðskjálftafræðingar vissu að hverju dró í Mexíkó og voru búnir að koma fyrir miklu af alls konar rannsóknartækjum. Styrkur sjálftans mældist 7,8 á Richter-kvarða en við hvert stig, sem skjálftinn vex, tífaldast krafturinn. Jarðskálfti sem mælist 3,5 að styrkleika getur valdið dálitlu raski, 4 nokkrum skemmdum, 5 allmiklum skemmdum, 6 mikilli eyðileggingu og 7 er „stór- skjálfti" með gífurlegri eyðileggingu. Ef hann er 8 má heita, að allt hrynji til grunna. Bardagar í Angola: Suður-Afríka ját- ar stuðning sinn við U nita-hrey f inguna Lúwabon, 20. sepiember. AP. STJORNIN í Angola tilkynnti í dag, að herlið hennar hefði náð aftur á sitt vald bænum Cazombo, sem skæruliðahreyfingin Unita hefði haft á valdi sínu. Hefði bærinn verið tekinn eftir tveggja mánaða stanzlausa bardaga við skæruliða. í tilkynningu frá Unita í dag var það viðurkennt, að skæruliðar hefðu yfirgefið Cazombo. Hefðu þeir orðið að hopa fyrir skriðdrek- um og herþotum stjórnarinnar eftir harða bardaga. Sögðust skæruliðar hafa fellt 58 hermenn síðustu daga og hefðu margir Kúbumenn verið á meðal þeirra. Varnarmálaráðuneyti Angola hélt því enn fram í dag, að innrás Suður-Afríkumanna inn í landið, sem hófst fyrir fimm dögum, hefði verið gerð í því skyni að koma skæruliðum til hjálpar, þar sem þeir hefðu aldrei getað staðizt sóknarþunga stjórnarhersins og orðið að hörfa frá mikilvægustu stöðvum sinum. Stjórnvöld í Suður-Afríku við- urkenndu það í fyrsta sinn í dag, að þau hefðu látið skæruliðum, sem berðust gegn marxistastjórn- inni í Angola, í té „fjárhagslegan og siðferðilegan stuðning". Sagði Magnus Malan varnarmálaráð- herra, að Suður-Afríka liti á Unita-hreyfinguna undir forystu Jonas Savimbis sem mikilvægan bandamann í baráttunni gegn því sem hann kallaði árásaraðgerðir kommúnista á þessu svæði. Fjársöfnun fyrir Winnie Mandela Nordurlöndin gáfu 22.000 dollara New York, 20. september. AP. NORÐURLÖNDIN Bmm gáfu í dag 22.000 dollara til fjársöfnunar, sem efnt hefur verið til á meðal starfsmanna Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar Winnie Mandela, eiginkonu stjórnarandstöðuleiðtogans Nelsons Mandela, sem situr í fangelsi í Suður-Afríku. Það var Serge Elia Charles, sendiherra Haiti hjá Sameinuðu þjóðunum, sem skýrði frá þessu framlagi Norðurlandanna, en hann stjórnar fjársöfnuninni. Fé þetta kom frá stjórnum Danmerk- ur, Finnlands, lslands, Noregs og Svíþjóðar. Charles sagði, að markmiðið væri að safna 100.000 dollurum, svo að unnt væri að reisa aftur hús frú Mandeia, en það varð fyrir miklum skemmdum fyrr í þessum mánuði er íkveikju- sprengju var varpað á það. „Það var ekki nóg fyrir þetta fólk að fá samúðarskeyti," sagði Charles, er hann gerði grein fyrir því, hvers vegna hann hefði hafizt handa með þessa fjársöfnun. Hann er nú formaður þeirrar nefndar hjá Sameinuðu þjóðunum, sem vinnur gegn aðskilnaðar- stefnunni. GENGI GJALDMIÐLA London, 20. september. AP. BANDARÍKJADOLLAR féll veru lega gagnvart flestum helztu gjald- miðlum heims í dag í kjölfar síð- ustu hagtalna í Kandaríkjunum, sem reyndust lakari en vonir stóóu til. Bandaríska vióskiptaráðuneyt- ið skýrði svo frá í dag, að hagvöxt- ur á þriðja ársfjórðungi þessa árs yrði aðeins 2,8%, en áður var talið, að hann yrði ekki undir 3%. Dollarinn féll talsvert gagn- vart sterlingspundinu, sem kost- aði 1,3695 dollara í London síð- degis í dag (1,3405). Gengi doll- arans var að öðru leyti á þann veg, að fyrir hann fengust 2,8595 vestur-þýzk mörk (2,89925), 2,3525 svissneskir frankar (2,3810), 8,7250 franskir frankar (8,8350), 3,2165 hollenzk gyllini (3,2715), 1.922,50 ítalskar lírur (1.954,00), 1,37625 kanadískir dollarar (1,37975) og 241.20 jen (242,53). Kosningarnar í Punjab: Friður skilyrði framþróunar — sagði Rajiv Gandhi f kosningaræðu Ludhiana, Indlandi, 20. .september. AP. Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, dró að sér mikinn mann- fjölda á kosningaferð sinni um 1‘unj- abhérað á föstudag og fjölmargar ör- yggissveitir voru sendar til þessa órólega héraðs, sem er undir stjórn síkha. Kosningar í l’unjab fara fram á miðvikudag. í tilkynningu yfir- valda segir að þeim hafi tekist að koma upp um samsæri síkha um að ræna fiugvél á kosningadaginn. Hinn 41 árs gamli forsætisráð- herra hélt ræðu yfir 50 þúsund manns nærri samyrkjubúunum í Tanda og Ludhiana. Síðan flaug Gandhi með þyrlu til úthverfa síkhaborgarinnar Patiala þar sem 25 þúsund manns höfðu safnast saman. Hann mun einnig koma við í Suðvestur-Punjab áður en hann snýr aftur til Nýju Delhi á föstudag. f kosningaræðum sínum hvatti Gandhi kjósendur í ríkinu til að sinna ekki áskorunum herskárra síkha um að hundsa kosningarnar, heldur greiða at- kvæði „á móti hryðjuverkum", eins og hann orðaði það. „Friður er skilyrði framþróunar," sagði hann í kosningaræðum sínum. „Án friðar komum við engu til leiðar, ef þið óskið framfara verðið þið að leggjast á eitt með stjórn- inni um að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.