Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
V estur-Þýskaland:
Mun Friedrich Zimm-
ermann segja af sér?
Bonn, 20. september. Al*.
HÁTTSETriR menn í vestur-þýzku leyniþjónustunni spá því, að fleiri
njósnarar eigi eftir að flýja til Austur-I'ýzkalands í kjölfar flótta
Hans-Joachim Tiedges í síðasta mánuði. Skýrði blaðið Siiddeutsche
Zeitung frá þessu í dag.
Síðdegis í dag átti Friedrich
Zimmermann innanríkisráð-
herra að koma fyrir öryggis-
málanefnd Sambandsþingsins,
sem kölluð hafði verið saman til
skyndifundar. Hugðust fulltrúar
jafnaðarmanna krefja ráðherr-
ann skýringa, en þeir hafa sakað
ráðherrann um mistök í með-
ferð njósnamálanna í Vestur-
Þýzkalandi að undanförnu og
krafizt þess, að hann segi af sér.
Njósnamálin í Vestur-Þýzka-
landi hófust 6. ágúst sl. með því
að náinn samstarfsmaður Mart-
ins Bangemanns efnahagsmála-
ráðherra flýði til Austur-Þýzka-
lands. Síðan hafa njósnamálin
stöðugt verið að vinda upp á sig.
Hafa sjö menn ýmist flúið til
Austur-Þýzkalands eða verið
handteknir grunaðir um njósn-
ir.
Jóhannesarborg:
Tveir hvítir menn
í siðustu viku flýðu Herbert
Willner og kona hans, Herta-
Astrid, til Austur-Berlínar, en
hún hafði starfað á skrifstofu
kanslarans í 12 ár.
Friedrich Zimmermann, innanrfkisráöherra í Vestur-Þýzkalandi, sætir sívax-
andi gagnrýni vegna njósnamálanna að undanförnu.
dæmdir til dauða
Jóhanncsarborg, S-Afríku, 19. september. AP.
TVEIR hvítir menn voru dæmdir til
dauöa fyrir að hafa nauðgað og
drepið 19. ára blökkustúlku. Þetta
er eitt fárra tilvika þar sem hvítir
menn hafa verið dæmdir til dauða
fyrir að drepa blökkumenn.
Atburðurinn varð með þeim
hætti að fjórir hvítir menn komu
að blökkustúlkunni og kærasta
hennar, sem er af blönduðum
kynþætti, þar sem þau höfðu lagt
bíl sínum í útjaðri þorps sem í býr
fólk af blönduðum kynþætti. Þeir
neyddu þau með sér á afskekktan
stað, þar sem þeir nauðguðu stúlk-
unni og misþyrmdu kærasta henn-
ar, en honum tókst um síðir að
flýja. Eftir að hafa lokað stúlkuna
inní farangursgeymslu bifreiðar-
innar helltu tveir þeirra bensíni
yfir bílinn og kveiktu í, þrátt fyrir
neyðaróp hennar. Þeir báru því við
að þeir hefðu verið drukknir.
PLO-menn fara
halloka í Líbanon
Beirút, 20. sept. AP.
LIÐSNVEITIR, sem njóta stuönings
Sýrlendinga, hafa náð á sitt vald
ýmsum mikilvægum stöðvum í borg-
inni Trípólí í Norður-Líbanon en
síðustu daga hafa verið mikil átök
milli þeirra og sveita, sem styðja
Palestínumenn. Vitaö er um 90 menn
fallna og á fjórða hundrað særðra
síðan bardagar brutust út.
Þeir, sem ást hafa við, eru flokk-
ar múhameðstrúarmanna, sem
kallast „Arabísku riddararnir” og
styðjast við Sýrlendinga, og hreyf-
ing, sem heitir „Einingarsamtök
múhameðstrúarmanna", en hana
styður Yasser Arafat, leiðtogi
PLO. Bardagarnir bundu enda á
Los Angeles:
Samkoma til stuðnings fórn-
arlömbum ónæmistæringar
13. vopnahléið, sem gert hefur
verið milli fylkinganna í borginni,
og stefna þeir jafnframt í voða
tilraunum Sýrlendinga til að koma
á friði í landinu.
Skæruliðaforingi og stuðnings-
maður Arafats var skotinn til bana
í gær fyrir utan flóttamannabúðir
við borgina Sídon en á síðustu
dögum hafa sjö fylgismenn Ara-
fats verið drepnir víðs vegar í
Líbanon. Sýrlendingar og stuðn-
ingsmenn þeirra í Líbanon vilja
koma í veg fyrir, að Palestínu-
mönnum takist að hreiðra um sig
í landinu með sama hætti og áður
var.
Los Angeles, 20. september. AP.
FRÆGÐARFÓLK í Hollywood
safnaðist saman með fórnarlömb-
um ónæmistæringu á samkomu til
stuðnings þeim sem hafa orðið
sjúkdómnum að bráð. Markmiðið
er að safna saman einni milljón
dollara. Meðal þeirra sem komu
fram á samkomunni má nefna
Cindy Lauper, Rod Stewart, Carol
Burnett og Sammy Davis jr.
Rock Hudson, leikarinn góð-
kunni, sem sýkst hefur af
ónæmistæringu, var of þungt
haldinn til að geta verið við-
staddur. Hann sagðist þó myndu
vera með samkomugestum í
anda og sendi þeim svohljóðandi
orðsendingu: „Ég er óhamingju-
samur yfir að hafa sýkst af
ónæmistæringu, en ef það getur
hjálpað öðrum, þá veit ég að
minnsta kosti að mín eigin
ERLENT
\ {
AP/Símamynd
Hraðbrautin notuð sem flugbraut
Heræfing Norður-Atlantshafsbandalagsins, sem bar nafnið „Kaldur eldur", fór fram í Vestur-Þýzkalandi
á miðvikudag. Á myndinni má sjá eina Harrier-flugvél breska flughersins á þýskri hraðbraut, en hrað-
brautin var lokuð fyrir umferð meðan á heræfingunni stóð.
óhamingja hefur haft eitthvert
gildi.“ Þetta var það fyrsta sem
Hudson hefur látið hafa eftir sér
um sjúkdóminn opinberlega.
Meðal samkomugesta má
nefna Elizabeth Taylor, Burt
Reynolds og Burt Lancaster.
Sri Lanka:
Samið um vopnahié
Colombo, Sri Lanka, 20. september. AP.
Fjórir fulltrúar, tveir frá hverj-
um hinna stríðandi flokka í land-
inu, hafa verið tilnefndir til að
koma á vopnahléi milli stjórnar-
hersins og Tamila-skæruliðasveita
á Sri Lanka, að sögn dagblaðs,
sem er málgagn stjórnvalda, á
föstudag. Sérlegur sendimaður
Indverja, Jothindra Nath Dixit,
hefur fært stjórninni skilaboð frá
skæruliðasamtökum Tamila þess
efnis að Jjeir séu reiðubúnir að
hætta hernaðaraðgerðum. Ind-
verska ríkisstjórnin hefur að und-
anförnu reynt að miðla málum í
landinu og tókst að koma á vopna-
hléi í júní sem síðan hefur verið
brotið af hinum stríðandi aðilum.
Tamilar, sem eru í minnihluta í
landinu, krefjast aðskilnaðar frá
meirihluta Sinhalesa og berjast
fyrir stofnun sérstaks ríkis á
norðurhluta eyjarinnar.
Bólivía:
Lýst yfir neyð-
arástandi
La Paz, Bóliyíu, 19. september. AP.
RÍKISSTJÓRN Bólivíu hefur lýst yf-
ir 90 daga neyðarástandi vegna alls-
herjarverkfalls í landinu, sem hefur
staðið síðan 4. september. Fjölda-
fundir og fjöldagöngur verkalýðsfé-
laga eru bannaðar og útgöngubann
er í gildi frá miðnætti til kl. sex á
morgnana. Skriðdrekar hafa tekið
sér stöðu við forsetahöllina og helstu
stjórnarráðsbyggingar.
Ákvörðun um neyðarlögin var
tekin að loknum fundi ríkisstjórn-
arinnar og verkalýðsleiðtoga, þar
sem leiðtogarnir höfnuðu að
hætta verkfallinu. Þeir hafa verið
handteknir. Neyðarástandslögin
heimila lögreglu að handtaka
menn án þess að ákæra sé gefin
út.
Verkalýðsleiðtogar hafa hótað
hungurverkföllum til að knýja á
um kröfur verkalýðsfélaganna.
Norður- og Suður-Kórea:
Borgarar fá að heim-
sækja ættingja sína
Panmunijon, Kóreu, 20. september. AP.
ALMENNIR borgarar í Suður- og
Norður-Kóreu fengu að fara yfir
landamærin milli ríkjanna í þorpinu
Pyongyang til að heimsækja ættingja
i fyrsta sinn síðan í lok heimsstyrj-
aldarinnar síðari er landinu var
skipt. 150 manna hópar frá hvoru
ríki fóru yfir landamærin, en fyrir
hópunum fóru yfirmenn Rauða
krossins.
Meðal Suður-Kóreumanna var
Daniel Tji, erkibiskup, sem á bróð-
ur og systur í Norður-Kóreu. Hann
sagði tilfinningar sínar svo
blendnar að hann gæti ekki tjáð
þær. Ríki Suður- og Norður-Kóreu,
hafa áður skipst á stjórnarerind-
rekum, starfsmönnum Rauða
krossins og blaðamönnum, en
þetta er í fyrsta skipti sem al-
mennum borgurum er leyft að
heimsækja ættingja sína. Það var
ákveðið með samkomulagi Rauða
kross-samtakanna í ríkjunum
tveimur á fundi í Seoul í maí síð-
astliðnum.