Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
35
Minning:
Eiríkur K. Jóns-
son málari
Fæddur 1. febrúar 1900
Dáinn 20. ágúst 1985
Þegar við, sem komin erum á
efri ár, heyrum andlát einhvers,
sem við höfum kynnst á lífsleið-
inni, leitar hugurinn til baka. Við
rifjum upp liðin atvik, sem við
annaðhvort höfum upplifað eða
heyrt eða lesið um. Við minnumst
hans á leikvelli íþróttanna eða við
störf fyrir lifibrauði sínu.
Þegar ég heyrði lát Eiríks K.
Jónssonar málara, þá fór ég að
hugsa til baka og minntist þess, að
ég hafði heyrt mikið talað um
þennan mann í röðum félaga
minna í Knattspyrnufélaginu
Fram. Hann var einn af frumherj-
um félagsins og hafði leikið
knattspyrnu með félaginu frá
barnsaldri og fram á miðjan ald-
ur. Til er mynd af Eiríki í hópi
vaskra sveina í „Unglingaliði
Fram 1914“. Hann varð íslands-
meistari með félaginu 1921 og síð-
ar og var einn aðalmáttarstólpi
liðsins í kappleikjum þessara ára.
Flestir þessara manna eru nú
horfnir yfir móðuna miklu og að-
eins eru minningarnar eftir.
Eiríkur var „kantmaður" eins
og þá var kallaö, í liði sínu, og var
frægur fyrir snúningsbolta sína.
Hann skoraði mörg mörk beint úr
hornspyrnu, sem er ekki auðvelt
að framkvæma. f gamla daga var
það mikill viðburður að fara út á
land með félagi sínu og heyja þar
kappleiki við heimamenn. Tók sú
ferð oft viku eða lengur og voru
sumarleyfi notuð í það. í einni
slíkri för til ísafjarðar 1922 var
fenginn að láni Benedikt G.
Waage frá KR til að standa í
markinu vegna forfalla mark-
manns liðsins. Hann segir svo frá
í frásögn sinni af þessari för: „Ég
Minning:
Eggló Vilhjálms-
dóttir Sílalæk
Fædd 24. október 1966
Dáin 14. september 1985
Sárt er að sjá á bak ungri stúlku
í blóma lífsins. Það er eins og allt
í einu endi vegur tii bjartrar fram-
tíðar. Erfitt var að trúa því að
samstarfskona okkar og frænka
annarar hafi verið burtu kölluð svo
skyndilega.
Eygló fæddist 24. október 1966,
dóttir hjónanna Sigrúnar Baldurs-
dóttur og Vilhjálms Jónassonar á
Sílalæk í Aðaldal. Þar ólst hún upp
í hópi sex systkina og í nágrenni
við sitt nánasta skyldfólk.
Eygló réðst til starfa á leikskól-
ann Lækjaborg haustið 1984 og
starfaði með okkur þá um veturinn
og fram á sumar. Kynni okkar og
samstarf við hana var allt hið
ánægjulegasta.
Þessa vísu orti langafi Eyglóar,
Guðmundur Friðjónsson á Sandi,
um son sinn en hún gæti eins átt
við um lundarfar Eyglóar og þau
kynni sem við áttum af henni. Hún
sá alltaf björtu hliðarnar á tilver-
unni.
Mörgum reynist erfitt að hefja
starf á dagvistarheimili en Eygló
var vandanum vaxin. Henni tókst
mjög fljótt að ná traustu og góðu
sambandi við börnin. Við sem
störfuðum með henni hrifumst af
glaðværð hennar og góðri skap-
gerð. Við þökkum forsjánni fyrir
að hafa fengið að kynnast henni
þótt þau kynni hafi verið allt of
stutt.
Við sendum foreldrum hennar,
systkinum, ömmu og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Hlýrra og næmra hugarþel
hlýturfáreðaenginn.
Endast mun um eilífð vel
orðstír heimafenginn. (G. Fr.)
Elín Mjöll Jónasdóttir
og
Sigríður Rafnsdóttir
Gallerf Borg:
Tónleikar á myndlistarsýningu
Lund þín minnti á ljósan dag,
ljúfurinn viljasterki.
Þú gast allan bæjabrag
bætt með orði og verki.
Rowenta
Sælkeraofninn
er alveg ótrú-
lega fjölhæfur
Verð aöeins
kr. 3.490.-
Ármúla 1a,
S. 686117.
í tilefni myndlistarsýningar til
styrktar byggingu tónlistarhúss,
sem haldin er í Gallerí Borg og
stendur til mánudagskvölds, verð-
ur leikin tónlist i galleríinu um
helgina sem hér segir:
Laugardagkl. 17.00.
Prjónakjólasýning Astrid Ellings-
en og málverkasýning Bjarna Jóns-
sonar stendur nú yfir í sal Nýja
dansskólans í Ármúla 17. Sýning-
unni lýkur að kvöldi 22. september.
Opnunartími er 14.00 til 22.00 um
helgina.
Danssýningar verða báða dag-
ana klukkan 16.00 og eru það
Sunnudagkl. 15.00-17.00.
Myndlistarsýningin er opin frá
kl. 14.00-18.00 laugardag og sunnu-
dag, og frá kl. 12.00-18.00 á mánu-
dag og eru 38 verk sýnd á sýning-
unni.
nemendur úr Nýja dansskólanum
sem sýna ásamt ensku danspari.
í þættinum „Hvað er að gerast
um helgina" sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær, var sagt að sýning
Bjarna stæði enn yfir i Skiðaskál-
anum í Hveradölum. Henni er
hinsvegar lokið og er beðist vel-
virðingar á mistökunum.
Fréttatilkjuinj.
Prjónakjóla- og
málverkasýning
Leiðrétting
í myndatexta með frétt um Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar í blað-
inu í gær var rangt farið með föður-
nafn ungrar stúlku. Hún heitir Vil-
helmina og er Birgisdóttir. Á mynd-
inni dansaði hún við bróður sinn,
Svein Birgisson. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
var orðinn óþolinmóður eftir að
Frammenn hæfu sókn og bað Pét-
ur Sigurðsson að koma þeim skila-
boðum til sveitarforingjans,
Tryggva litla Magg. Skömmu síðar
hófst sóknin, „meistari" Eiríkur
hljóp upp með knöttinn og skilaði
honum fallega fyrir mark mót-
herjanna og Gísli Páls skoraði
mark.“
Þetta er góð lýsing á því, hve
Eiríkur var leikinn knattspyrnu-
maður og átti oft upptökin að því,
að mark var skorað ef hann ekki
skoraði það sjálfur.
Hann var í hópi fremstu
knattspyrnumanna landsins á
þessum árum, svo sem bræðranna
Gísla og Júlíusar Pálssonar, Frið-
þjófs Thorsteinssonar, Ósvaldar
Knudsen o.fl. úr röðum Framara,
ásamt ágætum knattspyrnu-
mönnum annarra félaga. Eiríkur
starfaði mikið að félagsmálum
innan Fram, en vildi aldrei taka
sæti í stjórn félagsins. Var það
hlédrægni hans sem þar réði, en
hann vann öll þau verk, sem hon-
um voru falin hverju sinni fyrir
félagið af stakri samviskusemi og
áhuga.
Eiríkur var góður málari. Bera
þau þess vott þau málverk, sem
eftir hann liggja, að þar var lista-
maður á ferð. Mörg af þessum
verkum hans prýða veggi félags-
heimila og aðsetra félaga hér og
úti á landi, en oft var leitað til
Eiríks þegar farið var í ferðir út á
land og skiptast þurfti á gjöfum
við heimamenn áður en haldið var
heim á ný. Því skal ekki gleymt að
F.irikur teiknaði Fram-merkið,
sem er ákaflega fallegt félags-
merki. Eiríkur var lærifaðir eins
af fræknustu knattspyrnumönn-
um landsins, Ríkharðs Jónssonar,
sem lék með Fram þau ár, sem
hann var við nám hér í borg.
Kona Eiríks var Jenný Frið-
riksdóttir, en hún lést árið 1971.
Þau eignuðust átta börn, þrjá
drengi og fimm stúlkur og eru sjö
á lífi. Börnin hafa flest komið við
sögu Fram, bæði á leikvelli og
utan.
Fyrir hið mikla starf, sem Ei-
ríkur leýsti af hendi fyrir félagið
var hann gerður heiðursfélagi
Fram á þrjátíu og fimm ára af-
mæli félagsins 1943.
Ég, sem rita þessi fátæklegu,
síðbúnu kveðjuorð til látins félaga
geri það i nafni fulltrúaráðsins og
allra Framara yngri og eldri, sem
þakka einum af frumherjunum
langt og gifturíkt starf fyrir félag-
ið.
Við sendum öllum ástvinum
Eiríks samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.'
Jörundur Þorsteinsson
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
PÁLMI EINARSSON
fyrrv. landnómsstjóri,
Laugateigi 8, Reykjavík,
lést hinn 19. september.
Soffía Sigurhjartardóttir,
börn og tengdabörn.
t
Sonur minn og bróðir,
ANDRÉS ÞÓR ANDRÉSSON,
er lést 15. september sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 23. september kl. 13.30.
Pólína Björnsdóttir,
Rósa Björg Andrésdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúð og
vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengda-
fööur og afa,
ÓSKARS HARALDSSONAR
netagerðarmanns.
Asta Haraldsdóttir,
Haraldur Óskarsson, Guðbjörg Karlsdóttir,
Hörður Óskarsson, María G. Pálmadóttir,
Elínborg Óskarsdóttir, Sigurður Georgsson,
Sigbjörn Þór Óskarsson
og barnabörn.
+
Öllum þeim nær og fjær sem vottuöu okkur hluttekningu sína vegna
andláts eiginmanns míns og föður okkar,
JÓNS SNÆBJÖRNSSONAR,
Hóaleitisbraut 30,
viljum viö færa okkar hjartans þakkir.
Ásgeröur Bjarnadóttir,
Bjarni Jónsson,
Herdís Jónsdóttir,
Snæbjörn Jónsson.
+
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við
andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa,
JÓNS S. BENJAMÍNSSONAR,
Freyjugötu 34,
Reykjavík.
Guörún Ingveldur Jónsdóttir, Ásgeir Karlsson,
Jón Birgir Jónsson, Steinunn Norberg,
Jórunn Jónsdóttir, Guömundur Oddsson
og barnabörn.