Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 Harmleikurinn í Mexíkó: Símamynd/AP. Klukkan á bankanum lengst til vinstri á myndinni stöðvaöist 22 mínútur yfir sjö í gærmorgun þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir borgina. Við hlið bank- ans var áður hótel, Hotel Regis, en nú er þar aðeins grjóthrúga. „Konan mín er einhvers staðar undir rústunum“ Mexíkóborg, 20. september. AP. SJÓNARVOTTAR að jarðskjálftan- um mikla í Mexíkó höfðu allir sömu sögu að segja af dauða, skelfingu og eyðiieggingu. Miðborg Mexfkó bókstaflega var lögð í rúst. Mikið manntjón varð í fjórum öðrum héruð- um landsins. Glæsibyggingar mið- borgar Mexíkó hrundu eins og spila- borgir og þúsundir manna lokuðust inni í rústunum, hundruð fórust, þúsundir. „Ég heyrði dyn og hávaða og greip dóttur mína og stökk út um glugga, en húsið hrundi til grunna þegar ég ætiaði að snúa við eftir konu minni. Hún er einhvers staðar undir rústunum," sagði ungur maður í Mexíkóborg, sem grátandi lýsti skelfingunum. „Við vitum að fjölmargir eru þarna inni,“ sagði hermaður þar sem hann stóð fyrir utan stórt fjölbýlishús, sem hafði hrunið að hluta og hann bætti við brostinni röddu: „Við getum ekki farið inn — húsið getur hrunið á hverri stundu." Þó er talið að afleiðingar jarð- skjálftans hefðu orðið enn skelfi- legri hefði hann riðið yfir klukku- stund síðar því fólk var almennt ekki komið til vinnu í miðborginni þar sem tjónið er mest. Björgunarsveitir unnu sleitu- laust við að bjarga slösuðu fólki úr rústunum og leita að líkum. Gas— og rafmagnsleiðslur rofnuðu og víða loguðu eldar sem kviknuðu. Slökkvilið barðist við eldana og sjúkraliðar fluttu slasað og látið fólk í sjúkrahús. Sjúkrahús þessar- ar fjölmennustu borgar veraldar, með 18 milljónir íbúa, yfirfylltust og blóð og læknislyf eru af skorn- um skammti. Harmleikurinn blasti hvarvetna við: „Dauði og skelfing" hljóðaði risafyrirsögn mexíkansks blaðs, „Guð minn góð- ur“ var fyrirsögn annars. „Ég hef leitað sonar míns í allan dag, en án árangurs," sagði örvinluð kona sem sneri sér til fréttamanns AP og bað hann aðstoða sig við leitina, örvænting og vonleysi skein úr augum hennar. Mexikóborg var eins og eftir loftárás. „Eyðileggingin er hreint BJARGAÐ — björgunarmenn ná slasaðri konu úr rústum hótels í miðborg Mexíkó. AP/Símamynd Kortið sýnir upptök jarðskjálftans og landsvæðið þar sem helstu áhrifa hans gætti. ótrúleg. Ég kom til Berlínar í lok eyðileggingin i Mexikóborg er síðari heimsstyrjaldarinnar — meiri nú en í Berlín fyrir 40 árum,“ sagði bandarískur sjónarvottur að harmleiknum. „Háhýsin sveifluðust fram og aftur yfir höfðum okkar og ég var sannfærður um að þau myndu steypast yfir okkur. Þetta var skelfilegt og við gátum ekkert aðhafst — aðeins haldið dauða- haldi (tré. En hið ótrúlega gerðist — húsin stóðu af sér orrahríðina, en alls staðar mátti sjá eyðilegg- inguna. í næsta nágrenni blöstu við húsarústir, hrunin hús og neyðaróp slasaðs fólks skáru kyrrðina, sem í kjölfarið fylgdi. Síðan kom sírenuvælið og göturnar fylltust af angistarfullu fólki. Við vorum heppin; háhýsin næst okkur höfðu ekki hrunið til grunna," sagði bandarískur ferðamaður, sem staddur var í miðborg Mexfkó þegar jarðskjálftinn reið yfir. Engar opinberar tölur um fjölda látinna og slasaðra hafa verið gefnar út. Dagblöð í Mexíkó töldu að um þrjú þúsund manns hefðu beðið bana í Mexíkóborg og að talið væri að um 300 manns hefðu beðið bana í strandhéruðunum — þús- undir slösuðust. Enginn veit það nákvæmlega. Tíu mannskæö- ustu skjálft- ar sögunnar New York, 20. aeptember. AP. MANNSKÆÐASTI jarðskjálfti sem sögur fara af rció yfir Tangshan-hérað { Klna f júlf 1976. Þá er taliö að um 800 þúsund manns hafi farist. Tfu mannskæðustu jarðskjálftar sem sögur fara af eru: 1. Kína, 1976. Um 800.000 fórust. 2. Kina, 1927. Um 200.000 fórust. 3. Kína, 1920. Um 100.000 fórust. 4. Japan, 1923. Um 99.000 fórust. 5. Ítalía, 1908. Um 83.000 fórust. 6. Kína, 1932. Um 70.000 fórust. 7. Perú, 1970. Um 66.000 fórust. 8. Tyrkland, 1939. Um 30.000 fórust. 9. Indland, 1935. Um 30.000 fórust. 10. Chile, 1939. Um 28.000 fórust. Flóðbylgjan kom aldrei Tókýó, Honoluhi. 20. Heptember. AP. FLÓÐBYLGJA í kjölfar jarð skjálftans mikla f Mexíkó skall á Hawai um átta tímum eftir að skjálftinn reið yfir, en reynd- ist raun minni en menn óttuð- ust, eða aðeins 22 sentimetra há. Japanska veðurstofan var- aði við fióðbylgju eða „Tsun- ani“ eins og slíkt er nefnt þar f landi, en hún náði ekki strönd- um landsins. í kjölfar gffurlegs jarðskjálta í Chile árið 1960 skall fióðbylgja á austurströnd Japans með þeim afleiðingum, að á annað hundrað manns biðu bana. Á Hawai létust 60 manns í sömu fióðbylgju, sem mældist um 9 metra há og olli gffurlegu tjóni. , Gífurlegt tjón varð í jarð- skjálftanum í Chile, sem reið yfir þann 21. maí 1960. Skjálftinn mældist 8,3 stig á richter og biðu um fimm þús- und manns bana. Jarðskjálft- inn í Mexíkó mældist 7,8 stig á richter. Einu fjar- skiptin um gervihnött NÝJASTA tækni á sviði fjar- skiptabúnaðar, þar með talinn fjarskiptagervihnöttur, gerði fólki um víða veröld fært að fylgjast með afleiðingum jarð- skjálftans í Mexíkó, jafnvel þótt síma- og fjarskiptasam- bandslaust væri við Mexíkó- borg. Aðeins ein sjónvarpsstöð í Mexíkóborg, hin ríkisrekna rás 13, hélt útsendingum áfram í kjölfar jarðskjálft- ans. Sjónvarpsstöðin sendi frá jarðstöð til gervihnattar, scm sendur var á loft í júní- mánuði í sumar. Jarðstöðin er 16 kílómetra í suðaustur frá Mexíkóborg, en það svæði sem stöðin er á varð ekki eins illa úti i jarðskjálftanum og önnur svæði í borginni og f nánd við hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.