Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985
13
Tilbúið skip sem
enginn getur keypt
Jósef segir að nú sé skip svo til
tilbúiö í skipasmíðastöðinni, en
það sé eitt þeirra skipa sem til-
heyri svonefndu raðsmíðaverk-
efni. Það eigi einungis eftir að
setja á það brúna, útbúa það með
nauðsynlegum siglingartækjum
og sjósetja það. Það séu þó nokkrir
aðilar sem vilji kaupa þaö, en það
standi á því að Fiskveiðasjóður
neiti að lána til þeirra skipa sem
tilheyra raðsmíðaverkefninu.
Verkefnið hafi verið sett i gang
fyrir forgöngu Iðntæknistofnunn-
ar með vitund og vilja íslenskra
stjórnvalda. Gert hafi verið ráð
fyrir að Fiskveiðasjóður lánaði
60% af kaupverði skipana, 20%
yrðu erlend lán, Byggðasjóður lán-
aði 5% og 15% kæmi frá kaupend-
um. „Þetta hefur ekki gengið eftir
og er það ekki beinlínis fagur vitn-
isburöur um það kerfi sem við
búum við. En það er unnið að því
að leysa þetta vandamál í Fjár-
málaráðuneytinu," segir Jósef.
„Þrátt fyrir stundarörðugleika
þessa atvinnuvegar, þá hef ég
mikla trú á að hann eigi eftir að
ná sér á strik á nýjan leik. Það er
með ólíkindum að þjóð sem byggir
eyju og hefur framfæri sitt af
fiskveiðum, skuli ekki eiga sterkan
skipasmíðaiðnað. Ef ekki verður
fljótlega breyting hér á, þá rekur
fljótlega að því að það verður
heldur ekki til sérhæfður mann-
afli til þess að gera við skipin. Það
er sennilega ekki pláss fyrir hann
í videoheimi og spilabúllum fram-
tíðarinnar. En þessi atvinnuvegur
hefur gengið í gegnum erfiðleika
áður, eins og þegar stálskipin tóku
við af tréskipunum. Það kostaði
fjárfestingu og lærdóm og lagði
sum af þessum fyrirtækjum. Eg
vildi ekki þurfa að ganga í gegnum
slíkt tímabil aftur. En atvinnu-
vegurinn rétti við og ég trúi því að
það muni hann einnig gera nú,“
sagði Jósef Þorgeirsson að lokum.
Þeir sjá um áramótaskaupið, efri röð
frá vinstri: Örn Árnason, Karl Ágúst
Úlfsson, Egill Eóvarðsson. Neðri röð:
Randver Þorláksson, Sigurður Sigur-
jónsson og Þórhallur Sigurðsson.
Áramóta-
skaup 1985
í undir-
búningi
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leik-
stjóri Áramótaskaupsins 1985
verði Sigurður Sigurjónsson leik-
ari, og hefur hann fengið til liðs
við sig hóp skemmtikrafta, þá Þór-
hall Sigurðsson, Karl Ágúst Úlfs-
son, Randver Þorláksson og örn
Árnason. Munu þeir semja handrit
skaupsins í sameiningu.
Áramótaskaupið verður fyrsta
leikstjórnarverkefni Sigurðar fyr-
ir sjónvarp. Upptökustjóri verður
Egill Eðvarðsson.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Færeyskir togarar
sigla til Akureyrar
eftir ýmsum iðnvarningi
— Fjögur norðlensk fyrirtæki með samstarf
Akureyri, 17. september.
NÝR fsreyskur togari, Vestmenning-
ur, 310 brúttótonn að stærð, kom til
Akureyrar í morgun. Hann var smíð-
aður í Skipasmiðju Þórshafnar og var
á laugardaginn afhentur eigendum
sínum, hlutafélaginu Miðalsbrekku í
Vestmanna. Átta manna áhöfn er á
togaranum og skipstjóri er Pauli
Paulsen.
Erindi Vestmennings til Akur-
eyrar er m.a. að sækja 3.700 fiski-
kassa til notkunar um borð (tvö-
faldan gang) en þeir eru keyptir
af Plasteinangrun hf. á Akureyri.
Þar að auki kaupir útgerðin 50
fiskiker af Sæplasti hf. á Dalvík.
Einnig flytur togarinn ýmsan ann-
an iðnvarning frá Akureyri til
Færeyja. Vestmenningur siglir
þangað í kvöld og tekur þar veiðar-
færi um borð, en heldur að því búnu
í fyrstu veiðiferð sína.
Annar nýr færeyskur togari kom
til Akureyrar fyrir hálfum mánuði
svipaðra erinda. Hann heitir
Heinaberg, 450 brúttótonn, smíðað-
ur í Skála á Austurey fyrir sam-
nefnt hlutafélag á Söndum á Vest-
urey. Sá togari tók hér 6.300 fiski-
kassa, sem keyptir voru hjá Plast-
einangrun hf., sem eykur nú mjög
útflutning sinn til Færeyja. Til að
mynda fóru þangað 4.000 kassar
fyrir skömmu með ms. Rona.
Fyrirtækið DNG hf. á Akureyri
sendir 15 sjálfvirkar og tölvustýrð-
ar handfæravindur til Færeyja með
Vestmenningi, en það er helmingur
pöntunar sem þaðan barst nýlega.
Fyrir nokkru voru send þangað sýn-
ishorn og í kjölfarið seldar 5 vindur
sem að sögn Snorra Hanssonar hjá
DNG reyndust afar vel, svo að eftir-.
spurn jókst mjög. Hver vinda kost-
ar um 79 þúsund krónur. Sýnishorn
hafa nú verið send til Noregs,
Grænlands, á sýningu í Bandaríkj-
unum og ýmislegt fleira er á döf-
inni. Hins vegar þyrfti að stækka
fyrirtækið ef útflutningur eykst að
ráði því að það annar nú ekki öllu
meira en eftirspurn innanlands.
Þar vinnur nú 20 manns.
Um 15% af framleiðslu Sæplasts
hf. á Dalvík fara nú til Færeyja og
er þar um fiskiker að ræða. Salan
þangað fer vaxandi. Einnig eru
kerin seld til Hjaltlands, Græn-
lands og Írlands, en þangað fara á
annað hundrað ker næstu daga.
Morgunblaðift/Sv.P.
Færeyski togarinn Vestmenningur í Akureyrarhöfn þar sem hann keypti
3.700 fiskikassa, 50 fiskiker og ýmsan annan iðnvarning.
Markaður er líka að opnast á aust-
urströnd Bandaríkjanna og í Kan-
ada. Það sem af er þessu ári hefur
selst um 500 kerum fleira en áætlað
var að selja allt árið.
Vélsmiðjan Oddi sendir með
Vestmenningi tvær kassaklær og
einn fiskikassalosara sem hún
framleiðir. Kassaklær eru settar
framan á gaffallyftara og kosta
300—400 þúsund kr. hver, en losar-
ar tæp 200 þúsund hvert stykki.
Þessi viðskipti við Færeyinga
standa einkum í sambandi við
endurnýjun færeysku hraðfrysti-
húsanna og skipta milljónum króna
á ári og fara vaxandi.
Fjögur fyrirtæki, Vélsmiðjan
Oddi hf., Plasteinangrun hf., Sjó-
klæðagerð íslands hf. og Sæplast
hf., hafa byrjað samstarf um mark-
aðsöflun og sölu framleiðslu sinnar
erlendis. Sérstök áhersla hefur
verið lögð á að vinna markaði í
Vesturheimi, ekki síst Kanada, og
hafa fyrirtækin fjögur ráðið Valdi-
mar Kristjánsson til að vinna að
þessum málum á þessu svæði og
fellur Grænland undir það. Þá taka
þau þátt í sjávarútvegssýningunni
miklu sem haldin er um þessar
mundir í Vigo á Spáni.
Sala á fiskikerum, fiskikössum
og skyldum búnaði til Kanada teng-
ist að nokkru þeim breytingum á
kanadískum togurum sem Slipp-
stöðin hf. á Akureyri hefur samið
um að gera, meðal annars með
kassavæðingu þeirra í huga.
- Sv.P.
^tórkostleg
verölækkun
hjálMISSAN
NISSAN SUNNY
á kr. 370.000.-
NISSAN PULSAR
á kr. 336.000.-
NISSAN MICRA
á kr. 317.000.-
Aðeins þessi eina sending. Tökum flesta notaöa bíla upp í nýja. Muniö okkar
landsfrægu kjör. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14—17.
INGVAR HELGASON HF.
Symngarsalunnn/Rauðagerði, sími 33560.
4