Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 15
15 ingum klofnaði söfnuðurinn og óháði söfnuðurinn var stofnaður. Leituðu forsvarsmenn hans til séra Emils og báðu hann að gerast prestur þeirra. Þar þurfti hann að taka erfiða ákvörðun en þar sem klofningurinn var þegar orðinn staðreynd hvað sem leið hans ákvörðun ákvað hann að taka boðinu. Preststarfið var að vísu aðeins metið sem hálft starf, en það var meira en venjulegt prest- starf. Það fólst í því að byggja upp frá grunni nýjan söfnuð, sem átti sér enga kirkju og naut einskis stuðnings opinberra aðila. Þarna kom frú Álfheiður til skjalanna og var betri en enginn. Hún hefur alla tíð staðið sem óbif- anlegur klettur við hlið manns síns og á hennar herðum hvíldi mikið af safnaðarstarfinu og gerir enn. Það var ekki nóg með að söfnuð- urinn blómstraði heldur var einnig reist kirkja sem nýtur almennrar aðdáunar fyrir smekkvísi og bún- að. Og miðstöð alls þessa starfs var heimili þeirra hjóna, nú síðari árin á Sogaveginum í Reykjavík. Það varð í senn vinnustaður og griðastaður, þar sem húsfreyjan gætti þess eftir megni að sú litla hvíld sem til féll nýttist hinum önnum kafna dagskrárstjóra og presti. Um preststörf séra Emils eru aðrir mér fróðari. Þó veit ég af eigin reynslu að þau vann hann þannig að eftirminnanlegt er, af natni og kærleika. Þar kom honum einnig til góða frábært vald á ís- lensku máli. Ég hygg að á engan sé hallað þótt sagt sé að bæði í prestastétt og meðal fjölmiðla- manna standi honum fáir þar á sporði. Ræður hans vöktu óskipta athygli, enda vel til þeirra vandað, fluttar blaðalaust og stundum all- ar í ljóðum. Fyrir nokkrum árum kenndi hann alvarlegra veikinda og þurfti að leggjast á sjúkrahús erlendis. Um það leyti losaði hann sig við preststörfin en hefur fram á þenn- an dag gegnt störfum sínum í sjón- varpinu. Á næstu vikum lætur hann einnig af þeim. Það hlýtur mikið tómarúm að skapast hjá manni sem hefur átt eins annríkt um dagana og hann. Þó óttast ég ekki að hann þurfi að láta sér leiðast. í fyrsta lagi hefur hann að góðu að hverfa sem er hið frábæra heimili þeirra hjóna. I öðru lagi eru áhugamálin mörg, hestamennskan, sagan og mannlífið sjálft í víðtækasta skiln- ingi. Og víst væri þjóðlífið auðugra þótt hann færði ekki í letur nema brot af því sem hann hefur að segja um menn og málefni er hann hefur kynnst og fylgst með á langri starfsævi. Þetta er orðið lengra en til stóð í upphafi og er þó margt ósagt. Skáldið séra Emil hefur til að mynda nær alveg orðið útundan, en margar stökur hans og ljóð væru einfær um að halda nafni hans á lofti. En einhvers staðar verður að slá botninn í. Að lokum óska ég afmælisbarn- inu, frú Álfheiði konu hans og börnum þeirra, Theódóru Guð- laugu kennara, Birni kvikmynda- gerðarmanni, Guðmundi hljóm- sveitarstjóra og Álfheiði verslun- armanni, mökum þeirra og börn- um til hamingju með daginn og árna þeim heilla á ókomnum árum, um leið og þökkuð er ógleymanleg samfylgd hingað til. Magnús Bjarnfreðsson. Hratt flýgur stund. Hann er orðinn sjötugur, kennimaðurinn, sem braust fram með eldlegum áhuga sínum og stofnaði söfnuð í Reykjavík og reisti kirkju á miðri þeirri öld, sem sögð hefur verið öld hnignandi starfs og sígandi sólar kirkjulífs á íslandi. Manni finnst svo stutt síðan nýstofnaður, MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 kirkjulaus söfnuður hans fyllti Stjörnubíó til þess að hlýða á þrumandi mælsku kraftmikillar og safaríkrar kenningar, sem hreif og hafði áhrif. Svo stutt síðan þessi söfnuður reisti sér kirkju í eldmóði þess frelsis, sem óháð fríkirkja getur magnað upp, þegar vel er á málum haldið í hressilegum gusti af svipmiklum, framsæknum og frjálslyndum kennimanni. Á síðustu árum hafa skoðana- kannanir leitt i ljós, að trúaráhugi íslendinga er almennari og meiri en menn hugðu. Á þeim tíma, sem séra Emil þeysti fram og knúði trúarfák sinn sporum um miðja öldina, voru aðstæður aðrar. Sterk efnishyggja sótti á, og engar skoðanakannanir vörpuðu þá ljósi á þá duldu trúarhneigð, sem blundaði í flestum tslending- um, meðvitað og ómeðvitað. Þetta var á þeim árum, þegar Steinn Steinarr og fleiri áhrifa- menn í andlegum efnum viðruðu hugmyndir trúleysis og efasemda i skáldskap og það svo mjög, að þungur undirtónninn og alvaran speglaði trúarlega og heimspeki- lega þðrf. Þess vegna var það afrek og ævintýri, sem betur á eftir að ljóm- ast upp, þegar tímar liða, að kenni- maður safnaði um sig hreyfingu, sem stofnaði söfnuð og reisti kirkju utan þjóðkirkjunnar á miðri öld trúleysistízkunnar. Kenningin, orðið, var sá máttur, sem megnaði að knýja þetta fólk til slíkra átaka. Ég var aðeins barn og unglingur þegar þetta gerðist, en mér er enn i minni þegar séra Emil tókst bezt upp á þessum árum. Afburða flutningur hans á innihaldsmiklum ræðum, þar sem honum fataðist aldrei í afbragðs tökum sinum á íslenzkri tungu, stemmningin, sem þessi kraftmikli kennimaður gat skapað í húsinu, var ógleymanleg, svo að bókin Morgunræður i Stjörnubíó er að- eins veikur endurómur. Ég hef stundum sagt við séra Emil í spaugi, að góðir kennimenn og stjórnmálamenn þurfi að vera góð- ir leikarar, og ræða prests hlíti sömu lögmálum um flutning og áhrifamátt og prógramm skemmtikraftsins. Helzt ekki lengra en 20 til 30 mínútur, og aldrei má slaka á tauginni frá flytjanda til áheyranda. En með þessu er auðvitað ekki nema hálfur sannleikurinn sagður, því að skorti kennimanninn sann- færingu og innihald textans, skorti leikarann innlifun og bitastæð efni, er allt unnið fyrir gýg. Og svo sannarlega skorti séra Emil ekki sannfæringu. Hann hefur ævinlega átt mörg eldheit áhugamál og á honum eru margir fletir, svo margir, að ókunnugir eiga oft erfitt með að átta sig. Hver er hinn raunverulegi Emil? En því hef ég staldrað hér við kennimanninn Emil Björnsson, að þar hefur mér ævinlega sýnst þungamiðjan í lífi hans og sál vera. Og kannski eru sum af svokölluð- um smæstu prestverkum hans, sem ég hef verið viðstaddur, það, sem sterkustu minninguna hefur skilið eftir. Á þeim stundum, sem ég vil þakka honum nú sérstaklega, hafa beztu kostir hans sem manns og persónu, beint frá hjartanu, birst hvað eftirminnilegast. Samhliða preststarfinu hefur séra Emil gegnt erilsömu starfi hjá útvarpi og síðar sjónvarpi í meira en fjörutíu ár. Aldrei hefur áhugann skort, þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag manns, sem berzt á mörgum vígstöðvum í senn. Á vettvangi fjölmiðlunar á það kannski ekki síst við, að allt orkar tvímælis, þá gert er, og ekki eru menn ævinlega sammála. Þrátt fyrir það stendur sú staðreynd upp úr, að með tilkomu sjónvarpsins urðu þáttaskil í fjölmiðlun á ís- landi í umfjöllun á viðburðum í þjóðlífinu, og það kom i hlut Emils Björnssonar að leiða frétta- og fræðsludeild sjónvarpsins í braut- ryðjendastarfi á þessu sviði. Næsta bylting í fjölmiðlun á miðjum áttunda áratugnum var að ég hygg afleiðing og andsvar af sjónvarpsbyltingunni tíu árum fyrr. Frá því að ég kom til starfa við sjónvarpið hef ég ævinlega heyrt Emil halda því fram, að nauðsyn væri á breiðari fjölmiðlun en ríkiseinokun í útvarpi er fær um að annast. Hvað sem um þá byltingu og það umrót má segja, sem nú stendur yfir, sýnast mér þessi sjónarmið hans nú vera að komast í fram- kvæmd, tveimur áratugum síðar. Séra Emil Björnsson hefur ekki setið auðum höndum um dagana og verið ófeiminn við að láta gamminn geysa fram, enda hesta- maður af lífi og sál. Það er aldrei logn í kringum slíka menn, og stundum skvettist úr hóffarinu, þegar knúið er sporum. Þótt árin hafi nú færst yfir, getur en gustað skemmtilega af Emil, þétt glímutök frammi á gangi, hvassar og meitlað fer- skeytlur. Ég vil þakka Emil Björnssyni fyrir löng og góð kynni. Þar er margs að minnast, en ég get nefnt eitt atriði, sem lætur lítið yfir sér, en hefur skipt máli hjá stofnun á borð við sjónvarpið, sem hefur gífurleg áhrif á varðveizlu tungunnar. Með óbrigðulu og al- geru valdi sínu yfir íslenzkri tungu hefur Emil kennt mér og fleirum meira í meðferð móðurmálsins en hægt er að læra í skóla. Það er ekki lítils virði fyrir málfátæka fréttamenn. Þótt Emil hafi nú horfið burt af skeiðvelli sjónvarpsins á hann eftir að hleypa fáki sínum áfram, ef ég þekki hann rétt. Ég óska honum og frú Álfheiði alls hins besta á ókomnum árum og þakka þeim fyrir órofa tryggð og vináttu. Með árunum skírist hún æ betur og á eftir að ylja okkur þegar við setjumst niður á áningarstað á þessari jarðarferð eða milli til- verustiga. Ómar Þ. Ragnarsson Ungur efnilegur prestur sem hefur áhuga á að þjóna Guði og mönnum sækir um nokkur sveita- prestaköll, en hann fær kaldar kveðjur. Þá sér hann opnast leið. Fríkirkju vantar prest. Hann sæk- ir um, en ekki tók betra við. Að endingu tekur fámennur hópur fólks sig saman og stofnar söfnuð og biður sr. Emil Björnsson að vera leiðtoga sinn. Það hlýtur að hafa verið mjög erfitt fyrir hann að taka þá áhættu, en að vel at- huguðu máli lét hann tilleiðast og varð prestur. Aðkoman engin kirkja, engin messuklæði, ekkert nema sterkur vilji og trú á Guð væri með í verki. Það reyndist líka rét. Að vísu varð að messa í kvikmyndahúsi, en brátt fékk söfnuðurinn gefins lóð, sem þó ekki fékkst leyfi til að byggja á. En Reykjavíkurborg skipti á lóð og þar stendur kirkja óháða safn- aðarins í dag. Það kom á daginn að hinn ungi prestur var framúr- skarandi duglegur. Hann tók sjálfur skóflu í hönd og gróf fyrir kirkjunni með söfnuði sínum á kvöldin eftir erfiðan vinnudag, sem fréttamaður hjá útvarpinu. Allt gekk að óskum. Kirkja og fé- lagsheimili var byggt á skömmum tíma, eftir að leyfi fengust. Allt annað smá kom fyrir samstarf og dugnað og er þá kominn tími til að minnast þess að sr. Emil Björns- son stóð ekki óstuddur. Frú Álf- heiður Guðmundsdóttir, eiginkona sr. Emils, hefir ekki látið sitt eftir I*KKja- Hún var strax kosin for- maður kvenfélagsins. Er starf það sem félagið hefur unnið hreint kraftaverk. Mikið af þeim störf- um, sem kvenfélagið hefur unnið undir stjórn frú Alfheiðar hefur runnið beint til kirkjunnar, þó fleiri hafi notið góðs af. Ég ætla að senda vini mínum afmæliskveðju, en til að lýsa því sem sr. Emil hefur orðið að ganga í gegnum verð ég að lýsa í stórum dráttum þeirri erfiðu leið sem það tók hann að komast í prédikun- arstólinn og þangað komst hann og það þarf ekki að kynna hans miklu ræðumennsku og hans kenningar. Með lifi og sál hefur hann þjónað söfnuði sínum frá ár- inu 1950 þar til hann lét af störf- um fyrir tveim árum. Þó átti hann við mikil veikindi að stríða um tíma. Sem betur fer fékk hann bót á þeim. Sr. Emil Björnsson er kvæntur, eins og fyrr og segir, Álfheiði Guðmundsdóttur og eiga þau 4 mannvænleg börn. Ég tel það mitt mesta gæfuspor að verða samferða þessum elskulegu prest- hjónum. Fjölskylda mín sendir þeim blessunaróskir á þessum tímamótum. Þegar litið er yfir farinn veg er næstum ótrúlegt að ungir menn, fullir áhuga um að starfa fyrir kirkjuna, skuli þurfa að ganga í gegnum slíka reynslu. Að lokum vil ég þakka þér, sr. Emil Björnsson, þá löngu ferð sem við vorum samferðamenn. Ógleymanlegar eru sumar þær minningar. Ég sendi þér og ástvinum þínum mínar bestu afmælisóskir og kveðjur. Guð blessi þig góði vinur. Sigurður G. Hafliðason Frændi minn og góðvinur, séra Emil Björnsson, er sjötugur í dag. Fæddur að Felli í Breiðdal 21. september 1915. Það er ekki aðeins að hann sé fæddur í sveit, heldur er hann einlægur og trúverðugur sveitamaður, virkilegur unnandi íslenskrar náttúru, víðáttunnar, fegurðarinnar og ekki síður kann hann að meta ljóð og sögur, sem til hafa orðið í gegnum aldirnar á vörum íslenskrar alþýðu. Þetta hefur hann margsinnis sýnt í verki á sínum langa og um- svifamikla starfsferli. Þeir sem muna ræður hans úr prédikunarstóli á iiðnum árum, vita af eigin raun, að í faðm sveit- arinnar og unað íslenskrar nátt- úru hefur hann sótt andagift og innblástur og sett fram með sinni karlmannlegu rödd af þeim sann- færingarkrafti og málsnilld, að margir hafa haft orð á. Einn kirkjugesta hans fyrir ail mörgum árum komst svo að orði við mig, að það sem á vantaði að kirkjan væri fullskipuð, fyllti presturinn sjálf- ur upp með framsögn sinni frá alt- ari og úr prédikunarstóli. Nú eru meir en 35 ára liðin frá því að séra Emil tók þá ákvörðun að verða við óskum hundruða einstaklinga um að gerast prestur nýs safnaðar, Óháða safnaðarins í Reykjavík. Þar var mikið verka að vinna f orðsins fyllstu merkingu og ábyrgð hins unga prests mikil. Vinnan sem í kjölfar þess fylgdi var oft með ólíkindum, en áhuginn einlægur og dugnaðurinn og þrek- ið eins og best var á kosið. Enda þótt séra Emil hafi strax í upphafi safnaðarstarfsins haft sér við hlið duglegt og fórnfúst fólk, að ógleymdri eiginkonu hans frú Álf- heiði Guðmundsdóttur, sem verið hefur hans sterki bakhjarl alla tíð, dylst engum sem til þekkir, að presturinn sjálfur var sá burðarás sem mest erfiði og vandi hvíldi á. Þar var ekki aðeins um að ræða þá hlið mála sem sneri að trúarlífinu og hinu kirkjulega starfi. Jafn- framt og ekki síður var hann driffjöður í skipulagningu og framkvæmdum við byggingu kirkjunnar og félagsheimilisins, sem átti eftir að rísa á gatnamót- um Stakkahlíðar og Háteigsvegar. Sagt hafa mér kunnugir aðilar, að í þeim efnum hafi hann oft verið „kerra, plógur, hestur," svo vitnað sé til fornra málvenja. Á þessum tímamótum er því einkar ánægjulegt að óska honum og konu hans til hamingju með merkilegt og þróttmikið starf um áratuga skeið að eflingu kirkju- legs starfs, sem frá upphafi hefur mótast af frjálslyndi, umhyggju fyrir samstarfs- og safnaðarfólki, ásamt smekkvísi og dugnaði í verklegum framkvæmdum. Á öll- um þessum sviðum tala verkin sínu máli. Sem fréttamaður á Emil Björnsson óvenju litríkan feril, hjá útvarpi, blöðum og sjónvarpi sem fréttastjóri þess frá upphafi eða um 20 ára skeið. Almennt hygg ég að fólk geri sér ekki grein fyrir, hversu störf fréttamanna geta verið krefjandi, enda naumast við því að búast. Menn skyldu þó gera sér grein fyrir því, hvílíkur reginmunur er á því að geta tjáð sig um allt og alla við kunningja sinn eða í þröngum hópi, í stað þess að hafa það á vitundinni, að allt sem maður seg- ir eða skrifar, eigi að fara fyrir augu og eyru þorra fólks. Og því mikilvægari mál sem fjallað er um og því samviskusamari sem frétt- amaðurinn er, verður þessi munur að sama skapi meiri. Ékki minnk- ar það heldur álagið, að til þess að fréttir séu sem nýjastar og þar af leiðandi áhrifarikastar, verður mjög oft að semja þær í mikilli tímaþröng. Öllu þessu hefur Emil Björnsson kynnst rækilega á löng- um fréttamannaferli. Ég hygg þó, að sá vandi og það erfiði sem hefur fylgt því að vera fyrsti fréttastjóri Sjónvarpsins, sé nokkuð einstæður. Áhrif þessa fjölmiðils, ekki síst fyrstu 10—15 árin, voru þvílík, að gjörbreytt gat lífsviðhorfum og lífshlaupi fjölda fólks. Ásóknin í það að komast í Sjónvarpið og tileinka sér áhrif þess á einn eða annan hátt, voru líka ótrúleg og eru e.t.v. enn. Allir þurftu að koma sínu að og allir telja það sem þeir eru að fást við hið þýðingarmesta. Þegar svo við blasir, að ekki er unnt, hvorki ef efnisástæðum né vegna tíma- skorts, að sinna nema broti af öllu því sem berst að, verður bylgjan einhvers staðar að brotna. Og víst er að margar bylgjur hefur Emil Björnsson orðið að láta brotna á sínum herðum og þurft að segja nei mörgum sinnum oftar en hann hefði viljað. Slík aðstaða er ekki beinlínis til þess fallin að afla sér vinsælda meðal þeirra sem synja þarf. í þessum efnum hefur Emil Björnsson fyrst og fremst verið sjálfum sér samkvæmur og kapp- kostað að láta jafnt yfir alla ganga, þótt hafi fast og óvægilega verið sótt að úr ýmsum áttum. Persónulega hef ég og fjölskylda mín ásamt ýmsum skyldmennum og vinum átt margar og ógleym- anlegar stundir með afmælisbarn- inu og hans myndarlegu konu. í þeim efnum ber hátt margar ferð- ir um óbyggðir og fjarlæg héruð. Þá hefur notið sín vel víðtæk þekking Emils á mönnum og mál- efnum, söng og hljómlist ásamt skáldagáfum, er fá útrás þegar stundarhrifningin er hvað mest. Allt þetta erum við þákklát fyrir um leið og við óskum afmæl- isbarninu og hans fólki allra heilla í bráð og lengd. Sig. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.