Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985 plíínrgiiwMíiííiiíí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgenseri Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 35 kr. eintakiö. Um hvað kusu Svíar? jtdaíriM DDQÉl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Kristján frá Djúpalæk skrif- ar svo: „Kæri Gísli Jónsson! Það var aðeins vegna hvatn- ingar þinnar að ég dirfist enn að stinga niður penna til að ræða áhugamál okkar, vernd íslenskunnar. Mér hefur nefni- lega verið bent vinsamlega á að í síðasta bréfi hafi mér heldur orðið á í messunni er ég ræddi um niðurfall eignarfalls- endinga í samsettum orðum. Ég hafi sett þar heila stétt manna, þuli, á sakabekk í stað þess að benda á þá fáu seku. Þetta er vissulega rétt ábend- ing og bið ég fúslega afsökunar þá sem vammlausir eru í þessu atriði. Nú ber svo vel til að síðan ég reit bréfið hef ég ekki heyrt nokkurn af stéttinni segja svo mikið sem „Sigur- son“ í stað „Sigurðsson"; en hið fyrrnefnda hendir okkur þó vel flest, að ég hygg. Mér var um leið bent á að hér gæti verið um atvinnuróg að ræða. Tók mér þá heldur en ekki að berjast negg í brjósti. Eru þá ekki allir þættir um íslenskt mál einn óslitinn at- vinnurógur? Hvað segja aug- lýsendur, opinberir starfs- menn, fjölmiðlamenn í heild og einstakir hópar eins og íþróttafréttamenn, er einatt fá ókroppaðar hnútur íslensku- fræðinga? Og hvað um alla listgagnrýnina, segjum t.d. bókmenntagagnrýni á jólaver- tíð? Málið er alvarlegra en ég hugði og er vel að athygli skyldi vakin á því. En mér hefur áður orðið svipað á. Ég skrifaði bréf í íslenskuþátt fyrir löngu þar sem ég ásakaði tungumálakenn- ara um að krefja nemendur aðeins um „réttan" skilning á útlenskunni, sem þeir eiga að læra, en hirða aldrei um að þeir settu þennan skilning fram á sæmilega góðri ís- lensku. Umsjónarmaður þátt- arins var sjálfur tungumála- garpur og fékk ég mjög bágt fyrir ásökun mína gegn heilli stétt manna. En allt er þá þrennt er! Prest- ar eru næst foreldrum og kennurum þeir aðilar er móta málfar margra unglinga. Það sem ungur nemur gamall tem- ur; og er því ábyrgð slíkra mikil á málvöndun. Mjög hefur mér þótt sem ungir prestlingar, t.d. þeir sem koma fram á undan barnatíma í sjónvarpi, hafi lagt meiri rækt við nám í Lút- ersfræðum en íslenskri tungu. Var misheyrn hjá mér að einn úr hópnum segði úr ekki ómerkari stól(i) eitthvað í þessa veru: „Jesús Kristur var ekki svo bláeygur á fólk“? Ég vona misheyrn. Annars er kannski fremur hægt að heimfæra villurnar L sambandi við eignarfallsend- ingarnar margnefndu til ein- hvers konar slappleika í fram- burði en hreinnar vankunn- áttu. Dettur mér þá i hug vel undirbyggt bréf til þín frá Sigurjóni Halldórssyni, birt í Morgunblaðinu 7. september, um hvernig þágufallsending- um er sleppt í fjölda orða. Kannski er þar fremur lat- mælgi en vankunnáttu um að kenna? Allt er þetta þó ekkert hjá þeim almennu vandkvæðum, sem sífellt virðast færast í vöxt (einkum meðal „fræðinga" af ýmsu tagi), að orða hugsun sína á rökvísan og skilmerki- legan hátt. Um þetta las ég nýlega eftirfarandi í erindi nokkru: „Óvandað málfar, ruglborin framsetning, rislágt orðaval; allt eru þetta vísbendingar, ekki um persónulega eða tíma- bundna tjáningarörðugleika heldur eymd hugsunarinnar sem að baki býr. Það sem maður getur ekki orðað á skilj- anlegu máli fyrir öðrum, það skilur maður ekki sjálfur." Vissulega nýstárleg kenning. En kannski ekki alveg út í hött? Með vinsemd og virðingu." Bestu þakkir færi ég Krist- jáni frá Djúpalæk fyrir þetta mikla og góða bréf. Lesenda- bréfin eru, eins og ég hef víst margsagt, líf og yndi þáttarins. Hann átti aldrei að verða ein- tal sálarinnar og því síður dómstóll með óskeikulu úr- skurðarvaldi. Allar leiðbein- ingar, öll kennsla í meðferð móðurmálsins er vandasöm, og svo er um gagnrýnina, og þarf ekki að endurtaka orð bréfrit- ara um það. 305. þáttur Þess er dæmi að sælgætisbúð (sjoppa) á íslandi heiti kjóskur. Að þessu er nokkuð langa nót að draga. Kjóskur er tökuorð úr dönsku kiosk, sem nú merkir söluturn, blaðsölu- og síma- klefi. Orð þetta er komið allar götur úr tyrknesku og merkir þar sumarhús, garðhús, „lyst- hús“, eins og Eggert Ólafsson orti um frægt kvæði, Undir blá- um sólarsali, o.s.frv., og var fyrir skömmu til þess vitnað í bréfi til þáttarins. En sem sagt: orð sem í tyrknesku táknaði yndisleg salarkynni í austur- lenskum munaði, er komið til íslands og táknar söluskála eða sjoppu. Latneska orðið helvus merkir fölur, gulgrár, gugginn. Það er víst sömu ættar og íslenska orðið gulur. H í latínu samsvar- ar g í germönskum málum, sbr. einnig homo (=maður), ísl. gumi. Á gamalli ensku var gulur geolu, en það skrifa Englendingar nú yellow. í forn- háþýsku höfðu menn gelo, í nútímaþýsku ummyndað í gelb. Naumast fer milli mála að af sömu rót er orðið gull (<*gulþa), en þetta orð hafa Finnar tekið upp í gerðinni kulta, víst borið fram með g-hljóði í upphafinu og t-ið lint. Oft kann að vera þrautin þyngri að finna íslensk rímorð á móti útlendum. Stundum hjálpar að orðaröð í íslensku er býsna frjáls. Svo langt geng- ur í því efni, að forsetningar verða „eftirsetningar". Um- sjónarmaður rakst á þessa auglýsingu í gamalli Eimreið. Ekki veit hann höfund: Reyktu, tyggðu, taktu nef í tóbakið með sældarþef í, svo að þig ei komi kvef í, en kauptu tóbakið hjá LEVÍ! Og úr því að ég er dottinn í tóbakið, má ég biðja ykkur um að segja mér deili á þessari gagaraljóðavísu: Tóbakið, sem tíðkar þjóð, temprast má það vel með kurt. Það er að vísu gáfan góð, guði sé lof fyrir slíka jurt. MorKunblaöiö/Bjarni Um 130 þátttakendur í ráðstefnu um fiskeldi Vsænskra jafnaðarmanna, undir forystu Olofs Palme forsætisráðherra, var naumur. Flokkurinn tapaði fylgi og rík- isstjórn hans verður háð stuðningi kommúnista. Á liðnu kjörtímabili nægði sósíaldemókrötum hlutleysi kommúnista. Nú verða þeir að tryggja sér stuðning þeirra við einstök mál í sænska þinginu til að að þau nái fram að ganga. Úrslit sveitarstjórnarkosn- inga, sem fram fóru samtímis þingkosningunum, sýna enn frekara tap jafnaðarmanna. Þeir misstu meirihluta sinn í ymsum bæjarstjórnum og sýslunefndum, svo sem í Malmö, Helsingborg, Eslöv og Kristjánsstað. Malmö var eitt sterkasta vígi jafnaðarmanna. Þar glötuðu þeir valdastöðu, sem þeir höfðu haldið í 66 ár. Vinstri vængur sænskra stjórnmála, flokkar jafnað- armanna og kommúnista, hafa minna fylgi og færri þing- menn en áður, bæði hver um sig og samanlagt. Kommún- istaflokkurinn hefur hinsveg- ar styrkt stöðu sína að því leyti, að stjórn Olafs Palme verður háðari honum hér eftir. Borgaraflokkarnir hafa sem heild meira fylgi og fleiri þingmenn en áður. Aukinn stuðningur við þá nægði hinsvegar ekki til að koma á laggir borgaralegri ríkis- stjórn. Atkvæðaskipting milli borgaraflokkanna varð hins- vegar önnur en spár stóðu til. Frjálslyndi þjóðarflokkurinn undir forystu Bengts Wester- berg jók fylgi sitt verulega og er óumdeildur sigurvegari kosninganna. Hægri flokkur- inn, stærsti borgaraflokkur- inn, og Miðflokkurinn töpuð hinsvegar fylgi. Það var eink- um slök niðurstaða hægri flokksins, Móderataflokksins, sem kom á óvart, ekki sízt vegna þess að skoðanakannan- ir bentu til annars. Hægri menn í Noregi, sem fengu fylgi til stjórnarmynd- unar fyrir fjórum árum, héldu velli í kosningum sem fram fóru skömmu fyrir sænsku kosningarnar. Skoðanakann- anir, fyrir kosningar, sýndu vinstri og hægri fylkingar í Noregi svipaðar að stærð. Ýmsir spáðu norskum vinstri mönnum sigri, en þær spár gengu ekki eftir. Norsku og sænsku kosn- ingarnar, aðdragandi þeirra og úrslit, eru verðugt íhugun- arefni fyrir forystumenn ís- lenzkra stjórnmálaflokka. Þar var að hluta til tekizt á um hliðstæð ágreiningsefni og hér á landi, þó að kringumstæður séu ekki alfarið sambærilegar. Þar eins og hér var m.a. tekizt á um, hve langt eigi að ganga í ríkisforsjá yfir þegnunum; hvað ríkisumsvif og skatt- heimta eigi að vera mikil, t.d. sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu eða þjóðartekjum. Ekki mun alvarlegur ágreiningur um það hér á landi að almenn velferð, hvort heldur mæld er á mælikvaða efnahags (afkomu), mannrétt- inda (frelsis til menntunar og mótunar eigin lífsstíls), fram- taks í atvinnulífi eða félags- legs öryggis rís hvergi hærra en í V-Evrópu og N-Ámeríku. Norðurlönd hafa lengi verið framarlega í þessum efnum. Hinsvegar hefur sú gagnrýni farið vaxandi að þau hafi þeg- ar gengið of langt í skatt- heimtu og opinberri miðstýr- ingu á lífsmáta fólks. Hægri flokkar og frjálslynd- ir benda gjarnan á þá stað- reynd að lífskjör, mæld á mælikvarða þjóðarframleiðslu á hvern vinnandi einstakling, séu áberandi bezt í þeim ríkj- um, sem búi að sem mestu frjálsræði í atvinnu- og efna- hagsmálum. Verðmætasköpun sé margföld í ríkjum mark- aðsbúskapar miðað við ríki sósíalismans í A-Evrópu. Þeg- ar alls er gætt sé kostnaðarleg undirstaða afkomu fólks, al- mennra kjara, hvort heldur einkaneyzla eða samneyzla á í hlut, sótt til þeirra verðmæta sem verða til í þjóðarbúskapn- um. Þetta gildi jafnt um svo- kallaða félagslega þjónustu sem aðra lífskjaraþætti. Vinstri flokkar túlka þessi viðhorf, ranglega, í þá veru, að þau séu aðför að almennri vel- ferð. Þvert á móti eru þau stuðningur við kostnaðarlega undirstöðu velferðar og fram- fara. Sósíalismi í framkvæmd hefur hvarvetna leitt til lakari almennra kjara og skerðingar persónulegra réttinda fólks. Eins og nú horfir í íslenzk- um þjóðarbúskap er nauðsyn- legt að hafa hemil á vexti ríkisbúskaparins. Hann má ekki þrengja um of að rekstr- arformum, sem duga þjóðar- búskapnum bezt. Ríkið á ekki að annast rekstur þar sem framtak einstaklinga og eðli- leg samkeppni eru til staðar. Setja verður skattheimtu „þak“ eða mörk í hlutfalli af þjóðartekjum. Þetta á að gera, og er hægt að gera, án þess að veikja félagslegt öryggi eða nauðsynlega aðstoð við þá, sem ver standa að vígi í lífs- baráttunni. Meginmálið er að styrkja hina kostnaðarlegu undirstöðu velferðar í landinu, atvinnuvegina, þ.e. auka hag- vöxt og þjóðartekjur. Til hliðar við íslensku fiskeldis- sýninguna í Laugardalshöll heldur Veiðimálastofnun ráðstefnu um fiskeldi í Norræna húsinu. Ráð- stefnan var sett á fimmtudag af Jóni Helgasyni landbúnaðarráð- herra. Sextán menn flytja erindi á ráðstefnunni, þar af níu erlendir, og eru það bæði vísinda- og fisk- eídismenn. Um 130 manns sitja ráðstefnuna sem lýkur í dag. Myndin var tekin við setninguna í gærmorgun. Jón Helgason land- búnaðarráðherra er í ræðustóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.