Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1985 Stjórn Pólýfónkórsins: Svar stjórnar S.I. barst 2. október „VEGNA umfjöllunar Morgunblaðsins í gær og dag um sam- skipti Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar íslands, óskar stjórn Pólýfónkórsins að eftirfarandi birtist: Sæljónið að veiðum í Fáskrúðsfirði. Á innfelldu myndinni er Yngvi Rafn, skipstjóri á Guðmundi Kristni sem fékk fyrstu sfldina þar á vertíðinni á mánudag. Sfldarvertíðin: Guðmundur Kristinn SU kominn með 140 lestir — Fékk 30 lestir við bryggjuna á Fáskrúðsfirði NÓTABÁTURINN Guðmundur Kristinn SU frá Fáskrúðsfirði var á þriðjudag kominn með um 140 lestir af sfld, sem hann fékk að mestu rétt utan við bryggjurnar á staðnum. Aflann hefur hann lagt upp hjá Pólar- sfld og þar voru saltaðar um 1.200 tunnur í g»r. Sfldin er bæði stór og falleg og fór um helmingur hennar í efsta stærðarfiokk og fyrsta gæða- flokk. Ingvi Rafn, skipstjóri á Guð- mundi Kristni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri sann- kölluð demantssíld. Hann hefði fengið 67 tonn á mánudag og á þriöjudag hefði hann fengið 30 tonn 50 til 100 metra frá bryggjun- um og síðan meira utar. Hann sagði síldina dreifða og fremur erfitt að eiga við hana eins og oftast nær svona snemma hausts. Það væri því mikið til heppni að fá góð köst, þetta væri spurningin um að vera á réttum stað á réttum tíma, en síldin gæfi sig helzt til í ljósaskiptunum. Þá gat hann þess, að sér virtust nýjar reglur um meðferð síldarinnar um borð góðra gjalda verðar og hann tryði ekki öðru en sjómenn færu eftir þeim. Síldin væri veidd til manneldis og miðað við það yrði að meðhöndla hana. Auk þess skilaði kæling og hæfilegt þykkt í stíjum betra hrá- efni og hærra verði til áhafnar og útgerðar. Síldin, sem þeir hefðu komið með inn hefði til dæmis aðeins verið um 0 gráðu heit. Einar Gíslason, yfirmatsmaður á Fáskrúðsfirði, sagði síldina skín- andi fallega og hefði hún öll sem komið væri farið í fyrsta gæða- flokk og um það bil til helminga í 1. og 2. stærðarflokk. Þetta væri stærri síld en yfirleitt hefði fengizt í fyrra og væri það góðs viti. Bergur Hallgrímsson, eigandi Pólarsíldar og Guðmundar Krist- ins SU, sagði í samtali við Morgun- blaðið á þriðjudag, að þó báturinn væri þegar kominn með um 140 tonn gerði það ekki svo mikið til því hann væri með tvöfaldan kvóta, hefði fengið viðbót fyrir botnfisk. Þetta færi annars hægt af stað þó saltaðar yrði um 1.200 tunnur fyrir kvöldið. Þrír bátar á hans vegum yrðu komnir á veið- arnar eftir helgi og þá kæmi gang- ur í þetta. Aðspurður um síldar- verðið sagði Bergur að hann hefði búizt við þessu. Menn hefðu verið búnir að spenna upp verðið með yfirgreiðslum og kvótakaupum, en það gætu ekki aðrir en þeir, sem ekki þyrftu að hætta eigin fjár- magni við að ásælast síldina, sem þeir segðu svo of dýra. Örn Snorrason, fyrrverandi kenn- ari og rithöfundur, lést þriðjudaginn 1. október síóastliðinn. Örn var lengst af kennari við barnaskóla Akureyrar, en lagði jafnframt stund á ritstörf. Örn fæddist 31. janúar 1912 á Dalvík og lauk kennaraprófi 1936 og hóf sama ár störf við kennslu við barnaskólann á Akureyri, þar sem hann kenndi til 1960. Næstu Stjórnandi Pólýfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson, ræddi við framkvæmdastjóra SÍ í febrúar sl. um samstarf að flutningi Carmina Burana. Var sú ósk ítrekuð á næstu vikum og mánuðum við fram- kvæmdastjóra og tvo stjórnar- menn SÍ. í byrjun ágúst var þetta ítrekað við stjórnarfor- manninn Hákon Sigurgríms- son, sem óskaði eftir bréfi um málið, sem sent var hinn 11. ágúst. Ekkert svar barst frá stjórn SÍ fyrr en í dag, 2. október 1985, þar sem skýrt er frá, að erindinu hafi verið synjað á stjórnarfundi 23. ágúst sl. og samið við aðra aðila um flutninginn. Jafn- framt er beðizt afsökunar á að tilkynning um þessi mála- lok hafi fallið niður. Staðhæfing formannsins í Morgunblaðinu í dag svohljóð- andi: „Það er okkar mat að kór íslensku óperunnar sé kór, sem fjögur ár var örn við kennslu við Gagnfræðaskóla Akureyrar, en 1964 til 1968 stundaði hann kennslu við Barnaskóla að nýju. Eftir örn liggja tíu bækur, en auk þess þýddi hann fjölmargar erlendar skáldsögur. Eiginkona Arnar var Ragnheið- ur Hjaltadóttir, en hún lést 1963. Börn þeirra hjóna voru tvö, Hjalti og Guðrún. sé mun forvitnilegra að hlusta á, þegar um ræðir viðfangsefni eins og Carmina Burana," er út af fyrir sig athyglisverð, en getur varla talist algildur sannleikur, þar eð enginn samanburður liggur fyrir. Hann segir ennfremur: „Við höfum eingöngu samið um flutning á þessu eina verki." Hefur hann gleymt því, að samið var við kór íslensku óperunnar um tvenna tónleika, eða á sá kór ekki að flytja Sálumessu Verdis þann 10. þ.m. með Garðar Cortes í ten- órhlutverkinu, þrátt fyrir að vitað var um áhuga Pólýfón- kórsins með þátttöku Krist- jáns Jóhannssonar og vaiinna ítalskra einsöngvara á flutn- ingi á árinu 1986? Fyrst mál þetta er orðið að umfjöllunaratriði í fjölmiðlum telur stjórn Pólýfónkórsins rétt að þetta komi fram, þar eð það skýrir gang málsins.“ Örn Snorrason • • Orn Snorrason fyrr- verandi kennari látinn Jóhannes Nordal, seðlabankastjórí: „Ekki hægt hjá hægfara — „Haldist bandaríkjadollar veikur“ „ÉG tel að best væri að geta haldið genginu óbreyttu til áramóta. Haldist bandaríkjadollar hins vegar áfram veikur verður vafalaust ekki hægt að komast hjá hægfara sigi á íslensku krónunni miðað við meðaltal annarra mynta. En meginatriðið er að því sé haldið innan sem þrengstra marka og stökkbreyting á genginu tel ég alls ekki koma til greina við núverandi aðstæður", sagði Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri f samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær , þegar hann var spurður að því hvort fyrirhugað væri að lækka gengi íslensku krónunn- ar vegna þróunar í gengismálum að undanfi>rnu. að komast gengissigi“ Rætt var við Jóhannes um áhrif þróunar á gjaldeyrismörk- uðunum á efnahagslíf íslend- inga. Hann sagði: „Það fer ekki á milli mála að lækkun dollarans að undanförnu og frá þvi í vor hefur valdið okkur ýmsum erfið- leikum eins og von er. Banda- ríkjadollar er okkur mjög mikil- vægur f utanríkisversluninni. Við höfum mikinn afgang í viðskipt- um okkar við Bandaríkin og verjum honum til að kaupa vörur frá öðrum löndum. Þess vegna veldur lækkun dollarans því að við fáum minni varning fyrir dollarana sem við fáum fyrir útflutninginn; með öðrum orð- um: lífskjörin versna. Sem dæmi um hvað þetta er orðið mikið get ég nefnt að gengi bandaríkjadollars hefur lækkað um hátt í 20% frá áramótum gagnvart flestum aðalmyntun- um, þýska markinu, sterlings- pundinu og japanska yeninu. Bara síðustu tíu dagana hefur bandaríkjadollar lækkað gagn- vart þessum myntum um nálægt 10% að jafnaði. Jafnframt því sem viðskiptakjörin í heiid versna um þetta hefur þessi breyting í för með sér sérstaka erfiðleika hjá þeim atvinnu- greinum sem selja í dollurum og ber frystiiðnaðinn þar hæst. Af þessum ástæðum virðist erfitt að komast hjá því að taka tillit til þessa í mörkun gengis- stefnunnar. Hins vegar er það stefna Seðlabanka Islands að halda fast f þá aðhaldsstefnu í gengismálum sem mörkuð var i upphafi ársins og verið hefur eitt að meginatriðunum í stefnu rík- isstjórnarinnar frá því vorið 1983. Slfk aðhaldsstefna er mikil- væg og til þess að skapa traust í efnahagsmálum almennt og veita aðilum vinnumarkaðarins og atvinnulífinu aðhald í verð- lags- og launamálum. I þessu sambandi er rétt að rifja upp að í upphafi ársins var stefnt að þvf að meðalgengi breyttist ekki nema um 5% á árinu. Eftir að launasamning- arnir voru gerðir í júnímánuði þótti óhjákvæmilegt að slaka nokkuð á í þessu efni og síðan hefur meðalgengið sigið um ná- lægt 5% til viðbótar þeim 5% sem upphaflega var gert ráð fyrir. En jafnframt verður að hafa í huga að launasamningarn- ir voru byggðir á þeim forsendum að ekki yrði slakað á þessari stefnu og reynt verði að ná því jafnvægi í launamálunum sem eingöngu næst með aðhaldssamri gengisstefnu. Það er því meðal annars af þessari ástæðu mjög mikilvægt að lækkun dollarans hafi í för með sér sem allra minnsta breyt- ingu á gengisstefnunni þannig að hún eigi ekki þátt í því að raska þeim forsendum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um við gerð síðustu samn- inga. Engu að síður er hætt við því að enn frekari lækkun dollar- ans gerði það óhjákvæmilegt að slaka örlítið til í þessu efni, en þar tel ég mikilvægast að leggja áherslu á að slík aðlögun verði sem hægust og eins skammt sé gengið og mögulegt er.“ -Hvað getur þú sagt um þróun peningamálanna að öðru leyti? „Það verður ætið að hafa það í huga að gengisstefnan er aðeins einn þáttur f heildarstefnunni f gengismálunum og hún verður þvf að taka tillit til aðstæðna á öðrum sviðum. Sem betur fer hefur þróunin verið að ýmsu leyti hagstæðari í gjaldeyris- og pen- ingamálunum en oft áður. Dregið hefur úr aukningu innflutnings en útflutningstekjurnar hafa farið vaxandi og margt bendir því til þess að viðskiptajöfnuður- inn á árinu geti orðið hagstæðari en spáð hefur verið. Mikilvægasti þátturinn í þessum bata er tvf- mælalaust betra jafnvægi á milli út- og innlána bankanna og meiri sparifjáraukning sem rekja má til jákvæðra raunvaxta og meiri samkeppni á lánsfjármarkaðn- um. Á hinn bóginn hefur staða ríkissjóðs farið mjög versnandi siðustu mánuðina og eru þar alvarlegar blikur á lofti ef ekki tekst fljótlega að gera ráðstafan- ir til þess að bæta stöðu ríkis- sjóðs og tryggja hallalausan rekstur ríkisbúskaparins. Ég tel að þetta verkefni verði að sitja fyrir öðrum og að tilslökun í gengismálum, til dæmis vegna erfiðleika f sjávarútvegi, myndi aðeins gera illt verra, ef ekki væri jafnframt tryggt jafnvægi í ríkisbúskapnum og peninga- málunum. “ Nánar aðspurður um áhrif lækkunar dollarans sagöi J6- hannes Nordal að skammtíma- fall hans hefði í för með sér að viðskiptakjörin versnuðu um sem svarar 3%, en búast megi við að hluti af þeim áhrifum gangi aft- ur til baka þegar markaðirnir jafna sig, ef dollarinn verður áfram veikur. Hann sagði að þetta samsvaraði 1-1'A rýrnunar þjóðartekna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.