Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 l<xtt'o.r\(X bora. 'mn-fyrir dyrnar," HÖGNI HREKKVÍSI „ HWEf?NIG V/Eisru ADÉG VAAJN í GETt&dHUNUM ?!" Um bændur og afleys- ingaþjónustu þeirra Frú bóndi, Ströndum, skrifar: Háttvirti Velvakandi. Ég vil koma þessum línum á prent fyrir almenning allan, um þvert og endilangt ísland svo fólk sem ekkert þekkir til afleysinga- þjónustu bænda geti kynnst þeim og hvernig þeim er ætlað að virka í þjóðfélaginu. Lög og reglugerð um afleysinga- þjónustu bænda voru samþykkt samhljóða á Alþingi eftir að Kristján heitinn Eldjárn forseti íslands lagði fram þá ósk að hlaup- ið yrði undir bagga með íslensku bændafólki. Skyldi Búnaðarfélag íslands sjá um að útvega aðstoðar- fólk til að taka við búum þeirra bænda sem hafa slasast, orðið veikir, þurft að leita læknis eða sérfræðinga. Einnig er þessi þjón- usta veitt þeim sem þurfa að dvelja um lengri eða skemmri tíma utan heimilis I sjúkrahúsi. Ég vil þakka Steingrími Her- mannssyni fyrir stuðning við þessi lög sem komu til framkvæmda 11. október árið 1979. Ekki var van- þörf á að eitthvað gerðist í málum okkar bænda, til hins betra. En ýmislegt mætti betur fara í þessum lögum og reyndar eru víða í þeim stórar gloppur. Þó má ekki gleyma þvi sem hefur verið gert því að í þessu sambandi er allt betra en ekkert. En vegna þessara vankanta skora ég á okkar ágæta forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, að endurskoða lögin um afleys- ingaþjónustuna hið fyrsta. Þeir sem taka við búum meðan bændur eru fjarverandi fá greitt fyrir átta tíma vinnu dag hvern og ekki einni stund lengur. Það er engu líkara en hætta skuli slætti eða láta ærnar sjá um sig sjálfar yfir sauðburð ef ræfils bóndinn liggur slasaður á sjúkrahúsi eða er veikur. Ef við reiknum út kaup hjálpar- manns fyrir 24 daga þá kemur í ljós að fyrir starfann fær hann 20.980 krónur að viðbættu orlofi sem er 2.134 krónur. Dregnar eru frá 839 krónur í lífeyrissjóð og samtals eru launin þá 22.275 krón- ur. Hver sér svo um að borga brús- ann, annar en lasburða bóndinn? Þeir vaða ekki rakleiðis á viðkom- andi hrepp og láta hann hjálpa sér eins og ýmsir aðrir þjóðfélags- hópar myndu eflaust gera stæðu þeir í sömu sporum. Það hefur jafnvel heyrst að nokkrir bændur hafi staðið upp eignalausir þegar þeir gátu loks — heilsunnar vegna — tekið við búum sínum á nýjan leik. Það er furðuleg pólitík sem felst í þessari reglugerð og ljóst að eitt- hvað verður að gera til að leysa þennan vanda. Það hefur verið þjarmað ótæpilega að bændum um langa hríð og mannréttindamál að þeir geti rólegir jafnað sig eftir líkamleg áföll eða slys án þess að þurfa að óttast verulegan eigria- missi. Oft vill verða þröngt í strætisvögnunum og ekki fá allir sæti. A5 standa upp í strætó Kæri Velvakandi. Ég ferðast oft með strætisvögn- um sem ganga í Breiðholtið og hef gert það um árabil. Ég hef tekið eftir breytingu frá því sem áður var, því þá sýndi fólk hvert öðru tillitssemi. Nú er ef til vill hálfur vagninn setinn af börnum sem einungis greiða hálft fargjald, og sitja þau sem fastast þó engin sæti séu laus fyrir þá sem eldri eru. Þetta á einnig við þó börnin séu 1 fylgd með fullorðnum. Ungir foreldrar virðast ekkert sjá athugavert við þetta því hvorki láta þau bðrnin standa upp og venja þau þar með á tillitssemi, eða taka þau upp í kjöltuna þó það sé leikur einn. Þetta er mjög leiðinlegt afspurn- ar því yfirleitt eru Breiðholtsbörn sérlega prúð og vil ég meina að þetta sé beinlínis foreldrunum að kenna. Ég þekki ekki hvernig ástandið er á öðrum strætisvagnaleiðum en ef þetta er einnig raunin annars staðar þá ættu foreldrar að taka höndum saman og kenna börnum sínum góða umgengni. Með vinsemd, ellilífeyrisþegi. Þessir hringdu . . . Móðgun við mat- argerðarmenn Hófsamur Kópavogsbúi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég skil ekki nýjasta Hafnar- fjarðarbrandarann. Bæjarstjórn getur ekki hugsað sér að borða dýrindis mat á veitingahúsum bæjarins án þess að renna niður með honum eitruðum miði. Mér finndist gegna öðru máli ef um eiturbras væri að ræða. Er þessi afstaða bæjarstjórnar- innar ekki móðgun við matar- gerðarmenn. Magica hefur fengist í SS í Glæsibæ Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Ég hringi nú ekki út af ómerki- legn hlut en ryðblettunum og hvernig best sé aö ná þeim úr. Eftir langa leit fann ég þetta efni sem beðið var um í sláturfé- laginu í Glæsibæ og þetta efni, Magica, hefur fengist nér á landi lengi. Þá veit ég til að þetta fékkst í Málning og járnvörur í gamla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.