Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 7 Morgunblaðið/ Júlíus Björn Jóhannsson, ritstjórí íslenzka kaflans, Hafsteinn Guðmundsson, út- gefandi, og Gísli Ólafsson, ritstjóri. Stórviðburðir ársins í máli og myndum: „Árið“ í 20. sinn — 19 ára afmæli íslenska sérkaflans ANNÁLSBÓKIN „Árid 1984 - Stórviðburöir í myndum og máli“ er komin út. Þetta er í 20. sinn, sem árbókin kemur út hér á landi og í 19. sinn, sem hún kemur með íslenskum sérkafla. Morgunblaðið/ Júlíus ólafur K. Magnússon og Guðjón Einarsson, Ijósmyndarar hafa lagt til myndir í íslenzka kaflann frá upphafl. Það var árið 1965, sem bókaút- gáfan Þjóðsaga réðst í að gefa út alþjóðlegan fréttaannál í myndum og máli í samvinnu við erlent for- lag, sem hafði gefið út slíkt verk í nokkur ár. Verkið varð brátt að fjölþjóðaútgáfu og hefur nú í nokk- ur ár komið út á níu tungumálum. Á blaðamannafundi í gær sagði Hafsteinn Guðmundsson, forstjóri Þjóðsögu, að íslensku útgáfunni hafi þegar verið mjög vel tekið og hafi það gert fyrirtækinu kleift að hrinda í framkvæmd þeirri hug- mynd, að bæta við íslenskum sér- kafla, þar sem markverðir atburðir úr íslensku þjóðlífi voru raktir í myndum og máli. Útgáfur í öðrum löndum hafi síðar tekið upp þessa hugmynd. 1 bókinni eru myndir og stuttar frásagnir af því helsta, sem gerðist á árinu 1984. Því er raðað niður í tímaröð en að auki eru í sérstökum greinum tekin fyrir ýmis sérsvið mannlífs og menningar, svo sem vísindi, tækni, efnahagsmál, al- þjóðamál, læknisfræði, listir, tíska, íþróttir og fleira. Lausleg saman- tekt á efni þeirra 19 binda, sem áður hafa komið út, hefur leitt í ljós að heildarblaðsíðufjöldi þeirra er 6.574. Myndirnar eru samtals 9.740, þar af 3.070 litmyndir. íslensku kaflarnir eru samtals 580 blaðsíður með alls 1.405 myndum, þar af 167 litmyndum. í ár er íslenski kaflinn með 72 myndum, þar af 11 lit- myndum. Ritstjóri árbókarinnar á íslandi er Gísli Ólafsson. Ritstjóri íslenska kaflans er Björn Jóhanns- son, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðs- ins, og hönnuður hans Hafsteinn Guðmundsson. Kaupendur árbókarinnar eru lið- lega 3.000 árlega. Verð til áskrif- enda, sem geta borgað bókina með allt að fjórum afborgunum, er kr. 2.125 með söluskatti en stað- greiðsluverð er kr. 1.912. Aðalfundur kjördæmis- ráðs Sjálfstæðis- flokksins AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins verður haldinn á Fáskrúðsfirði fostudag og laugar- dag, 4. og 5. október og hefst hann kl. 20.00 annað kvöld f verkalýðs- húsinu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, mætir á fundinn. í kvöld, fimmtudag, verður fund- ur á Neskaupstað þar sem Þor- steinn Pálsson og alþingismennirn- ir Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson verða til viðtals. Á morgun, föstudag, kl. 17.00 verða þeir til viðtals á Fáskrúðsfirði í verkalýðs- húsinu. Laugardaginn, 4. október, verður fundur haldinn á Reyðarfirði með þeim Sverri og Agli og hefst hann í félagsheimilinu kl. 15.00. Á sunnu- dag verða síðan tveir fundir haldnir með alþingismönnunum. Fyrri fundurinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst hann kl. 16.00 og um kvöldið verður fundur með þeim á Eskifirði kl. 20.30 i Valhöll. u \u ISI r n IL E I0 Dl il l 3 LÍTIL, KRAFTMIKIL OG FULLKOMIN Systeml5fráTechnics leynir heldur betur á sér og sannar máltækiö góðkunna: Margur er knár þótt hann sé smár. Fullkomin tölvustýrö hljómtækjasamstæða sem inniheldur: Plötuspilara meö hinu fullkomna 4TP pick-up kerfi, 40 watta magnara, útvarp meö FM-steríó, LB, MB. Kassettutæki meö Dolby. Tveir 60 watta hátalarar sjá svo um að koma hljómnum til skila. Já, kynnið ykkurSystem 15 fráTechnics. Cæöin koma á óvart. Og þaö sem meira er, hún kemst allsstaðar fyrir. VERÐ 34.950,- HAUSTTILBOÐ 23.650.- HAUSTTILBOÐ NR. 3 STENDUR TIL 10. OKTÓBER WJAPIS BRAUTRHOLT 2. SÍMI: 27133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.