Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 56
\/íd framköllum stórar og vandaðar litmyndir á mettfma FRAMKÖLLUN — STUNDINNI AUSTURSTRÆTl 22 - S 621350 TIL DAGUEGRA NOTA FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Morgunblaðið/ Frjðþjófur Eldsprengju varpað á Al- þingishúsið ELDSPRENGJU var varpað á Alþingishúsið um níuleytið í gærkvöldi. Sprengjunni var varpað á glugga á austurgafli hússins, þar sem er þingflokksherbergi Framsóknarmanna. Rúða brotnaði og mikill eldur gaus upp með hliðinni. Maður um þrítugt var hand- tekinn skömmu eftir atburðinn, en hann hafði ekki verið yfir- heyrður þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Rannsóknarlög- regla ríkisins rannsakar atburð- inn, en enginn var í herberginu þegar sprengjunni var varpað. Enginn þingmaður var í húsinu. „Það var engu líkara en Al- þingishúsið stæði í ljósum logum. Sprengjumaðurinn hljóp síðan inn á Kirkjutorg og ég öskraði: Stöðvið manninn - stöðvið mann- inn. Bifreiðaeftirlitsmenn stöðv- uðu för hans við Dómkirkjuna. Hann reyndi að villa á sér heim- ildir með því að láta sem annar hefði verið að verki, en skömmu síðar kom lögreglan á vettvang og handtók manninn," sagði Kristinn Bjarnason, sem ásamt syni sínum Guðmundi Kristins- syni og John Haraldi varð vitni að sprengjutilræðinu. „I fyrstu veittum við manninum ekki sérstaka athygli þar sem hann stóð við Alþingishúsið með tösku. En skyndilega tók hann eitthvað upp og kastaði því. Sprengjan skall við gluggapóst og eldurinn gaus upp með hlið húss- ins upp að gluggum á 2. hæð. Rúðan brotnaði, en lítillega. Það hefur áreiðanlega komið í veg fyrir stórtjón að sprengjan skall við gluggapóstinn. Hefði hann hitt rúðuna miðja og hún möl- brotnað, er hætt við að eldur hefði komist í gluggatjöld og húsmuni innandyra," sögðu þeir Kristinn, Guðmundur og John. MorgunblaðiS/ Árni Sœberg „Stöðvið manninn — stöðvið manninn," hrópaði Kristinn Bjarnason, lengst til hægri, en hann varð vitni að atburðinum ásamt syni sínum Guðmundi og John Haraldi. Á stóru myndinni sést húsvörðurinn skoða skemmdir. Sprengjan lenti við gluggapóst, sem vafalítið hefur komið í veg fyrir að rúðan mölbrotnaði og sprengjan hafnaði innandyra með ófyrirséðum afleiðingum. Milljóna- verðmætum hent í sláturhúsum Forráðamenn margra sláturhúsa henda görnunum úr sláturfénu, en Steinþór Skúlason framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands sagði í samtali við Morgunblaðið, að SS vildi kaupa garnir frá öðrum slátur- húsum en lítill áhugi væri fyrir því af þeirra hálfu. Steinþór sagði að þeir hjá SS vildu frekar nota garnir til pylsu- gerðarinnar, þó að það kostaði meira en að nota ónáttúruleg efni, því með því móti yrðu pylsurnar mun betri vara. Erlendis væru slík- ar pylsur til dæmis seldar á mun hærra verði en aðrar. Hann sagði að SS fengi 120 þúsund garnir úr eigin sláturhúsum, en þyrfti garnir úr 60-100 þúsund lömbum í viðbót. Þeir hefðu gert verulegt átak til að fá keyptar garnir frá öðrum sláturhúsum í sumar og hefði það borið nokkurn árangur en þó eng- an veginn nógu mikinn. Slátur- húsin bæru því við að þau hefðu ekki mannskap til að halda görnun- um til haga og vildu frekar henda þeim. SS borgar 15,70 kr. fyrir hverja görn, frysta og komna til þeirra, en leggja umbúðirnar til. Fyrir þær 60-100 þúsund garnir sem þeir vilja kaupa frá öðrum sláturhúsum myndu þeir því greiða 1-1,5 milljón kr. Steinþór sagði að fleira félli til í sláturtíðinni sem SS nýtti til fulls og væri tilbúið að kaupa frá stöðum sem því hentu. Nefndi hann vambir sem dæmi. SS þyrfti að kaupa 20-40 þúsund vambir frá öðrum í slátur- framleiðslu sína og væri tilbúið að greiða 10,20 kr. fyrir hverja vömb ásamt keppi. Þar væri samtals um 200-400 þúsund kr. að ræða en erfiðlega gengi að fá þetta keypt og sagði hann að SS hefði þurft að draga verulega úr sláturfram- leiðslu sinni í haust af þeim sökum. Seðlabankastjóri tel- ur þörf á gengissigi Viðskiptaráðherra segir gengisfellingu ekki koma til greina ir- JÓHANNES Nordal seðlabanka- stjóri telur að ekki verði komist hjá gengissigi íslensku krónunnar, ef bandaríkjadollar hækkar ekki aftur í verði. Hann lagði þó áherslu á að gengisbreytingunni yrði haldið innan sem þrengstra marka. Sverrir Hermannsson, sem gegnir störfum Evrópukeppni bikarhafa: Fram í aðra umferð með samanlagt 3:2 FRAMARAR komust í gærkvöldi í aðra umferð Evrópukeppni bikar- hafa í knattspyrnu. Þeir töpuðu síðari leik sínum við norður-írska liðið Glentoran á útivelli 0:1 en unnu fyrri leikinn á Laugardals- velli 3:1. Tvö önnur íslensk lið voru í eldlínunni á Evrópumótunum í gærkvöldi. Valsmenn töpuðu 0:3 í Frakklandi fyrir Nantes í UEFA-keppninni og Akurnes- ingar töpuðu 1:4 fyrir Aberdeen í Skotlandi í keppni meistaraliða. Hvorugu liðinu tókst því að komast áfram. Sji nánar um Evrópukeppnina i bls. 52,54 og 55. viðskiptaráðherra í fjarveru Matth- íasar A. Mathiesen, sagði í gær að ríkisstjórnin væri ákveðin í því að halda óbreyttu gengi og kæmi ekki til greina að fella það. Jóhannes Nordal sagði að fail dollarans hefði í för með sér að viðskiptakjörin versnuðu um sem svarar 3%, sem samsvaraði 11%% rýrnunar þjóðartekna. Jafnframt hefði þessi þróun í för með sér sérstaka erfiðleika hjá þeim atvinnugreinum sem selja afurðir sínar í dollurum og bæri frystiiðnaðinn þar hæst. Hann sagði þó að tilslökun í gengismál- unum, til dæmis vegna erfiðleika í sjávarútvegi, myndi aðeins gera illt verra, ef ekki væri jafnframt tryggt jafnvægi í ríkisbúskapn- um og peningamálunum. Sjá á bls. 4, „Ekki hægt að komast hjá hægfara gengissigi“, samtal við Jóhannes Nordal. í SÍLD Söltun er hafin á Austfjörðum. Þessa mynd tók fréttaritari Morgun- blaðsins á Fáskrúðsfirði, Albert Kemp, í gær. Sjá bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.