Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 31 Gunnar Magnússon, Iðnsveinafélagi Fljótsdalshéraðs, Gfsli Sigurðsson, Hornafírði, Jón Guðmundsson, Seyðisfírði og Ólafur Sigurðsson, Egilsstöðum, ræða öryggismálin á vinnustöðum sínum. Um 40 manns víða að af Austurlandi sátu ráðstefnuna. Alltof algengt að vinnuvernd- arlögin séu virt að vettugi staldrað við á ráðstefnu Alþýðusambands Austurlands um vinnuvernd Egilsstöðum, 28. september. ÞAÐ KOM fram í almennum umræðum á ráðstefnu Alþýðusambands Austur- lands um vinnuvernd er lauk að Iðavöllum í dag að alltof algengt er að vinnuverndarlögin séu virt að vettugi ekki síst af starfsmönnum sjálfum — einkum hvað tekur til hvfldartíma og ákveðinna þátta öryggismála. Skv. könnun sem gerð var í ágúst síðastliðnum meðal starfsmanna 33 fyrirtækja á Austurlandi kemur í Ijós að stór hluti starfsmanna notar t.d. ekki eyrna- hlífar, andlitshlífar, hlífðarhjálma eða aðrar persónuhlífar að staðaldri þótt þær séu fyrir hendi í fyrirtækjunum. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar telja aðspurðir starfs- menn fyrirtækjanna hávaðavörn- um helst ábótavant á sínum vinnu- stað auk aðstöðu til fataskipta — en lýsing, þrifnaður og mötuneyt- isaðstaða eru þættir, sem starfs- mennirnir telja í hvað bestu horfi á vinnustöðum sínum. Þá kom fram í könnuninni að á mörgum vinnustöðum er ekki öryggistrún- aðarmaður né öryggisvörður eins og lög gera ráð fyrir. „Það má segja að það sé að miklu leyti persónulegur stíll yfirmanna og starfsmanna á hverjum vinnu- stað sem ræður því hvernig að- búnaði og öryggismálum er þar háttað," sagði Hrafnkell A. Jóns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði og einn þátt- takandenna á ráðstefnunni er tíð- indamaður Morgunblaðsins innti hann álits á niðurstöðum könnun- arinnar. „Ég lít á þessa ráðstefnu sem ákveðna tilraun til þess að farið sé eftir lögunum um vinnu- vernd — en framkvæmd laganna hefur því miður verið verulega ábótavant, fyrst og fremst vegna þess að ríkisvaldið hefur ekki tryggt það fjármagn til fram- kvæmdarinnar sem til þarf. Það er t.d. ofraun einum manni að hafa eftirlit með öllum búvélum og öllum vinnustöðum á Austur- landi, gera tillögur til úrbóta og fylgja tillögunum eftir. Einn vinnueftirlitsmaður kemst hrein- lega ekki yfir þetta. Og svo þurfa starfsmennirnir sjálfir að vera miklu virkari og áhugasamir um ástand vinnustaðar síns og örygg- ismálin þar,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. Ólafur Sigurðsson, starfsmaður Prjónastofunnar Dyngju á Egils- stöðum, kvaðst mjög ánægður með þessa ráðstefnu og nauðsyn bæri til að hans dómi að efna til slíkra ráðstefna með vissu millibili til að vekja fólk til vitundar um ör- yggismál og ástand vinnustaðar síns með sérstöku tilliti til hlut- verka öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. „Það er staðreyndin að öryggistrúnaðarmenn gera sér oft á tíðum ekki nægilega grein fyrir hlutverki sínu,“ sagði Ólafur Sigurðsson, „þess vegna er fræðsla nauðsynleg en hún þarf að ná til sem flestra starfsmanna, enda eru árvökul augu starfsmannanna sjálfra besta tryggingin fyrir virku eftirliti með öryggismálum og aðbúnaði á hverjum vinnustað." Um 40 manns víðs vegar að af Austurlandi sóttu þessa ráðstefnu Alþýðusambands Austurlands en hún var undirbúin i samráði og samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Ásmundur Hilmarsson, starfs- maður Sambands byggingar- manna og Snorri S. Konráðsson, starfsmaður Menningar- og fræðslusambánds alþýðu, fluttu erindi á ráð stefnunni um manninn og starfsumhverfi hans og heil- brigðis- og öryggiseftirlit innan fyrirtækja. Þá kynnti Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftir- lits ríkisins, stofnun sína og þau verkefni sem þar blasa við. Skúli Magnússon, vinnueftirlitsmaður á Austurlandi, og Hörður Berg- mann, fræðslufulltrúi Vinnueftir- lits ríkisins, ræddu um fram- kvæmd vinnueftirlits og upplýs- ingastarf viðkomandi vinnuvernd. Forseti ASA, Sigfinnur Karls- son, setti ráðstefnuna en ráð- stefnustjóri var Tryggvi Þór Aðal- steinsson. - Ólafur IVIJ ' Bl^l00 ftetvJ , Cd. 0.30 &PI1 luox 100 SS AirPl 100 VTsWI *10>«V><> Tölvunámskeið Námskeiðið kynnir vel öll grundvallar- atriði við notkun IBM-PC og algengasta hugbúnað. Dagskrá: • Notkunarmöguleikar IBM-PC • PC-dos stýrikerfiö • Ritvinnsla á IBM-PC • Töflureiknirinn Multiplan • Gagnasafnkerfiö D-base II Tími: 5. og 6. október kl. 10—12 og 13—17 Tölvunámskeið fyrir fullorðna Gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyric fólk á öllum aldri. Námskeiöiö kynnir vel notkun tölva og tækja sem tölvan stjórnar. Nemendur fá innsýn í notkun ritvinnslu, töflureikna og gagna- safnskerfa. Tími: 8., 10., 15. og 17. október kl. 20—23 Kennt er á Apple lle og IBM-PC. Ennfremur fá nemendur að kynnast undratölvunni Macintosh. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. EKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.