Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 43 Frá Afengisyamaráði: Ut úr svartnættinu í áfengismálum Margt hefur verið gert í áfeng- isvörnum víða um heim síðustu mánuðina. Athyglisverðast er að það sem til bragðs er tekið víðast hvar er ekki efling meðferðar- stofnana fyrir þá sem hafa drukkið frá sér heilsuna heldur tilraunir til að koma í veg fyrir tjón sem af langvinnri drykkju hlýst og ekki síður þann skaða sem ölvun hefur tíðum í för með sér. Hér fara á eftir merkustu tíð- indin: Bandaríkin Lögaldur til áfengiskaupa er nú 21 ár í flestum fylkjum. Stjórnin í Washington leggur áherslu á að þau fylki, sem enn hafa lægri lögaldur, hækki hann; að öðrum kosti verði felld niður framlög ríkisins til vegamála. Refsingar fyrir ölvun við akstur eru þungar. í New York eru veitingastaðir skyldaðir til að hengja upp á áberandi stað viðvörun frá borg- arstjórn þar sem ófrískar konur eru minntar á að áfengisneysla kunni að skaða barnið sem þær ganga með. Dregið hefur úr neyslu áfengis, einkum öls og brenndra drykkja, en neysla óáfengra drykkja auk- ist. — Talað er um nýbindindi þar vestra. Rúmur þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna er bindindisfólk. Ráðamenn lýsa yfir að áfengisneysla sé hættu- legri framtíð þjóðarinnar en Sovétmenn. Sovétríkin Lögaldur til áfengiskaupa hækkaður eins og í Bandaríkjun- um. Áfengisveitingum hætt við opinberar athafnir. Áfengissölustöðum fækkað, opnunartími styttur og reynt að beina neyslunni að óáfengum drykkjum. Refsingar fyrir ölvun hertar. (Ath.: Fyrir nokkrum árum ætl- uðu Sovétmenn að bæta ástandið með því að hvetja fólk til að drekka áfengt öl í stað sterkra drykkja. Sú tilraun fór út um þúfur, gerði slæmt ástand enn verra. Ráðamenn lýsa yfir að áfengisneysla sé hættulegri framtíð þjóðarinnar en Vestur- veldin. Bretland í kjölfar hörmulegra slysa og óeirða við íþróttavelli hefur sala áfengs öls í grennd við þá verið bönnuð. ísland Fylgi við að heimila sölu áfengs öls hrapar (skv. könnun DV) á útmánuðum niður undir 50%. Orsökin líklega skýrar upplýsing- ar frá fólki sem hefur meiri vitn- eskju um þessi mál en aðrir. Sbr. greinar læknanna Tómasar Helgasonar prófessors, Þorkels Jóhannessonar prófessors, Jó- hannesar Bergsveinssonar, Guð- steins Þengilssonar og Jóseps Blöndal. Ekki þarf að taka fram að áfengissalar eru ekki hrifnir af aðgerðum stórveldanna. — Hug- sjón þeirra virðist sú að leyfa að selja þetta vímuefni hvar sem er, hvenær sem er og hverjum sem er. {Frétutiiky nning.) ^/\uglýsinga- I síminn er 2 24 80 Stjórnendur fyrirtækja Alvís og vel rekin fyrirtæki Námskeið í notkun Alvís Tölvur hafa þróast og eflst jafnhliða því að lækka í verði. Verulegar breytingar hafa orðið á þeim verkefnum sem þeim er ætlað að leysa, en tölvan snertir fleiri starfsþætti í rekstri fyrirtækja en áður. Hugbúnaðarfyrirtækið Kerfi hf. hefur þróað heildarupplýs- ingakerfið Alvís sem samtengir hin ýmsu bókhaldskerfi fyrirtækja. Alvís er sívinnslukerfi sem veitir stjórnendum og öðrum starfsmönnum nýjustu upplýsingar um stöðu og afkomu fyrirtækja í aðgengilegu formi hvenær sem þess er óskað. Á Namskeiðum Stjornunarfelags Isiands um Alvís verður m. a. farið i eftirtalin atriði: Arðsemiseftirlit ■ Viðskiptamannabókhald ■ Sölukerfi ■ Aðalbókhald Sölugreining Afstemming biðreikninga Pantanatillögur ■ Afstemming bankareikn. ■ Tollskyrslugerð ■ Kostnaðarbókhald Birgðabókhald • Áætlanakerfi ■ Verðlagning ■ Uppgjörskerfi Skuldabókhald ■ Gjaldkerakerfi Aðalbókhald/viðskiptamannabókhald 7.-10. okt. kl. 13-17 Leiðbeinandi Sigríður Olgeirsdóttir, kerfisfræðingur Vörukerfi 21 -24. okt. kl. 8.30-12.30 Leiðbeinandi Eyjólfur ísfeid, viðskiptafræðingur Yfirlitsnámskeið 4.-6. nóv. kl. 9-13 Leiðbeinandi Björgvin B. Schram, framkvæmdastjóri Kerfis hf. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 ? OCTAVO 28.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.