Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985
43
Frá Afengisyamaráði:
Ut úr svartnættinu
í áfengismálum
Margt hefur verið gert í áfeng-
isvörnum víða um heim síðustu
mánuðina. Athyglisverðast er að
það sem til bragðs er tekið víðast
hvar er ekki efling meðferðar-
stofnana fyrir þá sem hafa
drukkið frá sér heilsuna heldur
tilraunir til að koma í veg fyrir
tjón sem af langvinnri drykkju
hlýst og ekki síður þann skaða
sem ölvun hefur tíðum í för með
sér.
Hér fara á eftir merkustu tíð-
indin:
Bandaríkin
Lögaldur til áfengiskaupa er
nú 21 ár í flestum fylkjum.
Stjórnin í Washington leggur
áherslu á að þau fylki, sem enn
hafa lægri lögaldur, hækki hann;
að öðrum kosti verði felld niður
framlög ríkisins til vegamála.
Refsingar fyrir ölvun við akstur
eru þungar.
í New York eru veitingastaðir
skyldaðir til að hengja upp á
áberandi stað viðvörun frá borg-
arstjórn þar sem ófrískar konur
eru minntar á að áfengisneysla
kunni að skaða barnið sem þær
ganga með.
Dregið hefur úr neyslu áfengis,
einkum öls og brenndra drykkja,
en neysla óáfengra drykkja auk-
ist. — Talað er um nýbindindi
þar vestra. Rúmur þriðjungur
fullorðinna Bandaríkjamanna er
bindindisfólk. Ráðamenn lýsa
yfir að áfengisneysla sé hættu-
legri framtíð þjóðarinnar en
Sovétmenn.
Sovétríkin
Lögaldur til áfengiskaupa
hækkaður eins og í Bandaríkjun-
um.
Áfengisveitingum hætt við
opinberar athafnir.
Áfengissölustöðum fækkað,
opnunartími styttur og reynt að
beina neyslunni að óáfengum
drykkjum.
Refsingar fyrir ölvun hertar.
(Ath.: Fyrir nokkrum árum ætl-
uðu Sovétmenn að bæta ástandið
með því að hvetja fólk til að
drekka áfengt öl í stað sterkra
drykkja. Sú tilraun fór út um
þúfur, gerði slæmt ástand enn
verra. Ráðamenn lýsa yfir að
áfengisneysla sé hættulegri
framtíð þjóðarinnar en Vestur-
veldin.
Bretland
í kjölfar hörmulegra slysa og
óeirða við íþróttavelli hefur sala
áfengs öls í grennd við þá verið
bönnuð.
ísland
Fylgi við að heimila sölu áfengs
öls hrapar (skv. könnun DV) á
útmánuðum niður undir 50%.
Orsökin líklega skýrar upplýsing-
ar frá fólki sem hefur meiri vitn-
eskju um þessi mál en aðrir. Sbr.
greinar læknanna Tómasar
Helgasonar prófessors, Þorkels
Jóhannessonar prófessors, Jó-
hannesar Bergsveinssonar, Guð-
steins Þengilssonar og Jóseps
Blöndal.
Ekki þarf að taka fram að
áfengissalar eru ekki hrifnir af
aðgerðum stórveldanna. — Hug-
sjón þeirra virðist sú að leyfa að
selja þetta vímuefni hvar sem er,
hvenær sem er og hverjum sem
er. {Frétutiiky nning.)
^/\uglýsinga- I
síminn er 2 24 80
Stjórnendur
fyrirtækja
Alvís og vel rekin fyrirtæki
Námskeið í notkun Alvís
Tölvur hafa þróast og eflst jafnhliða því að lækka í verði.
Verulegar breytingar hafa orðið á þeim verkefnum sem
þeim er ætlað að leysa, en tölvan snertir fleiri starfsþætti í
rekstri fyrirtækja en áður.
Hugbúnaðarfyrirtækið Kerfi hf. hefur þróað heildarupplýs-
ingakerfið Alvís sem samtengir hin ýmsu bókhaldskerfi
fyrirtækja. Alvís er sívinnslukerfi sem veitir stjórnendum
og öðrum starfsmönnum nýjustu upplýsingar um stöðu og
afkomu fyrirtækja í aðgengilegu formi hvenær sem þess er
óskað.
Á Namskeiðum Stjornunarfelags Isiands um Alvís verður m. a. farið i eftirtalin atriði:
Arðsemiseftirlit ■ Viðskiptamannabókhald
■ Sölukerfi ■ Aðalbókhald
Sölugreining Afstemming biðreikninga
Pantanatillögur ■ Afstemming bankareikn.
■ Tollskyrslugerð ■ Kostnaðarbókhald
Birgðabókhald • Áætlanakerfi
■ Verðlagning ■ Uppgjörskerfi
Skuldabókhald ■ Gjaldkerakerfi
Aðalbókhald/viðskiptamannabókhald
7.-10. okt. kl. 13-17
Leiðbeinandi Sigríður Olgeirsdóttir,
kerfisfræðingur
Vörukerfi 21 -24. okt. kl. 8.30-12.30
Leiðbeinandi Eyjólfur ísfeid,
viðskiptafræðingur
Yfirlitsnámskeið 4.-6. nóv. kl. 9-13
Leiðbeinandi Björgvin B. Schram,
framkvæmdastjóri Kerfis hf.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
?
OCTAVO 28.13