Morgunblaðið - 03.10.1985, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 25 AP/Símamynd Heimsmet á reiðhjóli Brezki íþróttagarpurinn Richard Crane setti í gær heimsmet er hann hjólaði á svokölluðu Bluebird-hjóli, sem er á meðfylgjandi mynd, 41,2 mílu eða 66,3 kflómetra, á einni klukkustund. Metið var sett í nágrenni Birmingham í Englandi. Gamla metið var í eigu Bandaríkjamanns og var 37,5 mflur. Þess má geta að Richard Crane vann sér til frægðar að hlaupa eftir Himalayafjöllunum þverum og endilöngum ásamt bróður sínum fyrir þremur árum. Deilt um framleiðslu- kvótann á fundi OPEC írakar krefjast aukinnar hlutdeildar Vín, 2. október. AP. ÞAÐ kom til mikillar deilu milli íraks og frans á fundi OPEC, sam- taka olíuútflutningsríkjanna, í Vínar- borg í dag. Þessi tvö ríki eru sam- herjar innan OPEC, enda þótt þau eigi í grimmilegri styrjöld sín á milli. Deilan nú á rót sína að rekja til þess, að frakar, sem opnað hafa nýja afkastamikla olíuleiðslu til Saudi- Arabíu, krefjast nú aukinnar hlut- deildar í framleiðslukvóta OPEC- ríkjanna. Er talið, að þessi krafa eigi eftir að draga mjög úr líkum á því, að samkomulag náist á OPEC-fund- inum nú. Fulltrúar allra OPEC-ríkjanna 13 sitja þennan fund. Auk íraks krefjast Equador, Gabon og Quat- ar meiri hlutdeildar en áður í framleiðslukvóta samtakanna. Qassim Taki, olíumálaráðherra írans sagði, að land hans myndi ekki sætta sig við minni kvóta en 2 millj. tunnur á dag, en til þessa hefur dagleg framleiðsla Iraks ekki mátt vera meiri en 1,2 millj. tunnur. Sagði Taki ennfremur, að með nýju olíuleiðslunni til Saudi- Arabíu ættu írakar auðvelt um vik með að auka olíuframleiðslu sína stórlega. Samtímis því sem Taki gerði frettamönnum grein fyrir þessu, sat Mohamad Gharazi, olíumála- ráðherra írans hinum megin við fundarborðið ásamt hópi frétta- manna. ítrekaði hann þar hvað eftir annað, að stjórn sín myndi aldrei leyfa það, að írakar fengju að auka framleiðslumagnið. Þrátt fyrir þá spennu, sem stríð- ið milli írans og íraks hefur skap- að innan OPEC, þá hefur stríðið átt mikinn þátt í því, að olíuverðið hefur ekki fallið. Olíuverðið hefur þvert á móti hækkað að undan- förnu og þá fyrst og fremst vegna minnkandi olíuútflutnings írans. Þessi samdráttur á rót sína að rekja til stórfelldra loftárása Ir- aka á aðalútflutningshöfn írana á Kharg-eyju. Er talið, að olíufram- leiðsla Irana hafi minnkað um milljón tunnur á dag að undan- förnu af þessum sökum og sé nú aðeins um hálf millj. tunnur á dag í staðinn fyrir 1,5 millj. tunnur áður. Nýtt lyf við ónæmis- tæringu lofar góðu Minneapolis, 2. okióber. AP. GREINT var frá því í dag að tilraunir á nýju lyfi á tilraunastofum sýndu að koma mætti í veg fyrir að ónæmistæringarvírusinn skipti sér og réðist á blóðkorn. Sagði einnig, að tilraunir á byrjunarstigi gæfu til kynna að hættulaust væri að gefa ónæmistæringarsjúklingum lyfið. „Að minni hyggju lofar lyfið lyfið stöðvar efnahvarfið, sem fer góðu. Þetta er eitt öflugasta lyfið við ónæmistæringarvírusnum," sagði Dr. Hiroaki Mitsuya, sem starfar við bandarísku krabba- meinsstofnunina. „Kosturinn við þetta lyf er sá, að það hefur ekki virst jafn eitrað í tilraunum og önnur lyf gegn ónæmistæringu," sagði Dr. Mitsuya ennfremur. Lyfið hefur verið skýrt efna- samband-S af framleiðanda, lyfjafyrirtækinu Burroughs Wellcome, en efnasambandið heitir azidotymidin. Það hefur valdið erfiðleikum við að vinna bug á ónæmistær- ingu hversu erfitt er að ráða við vírusa almennt og sérstaklega ónæmistæringarvírusinn. Nýja fram þegar ónæmistæringarvír- usinn skiptir sér inni í hvítum blóðkornum. Sérfræðingar hafa sagt að mikilla rannsókna sé enn þörf, áður en unnt er að segja til um hvort lyfið muni skipta sköpum í baráttunni gegn ónæmistær- ingu. Og Mitsuya sjálfur segist hóf- lega bjartsýnn um að fullkomna megi lyf þetta með þeim þannig að önnur og háþróaðri lyf verði reist á efnasambandi-S. Skýrslur um rannsóknir á efnasambandi-S voru kynntar á ráðstefnu bandaríska örveru- rannsóknarfélagsins. f^NfAikinn s «51*9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.