Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Enginn er verri þótt hann vökni segir máltækiö. Þeir segja að bað í Laugarvatni geri mann gott. Fleiri nemendur við Mennta- skólann á Laugarvatni en áður Laugarvatni, 29. Heptember. MENNTASKÓLINN að Laugarvatni var settur sunnudaginn 22. september. Fjöldi nemenda við upphaf skólaárs er 203 og hafa þeir aldrei orðið jafnmargir fyrr. Sama er að segja um fjölda ný- nema en þeir eru alls 81. Heimavist ML. dugir hvergi nærri til að hýsa allt þetta fólk, og fék skól- inn til þess afnot af tveim húsum Héraðsskólans, þar sem rúmast þrjátíu manns. Kristinn Kristmundsson skólameistari telur að hin skyndilega fjölgun nýnema, sem hófst haustið 1984, eigi rætur að rekja til vaxandi tiltrúar manna á hefðbundna menntaskóla. Einnig hafi heimavist skólans aðdráttarafl. Kristinn telur ekkert því til fyrirstöðu að ML verði yfir 200 manna skóli fram- vegis, en að vísu veri þá að auka við húsnæði bæði nemenda og kennara og líklega að fjölga kennurum. óvenjumiklar breytingar urðu í haust á kennara- liði ML. Meðal annars hurfu frá skólanum tveir reyndir máttarstólpar og gekk treglega að ráða I þeirra stöður, þó það tækist um síðir. Nemendur notuðu veðurblíðuna í síðustu viku ti busavígslu. Sú athöfn felst einkum í því að skíra nýnema upp úr Laugarvatni en það hefur löngum Morgunblaðið/ Davíð Busi skírður á tilheyrandi hátt. þótt gott manni. Meðfylgjandi myndir sýna að- ferðirnar. Davíð „Bjórinn mun einungis auka áfengisvandanna — Jón Helgason dómsmálaráðherra á fundi með JC Reykjavík á Hótel Borg A að leyfa sölu og bruggun á áfengu öli á íslandi? Er ástæða til að banna sölu á „bjórlíki"? Þessum spurningum var varpað fram á fundi hjá JC Reykjavík á Hótel Borg í fyrrakvöld og voru þeir Jón Helgason dómsmálaráð- herra og Jón 0. Ragnarsson dósent sérstakir gestir kvöldsins og skipt- ust á skoðunum um ágæti bjórsins. Jón Helgason taldi áfengis- vandamál fslendinga umtalsverð og vart á þau bætandi, og vitnaði m.a. í tölur úr heilbrigðisskýrslum. Hann sagði það einnig niðurstöður kannana, að sífellt stærri hluti unglinga væri farinn að neita áfengis og sumir hverjir farnir að deyja áfengisdauða og missa minnið, en það eru fyrstu stig áfengissýki. Taldi hann að bjórinn myndi eingöngu bætast við þá áfengisneyslu sem fyrir er, og bætast við áfengisvandamál lands- manna. Jón 0. Ragnarsson var á önd- verðum meiði og kvað eðlilegt að leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi sem annarstaðar í hinum vestræna heimi. Hann sagði að bjórinn væri veikasti, hættu- minnsti og hollasti áfengi drykk- urinn á markaðnum, og því ætti að hvetja fólk til að drekka bjór og létt vín í stað sterkra vína. Besti kosturinn væri þó að sleppa því alfarið að neyta áfengis. Að loknum málflutningi þeirra Jóns Helgasonar og Jóns Ragnars- sonar komu fram nokkrar fyrir- spurnir. Jón Helgason var m.a. spurður hvort hann hefði farið á krárnar og kynnt sér málin af Bjór eða ekki bjór ... Jón Helgason á fundi hjá JC Reykjavík. eigin raun áður en hann ákvað að banna bjórlíkið, og svaraði ráð- herra því til að það hefði hann ekki gert, hinsvegar hefði hann beðið lögregluna um upplýsingar um málið og fengið frá þeim grein- argóða og yfirgripsmikla skýrslu. Hann var jafnframt spurður að því hvort það væri ekkert ósam- ræmi í því að hann treysti mönn- um til að kjósa fulltrúa sína til að stjórna landinu, en treysti þeim hinsvegar ekki til að velja sjálfir hvort og hvenær þeir drykkju áfengt öl. Fyrirspyrjendur bentu einnig á að auðvelt væri að nálgast áfengt öl hér á landi, þar sem það er flutt til landsins löglega sem ólöglega, og kvað ráðherra sig fremur hlynntan því að leggja niður allar undanþágur til inn- flutnings á áfengu öli, svo sem til ferðamanna, í stað þess að auka bjórinnflutning. Bændur teknir tali Sveinn ÞórÖarson Innri-Múla, Barðaströnd: Allt í blóma nema sauðfjárræktin „TÍÐIN hefur verið góö og sumar- blíðan leikur við okkur hér, en bændur eru óánægðir yfir því að slátrun hefur enn ekki hafist í slát- urhúsinu á l'atreksfirði," sagði Sveinn Þórðarson á Innri-Múla Barðaströnd í samtali við Morgun- blaðið. „Komið hefur til tals í stjórn kaupfélagsins að leggja sláturhús- ið niður og senda bændur annað með fé sitt í slátrun og var m.a. rætt við forráðamenn sláturhúsa á Króksfjarðarnesi og á Þingeyri. Hins vegar gekk illa að fá ieyfi þar og með þrýstingi frá bændum greiddi kaupfélagsstjórnin at- kvæði um málið og var samþykkt að slátra á Patreksfirði með þrem- ur atkvæðum gegn tveimur. Slát- urhús verður að vera á Pat- reksfirði, en þó gerum við bændur okkur grein fyrir því að nýtingin verður að vera betri á húsinu." Sveinn sagði að húsið væri tvær hæðir. í sumar var efri hæðin tek- in undir rækjuvinnslu og yrði þar líklega áfram. Gert er ráð fyrir að slátrun hefjist um 10. október. Hún tekur tæpar þrjár vikur. Um 2500 fjár verður slátrað auk 300 nautgripa. „Við fórum illa út úr riðuveikinni i fyrra. Um 1500 full- orðnu fé varð þá að slátra en bændur eru óðum að rétta úr kútnum nú og gera þeir flestir ráð fyrir að hafa náð sér eftir þetta áfall næsta haust." Sveinn sagði að heyforði væri nægur og góður, en þó væri nú farið að bera ögn á vatnsskorti. „Mjólkurframleiðsla gengur vel og er afkoman hjá mjólkurstöðinni á Patreksfirði góð. Hrefnuveiðin hefur gengið held- ur illa en aðeins er eftir að veiða Sláturtíðin stendur nú sem hæst. örfáar hrefnur svo að veiðunum fer að ljúka og er þá vonast til að skelvinnslan hefjist. Grásleppu- karlar voru ánægðir með sinn hlut í sumar. Nokkuð var um að menn færu í þangskurð fyrir þörunga- vinnsluna á Reykhólum og höfðu ágætt upp úr því,“ sagði Sveinn. Björn Erlendsson, Skálholti: Bændur ánægöir með ástand fjár SLÁTRUN hófst 26. október sl. í sláturhúsinu í Laugarási og er gert ráð fyrir að milli 40—50.000 fjár verði slátrað þar og á Selfossi. „Um síðustu helgi fóru leitar- menn í aðrar göngur sínar og fundu 50 kindur. Sláturtíð lýkur í kringum 20. október en féð virðist ætla að flokkast vel eftir svona gott sumar og bændur eru yfirleitt ánægðir með ástand fjárins," sagði Björn Erlendsson í Skál- holti. „Góð nýting hefur verið á heyj- um. Þó heyrist að heldur sé það minna en undanfarin ár. Sprettan var lélegri nú en oft áður vegna þurrka. Sumir bændur áttu eftir hey síðan í fyrra. Heyskapur gekk þó vel í ár. Flestir voru búnir um mánaðamótin júlí-ágúst sem er mjög óvenjulegt hér á Suðurlandi. Kartöflur hafa skemmst nokkuð undir grösum vegna næturfrosta sem komu í lok ágúst. Á mörkun- um er að vatnsbirgðir séu nægar en við bíðum eftir rigningardögum svo það bjargist," sagði Björn í Skálholti. Guttormur Þormar Geitagerði, Fljótsdal: Mikill heyfengur, en misjafn að gæðum „HEYFENGUR hefur verið með mesta móti í ár en þó hafa hey verið misjöfn að gæðum sérstaklcga eftir miðjan ágúst og kartöfluuppskera hefur verið léleg í ár vegna kulda,“ sagði Guttormur Þormar í Geita- gerði, Fljótsdal, í samtali við Morg- unblaðið. „Góður vöxtur hefur verið á trjágróðri, einkum lerki og greni og eins hefur verið mikið sveppa- ár. Lerkisveppurinn hefur vaxið vel. Þó virðist sama lögmál ekki ganga yfir okkur Íslendinga og Finna, en þeir telja að ef gott er sveppaár, þá séu væn hreindýrin. Hreindýrin hér austanlands hafa hins vegar ekki verið væn í ár á heiðunum hér í nágrenninu. Réttað var í Fljótsdalsrétt 21. september sl. og var þar saman- komið um 10.000 fjár. Mannmargt var í réttunum og komu m.a. fjór- ar rútur með skólabörn úr nær- liggjandi skólum. Réttardansleik- ur var síðan haldinn í Végarði um kvöldið." Slátrun stendur nú yfir í slát- urhúsum austanlands og er væn- leiki dilka með lélegasta móti sök- um kuldakasta í sumar. Farið verður í eftirréttir fyrir miðjan október og um það leyti lýkur slátrun. Benedikt Guðmundsson, Staðarbakka, Miðfirði: Vantar fólk í sláturhúsin „SLÁTURTÍDIN hjá okkur hófst 17. september í tveimur sláturhúsum, hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og hjá verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga og virðist fé í með- allagi í ár,“ sagöi Benedikt Guð- mundsson, Staðarbakka í Miðfirði. „Fólk vantar þó í vinnu á slát- urhúsin. Sveitafólk er í meirihluta þar, en ekki er lengur hægt að byggja á skólafólki því nú eru allir skólar hér byrjaðir. Heyskapur gekk yfirleitt vel hjá bændum. Ekki voru eins miklir þurrkar hjá okkur og á Suðurlandi og ekki eins mikil væta og á Norð- urlandi. Við hér í Húnavatnssýsl- unni erum oft í millibilsástandi hvað veður snertir. Heyskapur var snemma búinn og hey voru góð. Grös eru nokkuð fallin vegna tíðra næturfrosta síðan um miðjan september, en þó eru menn yfir- leitt ánægðir með veðursæld haustsins," sagði Benedikt. Færanleg heykögglavél, sem fé- lagið Heimafóður hf. á og er eign húnvetnskra bænda, er um þessar mundir að hefja vinnslu í Mið- fjarðarsveit. Starfsemin hefur reynst vel á undanförnum árum og fer þátttaka vaxandi. Veiði í Miðfjarðará varð mun betri en menn bjuggust við í sumar. Talið er að mikill fiskur sé í ánni og veiði hefur reynst auð- veld í klak, sem fer til uppeldis í laxeldisstöðina Hólalax hf., að sögn Benedikts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.