Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Umsagnir franskra blaða um tónleikaferð Sinfóníu- * hljómsveitar Islands „SÚ staðreynd að land með 250 þús. íbúa skuli reka sinfóníuhljómsveit með slíkum fjölda ungra hljóðfæra- leikara, undirstrikar hið háa menn- ingarstig íslendinga". Þannig hljóð- aði umsögn franska blaðsins Le Courrier 22. júní sl. um leik Sin- fóníuhljómsveitar fslands á tónleika- ferð hennar um Frakkland sl. sumar. Hér á eftir fara umsagnir nokk- urra franskra blaða um leik Sin- fóníhljómsveitarinnar, sem birt- ust 28. júní. 1 blaðinu Les affiches de Grenoble et du Dauphine, var komist þannig að orði: „fslenskt tónskáld opnaði efnisskrána og það var með mikilli ánægju sem tónleikagestir hlýddu á „Choralis" eftir Jón Nordal. Þetta verk, sem er undir miklum áhrifum af þjóð- lögum lands síns, inniheldur bæði hlýju og trega, stundum brá fyrir dimmum en viðkvæmum hreim“. „Fiðlukonsertinn eftir Beet- hoven er mikið verk, næstum því sinfónía með fiðlu sem aðalrödd. Val Jean-Pierre Wallez í sólóista- hlutverkum var góð ráðstöfun. Hann lék með hita og ríkum tóni, og sýndi með næmri túlkun blæ- brigða, ríkt músíkalitet (og úthald, varir konsertinn ekki í 40 mínút- ur?). Allt þetta gerir J-P Wallez einn af okkar hæfustu fiðluleikur- um til að flytja þetta verk. J-P Wallez fékk góðan stuðning af Jean-Pierre Jacquillat og hljóm- sveitinni, sem skilaði blæbrigðum undirleiksins fullkomlega". í Midi-Libre er komist svo að orði: „Konsert fyrir klarinett eftir Mozart K.622 var dásamlega leik- inn af ungum og miklum einkleik- ara, Einari Jóhannessyni. Hann hafnaði gamalli hefð sem felst I því að tengja hverja nótu, binda þær saman án þess að gefa hverri nótu séráherslu, en lét okkur upp- götva að nýju gamla hefð en gleymda dyggð, nefnilega þá að aðskilja nóturnar, sem er blásturs- hjóðfærum eiginleg. Sérstaklega er slíkt við hæfi í tónlist Mozarts. Við verðum að fylgjast með þess- um unga snillingi". í blaðinu VAR-Republique var komist svo að orði: „Mjög góðir strengir, þaulæfð verk og óskeikul blæbrigði sem Jacquillat laðaði fram, snertu okkur djúpt. Stuttir einleikskaflar í verkunum voru leiknir af hreinni snilld (enskt horn í Franck, klarinett og óbó í Beethoven). Árvökul stjórn Jac- quillats var mjög persónuleg, hlý og jafnvel kímin. Svo mikið er víst að eitthvað gerðist þegar hann lyfti sprotanum". (í'r frétutilkjnningu) Nýjung á matvælamarkaði: Assertive Management Námskeið í „Ákveðinni stjórnun“ Þetta námskeið hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum því framsæknum stjórn- endum er Ijós þörfin á markvissri stjórnunar- og samningstækni. Torveld samskipti við einstaka viðskiptavini eða starfsmenn, misskilningur, lélegir samningar eða lítil vinnugleði eru vandamál sem bregðast má við með réttum stjórnunaraðferðum, án hörku eða átaka. Jurtaréttir beint í ofninn Markmið námskeiðsins er: JURTARÉTOR s.f. heitir fyrirtæki, sem stofnað var í Reykjavík í sumar. Það framleiðir jurtafæði - matar- búðinga úr ýmsum baunategundum - sem þegar er farið að selja í verslun- um víða um land. í fréttatilkynningu frá Jurta- réttum s.f. segir m.a., að kannanir, sem gerðar hafi verið hér á landi, hafi leitt í ljós, „að þrátt fyrir mikið framboð á matvælum, hafa neytendur ekki gefið nægjanlegan gaum að næringargildi og efna- innihaldi þeirrar fæðu, sem þeir leggja sér til munns. Þótt ýmsir hörgulsjúkdómar heyri nú sögunni til, er langt í frá að fæðuval sé í samræmi við þarfir líkamans. Sér- staklega hefur þótt bera á skorti á neyslu grænmetis og annarrar jurtafæðu." Matvælin frá Jurtaréttum s.f. eru eingöngu búin til úr hráefni úr ríki náttúrunnar. öll framleiðslan er unnin í samráði við matvæla- fræðing og lýtur stöðugu gæðaeft- irliti, segir ennfremur í fréttatil- kynningunni. Til að byrja með eru framleiddar þrjár tegundir bauna- búðinga: Sojabaunabúðingur, Pintobúðingur og Carbansobúð- ingur. Réttirnir eru tilbúnir beint í ofninn eða á pönnuna. Þá má geyma í frysti. Bæta eigin ímynd o Komast hjá því aö vera í vörn o Hafa minni áhyggjur af samþykki annarra o öölast meira sjálfstraust viö ákvarðanatöku o Öðlast sjálfstraust í samskiptum við valdameiri aðila o Mæta óæskilegri hegðun af fullri einurð Leiðbeinandi: Mike Fisher er stjórnunarráðgjafi Organisa- tion Dynamics, sérfræðingur í stefnumótun og markmiða - setningu fyrirtækja, framleiðni aukandi aðgerðum og sam- skipta- og hvatningatækni. Stjórnunarfélag Islands Þrjár tegundir baunarétta sem komnar eru á markaö. Ánanaustum 15 0 621066 21 BARNAHÚSeðGN í ÚRVAU Vörumarkaðurinn hl Sími686112 OCTAV028.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.