Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Umsagnir franskra blaða um tónleikaferð Sinfóníu- * hljómsveitar Islands „SÚ staðreynd að land með 250 þús. íbúa skuli reka sinfóníuhljómsveit með slíkum fjölda ungra hljóðfæra- leikara, undirstrikar hið háa menn- ingarstig íslendinga". Þannig hljóð- aði umsögn franska blaðsins Le Courrier 22. júní sl. um leik Sin- fóníuhljómsveitar fslands á tónleika- ferð hennar um Frakkland sl. sumar. Hér á eftir fara umsagnir nokk- urra franskra blaða um leik Sin- fóníhljómsveitarinnar, sem birt- ust 28. júní. 1 blaðinu Les affiches de Grenoble et du Dauphine, var komist þannig að orði: „fslenskt tónskáld opnaði efnisskrána og það var með mikilli ánægju sem tónleikagestir hlýddu á „Choralis" eftir Jón Nordal. Þetta verk, sem er undir miklum áhrifum af þjóð- lögum lands síns, inniheldur bæði hlýju og trega, stundum brá fyrir dimmum en viðkvæmum hreim“. „Fiðlukonsertinn eftir Beet- hoven er mikið verk, næstum því sinfónía með fiðlu sem aðalrödd. Val Jean-Pierre Wallez í sólóista- hlutverkum var góð ráðstöfun. Hann lék með hita og ríkum tóni, og sýndi með næmri túlkun blæ- brigða, ríkt músíkalitet (og úthald, varir konsertinn ekki í 40 mínút- ur?). Allt þetta gerir J-P Wallez einn af okkar hæfustu fiðluleikur- um til að flytja þetta verk. J-P Wallez fékk góðan stuðning af Jean-Pierre Jacquillat og hljóm- sveitinni, sem skilaði blæbrigðum undirleiksins fullkomlega". í Midi-Libre er komist svo að orði: „Konsert fyrir klarinett eftir Mozart K.622 var dásamlega leik- inn af ungum og miklum einkleik- ara, Einari Jóhannessyni. Hann hafnaði gamalli hefð sem felst I því að tengja hverja nótu, binda þær saman án þess að gefa hverri nótu séráherslu, en lét okkur upp- götva að nýju gamla hefð en gleymda dyggð, nefnilega þá að aðskilja nóturnar, sem er blásturs- hjóðfærum eiginleg. Sérstaklega er slíkt við hæfi í tónlist Mozarts. Við verðum að fylgjast með þess- um unga snillingi". í blaðinu VAR-Republique var komist svo að orði: „Mjög góðir strengir, þaulæfð verk og óskeikul blæbrigði sem Jacquillat laðaði fram, snertu okkur djúpt. Stuttir einleikskaflar í verkunum voru leiknir af hreinni snilld (enskt horn í Franck, klarinett og óbó í Beethoven). Árvökul stjórn Jac- quillats var mjög persónuleg, hlý og jafnvel kímin. Svo mikið er víst að eitthvað gerðist þegar hann lyfti sprotanum". (í'r frétutilkjnningu) Nýjung á matvælamarkaði: Assertive Management Námskeið í „Ákveðinni stjórnun“ Þetta námskeið hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum því framsæknum stjórn- endum er Ijós þörfin á markvissri stjórnunar- og samningstækni. Torveld samskipti við einstaka viðskiptavini eða starfsmenn, misskilningur, lélegir samningar eða lítil vinnugleði eru vandamál sem bregðast má við með réttum stjórnunaraðferðum, án hörku eða átaka. Jurtaréttir beint í ofninn Markmið námskeiðsins er: JURTARÉTOR s.f. heitir fyrirtæki, sem stofnað var í Reykjavík í sumar. Það framleiðir jurtafæði - matar- búðinga úr ýmsum baunategundum - sem þegar er farið að selja í verslun- um víða um land. í fréttatilkynningu frá Jurta- réttum s.f. segir m.a., að kannanir, sem gerðar hafi verið hér á landi, hafi leitt í ljós, „að þrátt fyrir mikið framboð á matvælum, hafa neytendur ekki gefið nægjanlegan gaum að næringargildi og efna- innihaldi þeirrar fæðu, sem þeir leggja sér til munns. Þótt ýmsir hörgulsjúkdómar heyri nú sögunni til, er langt í frá að fæðuval sé í samræmi við þarfir líkamans. Sér- staklega hefur þótt bera á skorti á neyslu grænmetis og annarrar jurtafæðu." Matvælin frá Jurtaréttum s.f. eru eingöngu búin til úr hráefni úr ríki náttúrunnar. öll framleiðslan er unnin í samráði við matvæla- fræðing og lýtur stöðugu gæðaeft- irliti, segir ennfremur í fréttatil- kynningunni. Til að byrja með eru framleiddar þrjár tegundir bauna- búðinga: Sojabaunabúðingur, Pintobúðingur og Carbansobúð- ingur. Réttirnir eru tilbúnir beint í ofninn eða á pönnuna. Þá má geyma í frysti. Bæta eigin ímynd o Komast hjá því aö vera í vörn o Hafa minni áhyggjur af samþykki annarra o öölast meira sjálfstraust viö ákvarðanatöku o Öðlast sjálfstraust í samskiptum við valdameiri aðila o Mæta óæskilegri hegðun af fullri einurð Leiðbeinandi: Mike Fisher er stjórnunarráðgjafi Organisa- tion Dynamics, sérfræðingur í stefnumótun og markmiða - setningu fyrirtækja, framleiðni aukandi aðgerðum og sam- skipta- og hvatningatækni. Stjórnunarfélag Islands Þrjár tegundir baunarétta sem komnar eru á markaö. Ánanaustum 15 0 621066 21 BARNAHÚSeðGN í ÚRVAU Vörumarkaðurinn hl Sími686112 OCTAV028.12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.