Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 55 Fram eitt íslenskra liöa í aðra umferð Morgunblaðið/SKapti „Dómarinn var hræddur“ Símamynd/AP sagði Friðrik markvörður Fram „MIKIL pressa var á mér í leiknum þar sem þeir sóttu stítt og mikiö var af krossþoltum fyrir markið. Ekkert meira spenntur núna en fyrir aöra leiki. Þetta var erfiöur leikur en ég fór strax vel í gang,“ sagöi Friðrik Friöriksson, mark- vöröur Fram, í samtali viö Morgun- blaöiö í gærkvöldi. rik markvöröur, þetta skapar visst sjálfstraust. „Þaö kom djúp fyrirgjöf og ég tók boltann í hæsta punkti en þeir stukku inn í mig og boltinn rann frá mér og um leiö náöu þeir til hans og sendu hann í netið. Dómarinn var hræddur viö aö dæma og mik- ill heimadómari og þetta var grófur leikur af þeirra hálfu enda undir mikilli pressu. Þeir pressuöu en fengu engin verulega hættuleg færi. Einu sinni tók ég bolta og datt og einn leik- maöurinn lét takkana vaöa í mig og ekkert dæmt. Áhorfendur grýttu stanslaust inn á völlinn alls- kyns drasli og í þaö minnsta 30 steinum inn á völlinn og þar af tveir þrír í mig en þetta voru engir hnull- ungar. Þaö var mikil reynsla aö leika þennan leik og gott fyrir liöiö aö komast áfram í aöra sagöi Friö- Bikarmeistarar Fram í knatt- spyrnu unnu gott afrek í gær- kvöldi er þeim tókst aö komast éfram í aöra umferð í Evrópu- keppni bikarhafa. Þrátt fyrir aö Fram tapaöi í gærkvöldi fyrir Glentoran 0—1 þá er frammistaö- an mjög góö. Fyrri leik liöanna lauk meö 3—1 sigri Fram og úr- slit samanlagt uröu því 3—2 Fram í hag. Aö sögn Ólafs Orrasonar eins af stjórnarmönnum í knattspyrnu- deild Fram þá léku allir leikmenn Fram mjög vel í leiknum gegn Glentoran þó svo aö mikil pressa væri á leikmönnum allan leikinn. „Þaö var góö barátta í liðinu og allir leikmenn voru staöráönir i því aö gera sitt besta og því fór sem fór. Sér í lagi lék þó Friörik Friö- riksson vel í markinu og Sverrir Einarsson stjórnaöi varnarleik Fram vel. Sverrir lék sinn besta leik á keppnistimabilinu aö mínu rnati," sagöi Ólafur. „Þá var Viðar Þorkelsson mjög traustur í vörn- inni og átti svo til alla skallabolta sem komu inn í vítateiginn." Aö sögn Ólafs þá var gangur leiksins í stórum dráttum sá aö liö Glentoran pressaöi mjög stíft allan fyrri hálfleikinn en skapaöi sér ekki mörg marktækifæri. Þaö voru samt nokkur góö langskot sem komu aö markinu en þau varöi Friörik mjög vel. Glentoran var meö boltann svo til allan fyrri hálf- leikinn en leikmenn Fram bökkuöu aftur á völlinn og leyfðu þeim aö sækja en þaö haföi veriö lagt fyrir af Ásgeiri þjalfara fyrir leikinn. Fram átti aöeins eitt skot á mark Glentoran í fyrri hálfleiknum og var þaö hættulaust meö öllu. j síöari hálfleik var mikill hraöi í leiknum og hart barist. Glentoran sótti mjög stíft fyrstu 20. mínúturn- ar í siðari hálfleiknum en leikmenn Fram vöröust vel. Á 23. mínútu átti Glentoran stórhættulegt mark- tækifæri er skallabolti fór rétt yfir Glentoran-Fram w þverslána. Skömmu síðar fékk Fram besta tækifæri leiksins er Guömundur Steinsson komst einn innfyrir vörn Glentoran og átti bara markvöröinn eftir. Á markteigs- horninu skaut Guömundur föstu skoti en markvöröur Glentoran varöi mjög vel. Var þetta besta marktækifæri leiksins. Þá átti Guðmundur Torfason gott færi en var hrint illa í þann mund sem hann ætlaöi aö skjóta og ekkert var dæmt. Þegar eöeins tíu mínútur voru til leiksloka þá skoraöi Gletoran. Há sending kom fyrir markiö, Friörik greip boltann en honum var hrint og hann missti boltann fyrir fæt- urnar á Mullen sem potaöi boltan- um í netið úr þvögu. Aö sögn Ólafs Orrasonar í Fram þá voru allir leikmenn Fram í sjöunda himni eft- ir leikinn. „Þaö er gaman aö kom- ast áfram í Evrópukeppninni þegar liöiö á þaö fyllilega skiliö. Þaö var fjallaö gífurlega mikiö um leikinn hér bæöi í blööum og eins í sjón- varpinu. Ómar Torfason var til dæmis í löngu sjónvarpsviötali fyrir leikinn, og leikurinn varöur sýndur í sjónvarpinu hér á eftir," sagöi Ólafur. Bætti því svo viö aö spóla meö leiknum kæmi heim til íslands til íslenska sjónvarpsins og Bjarni Felixson ætti aö geta sýnt kafla úr leiknum á laugardag. Ahorfendur á leiknum voru í kring um sex þús- und. • Friörik markvöröur lék mjög vel í Belfast í gærkvöldi. Þessi mynd var tekin af honum é Spéni é dögunum. „Erfiður leikur“ „ÞETTA var erfiöur leíkur en viö náöum upp miklum og égætum varnarleik og getum vel viö unað þrétt tyrir 0-1 tap. Liö Glentoran lék betur en heima og um leiö voru þeir grófari í leik sínum. Við vorum sterkari en þeir í loftinu og það var í lagi aö bakka og vinna vel saman inn I teigin- um. Völlurinn er mjög góöur en délítiö mjúkur og erfitt að spila é honum og allir voru orönir dauöþreyttir í lok leiks- ins,“ sagöi Ásgeir Elíasson, þjélfari Fram í samtali við Morgunblaöiö í gær. „Ég átti von á því fyrir leikinn aö við kæmust áfram, viö lék- um varnarleikinn mjög vel bökkuöum aö vísu aöeins of iangt. Þeir fengu gott færi í leiknum sem þeir skoruöu ekki úr, en uppskáru seinna heppn- ismark. Ánægjulegt aö vera komnir í aöra umferö og nú stefnum viö á þriöju umferöina sagöi Ásgeir þjálfari. Átta mörk á Filbert Street TVEIR leikir fóru fram í svo- kallaöri „Super Cup“-bikar- keppni í Englandi í gærkvöldi. Everton iagöi Norwich aö velli 1:0 g Tottenham sigraöi Southampton 2:1. Bæöi sigur- liöin léku é heimavelli. Þé var einn leikur í 1.' deildinni — mikiö fjör é Filbert Street í Leicester, þar sem heima- menn og Oxford United geröu jafntefli — hvort liö skoraöi fjögur mörk. UBK sigraði BREIÐABLIK sigraöi Aftureld- ingu, 31-24 í 2. deild karla é ís- landsmótinu í handknattleik I Digranesi í gærkvöldi. Staöan í hélfleik var, 14-10 fyrir Breiöablik. Valsmenn úr leik! • Valsmenn uröu að sætta sig viö tap, 0:3, í Frakklandi gegn hinu frébæra liði Nantes, I UEFA-keppninni. Frakkarnir sóttu geysilega mikiö í leiknum og voru Valsmenn énægöir meö aö tapa ekki stærra. Valsmenn, sem sigruöu 2:1 é heimavelli é dögunum, eru nú úr leik en Nantes heldur áfram. Á mynd- inni hér til hliöar grípur Stefén Arnarson, markvöröur, vel inn í leikinn eftir hornspyrnu. Hilmar Haröarson, Valsari, stendur viö stöngina. Þaó var mikil stemmning é hinum glæsilega Beaujoire Stade í Nantes í gærkvöldi — en þess mé geta að frönsku liöunum gekk ekki vel í keppninni í gær. Nénar um leik Vals og Nantes é bls. 52.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.