Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 27 AP-símamynd Til óeiröa kom á ný í Toxeth-hverfinu í Liverpool á þriöjudagskvöld. Hópar ungmenna fóru þar um meö gripdeildum og köstuöu grjóti í lögregluna, er hún kom á vettvang. Þá báru þeir eld aö fjórum bifreiöum. Skera upp herör gegn ónæmistæringu Alþjódaheilbrigðisstofnunin undirbýr alheimsbaráttu ZUrich, 1. október. Frá Önou BjarnidóUur, rréttnriUra Mbl. Alþjóöaheilbrigðisstofnun Sam- einuöu þjóöanna í Genf hefur nú nægan læknisfræöilegan og fjár- hagslegan styrk til að hefjast handa viö að undirbúa alheimsbaráttu gegn ónæmistæringu. Hingaö til hafa rannsóknir á sjúkdómum veriö ósamræmdar en stofnunin vonast til aö leysa úr þeim vanda uppúr ára- mótum og byrja þá að safna upplýs- ingum um sjúkdóminn út um allan heim á skipulagðan hátt. Lítil von er um aö lækning við sjúkdómnum finnist á næstunni en skipulagt átak í rannsóknum og upplýsingasöfnun er spor í þá átt. Stofnunin getur einnig samræmt átak gegn sjúkdómnum og stefnir nú að því að finna einfalda aðferð til að taka ónæmistæringarpróf af einstaklingum við ófullkomnar að- stæður. Miklar óeirð- ir í Peckham í Lundúnum London, 2. október. AP. MIKLAR óeirðir urðu í hverfinu Peckham í suðurhluta London í morgun. Fóru hópar af unglingum um hverfið rænandi og ruplandi, kveiktu í húsum og lentu síðan í hörðum átökum við lögregluna, er hún kom á vettvang til þess að skakka leikinn. óeirðir þessar komu í kjölfar tveggja daga óeirða í nágranna- hverfinu Brixton í síðustu viku. Þá urðu einnig óeirðir í Liv- erpool áþriðjudag. Það voru aðallega unglingar úr hópi blökkumanna, sem stóðu fyrir óeirðunum nú í Peckham. Kveiktu þeir m.a. í fjórum verzlunum og nokkrum öðrum húsum og báru síðan eld að bifreið, sem varð á vegi þeirra. Svo fór, að lögreglan girti miðbik hverfisins af. Þetta er annar dagurinn í röð, sem óeirðir verða í Peck- ham. Á mánudag dreifði lög- reglan hópum manna, sem köstuðu bensínsprengjum í all- ar áttir, brutu glugga í húsum og komu sér upp götuvígjum. Til óeirða kom ennfremur á ný í Toxeth-hverfinu í Liver- pool. Hópar aðallega svartra ungmenna fóru þar um með gripdeildum, um og köstuðu grjóti í lögregl- una, er hún reyndi að stöðva ólætin. Brasilía: 20 fórust í hagléli Rio de Janeiro, 2. október. GRÍÐARLEGT haglél brast á í bændaþorpinu Itaberinha de Mantena ( suö-austurhluta Brasilíu á mánudag meö þeim afleiöingum aö a.m.k. 20 manns fórust, 300 slösuöust, uppskera eyðilagöist og hús skemmdust illa. „Haglbreiðan var allt að 1% m á dýpt. Húsin þoldu þetta ekki og við fundum lík þakin höglum," sagði einn þorpsbúa, eftir að haglélið dundi á. Élinu slotaði eftir hálftíma, en á þeim tíma misstu um 3.000 manns heim- ili sín, rafmagn fór af og símalinur slitnuðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.