Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.10.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 27 AP-símamynd Til óeiröa kom á ný í Toxeth-hverfinu í Liverpool á þriöjudagskvöld. Hópar ungmenna fóru þar um meö gripdeildum og köstuöu grjóti í lögregluna, er hún kom á vettvang. Þá báru þeir eld aö fjórum bifreiöum. Skera upp herör gegn ónæmistæringu Alþjódaheilbrigðisstofnunin undirbýr alheimsbaráttu ZUrich, 1. október. Frá Önou BjarnidóUur, rréttnriUra Mbl. Alþjóöaheilbrigðisstofnun Sam- einuöu þjóöanna í Genf hefur nú nægan læknisfræöilegan og fjár- hagslegan styrk til að hefjast handa viö að undirbúa alheimsbaráttu gegn ónæmistæringu. Hingaö til hafa rannsóknir á sjúkdómum veriö ósamræmdar en stofnunin vonast til aö leysa úr þeim vanda uppúr ára- mótum og byrja þá að safna upplýs- ingum um sjúkdóminn út um allan heim á skipulagðan hátt. Lítil von er um aö lækning við sjúkdómnum finnist á næstunni en skipulagt átak í rannsóknum og upplýsingasöfnun er spor í þá átt. Stofnunin getur einnig samræmt átak gegn sjúkdómnum og stefnir nú að því að finna einfalda aðferð til að taka ónæmistæringarpróf af einstaklingum við ófullkomnar að- stæður. Miklar óeirð- ir í Peckham í Lundúnum London, 2. október. AP. MIKLAR óeirðir urðu í hverfinu Peckham í suðurhluta London í morgun. Fóru hópar af unglingum um hverfið rænandi og ruplandi, kveiktu í húsum og lentu síðan í hörðum átökum við lögregluna, er hún kom á vettvang til þess að skakka leikinn. óeirðir þessar komu í kjölfar tveggja daga óeirða í nágranna- hverfinu Brixton í síðustu viku. Þá urðu einnig óeirðir í Liv- erpool áþriðjudag. Það voru aðallega unglingar úr hópi blökkumanna, sem stóðu fyrir óeirðunum nú í Peckham. Kveiktu þeir m.a. í fjórum verzlunum og nokkrum öðrum húsum og báru síðan eld að bifreið, sem varð á vegi þeirra. Svo fór, að lögreglan girti miðbik hverfisins af. Þetta er annar dagurinn í röð, sem óeirðir verða í Peck- ham. Á mánudag dreifði lög- reglan hópum manna, sem köstuðu bensínsprengjum í all- ar áttir, brutu glugga í húsum og komu sér upp götuvígjum. Til óeirða kom ennfremur á ný í Toxeth-hverfinu í Liver- pool. Hópar aðallega svartra ungmenna fóru þar um með gripdeildum, um og köstuðu grjóti í lögregl- una, er hún reyndi að stöðva ólætin. Brasilía: 20 fórust í hagléli Rio de Janeiro, 2. október. GRÍÐARLEGT haglél brast á í bændaþorpinu Itaberinha de Mantena ( suö-austurhluta Brasilíu á mánudag meö þeim afleiöingum aö a.m.k. 20 manns fórust, 300 slösuöust, uppskera eyðilagöist og hús skemmdust illa. „Haglbreiðan var allt að 1% m á dýpt. Húsin þoldu þetta ekki og við fundum lík þakin höglum," sagði einn þorpsbúa, eftir að haglélið dundi á. Élinu slotaði eftir hálftíma, en á þeim tíma misstu um 3.000 manns heim- ili sín, rafmagn fór af og símalinur slitnuðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.