Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTpBER 1985 Áhugaverðara útsýni ___________Jazz_______________ Sveinbjörn I. Baldvinsson Hljómplatan „Þessi ófétis jazz“ bættist nýlega í ákaflega lítinn hóp íslenskra jazzplatna og er það fagnaðarefni. „Þessi ófétis jazz,“ sem fór svona heldur illa í Loft Kaldan í Straumrofi Halldórs Laxness stendur auðheyrilega í miklum blóma. Á þessari plötu eru sjö frum- samin lög. Fjögur eru eftir bassa- leikarann Tómas R. Einarsson, tvö eftir þá Tómas og Eyþór Gunn- arsson hljómborðsleikara og eitt eftir gítaristann Friðrik Karlsson. Þeir tveir sem láta sér nægja að standa að skífunni sem hljóðfæra- leikarar eru svo saxófónleikarinn góðkunni, Rúnar Georgsson og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Eins og sjá má er hér einvalalið á ferð. Eyþór, Friðrik og Gunn- laugur þekktir úr jazzrokksveit- inni Mezzoforte; Rúnar, einhver áhugaverðasti og litríkasti jazz- tónlistarmaður landsins síðustu áratugi og svo sagnfræðingurinn sem höndlaði jazzinn, kontra- bassaforkurinn og tónsmiðurinn Tómas R. í lögum sínum fetar Tómas vandrataða en skemmtilega slóð milli hins hefðbundna og hins nýstárlega. Laglínur plötunnar standa allar vel undir því nafni og víða nást fram skemmtileg áhrif með hljómasetningu sem ekki fer skemmstu leið að markinu, heldur þá sem býður upp á áhugaverðara útsýni. Þessi stefna eða aðferð í jazz- tónlist er auðvitað fjarri því að vera einhver nýjung í alþjóðlegu samhengi, en hún veitir íslenskum jazzi góða möguleika til að þróast, með því frelsi til sköpunar sem hún býður sólistunum. Frelsi, sem eins og jafnan, er vandmeðfarið og verður aðeins fremur fáum reglu- lega mikilvægt, í raun. Fyrsta lagið, „Gustur" er ein- kennandi fyrir það sem áður sagði um laglínur með úthugsaðri hljómasetningu. Það er líka ein- kennandi fyrir alla plötuna að því leyti, að strax þar er ljóst að hér spila einstaklingar sem ná vel saman. Undirspilið og einleikar- inn eru ekki tvö aðskilin atriði, heldur ein heild. Rúnar á hörkugott sóló sem gef- ur hinum sólistunum tóninn. Frið- rik og Eyþór ná einnig ágætum hæðum, en í raun eru það kannski þeir Tómas og Gunnlaugur sem eru aðalstjörnurnar í laginu, vegna þess hve vel þeim tekst að gæða lagið ómissandi spennu. Blúsinn „Þessi ófétis jazz“ er næstur og minnir mann pínulitið á Steps og bláa lurkinn, Take A Walk ( ekki leiðum að líkjast). Rúnar blæs sannarlega eins og argasta jazzóféti og ætti að fá silf- urlampa jazzins fyrir vikið. Frið- riki verður ekki nærri eins mikið úr blúsnum en er þó fyllilega með allan tímann. Eyþóri tekst betur upp. Blús er jú eitthvert kröfu- harðasta formið í jazzi. Svo lítið er þar til að styðja sig við, að í hvert sinn sem menn gera það, heyrist það gerla. Þetta er greini- lega heimavöllur Rúnars Georgs- sonar. Tómas snarar þremur kór- usum. Þriðja og siðasta lagið á A-hlið plötunnar er „Vor hinsti dagur er hniginn" enn er nafn sótt í veröld HKL). Þetta er gullfalleg ballaða í ætt við Blue in Green. Öll spila- mennska einkennist af miklum og algerlega nauðsynlegum næmleik. Línan er fallega spiluð af Friðriki, sem síðan vefur ljúfan tónavef, sem geldur aðeins eins, nálægðar- innar við stórkostlegt sóló Eyþórs Gunnarssonar þar á eftir. Það er eins og hver hending hafi alltaf átt heima þarna og aðeins beðið þess þolinmóð að einhver yrði til að finna hana. Leikur Ey- þórs í þessu lagi er tvímælaiaust hápunktur plötunnar og þyrfti ekki annað að koma til svo hún teldist islenskum jazzunnendum ómissandi. Höfundurinn, Tómas, leikur fal- lega í kringum melódíuna og þeg- ar laginu lýkur, enn með fallegu spili Friðriks, tregðast maður satt að segja við, um stund, að snúa henni við, því nú er aðalatriðið bú- ið. Fyrsta lag á B-hlið nefnist „Suss“ og er svipaðrar ættar og Gustur. Áðeins tveir sólistar láta vaða. Eyþór losar lagið skemmti- lega frá grunninum og Friðrik tekur í svipaðan streng. En lag- línukaflarnir eru samt skemmti- legastir. Þá kemur „Stríðsdans", sem á máli Keflavíkurútvarpsins mætti kalla „action-packed drama.“ Áhrif frá Steps, Pat Metheny Group og John Scofield svífa yfir vötnum. Gaman að heyra pena menn sleppa fram af sér beislinu. Gunnlaugur er hér í lykilhlutverki og skilar því með miklum sóma, sem ekki kemur á óvart, þótt ein- staka trommuslög geri það. Sóló Rúnars er ópenast og minnir á stóðréttir. Fer hér vel á því. Ágætt lag. „Managua" er framúrskarandi ljúf samba eftir Tómas. Friðrik spilar listilega með fingratækni Wes Montgommerys. Hér nær Friðrik sér albest á strik og hinir löngu alkunnu lagrænu hæfileikar hans njóta sín vel. Mjög gott sóló. Eyþór leikur hér á rafpíanó og veitist létt að gera það áheyrilega og vel það. Tómas leiðir hugann að vini okkar Niels Henning og ljúf- um leik hans á plötunni Jay- walkin’. Síðasta lagið er „Eina sölsu með öllu“, eftir Friðrik. Það ber nafn með rentu. Minnir nokkuð á Mezzforte, sérstaklega millikafl- inn. Gaman að heyra Mezzforte- músík svona í fjaðurvigtarútgáfu. Heimamenn eiga skemmtileg sóló. Laglínurnar flæða úr gítarnum. Þegar upp er staðið eru nokkur lykilatriði ljós. Allir aðstandendur plötunnar eru skotheldir jazztón- listarmenn, með eða án tillits til fólksfjölda. Undirrituðum kemur það ekki á óvart. Tómas R. Ein- arsson er líka góður lagahöfundur. Ekki nýjar fréttir það heldur. Og í síðasta lagi: Jazztónlistarmaður á alþjóðamælikvarða getur brugðið sér í gervi poppara og samið Gard- en Party eins og ekkert sé. Sem sagt: Upp með veskið og út í plötu- búð. Rykið dustað af Ragtime Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson TÓNABÍÓ RAGTIME ★★★ Leikstjóri Milos Forman. Handrit Michael Weller, byggt á samnefndri skáldsögu eftir E.L. Doctorow. Tón- list Randy Newman. Kvikmynda- taka Miroslav Ondricek. Aðalhlnt- verk James Olson, Howard E. Roll- ins Jr., James Cagney, Brad Dourif, Moses Gunn, Kenneth McMillan, Mary Steenburgen, Elizabeth McGovern. Dino De Laurentiis/UA, Bandarísk, frumsýnd 1981.155 mín. Oscarsverðlaunatilnefningar: Weller, Ondricek, Randy Newman, Elizabeth McGovern, Howard E. Roliins Jr. Það hefur sjálfsagt farið hrifn- ingarbylgja um flesta þá sem lesið höfðu hið margbrotna verk Doct- orows, Ragtime, er það spurðist út að kvikmyndagerð þess var lögð í öruggar listamannshendur For- mans. Hinn landflótta Tékki hafði þá þegar kvikmyndað annað, þekkt bókmenntaverk sem flestir töldu illmögulegt að festa á filmu, Gaukshreiðrið — með stórkostleg- um árangri. En Doctorow sjálfur var ekki lengur inní myndinni sem handritshöfundur, því miður. Ragtime er margslungin sögu- skoðun á þeim umbrotatímum í Bandáríkjunum á árunum fyrir fyrra stríð. Með ógrynni litríkra persóna, bæði uppdiktaðra, en fræg nöfn listilega fléttuð inní þetta meistaralega púsluspil, svo sem Houdini, Edda Goldman, J.P. Morgan, Booker T. Washington, Stanford White. En aðalsöguhetj- urnar, Mamma, Pabbi yngri bróðir Mömmu, Coalhouse Walker og Tateh eru samnefnarar hinna ólíku þjóðfélagshópa í Bandaríkj- unum í upphafi nýrrar aldar. Forman og Weller hafa talið þann kostinn vænstan að kljúfa þátt hins stolta, þeldökka píanó- leikara, Coalhouse Walker, útúr söguheildinni, en um hann og baráttu hans fyrir mannréttind- um fjailar kvikmyndin fyrst og fremst. Þessi ákvörðun veldur nokkrum vonbrigðum því af nógu er að taka og fyrir bragðið njóta James Cagney er einn af fjölmörg- um ágætisleikurum sem prýða Ragtime. Hún var fyrsta mynd hins gamalkunna skúrks eftir tveggja áratuga hlé. þeir vafalaust myndarinnar betur sem ekki hafa lesið bókina. Fyrsti klukkutíminn, eða svo, er mögnuð kvikmynd sem stendur jafnfætis því besta sem Forman hefur gert. Upphafið er í s/I. fréttamyndastíl þessa tímabils með slíkum árangri að áhorfand- inn hverfur heilan mannsaldur aftur í tímann. Fær tilfinningu fyrir þeim anda sem þá ríkti og bakgrunn fyrir nokkrar þeirra persóna sem eiga eftir að koma við sögu. Myndin kyrrist, við skyggnumst inní líf sundurleitra manngerða. Hástéttarfjölskyldu föðurins, hneykslunarhellunnar Evelyn Nesbit, gyðingsins fátæka, Tateh, sem nýkominn er til þessa gósen- lands þar sem hann á eftir að verða einn af frumkvöðlum kvik- myndagerðarinnar (hrífandi sögu Tateh og dóttur hans eru lítil skil gerð í myndinni). Loks kemur negrastúlkan, hin unga barnsmóð- ir, til sögunnar og í kjölfarið Coalhouse Walker. Eftir það lækkar risið nokkuð á þessari vandvirknislegu og áferð- arfallegu kvikmynd. Kafli hins stolta blökkumanns, sem býður ofurvaldi hvíta kynstofnsins byrg- inn í aldarbyrjun, verður því miður reyfarakenndur og lang- dreginn í höndum kvikmyndar- gerðarmanna. Þrátt fyrir að þessi afmarkaða stefna var tekin, er Ragtime óum- deilanlega afar vönduð, oft snjöll kvikmynd. Með augljósu lista- mannshandbragði Formans og samverkamanna hans, allt frá fyrstu mynd þeirra beggja — Konkurs, (’63) — kvikmyndatöku- mannsíns Ondriceks. Þá eru bún- ingar og sviðsmyndir (byggðar í Shepperton-stúdíóinu í London), hreinustu augnayndi. Leikaravalið er óaðfinnanlegt. Mest reynir á Dourif (svo ágætur í Gaukshreiðrinu) og Rollins. Dour- if hlýtur að vera kostur nr. 1, er túlka þarf taugaveiklað og ráðvillt ungmenni, en Rollins var hinsveg- ar með öllu óþekktur á þessum tíma en vart er hægt að ímynda sér hlutverk hans betur mannað. Cagney hefur auðsjáanlega litlu gleymt á þeim tuttugu árum sem hann var búinn að hvílast frá suöi kvikmyndatökuvéla uns Ragtime bar á góma. Steenburgen, McGov- ern og ekki síst James Olson (sem maður minnist ekki að hafa séð fyrr en nú í góðri mynd, allar götur frá Rachel, Rachel, leikstj. Paul Newman, ’68) koma öll þægi- lega á óvart með sterka persónu- sköpun. Tónlist Randy Newman, af öllum mönnum, er góður þáttur í vönduðum ramma myndarinnar. Ragtime tekst ekki að endur- spegla hina hrífandi þjóðlífsmynd Doctorows nema að nokkru leyti en margir þættir hennar og mynd- skeið bera þess augljóst vitni að engir meðalmenn stóðu að baki hennar. Því er það hálfgerð móðg- un, jafnt við þá sem áhorfendur, að loks er verið að frumsýna myndina hérlendis, orðna hartnær fimm ára gamla. Fengið að ryk- falla í friði og ró á lagernum í Tónabíói og í minningunni. Ein- takið í slöku ásigkomulagi og með dönskum texta í ofanálag þó full- víst sé talið að sú tunga sé niður- lögð, jafnvel á sunnudögum, i þorpum útá landsbyggðinni! En þökk samt (Amadeus). ófétið í Auga kattarins er hvoru- tveggja, ógnvekjandi og kátlegt. Nýjasta afkvæmi snillingsins Carlo Rambaldi, (E.T.). Kalt er kattargaman BÍÓHÖLLIN: AUGA KATTARINS — CAT’S EYE ★*★ Leikstjóri: Lewis Teague. Handrit Stephen King, byggt á eigin smá- sögu. Tónlist Alan Silvestri. Fram- leiðandi Martha J. Schumacher. Aðalhlutverk James Woods, Drew Barrymore, Alan King, Kenneth McMillan, Robert Hayes, Candy Clark. Bandari.sk, frá Dino De Laur- entiis Prod. MGM-UA. Frumsýnd 1985. Framleiðendum þykir skáld- skapurinn hans Stephen King hin vænlegasta fjárfesting, enda lesin af milljónum um heim allan. Af- leiðingin sú að árlega hafa hellst yfir mann nokkrar myndir byggð- ar á sögum eftir þennan afkasta- mikla og vinsæla rithöfund og hrollvekjumeistara. Á síðasta ári höndlaði svo stórframleiðandinn Dino De Laurentiis, kvikmynda- rétt smásagnasafns Kings og er stuðst við tvær þeirra í Auga katt- arins. Sú þriðja er hinsvegar samin gagngert fyrir kvikmyndina. King samdi jafnframt handritið og aðalhetja viðbótarsögunnar er eindæma skarpur köttur sem að auki tengir saman sögurnar þrjár. Við fylgjumst með kisulóru frá upphafi, er hún sprangar um götur Manhattan og er allra auðmjúk- legast beðin um hjálp af útstilling- argínu í búðarglugga! Kisa leggur nú upp í langferð til að hafa uppá persónunni sem hún á að koma til bjargar og gerir síðan í lokaþætt- inum eftir miklar kattarraunir. Fyrsti þátturinn fjallar um vægast sagt harkalegar aðferðir til að losna undan hörðu hús- bóndavaldi nikótínsins. Sú næsta um grimmilegar hefndaraðgerðir aldurhnigins eiginmanns á ungum og úthaldsgóðum eljara sinum — sem tekst að snúa gangi leiksins, og lokakaflinn segir svo frá björg- unaraðgerðum kisu er hún kemur hnum ófrýnilegasta óféti fyrir kattarnef! Hafði skrýmsli þetta búið um sig á milli þilja hjá telp- unni sem birtist i útstillingar- glugganum forðum. Allir þættirnir eru bráð- skemmtilegir. Hið kaldhæðnislega og tvíræða skopskyn höfundar sleppur, aldrei þessu vant, á milli listformanna, þökk sé að King sá sjálfur um handritsgerðina. Þeim Teague hefur tekist að skeyta hinar ólíku sögur saman með til- komu kattarins á mjög svo viðun- andi hátt, en kaflaskiftar myndir hafa flestar mislukkast til þessa, (þ.á.m. Creepshow þeirra Kings og Romeros) og þótt óaðgengilegar áhorfendum. Þrátt fyrir fræg nöfn eru það aöeins The Dead Zone og Cujo sem hafa skilað sér í meðförunum á hvita tjaldið með eiginleikum höfundar, Teague leikstýrði ein- mitt þeirri síðarnefndu. Þessi lipri og útsjónarsami verkmaður bætir nú annarri fjöður í hattinn því Auga kattarins kemur á óvart sem vönduð og meinfyndin afþreying þar sem hryllingurinn er upp á grín og gamanið löngum látið sitja í fyrirrúmi. James Woods er eng- inn aukvisi og hér fær hann að slá á léttari strengi en endranær sem tóbaksþrællinn og fer á kost- um. Sömuleiðis McMillan sem hinn kokkálaði eiginmaður en senunni stelur óneitanlega skrýmslið hið ógurlega, enda nýj- asta, skilgetna afkvæmi galdra- karlsins Carlo Rambaldi, (E.T., ofl. ofl.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.