Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OiCTÓBER 1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Ýlustrá Starfsmenn rásar II eru býsna iðnir við að leita álits hlust- enda og ber þar hæst leitina að vinsælustu dægurflugunum. Und- irritaður kemur ekki nálægt slíkri fiðrildasöfnun enda poppskríbent- arnir vafalaust léttari á fæti. En gjarnan er hlustað þegar Páll Þorsteinsson leitar álits hlustenda morgunútvarps rásar- innar á mönnum og málefnum. Síðastliðinn þriðjudagsmorgun leitaði Páll álits hlustenda á því hvern þeir teldu best að kominn sæmdarheitinu „maður mánaðar- ins“. Náttúrulega var íþrótta- maður sæmdur tignarheitinu enda rás II óðum að breytast í eins- konar músíkblandna íþróttarás, og er sú þróun í fullu samræmi við þá breytingu sem er að eiga sér stað í hguarheimi ungs fólks að manni virðist, en þar skipa víða popp og íþróttir að viðbættum nokkrum Rambóum heiðurssess. Bera auglýsingar risafyrirtækja á borð við Coke og Kellogg’s glöggt vitni um þessa þróun, en þær aug- lýsingar byggjast svo sannarlega á víðtækum rannsóknum á hugar- heimi neysluþegans. Þó eru nú alltaf til frjálshuga einstaklingar er láta ekki auramenninguna út- vatna hugsunina, þannig hlaut til dæmis í fyrrgreindum þætti Páls hinn íslenski antisportisti eitt at- kvæði og ... hinn almenni launa- maður hlaut tvö atkvæði, fyrir að standa af sér minnkandi kaup- mátt og hækkandi vexti, þá hlaut ... séra Gunnar Björnsson þrjú atkvæði og fylgdu hlýjar kveðjur og Þorsteinn Pálsson hlaut eitt at- kvæði, einnig forseti vor ástkær. Ýmsum kann að finnast slík vin- sældakosning harla ómerkileg, en hafa menn hugsað út í það að víða úti í hinum stóra heimi er vin- sældalistinn ákveðinn af valdhöf- unum? En þótt ég hafi nú haft gaman af vinsældakönnun Páls Þor- steinssonar á þriðjudaginn, þá var ég afar ósáttur við þá ákvörðun yfirmanna rásar II að fylgja ekki fordæmi kolleganna á rás I, er spiluðu þann daginn eingöngu upptökur með tónlist er ungt ís- lenskt tónlistarfólk flutti, enda þriðjudagurinn 1. október alþjóð- legur tónlistardagur æskufólks. Var hreint út sagt stórfenglegt að hlusta á hina ungu tónlistarmenn glíma við alþekkt klassisk verk, en það er nú svo að stundum fara hin margtuggðu meistaraverk fyrir ofan garð og neðan hjá hinum rút- ineraða útvarpshlustanda, sökum þess hve gerilsneyddar upptökurn- ar eru orðnar alla jafna. Máski hefði Ríkisútvarpið okkar lifað hér sinn fegursta tónlistardag ef á rás II hefði ekki hljómað hin al- þjóðlega, fjöldaframleidda, niður- soðna, vinsældalistamúsík er ku draga til stn hinn svokallaða „al- menna neytanda". Ekki stingandi strá Á þriðjudagskveldið var svo Ómar á dagskrá með klukkutíma þátt um .. gróðureyðingu. gróð- urvernd og landgræðslu á Islandi. Sýndi Ómar fyrst sjónvarps- áhorfendum myndir af ýmsum skikum lands vors er hafa ýmist orðið örfoka eða notið blessunar gróðurverndar. Þá kvaddi Ómar í sjónvarpssal vísa menn úr bænda- stétt og úr hópi landgræðslu- manna. Sýndist sitt hverjum um ástæður uppblástursins. Fór ég fróðari af fundi og þótti einkum forvitnilegt að hlýða á lýsingu Rangárvallasýslubóndans á land- inu. Hversu miklu fátækari verður ekki menning vor ef kjötheildsalar taka við af gildum bændum? Að vísu verða máski götur höfuðborg- arinnar enn þéttsetnari af smá- benzum, en andinn auðgast nú ekki af blikkbeljunni einni saman. Ólafur M. Jóhannesson Gísli Rúnar Jónsson er leik- stjóri. Steinunn Sigurðardóttir þýddi leikritið. „Það var hundurinn sem varð undir“ — útvarpsleikrit eftir Tom Stoppard ■HH Fimmtudags- leikrit kvölds- ~ ins nefnist „Það var hundurin sem varð undir“ og er það eftir breska leikritahöfundinn Tom Stoppard. Þýðinguna gerði Steinunn Sigurðar- dóttir en leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. í leikritinu fjallar Stoppard af sinni sér- stæðu gamansemi um hið flókna net alþjóðanjósna. Aðalpersónan, Purvis, er búinn að starfa svo lengi við njósnir og gagnnjósnir að hann er ekki lengur viss um fyrir hvern hann njósnar í raun og veru. En slík óvissa er að sjálf- sögðu afar óheppileg í þessari starfsgrein. Leikendur eru: Steindór Hjörleifsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Júlíus Brjánsson, Sigur- veig Jónsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Ævar R. Kvaran, Bríet Héðinsdótt- ir, Randver Þorláksson, Viðar Eggertsson, Flosi Ólafsson og Árni Blandon. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson. Samtímaskáldkonur — Helga Novak ■■■■ Þáttur er á (y | 30 dagskrá rásar 1 & 1 “* í kvöld er nefn- ist „Samtimaskáldkonur" og er þátturinn í tengslum við þáttaröð norrænu sjónvarpsstöðvanna. Um- sjón með dagskránni hef- ur Jórunn Sigurðardóttir og hefst hún kl. 21.30. Fjallað verður um Helgu Novak, en hún er þýskur rithöfundur og hefur m.a. búið á íslandi um árabil. I sjónvarpi sl. sunnu- dagskvöld var þáttur á dagskránni tileinkaður henni. Helga býr nú í Vestur- Berlín, en hún flýði á skólaárum sínum frá Austur-Berlín og var tek- in í fóstur af fólki, sem henni líkaði aldrei við, að eigin sögn, og hefur hún skorið á tengsl sín við fósturforeldra sína. Tónlistarkrossgátan á rás 2 á sunnudag ■i^M Sunnudaginn 6. i c;00 október verður tónlistarkross- gátan á dagskrá rásar 2 kl. 15.00 og birtist því hér sú krossgáta sem lögð verður fyrir. Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföld- um spurningum um tón- list og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi er Jón Gröndal. Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins, rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykja- vík, merkt Tónlistarkross- gátan. Jón Gröndal, umsjónarmað- ur Tónlistarkrossgátunnar. I UTVARP FIMMTUDAGUR 3. október 7.00 Veöurfregnir. Fréftir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 8.00 Frétfir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Sætukoppur'' eftir Judy Blume. Bryndis Vlglunds- dóttir les þýöingu sina (6). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar, pulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endur- tekinn þáttur Sigrúnar Helgadóttur frá kvöldinu áö- ur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.40 ,Ég man þá tlö“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11.10 Úr atvinnullfinu — Vinnu- staöir og verkafólk. Umsjón Tryggvi Þór. Aðalsteinsson. 11.30 Morguntónleikar. a. Þrjár ballöður eftir Carl Loewe. Verner Hollweg syngur. Roman Ortner leikur á planó. b. Rondó í A-dúr fyrir fiölu og hljómsveit eftir Franz Schubert. Josef Suk leikur meö St. Martin-in-the-Fields-hljóm- sveitinni. Neville Marriner stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „A ströndinni" eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvlk les þýöingu slna (10). 14.30 A frlvaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalðg sjómanna. RÚVAK. 15.15 Af landsbyggöinni — Spjallaö viö Snæfellinga. Eö- varö Ingólfsson ræöir viö Jó- hann Hjálmarsson skáld. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16„Fagurt galaði fuglinn sá". Umsjón Siguröur Ein- arsson. 17.05 Barnaútvarpið. Sfjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 19.55 Frá Kaprl. Sveinn Einarsson segir frá. Siöari hluti. 20.30 Tónleikar Sinfóni- uhljómsveitar Islands I Há- skólabiói. Fyrri hluti. Stjórn- andi: Militiades Caridis. Flutt verður Sinfónla nr. 6 I F-dúr op. 68 eftir Ludwig van Beethoven, Pastoral-hljóm- kviðan. 21.30 Samtlmaskáldkonur — Helga Novak. Dagskrá I tengslum við þáttaröö nor- rænu sjónvarpsstöðvanna. Umsjón: Jórunn Siguröar- dóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir. Orð kvötdsins. 22.25 Fimmtudagsumræðan. Fiskeldi. Fjármögnun, flutn- ingur, markaðir. Umsjón Gissur Sigurösson. 23.25 Kammertónlist. Oktett fyrir strengjahljóöfæri op. 3 eftir Johan Svendsen. Arve Tellefsen, Leif Jörgensen. Trond öyen og Peter Hindar leika á fiðlur, Jóhannes Hindar og Sven Nyhus á lág- fiölur, Levi Hindar og Hans Christian Nyhus á selló. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. /á SJÓNVARP 19.15 A döfinni. 19.25 Svona byggjum við hús. (Sá gör man — Bygge). Annar hluti. Sænsk fræðslu- mynd fyrir börn. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 19.35 Klnverskir skuggasjón- leikir. (Chinesische Schatten- spiele). 2. Skjaldbakan og tranan. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20J0 Auglýsingar og dagskrá. FOSTUDAGUR 4. október 20.40 Saga Bftlanna. (The Complete Beatles). Ný bandarisk heimildamynd I tveimur hlutum um fjórnvenn- ingana frá Liverpool og litrik- an starfsferil þeirra. Slðari hluti myndarinnar verður sýndur laugardaginn 5. október. Þýðandi Björn Baldursson. 21.40 Börn tveggja landa. (Children of Two Countries). Aströlsk heimildamynd I tveimur hlutum um börn i Kina og Astrallu. I fyrri hluta myndarinnar segir frá ferö ástralskra barna til Klna. Þýðandi Reynir Harðarson. 22.30 Fjall á tunglinu. (Berget pá mánens bak- sida). Sænsk blómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Lenn- ert Hjulström. Aöalhlutverk Gunilla Nyroos, Thommy Berggren og Bibi Anders- ?on. Myndin gerist i Stokkhólmi um 1890 og segir frá rússn- eska stæröfræðingnum Son- yu Kovalevsky og örlagarlku ástarsambandi hennar viö róttækan vlsindamann. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.05 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Magnús Krist- jánsson. 15.00—16.00 i gegnum tlðina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Stjórnandi: Ragnheiður Dav- lösdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Norðurrokk Stjórnandi: Ólafur Þóröar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.