Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Norræna ráðherranefndin: Ráðstefna um framkvæmdaáætl- un Sameinuðu þjóðanna og gagn- semi hennar fyrir Norðurlönd Þórunn Gestsdóttir formaöur Landssambands sjilfsUeöiskvenna afhendir fulltrúum þriggja h*gri flokka i Norðurlöndum slæöur meö merki Sjálfstcðisflokksins. Fri vinstri Þórunn þi Yrja Parkkinen fri Finnlandi, Ann-Cathrine Haglund frá Svíþjóð og Berit Alfsen frá Noregi. RÁÐSTEFNA um framkvæmdaá- Ktlun Sameinuöu þjóðanna, sem samþykkt var á kvennaráðstefnu í Nairobi, lauk nýlega í Reykjavík. A ráöstefnunni, sem haldin var á vegum jafnréttisnefndar norrænu ráðherranefndarinnar, var fjallað um hvernig Norðurlöndin geti notfært sér niðurstöður Nairobi ráðstefnunnar í eigin jafnréttismál- um. Flutt voru inngangserindi um opinberar jafnréttisstofnanir og jafnréttisstefnu, atvinnumál, heilsufar, menntunarmál og rann- sóknir. Að sögn Elínar Flygenring framkvæmdastjóra jafnréttis- ráðs, var efni ingangserindanna rætt í starfshópum og tillögur gerðar, sem lagðar verða fyrir norrænu ráðherranefndina. I starfshóp, sem fjallaði um opin- berar jafnréttisstofnanir og jafnréttisstefnu kom fram að Sameinuðu þjóðirnar geri ráð fyrir að til séu lög sem banna mismunun gagnvart konum. öll Norðurlönd nema Finnland búa við jafnréttislög og er nauðsyn- legt að hið opinbera hafi stofnan- ir til að framfylgja lögunum. Rætt var um nauðsyn þess að opinberir aðilar gangi á undan sem fyrirmynd til dæmis, sem atvinnurekandi og sýni í verki vilja til að framkvæma jafnrétti. Tillögur komu fram um að Norð- urlöndin samræmdu sína jafn- réttisstefnu til ársins 2000 og að ríkisstjórnir reki meðvitaða póli- tíska stefnu í jafnréttismálum. Þá komu fram tillögur um að jafnréttisráðin styddu og fram- kvæmdu jákvæðar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna og miðla hvert öðru af reynslu sinni í þeim efnum. Og að jafnréttisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar beitti sér fyrir því að opinberar stofnanir sem fjalla um jafn- réttismál fengju nægjanlegt fjármagn og starfsfólk til að vinna að þeim málum sem þeim er ætlað í lögum. I umræðum um atvinnumál kom fram að konur á Norður- löndum hafa lengri vinnutíma en karlar að meðaltali, ef saman er lagður vinnutími innan og utan heimilis. Tekjur kvennanna eru að miklum mun lægri að meðal- tali og mikið af þessari vinnu er „ósýnileg", til dæmis heimilis- störf og því illa metin. Lögð var fram tillaga um að breyta verð- mætamati starfa og önnur um styttri vinnudag og breytilegan vinnutíma, sem jákvætt atriði fyrir konur og karla með smá- börn. Auk þess tillaga um lengra fæðingarorlof og að foreldrum verði báðum gefinn kostur á fæðingarorlofi án tekjumissis. Rætt var um þátt kvenna í skipu- lagningu þjóðfélagsins og talað um nauðsyn þess að konur láti þau mál frekar til sín taka svo að allir fái það þjóðfélag sem hentar samtimanum. Bent var á að konum gæfist gullið tækifæri til að hasla sér völl í nýrri atvinnugrein til jafns við karla, þar sem tölvur koma við sögu. Þá kom fram tillaga um að hið opinbera brjóti mark- visst upp kynskipta vinnumark- aði og að nauðsynlegt væri að gera athugun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og að hvað miklu leyti það hamlar konum í starfi. Fjallað var um nauðsyn auk- innar menntunar hjá heilbrigðis- stéttum og fræðslu kvenna al- mennt, ekki síst í gegnum skóla- kerfið. A kvennaáratugnum hef- ur álit manna á ofbeldi gagnvart konum, sem áður var talið einka- mál fengist viðurkennt sem brot og var lögð fram tillaga um aukna kynfræðslu og frekari stuðning við kvennaathvörf. Til- laga var lögð fram um alsherj- arátak gegn klámi, ekki síst barnaklámi og rætt um áfengis- og lyfjaneyslu kvenna, en þær neyta mikið róandi lyfja. I umræðum um menntunarmál kom fram að menntun kvenna hefur aukist gífurlega og að þær sækja fremur almennt nám held- ur en hagnýtt nám og sækja enn i hefðbundið kvennanám. Skólabækur og kennarar mis- muna kynjum, oftast óafvitandi og halda í skefjum hinum hefð- bundnu viðhorfum. Tillaga kom fram um að bæði kynin fái sömu náms- og starfsráðgjöf enda sé það í takt við tíðarandann. Bent var á nauðsyn þess að fræðsla um jafnréttismál fari fram í skólum og að nemendur fái upp- lýsingar um staðreyndir á vinnu- markaðnum. Einnig tillaga um skipulega endurmenntun kenn- ara með tillit til þróunar i þjóð- félaginu. Tillaga um að vinna sérstak- lega að því að koma á framfæri niðurstöðum rannsókna um jafn- réttismál til almennings og skóla kom fram í umræðum um rann- sóknir. Þar var einnig lagt til að skipulögðu upplýsinganeti verði komið á milli hagstofa á Norður- löndum um jafnréttismál. Þaðan mætti afla tölfræðilegra upplýs- inga um hverju er ábótavant og hvar má leita úrlausna á ýmsum vandamálum. Þá var lögð fram tillaga um eflingu kvennarann- sókna. Þá kom upp tillaga um að halda kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna á 5 ára fresti og að haldið verði norfænt FORUM, ráðstefna áhugafólks um jafn- rétti, sem skipulagt verði af jafn- réttisnefnd norrænu ráðherra- nefndarinnar og kostað af henni. Konum fjölgaði á sænska og norska þinginu: Hlutfall kvenna á norska þinginu hæst í heimi — segir Berit Alfsen ritari Landssambands hægri kvenna RAÐSTEFNUNA sátu meðal ann- arra fulltrúar hægri flokka á Norð- urlöndum. Og voni þær Ann- Cathrine Haglund þingmaður og formaður samtaka hægri kvenna í Svíþjóð og Berit Alfsen ritari lands- sambands hægri kvenna í Noregi spurðar i<m niðurstöður umræðna í þeim hópum sem þær áttu sæti í. Ennfremur voru þær spurðar um stöðu kvenna í stjórnmálum í sín- um heimalöndum. „Eg tók þátt í umræðura um menntunar- og fræðslumál og þar var rætt um hvernig hægt væri með góðu móti að hafa áhrif á starfsval ungmenna og þá sér- staklega stúlkna," sagði Ann- Cathrine. „Starfsval er fyrsta ógnunin, sem mætir stúlkum og konum á lífsleiðinni, því valið hefur áhrif á möguleika þeirra á að sjá um sig sjálfar í framtíð- inni. Og áhrifanna gætir einnig í sjúkratryggingum og eftirlaun- um, sem eru ákveðið hlutfall af launum. Þá var rætt um hvernig hægt væri að hafa áhrif á þá, sem hafa með menntun stúlkna að gera og fá fóstrur, kennara og foreldra til að auka skilning á því að stúlkur velji sér starf við hæfi en ekki eftir kynferði. Þetta er mjög mikilvægt atriði og við verðum að samræma þær áætl- anir og niðurstöður, sem unnið hefur verið að í löndunum og freista þess að finna bestu lausn- ina.“ I rannsóknarhópnum þar sem ég átti sæti, var ákveðið að koma á samvinnu við tölfræðinga og komast jafnframt að því, hvaða svið konur hafi einna helst áhuga á að verði rannsökuð og einnig hvernig augum konur líta á eldri rannsóknir, sem gerðar hafa verið. f Svíþjóð hafa viðurkennd- ar niðurstöður rannsókna verið endurskoðaðar frá sjónarhóli kvenna, sem leitt hefur til endur- mats á fyrri niðurstöðum," sagði Berit. „Einnig ræddum við þau áhrif sem fjölmiðlar hafa á skoðanamyndun barna og ungl- inga á hlutverki og stöðu kvenna í þjóðfélaginu." - Hver var hlutur kvenna í nýafstöðnum kosningum í Sví- þjóð og Noregi ? „Eftir síðustu kosningar fjölg- aði konum nokkuð á sænska þinginu, þó ekki hægri konum," sagði Ann-Cathrine. „Þrátt fyrir að hægri konur væru ótrúlega virkar í kosningabaráttunni og legðu fram mikla vinnu var bar- áttu þeirra hvergi getið í stóru fjölmiðlunum, útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum, sem auðvitað hafði sín áhrif. Kosningabarátt- an snérist mest um forystumenn- ina og baráttuna milli Sosial- demokrata og Moderatasaml- ingspartiet." „Við náðum góðum árangri í Noregi. Borgaraflokkarnir héldu velli og hlutfall kvenna jókst það mikið I þinginu að það er orðið hið hæsta í heiminum og eru 30,4% þingmanna hægri flokks- ins konur,“ sagði Berit. „Þessa aukningu má rekja til samstarfs þverpólitískra og ópólitískra fé- lagasamtaka kvenna, sem unnið hafa saman í hálft ár. Hreyfingin beitti sér fyrir því að hafa áhrif á stjórnmálaflokkana um að fjölga konum í framboði og gefa þeim tækifæri til þingsetu. Þessi hreyfing var styrkt af ríkinu og er þetta í fjórða sinn sem það er gert.“ - Er svipað fyrirkomulag í Svíþjóð ? „Nei hver stjórnmálaflokkur verður að sjá um sig og við innan kvennahreyfingar hægriflokks- ins höfum aðgang að þriggja ára stjórnmálaskóla hægri flokksins. Og hafa konur, sem eru væntan- legir fulltrúar flokksins í kosn- ingum 1988, nú þegar hafið nám við skólann. Skólinn hefur gefið mjög góða raun, sérstaklega fyrir konur utan af landi,“ sagði Ann-Cathrine, að lokum. Borgames: Ráðstefna um húsgagnaiðnað Listahátíð kvenna: Ljóðadagskrá um ástina FÉLAG húsgagna- og innréttinga- framleiðenda og Iðntæknistofnun íslands efna til ráðstefnu um mál- efni húsgagna- og innréttingaiðnað- ar dagana 4. og 5. október nk. í Hótel Borgarnesi. í fréttatilkynningu segir að á ráðstefnunni sé ætlunin að ræða stöðu og framtíð húsgagnaiðnað- ar út frá markaðslegum og tæknilegum forsendum en auk þess verði framsöguerindi um lánamál og starfsskilyrði iðn- greinarinnar. Meðal frummæl- enda verða Harald Osvik, sér- fræðingur í vöruþróun hjá Stat- ens Teknologiske Institut í Ósló, og Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands. Ráðstefnustjóri verður Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna. Ráðstefnan er opin framleið- endum húsgagna- og trjávöru- iðnaði og öðrum þeim, sem áhuga hafa á málefnum iðngreinarinn- ar. FIMMTI hluti Ijóóadagskrár Lista- hátíðar kvenna verður í kvöld á Kjarvalsstöðum og hefst kl. 21. Að þessu sinni verður fjallað um ástina, og segir í frétt frá hátíðinni að lesin Ijóð sem á einhvern hátt tengjast hugtakinu ást, í sinni víð- ustu merkingu. Lesin verða Ijóð eftir: Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömr- um, Halldóru B. Björnsson, Erlu — Huldu — Steingerði Guð- mundsdóttur — Jakobínu Sigurð- ardóttur — Steinunni Sigurðar- dóttur — Hjördísi Einarsdóttur — Þóru Jónsdóttur — Nínu Björk Árnadóttur — Elísabetu Þor- geirsdóttur — Elísabetu Jökuls- dóttur — Magneu Matthíasdóttur — Ingibjörgu Haralds. — Ástu Sigurðardóttur o.fl. Áuk skáldkvennanna flytja leik- konurnar María Sigurðardóttir og Edda Þórarinsdóttir ljóð látinna og fjarverandi ljóðskálda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.