Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 39
Mig setti hljóðan er mér barst fregnin um lát eins besta vinar míns og félaga, Þormóðs Ög- mundssonar. Að vísu var mér svo vel kunnugt um hinn erfiða og langvinna sjúkdóm hans, að mér kom það engan veginn á óvart. Þó hafði ég ekki búist við að það yrði með svo skjótum hætti, en sjálfsagt hefur það verið honum hin besta lausn, þar eð sjúkdómurinn var orðinn honum mjög þungbær. Þormóður var fæddur að Sjáv- argötu í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Jón- ína Margrét Þórðardóttir og Ög- mundur Þorkelsson kaupmaður á Eyrarbakka. Ég kynntist þessum ágætu hjónum eftir að þau fluttust bú- ferlum til Reykjavíkur ásamt börnum sínum árið 1924. Við Þormóður tókum inntóku- próf í Menntaskólann vorið 1925 og hófust þá kynni okkar og vin- átta, sem varað hefur nú um sex- tíu ára skeið og er því margs að minnast, einkum þó ánægjulegra stunda. Síðustu þrjá veturna fram að stúdentsprófi lásum við saman á heimili mínu að Þingholtsstræti 33, en það var í næsta nágrenni við heimili Þormóðs, að Laufásvegi 20. Guðrún móðir mín hafði mikið dálæti á Þormóði. Þau voru bestu vinir og fannst mér sem hún liti nánast á hann eins og eitt af börn- um sínum. Við vorum mjög samrýmdir og betri og þægilegri félaga get ég vart hugsað mér, alltaf í góðu skapi, prúður, iðinn og duglegur námsmaður. Árið 1931 lukum við báðir stúd- entsprófi og hófum samtímis há- skólanám. Við fylgdumst að þótt hann væri í laga-, en ég í læknadeild og lukum báðir háskólanámi 1937. Að loknu prófi fór ég til fram- haldsnáms í Danmörku en hann hóf störf sem lögfræðingur Út- vegsbanka íslands. Árið 1955 varð Þormóður aðal- lögfræðingur bankans. Hann tók virkan þátt í félagsmálum banka- manna og hafði á hendi ýmis trún- aðarstörf, sem hann rækti með mikilli prýði og nákvæmni, að því er samstarfsmenn hans hafa tjáð mér. Ég veit einnig að hann er afar vel látinn I starfi sínu, eign- aðist þar marga vini og kunningja, enda hjálpfús með afbrigðum, bæði við samstarfsfólk, viðskipta- vini bankans og aðra. Hann var hvers manns hugljúfi. Þegar tuttugu ár voru liðin frá stúdentsprófi ákváðum við sex bekkjarbræður að koma saman ásamt mökum okkar eitt kvöld í þorrabyrjun ár hvert, á heimilum okkar til skiptis. Þetta voru skemmtifundir haldnir „til að minnast liðinna samverustunda og treysta vináttuböndin" eins og skráð er í fundargerðarbók, sem við héldum. Auk okkar Þormóðs var hér um að ræða Oddgeir Magnússon lög- fræðing, Snæbjörn Kaldalóns lyf- sala, Egil Sigurgeirsson hæsta- réttarlögmann og séra Þorstein Björnsson. í þrjátíu ár héldum við þessa fundi þó að fækkað hafi í hópnum og eru nú nær þrjú ár síðan sá síðasti var haldinn. Það er margs að minnast frá þessum samkomum okkar og allt- af var Þormóður þar hrókur alls fagnaðar. Hann var, á meðan honum ent- ist heilsa, mikið hraustmenni, vel vaxinn, sterkur og stæltur og fríð- ur sýnum, auk þess vel máli farinn og ágætlega ritfær. Ég tel þó að það sem fyrst og fremst einkenndi Þormóð hafi verið drenglyndi hans og hjálp- fýsi. Traustari og betri vin held ég vart að ég hafi eignast. Þeir eru ábyggilega margir sem minnast hans með þakklátum hug og sakna hans. Kona Þormóðs, frú Lára Jóns- dóttir frá Varmadal á Kjalarnesi, er ein vænsta og ánægjulegasta kona sem ég hef kynnst. Hún hef- ur verið manni sínum hinn ákjós- anlegasti lífsförunautur, traust og miöf’f förnfnq nrr Kpqf Vom MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 39 fram í veikindum hans. Hún bjó honum fagurt heimili. Var ágæt húsmóðir og mikil og góð móðir barnanna. Hjónaband hennar og Þormóðs var með eindæmum gott. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Börnin eru þrjú, öll mesta myndarfólk. Elstur er Jón Ög- mundur lögfræðingur, sem verið hefur sendiráðsritari í París og Moskvu og er nú deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Hann er kvæntur Lilju Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Næstelst er Salvör sem verið hefur flugfreyja, gift Birni Sverrissyni yfirflugvél- stjóra hjá Cargolux, búsett í Lúx- emborg. Yngstur er Guðmundur Þór framkvæmdastjóri, kvæntur Vigdísi Ósk Sigurjónsdóttur. Barnabörnin eru nú orðin fimm. við Þórdís kona mín og fjöl- skylda okkar vottum frú Láru, börnunum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Þeir Egill Sigurgeirsson og Þorsteinn Björnsson, sem ásamt mér eru þeir einu bekkjarbræðr- anna sem enn eru á lífi, senda einnig innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum Þormóði vini okkar Guðs blessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni kl. 15 í dag. Erlingur Þorsteinsson í dag minnast ástvinir, sam- starfsmenn og vinir sameiginlega Þormóðs Ögmundssonar, fyrrv. aðstoðarbankastjóra í Útvegs- banka íslands, þegar hann er borinn til hinstu hvíldar við útför hans í Reykjavík í dag. Fregn um andlát Þormóðs kom mér og fleir- um nokkuð á óvart, því þótt öllum kunnugum væri ljóst, að heilsu hans væri mjög farið að hraka, var ekki talið að svo skammt væri til hans endadægurs. Að vísu hafði hann verið í Vífilsstaðasjúkrahúsi í um fimm vikur, en ráðgert hafði verið að hann færi heim á næstu dögum. Ekki er ætlun mín að skrifa hér ítarlega um lífsferil Þormóðs Ögmundssonar, það gera væntan- lega aðrir, sem kunnugri eru starfsferli hans, enda vorum við aldrei samstarfsmenn, en við kynntumst nokkuð snemma og nokkru síðar lágu leiðir okkar saman við nám og hafa legið saman með ýmsum hætti á langri ævi, en af þeim kynnum er maður- inn mér svo hugþekkur, að ég vil minnast hans á þessari stundu með því að setja þessar línur á blað. Fyrstu minningar mínar um Þormóð eru frá því við áttum báðir heima í Þingholtunum, en það var um 1930 eða þar um bil. Þá var Þormóður byrjaður menntaskóla- nám og virtist mér hann stunda námið betur en títt var og virtist stefna að föstu marki og forðast að láta draumóra eða vafurloga tímanna villa sér sýn. Ekki lágu leiðir okkar þó saman við það nám, enda fór ég ekki hefðbundnar leiðir til stúdentsprófs. Hinsvegar áttum við nokkrum árum síðar nokkra samleið í lagadeild HÍ, en þaðan útskrifaðist Þormóður árið 1937. Þótt ég kæmi í háskólann nokkru síðar en Þormóður, fylgdist ég nokkuð með námsferli hans, enda vorum við vel kunnugir fyrir. Varð mér strax ljóst, er ég kom í deild- ina, að Þormóður hafði frá upphafi tekið fasta stefnu í náminu og náð föstum tökum á efninu og haldið því striki allt til lokaprófs, en það varð ekki sagt um alla, sem þarna voru, enda voru ýmsar ástæður til þess, að menn innrituðust í þetta nám, en ekki verður farið nánar út í það hér. Stefna Þormóðs var hinsvegar eindregin, enda varð árangurinn eftir því, þegar til lokaprófs kom. Þótt ég, er þessar línur rita, hafi aldrei verið sam- verkamaður Þormóðs, þá hefi ég fylgst svo vel með honum, að ég held, að segja megi um aðallífs- starf hans það sama og námsferil- inn, að brautin hafi verið tiltölu- lega bein og skýrt mörkuð og að hann hafi ekki verið síður farsæll í starfi sínu en námi svo þar ber engan skugga á. Ekki var það þó vegna þess, að starf hans væri létt eða auðvelt, heldur þvert á móti, þar sem hann hafði, fyrst sem lögfræðingur og síðar sem banka- stjóri í Útvegsbankanum, að sjálf- sögðu margþætt og vandasöm mál með höndum alla tíð, enda er mér tjáð af kunnugum, að hann hafi verið mikill og góður starfsmaður að hverju sem hann gekk. Vann Þormóður hjá þessari sömu stofn- un allan sinn starfsaldur, eða um 43 ára skeið. Þá vil ég víkja að hinni hliðinni á lifi Þormóðs, ef svo mætti segja, þar sem er einkalíf hans og fjöl- skylduhagir og held ég að mér sé óhætt að segja að hann hafi ekki verið síður farsæll þar en á at- vinnusviðinu. Hinn 10. júní 1939 gekk hann að eiga Láru Jónsdóttur frá Varmadal, sem lifir mann sinn, og hefur hún verið honum góður félagi og lífsförunautur alla tíð, ekki síst vegna heilsubrests hans síðustu misserin og er mikil og myndarleg húsmóðir. Þau áttu um þrjátíu og fimm ára skeið gott heimili að Miklubraut 58 hér í borg. Þau Lára og Þormóður hafa eignast þrjú börn, sem öll eru á lífi og gift og barnabörnin eru -" fimm og hafa ástvinirnir verið þeim Láru og Þormóði til mikillar hamingju í lífinu. Þegar litið er yfir sviðið, er ég ekki í vafa um, að Þormóður Ögmundsson hafi verið mikill gæfumaður í lífinu og að hann hafi sjálfur verið á þeirri skoðun, þótt hann hafi ekki séð allar sínar vonir rætast fremur en aðrir. Ég mun jafnan minnast Þormóðs Ögmundssonar, sem hins trygga vinar og drengskaparmanns, sem vildi hvers manns vanda leysa, er hann mátti. Konu hans, öðrum ástvinum og bróður, sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Sigurður M. Helgason M Minning: Axel Jónsson fv. alþing- ismaður og bœjarfulltrúi Fæddur 8. júní 1922 Dáinn 31. ágúst 1985 Mér bárust tíðindin um andlát Axels Jónssonar frv. alþingis- manns og bæjarfulltrúa er ég dvaldi í sumarleyfi úti á Ítalíu um miðjan þennan mánuð. Vegna langvarandi veikinda Axels þá verður ekki sagt að þau tíðindi kæmu á óvart þrátt fyrir það mikla þrek og æðruleysi er hann sýndi öll þau ár sem þetta veikindastríð hans stóð yfir. Ég kynntist Axel Jónssyni snemma, en þó ekki náið, á sviði ungmennafélagsskaparins og á vettvangi íþróttahreyfingarinnar, þar sem hann var mjög virkur og einlægur þátttakandi. Á íþróttavellinum tók Axel þátt í köstum, sérstaklega kúlu og kringlu, sem hann náði mjög langt í með sinni miklu snerpu og keppn- isvilja og var um tíma í fremstu röð á landsmælikvarða í þessum greinum. Það vakti athygli mina þegar ég sá Axel fyrst varpa kúlu að hann notaði vinstri hendina. Þegar ég svo seinna kynntist Axel Jónssyni á vettvangi stjórn- málanna þá hafði hann skipað sér mjög ákveðið á hægri kantinn. Innan Sjálfstæðisflokksins fylgdi Axel Gunnari Thoroddsen að málum, sem ég held að hann hafi trúað að boðaði frjálslyndari stefnu en aðrir foringjar flokksins. Innan Sjálfstæðisflokksins fylgdi Axel Gunnari Thoroddsen að málum, sem ég held að hann hafi trúað að boðaði frjálslyndari stefnu en aðrir foringjar flokksins. í samstarfi fannst mér Axel ávallt vera næst því sem kallað er miðjumaður í stjórnmálum, þann- ig var einlægur vilji hans stöðugt opinn til málamiðlunar. Axel Jónsson flutti mjög snemma í Kópavog og bjó þar alla tíð frá því að Kópavogur var enn hreppsfélag með eitt til tvöþúsund íbúa og fylgdist því náið með öllum þeim vaxtaverkjum sem fylgdu því að byggja frá grunni næst stærsta sveitarfélag landsins á fáum árum, sem gerst hefur hér í Kópavogi. Ég hygg að hugur Axels Jóns- sonar hafi mjög snemma hneigst til þátttöku í stjórnmálum og kom þar ekki síst til áhugi hans á fé- lagsmálum yfirleitt. Með ánægju minnist ég sam- starfsins við Axel Jónsson að bæisrmílnm < Kónavogi allt frá 1962, þá sem einn af starfsmönn- um bæjarskrifstofunnar en hann sem fulltrúi flokks síns í bæjar- ráði. Minnisstæðust er mér þó sam- vinnan við Axel Jónsson í bæjar- stjórn Kópavogs á kjörtímabilinu frá 1970 til 1974, þar sem við stýrð- um sameiginlega meirihluta sam- starfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að bæjarmál- um í Kópavogi. Þessa samstarfs við Axel Jóns- son mun ég ávallt minnast með ánægju og hlýhug til hans, ekki síst vegna einlægni hans og festu gagnvart því sem búið var að ákveða hverju sinni. Ég held við höfum báðir gert okkur það ljóst frá upphafi þessa samstarfs að miklum tíma yrði að eyða í undir- búning mála ef þoka ætti til betri vegar. Við ákváðum því í upphafi kjör- tímabilsins að nota alla laugar- dagsmorgna til að hitta bæjar- stjórann Björgvin Sæmundsson á skrifstofu hans í Félagsheimilinu til skrafs og ráðagerða um þau mál sem taka átti til meðferðar á meirihlutafundum og í bæjarráði eftir hverja helgi. Þessi venja hélst síðan út allt kjörtímabilið og greiddi örugglega fyrir framgangi margra mála, enda voru oft tilkvaddir ýmsir æðstu embættismenn bæjarins. í minningunni um Axel Jónsson er ekki óviðeigandi að rifja upp þá þætti í bæjarmálastarfinu sem mestum sköpum skiptu um fram- tíð bæjarfélagsins og mótaðir voru á þessum árum. Rúmsins vegna verður þó að stikla á stóru. Ég ætla að láta nægja að minnast hér á þrjú mál, sem ég tel að öll hafi fengið farsæla af- Minning: Þorsteinn Agúst Guð■ mundsson, skipstjóri Fæddur 3. ágúst 1895 Dáinn 25. september 1985 „Eitt sinn verða allir menn að deyja." En samt er söknuðurinn alltaf jafn mikíll þó að vitað sé að enda- lokin séu í nánd. Og nú er afi farinn inn í eilífð- ina, en við munum geyma vel allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margser aðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. <3 n 1 «ec v n-;™ Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, Inni" greiðslu, en tóku mikið af starfs- tíma okkar fyrsta og annað ár kjörtímabilsins. f fyrsta lagi ætla ég að nefna samninginn við Hitaveitu Reykja- víkur um að leggja hitaveitu í allan Kópavogskaupstað á tveim til þrem árum, sem ég tel að hafi fært Kópavogsbúum meira í aðra hönd en nokkur önnur framkvæmd fyrr og síðar. í annan stað vil ég svo nefna *^r samninginn við Reykjavíkurborg um mörk milli sveitarfélaganna, þar sem gert var ráð fyrir að í hlut Kópavogs kæmi landssvæðið inn á Digraneshálsinum, þar sem skipulagt var núverandi iðnaðar- svæði við Smiðjuveg og Skemmu- veg. En þeim lóðum var úthlutað í ársbyrjun 1974. Fyrir að láta þetta land af hendi fékk Reykjavík sneið úr Fífuhvammslandi, sem hún varð að greiða fullu verði. . Þriðja málið er svo skipulag miðbæjarins og byrjunarfram- kvæmdir á svæðinu, sem hófust á þessu umrædda kjörtímabili. Þó ég láti nægja að minna á þessi mál þá mætti nefna ótal fleiri sem gengið var frá á þessum tíma og * * kröfðust mikillar vinnu bæði heima í Kópavogi og við stjórnvöld s.s. uppgjör Hafnarfjarðarvegar- ins, gatnagerð, skólabyggingar, bygging íþróttaleikvangs í Kópa- vogsdal, undirbúning að byggingu íþróttahúss á Digraneshálsi og margt fleira mætti telja. Mér fannst þetta kjörtímabil skemmtilegur tími, en hann var aðeins of stuttur til að ljúka verk- um, sem sennilega koma til með að dragast leiðinlega lengi. Og þegar ég nú minnist Axels Jnsson- ar, þá finnst mér að ég gæti skrifað langt mál um. En þar er þó í minningunni bjartast yfir þeirri vináttu sem myndaðist á þessum árum við tvo mikilhæfa atorku- menn sem báðir eru horfnir yfir móðuna miklu, þá Axel Jónsson alþingismann og bæjarfulltrúa, sem hér er sérstaklega minnst og Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóra. Þessir tveir menn voru um margt ólíkir, en þeir áttu það sameiginlegt að vilja fyrst og fremst láta gott af sér leiða og fórnuðu til þess tíma og kröftum. Þrátt fyrir erfiða heilsu var Axel Jónsson gæfumaður. Hann lauk miklu og farsælu ævistarfi, _ sem færði honum vináttu og virð- ingu samferðamannanna, og í einkalífi sínu var hann ekki síður hamingjusamur með atgerfiskon- una Guðrúnu Gísladóttur sér við hlið. Ég flyt Gurúnu, börnum þeirra og öðrum ástvinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gnttnrmur Simrbiömsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.