Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 13

Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 13 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Um framsýni sagdi Fridtjof Nansen: „Ég sóa ekki tímanum i að líta um öxl, mér finnst svo brýnt að horfa fram.“ Með framsýni stuðlum við að betrí nýtingu á íslensku hráefni, eins og Ld. með uppskrift sem þessari sem sýnir góða nýtingu á fiski. Karrýfiskur 600 g fiskur hrár eða soðinn 2 matsk. matarolía 1 tsk. karrý 1 lítill laukur 2 matsk. hveiti 1 bolli mjólk 1 bolli fisksoð eða 1 bolli kjúklingasoð (vatn og kjúkl- ingakraftur) 1 lítið grænt epli (matarepli súrt) salt 1 bolli grjón (xh lb—227 g) 1. Fiskur (hrár) er roðflettur og skorinn í bita. Þegar notaður soð- inn fiskur er hann aðeins hitaður í sósunni. 2. Matarolían er hituð og fínskor- inn laukurinn látinn krauma i feitinni þar til hann er glær en ekki brasaður. Þá er karrýinu bætt við og það látið krauma með smástund við mjög vægan hita. Hveitið er sett út í og blandað vel lauknum og vökvanum bætt út í smátt og smátt og hrært vel í þar til sósan er orðin jöfn og mjúk. 3. Því næst eru fiskbitarnir settir út í sósuna ásamt niðurskornu epli. Látið sjóða við mjög vægan hita þar til fiskurinn er soðinn í gegn (u.þ.b. 10 mín). Berið fram með soðnum grjón- um. Sósugerð: Athugið að setja alltaf kaldan vökva út í heita blöndu af feiti og hveiti til að tryggja það að sósan verði „satínmjúk". Kaldur vökvinn kælir pönnuna, og lætur „blönduna“ og vökvann þykkna og hitna samtímis; þannig að sósuna má jafna vel um leið og hún þykkn- ar. Verð á hráefni: Ýsuflök (600 g) kr. 108,00 1 epli kr. 9,00 grjón (x/2pk.) kr. 16,00 kr. 133,00 Síðustu dagar hafa verið spennandi fyrir þá sem stefna að því að kaupa nýjan Opel: Fyrst tilkynntum við umtalsverða verðlækkun, sem ein og sér gaf fullt tilefni til að skella sér í kaupin. Þá var tilkynnt tollalækkun sem leiddi af sér enn frekari verðlækkun! Þegar svo við bættust tilboð okkar um auðveldari leiðir en áður til greiðslu á nýja bílnum, sáu menn í hendi sér að það hefuraldrei verið meira vit í því að kaupa Opel en einmitt núna! Verðlækkunin er ótrúleg: Þannig lækkar t.d. Opel Ascona LS, 5 dyra, úr 569.855 í 493.000. 30.000 kr. staðgreiðsluafsláttur ef bíllinn er greiddur innan 45 daga frá afhendingu. Gamli bíllinn tekinn upp í Oft kemur mjög vel út að setja gamla bílinn upp í. Þá erum við tilbúnir að hjálpa. Dæmi: Opel Ascona LS 5 dyra (eftir lækkun) kr. 493.000 Sá gamli kostar t.d. kr. 195.000 Þá er útborgun kr. 188.000 og afganginn greiðir þú með jöfnum afborgunum á 6 mánuðum. kr. 110.000 kr. 493.000 60% lánað Þú getur Kka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu. Dæmi: Nýr Opel Ascona LS 5 dyra kr. 493.000 Útborgun 40% kr. 197.200 Helming eftirstöðva lánum við síðan í 3 mánuði kr. 147.900 og afganginn í 12 mánuði kr. 147.900 ^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 BíLVANGURse HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 * Gildir til 10. nóvember eða á meðan birgðir endast. Alltaf eitthvað nvtt! Auglýsir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.