Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 íslenzk skildinga- bréf á uppboði Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson Dagana 10. og 11. þ.m. eða eftir viku verður frímerkjauppboð í Málraey í Svíþjóð, sem hlýtur að vekja athvgli íslenzkra frímerkja- safnara. Úppboðsfyrirtækið Postil- jonen AB býður sem sé upp hluta af frsgasta íslandssafni veraldar, eins og það er orðað í uppboðs- skrá. Safnið er líka löngu þekkt meðal safnara, enda hlaut það 12 gullverðlaun auk heiðursverðlauna á árunum 1971 til 1981. Hér á landi var það sýnt í boðsdeild á ISLAND- IU 73. Eigandi þessa mikla og merkilega safns var sænskur iðn- jöfur, Holger Crafoord, sem nú er látinn. Þegar blaðað er í uppboðs- skránni, hlýtnr það að vekja undrun, hversu miklu þessi sænski maður hefur náð saman af íslenzkum frímerkjum og umslögum auk alls kyns afbrigða og það á stuttum tíma. Auðvitað geta menn komizt langt, þegar nægilegt fé er fyrir hendi og ekki þarf að velta fyrir sér, hvað hlutirnir kosta, ef þeir á annað borð eru fáanlegir. En þetta verður að telja mjög óvenjulegt safn af fágætu íslenzku frí- merkjaefni. Af þeim sökum verð- ur forvitnilegt að fylgjast með því, hversu vel gengur að selja það og þá fyrir hversu hátt verð. Um tíma virðast íslenzk frímerki hafa verið í lægð — eins og raunar frímerki almennt, en þetta mun vera að breytast. Þess vegna verður sérstaklega fróð- legt að bera saman það verð, sem fæst fyrir þetta mikla efni, við listaverð. Trúlega verður það í ákveðnum tilvikum hærra en listaverðið, enda þá um að ræða hluti, sem sjást sjaldan á mörk- uðum, en oft ætti það að fara á mun lægra verði en skráð er, ef miðað er við almenna viðskipta- hætti. Ekki neita ég því, að margs konar hugrenningar hafa hvarfl- að að mér við að skoða þessa uppboðsskrá, þar sem lýsingar og eins myndir eru af flestu því íslenzka efni, sem hér verður boðið upp. Ekki ætla ég mér þá dul að geta sagt til um ágæti eða trúverðugleik þessa efnis al- mennt, en þó held ég, að sums staðar geti verið einhverjir maðkar í mysunni. Skylt er þó að geta þess strax, að vottorð fylgja flestu því, sem hér er boðið upp. Ekki neita ég því, að mér lízt ólíkt betur á boð 1318, 4 sk. merki með þriggja hringja stimpli nr. 1 (Khöfn) fyrir 6 þús. s. kr. en boð 1309, 2 sk. með þriggja hringja stimpli nr. 236 (Rvík). Þann stimpil átti alls ekki að nota til stimplunar, þegar íslenzk frímerki voru tekin í notkun í ársbyrjun 1873. Þetta eintak er metið á 15 þús. s. kr. eða rúmar 75 þús. ísl. krónur. Sama má svo segja um boð 1546, 8 sk. þjónustufrímerki, sem metið er á 2 þús. s. kr. Alkunna er, að upprunastimp- ill frá HRAUNGERÐI er ekki alltaf vel séður meðal safnara. Hér er boðið tvennd af 4 sk. almennu frímerki á snyfsi, stimpluð í Hraungerði 18/8 fyrir 10 þús. s. kr. Einkennileg tilvilj- un er það, að svo er þríröð með 8 sk. boðin upp á snyfsi með sama stimpli og sömu dagsetningu, að því er ég fæ bezt séð, og metin á 25 þús. s. kr. eða sem svarar nær 128 þús. ísl. krónum. Loks sé ég ekki betur en sama dagsetn- ing sé á tvennd af 3 sk. merki, stimplaðri í Hraungerði. Hér ber vitaskuld að geta þess, að stimp- illinn er frá skildingatímanum, svo að ekkert er því til fyrirstöðu, að um rétta notkun geti verið að ræða, þótt dagsetningin sé hin sama. Aftur á móti getur kórónu- stimpill á 4 sk. frímerki, boð 1320, ekki staðizt nema sem eftir- stimplun þrátt fyrir vottorð, sem fylgir án athugasemda um slíkt. Þá eru yfirprentanir frá 1897 og 1902-03 með alls konar til- brigðum kapítuli út af fyrir sig, en út í þá sálma fer ég ekki nán- ar. Þar verða menn að dæma sjálfir og meta og greiða síðan eftir því. En verð þessa efnis hefur ævinlega verið hátt, enda sumt af því hið mesta torgæti. Á þessu uppboði eru tíu svo- nefnd forfrímerkjabréf, þ.e. bréf fyrir daga frímerkjanna. Helm- ingur þeirra er til Finns Magnús- sonar, prófessors í Kaupmanna- höfn, en bréfasafn hans virðist hafa komizt á almennan markað. Eru mörg bréf til hans þekkt i fórum safnara. Þá eru tvö bréf til dansks vínkaupmanns frá 1851 og 1854 með danska Fod- post-stimplinum og dagsetningu og ártali. Þá eru þrjú innlend bréf, sem flokkast undir svo- nefnd þjónustu- eða embættis- bréf og merkt sem slík. Lág- marksverð allra þessara bréfa eru 80 þús. s. kr. eða um 409 þús. ísl. krónur. - Á síðustu áratugum hefur söfnun forfrímerkjabréfa aukizt mjög og þannig orðið hliðargrein við söfnun frímerkja og heilla bréfa eða umslaga með frímerkj- um á. Vafalaust má deila um söfnunargildi þessara bréfa. Ég álít sjálfur, að æskilegt sé að þess konar bréf hafi póststimpil eða a.m.k. ákveðið einkenni, svo að þau geti talizt forfrímerkja- bréf. Með hliðsjón af þeirri skoð- un eru fimm þessara bréfa mjög áhugaverð, en Finns-bréfin eru annars eðlis, enda engan veginn öruggt, að þau hafi farið eðlilega póstleið til viðtakanda. Vafalaust vekja mesta athygli á þessu uppboði Postiljonens tvö almenn skildingabréf, sem metin eru á 375 þús. s. kr. eða um 1.917.000 ísl. króna. Annað bréfið er hið eina þekkta með skips- póstsstimpli til Englands, en hitt er bréf til Kanada og hið eina, sem vitað er um með 16 sk. frí- merki, tk. 12 xh. Þá er hér þjón- ustubréf frá skildingatimanum með 4 sk. þjónustufrímerki, sent frá Egilsstöðum til póstmeistar- ans í Reykjavík, óla Finsens. Er það annað af tveim þjónustubréf- um með álímdum skildingafrí- merkjum, sem vitað er um utan skjalasafna. Enda þótt sjálft merkið sé rifið, er bréfið metið á 100 þús. s. kr. eða um 511 þús. ísl. krónur. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvað þetta bréf og eins hin skildingabréfin verða slegin á, en hætt er við, að verðið verði íslenzkum söfnurum ofviða. Hvað sem líður einstökum hlutum á þessu væntanlega upp- boði er alveg ljóst, að hér er á ferðinni mjög gott og skemmti- legt frímerkjaefni. Verður áreið- anlega langt að bíða þess, að annað eins efni standi íslands- söfnurum aftur til boða. Mér kæmi ekki heldur á óvart, að margur safnarinn hugsi sér til hreyfings, en trúlega verður róð- urinn þungur hjá þeim flestum, áður en uppboðinu lýkur. Nýtt frímerki 15. október Þriðjudaginn 15. þ.m. verður þess minnzt á margvíslegan hátt, að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu hins kunna málara, Jó- hannesar Sveinssonar Kjarvals, en hann lézt háaldraður árið 1972. Póst- og símamálastjórnin hagar því svo til, að þennan dag kemur út nýtt frímerki, sem sýn- ir málverk eftir meistarann, sem hann málaði á árunum 1935 til 1954 og nefndi „Flugþrá". Er málverkið i eigu Listasafns fs- lands. Verðgildi frímerkisins er 100 kr. og því hið hæsta til þessa. Sérstakur útgáfudagsstimpill verður notaður, og er myndefni hans sótt í málverkið. Enda þótt Póst- og símamála- stofnunin kalli þetta frímerki ekki minningarfrímerki um meistara Kjarval og aldarafmæli hans, er ég nær viss um, að safn- arar munu almennt líta svo á. Hvort sem heldur er, kemur fri- merki þetta út til heiðurs lista- manninum á afmælisdegi hans og því fagna áreiðanlega allir og telja það verðugt minningu þessa sérkennilega og stórbrotna mál- ara. Skólavörðustígur Vorum aö fá til sölu glæsilega íbúöar- og verslanabyggingu í hjarta borgarinnar. íbúöiráefri hæöum: 2ja herb. íbúöir 3ja herb. íbúðir „penthouse“-íbúðir 74— 89 fm br. 95— 99 fm br. 115-120 fm br. Verslunarhúsnæði á jaröhæö, 118 fm sem selst í einu lagi eöa í hlutum. Afhending: íbúöirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu í júlí 1986, meö fullfrágenginni sameign. Verslunarhæöin getur veriö til afhendingar fyrir jól 1985. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eignamiölunar. EKnflmfÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 8ðlutl|óci: 8v«rrir Kriefmeeoo Þortoifur Quómundeeoo, eöium. Unneloinn Bock hrl., eimi 12320 hórólfur Holklóreeon, fógfr. Myndbandaleiga til sölu Til sölu er ein af stærri myndbandaleigum í Reykjavík. Ca. 1500 spólur. Góö staösetning. Veröhugmynd 2,5-3 millj. Upplýsingar á skrifstofu okkar. 28444 HÚSEIGNIR ^H&SKIP VCLTUSUNOt 1 SlMI 28444 DanMl Árnsson, lögg. last. Ornólfur Örnólfsson, sölustj. Atvinnuhúsnæði Til sölu er 300 fm á götuhæö viö Funahöföa í Rvík. Loft- hæð 6 m. Mjög góöar innkeyrsludyr. Fæst meö lágri út- borgun. Upplýsingar á skrifstofu okkar. 28444 MOSEICNIR VELTUSUNDI 1 ©_ SIMI 28444 Œ OanM Árnsson. Wgg. fast. örnótfur ömAHsson, sðtustj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.