Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, BJÖRGÚLFUR SIGURÐSSON, Stórageröi 7, lést í Borgarspitalanum aðf aranótt þriðjudagsíns 1, október. Jarðarförin verður auglýst siðar. Ingibjörg Þorleifsdóttir, Siguröur Björgúlfsson, Elísabet Pótursdóttir, Telma Sigurðardóttir. + Maðurinn minn og faðir okkar, NIELS FINSEN, Vesturgötu 42, Akranesi, lést á heimili dóttur sinnar í Hollandi 30. september sl. Jónina Finsen, Björn Ingi Finsen, Áslaug Woudstra-Finsen. + Faöirokkar, ÖRNSNORRASON, fyrrverandi kennari, Akureyri, síóast til heimílis á Framnesvegi 27, Rvík, andaöist í Landspítalanum aðfaranótt þriöjudagsins 1. október. Jarðarförin auglýst síöar. Guörún Arnardóttir, Hjalti Arnarson. + ANDRÉS P. MATTHÍASSON, sjómaöur fró Haukadal, Dýrafiröí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. þ.m. kl. 16.30. Stjúpbörn og systkini. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, HANNES HÚNFJÖRÐ SIGURJÓNSSON húsgagnabólstrari, Hellisgötu 18, Hafnarfii'öi, veröur jarösunginn föstudaginn 4. október kl. 13.30. frá Fríkirkjunni i Hafnarfiröi. Ingveldur Ólafsdóttir, Elísabet Hannesdóttir, Sveinn Skaftason, Sigurjón Þ. Hannesson, Guörún Hallvarðsdóttir, Eggert Hannesson, Þórey Valgeirsdóttir, Auðbjörg Hannesdóttir, Gabríel Guömundsson og aðrir vandamenn. + Útför mannsins míns, HREINS SIGTR YGGSSON AR, Kársnesbraut 85, Kópavogi, sem andaöist 26. september, fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 4. október kl. 13.30. Ragna Síguröardóttir. + Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, INGIBJARGAR ÖRNÓLFSDÓTTUR Droplaugarstööum, Reykjavík. Laufey Magnúsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Helga Magnúsdóttir, Þórður Þóröarson, Sigrún Magnúsdóttir, Trausti Magnússon, Hrefna Lúthersdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar og ömmu, MARGRÉTAR BERENDSEN, Barmahlíð 50, Reykjavík. Gísli Jón Ólafsson, Sigríður Gísladóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Rafn Baldur Gíslason og barnabarn. Minning: • • Þormóður Ogmundsson, aðstoðarbankastjóri Fæddur 17. febrúar 1910 Dáinn 25. september 1985 í dag fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Þormóðs Ög- mundssonar, fyrrverandi að- stoðarbankastjóra Útvegsbanka íslands. Hann andaðist að morgni dags, miðvikudaginn 25. septem- ber síöastliðinn í Vífilsstaða- spítala á 76. aldursári. Þormóður Ögmundsson er allur. Tárvotum augum með trega í hjarta kveð ég einlægan og sann- an vin eftir nærri hálfrar aldar vináttu og samstarf í Útvegs- banka íslands. Þormóður Ögmundsson fæddist á Sjávargötu í Stokkseyrarhreppi í Arnessýslu þann 17. febrúar 1910, sonur Jónínu Margrétar Þórðardóttur og Ögmundar Þor- kelssonar, kaupmanns á Eyrar- bakka. Á unglingsárum Þormóðs flutt- ust þau hjón að austan og áttu heimilisfang í Miðstræti í Reykja- vik til æviloka. Ögmundur starfaði við -innheimtustörf og iengst af hjá Rafveitu Reykjavíkur. Eftir að Þormóður fluttist til Reykjavíkur hóf hann nám í Menntaskólanum í Reykjavík og komst skjótlega í fremstu röð sambekkinga sinna. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1931 með fyrstu einkunn og lagaprófi frá Háskóla íslands 30. júní 1937, einnig með 1. einkunn og einni beztu einkunn er til þess tima hafði verið tekin í Háskóla íslands. Þormóður Ögmundsson hóf lög- fræðistörf hjá Útvegsbanka ís- lands 1. júní 1937, fyrst í útibúi bankans í Vestmannaeyjum og starfaði þar til októberloka sama ár. Þá hóf hann störf í aðalbank- anum í Reykjavík. Mér er kunnugt um að glæsi- legur námsárangur og frábær frami í lagadeild Háskóla íslands vakti athygli valdamanna í ríkis- stjórn á hinum unga námsmanni og Þormóði var boðið sýslumanns- embætti á landsbyggðinni. Þormóði var þá meira í hug að aðlagast atvinnumálefnum þjóð- arinnar og valdi sér áframhald- andi starfssvið í Útvegsbanka ís- lands. Þar mótuðust hans ævispor. Þann 1. desember 1955 var Þor- móður Ögmundsson ráðinn aðal- lögfræðingur Útvegsbanka ts- lands og aðstoðarbankastjóri bankans 1967 til ársloka 1980 að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Þormóður Ögmundsson var Út- vegsbanka íslands mikils metinn og traustverðugur starfsmaður þegar bankinn var gerður að ríkis- banka með löggjöf frá Alþingi 1957 og uppgjör fór fram við hluthafa bankans. Þormóður Ögmundsson var þá málflytjandi Útvegsbankans en Lárus Jóhannesson hluthafa. Urðu drengilegar sættir í því máli milli málflytjenda. Þormóður Ögmundsson var öll starfsár sín í bankanum vökull og áhugasamur um félagsleg málefni bankastarfsmanna. Hann var einn af stofnendum byggingarsam- vinnufélags bankamanna, í fyrstu stjórn þess. Félagið byggði nokkur íbúðarhús við Karfavog í Reykja- vík, og eru nokkur enn í eigu bankamanna. Þormóður tók einnig mikinn og virkan þátt í kaupum Starfs- mannafélags Útvegsbankans á fé- lagsheimilinu í Lækjarbotnum og lét sér annt um þann sið og tók mikinn og góöan þátt í uppbygg- ingu staðarins og ræktun lands- ins. Þormóður Ögmundsson var í 7 ár virkur þátttakandi í stjórn Sambands íslenzkra bankamanna, allt frá árinu 1941. Hann var fulltrúi á fyrsta þingi Norrænna bankamanna, eftir síð- ari heimsstyrjöldina í Stokkhólmi 1945, ásamt Klemenz Tryggvasyni hagstofustjóra. Um þá ráðstefnu skrifaði Þor- móður gagnmerka ritgerð í Bankablaðið 1946 og lauk með þeim orðum er ég læt hér fylgja: „Fulltrúar frá bankamönnum allra Norðurlandanna hafa aftur haft tækifæri til að hittast. Stofn- að hefir verið til nýrra vináttu- banda og gömul styrkt. Félags- starfið hefir fengið nýja örvun í hinu endurupptekna samstarfi við félagssamtök bræðraþjóðanna." Þormóður Ögmundsson var heiðursfélagi Starfsmannafélags Útvegsbankans og sæmdur gull- merki Sambands íslenzkra banka- manna fyrir mikilvæg störf í þágu samtakanna. Þormóður Ögmundsson kvænt- ist 10. júní 1939 Láru Jónsdóttur frá Varmadal í Kjósarsýslu, ljúfri eiginkonu og elskulegum lífsföru- naut. Heimili þeirra var í upphafi við Bjarnastíg 4 en síðan á Miklu- braut 58. Þar hefi ég lengi átt mitt annað heimili, alltaf opið gestrisn- um örmum og vinarhug. Með þeim ágætu hjónum var unaðslegt að deila gleði og ánægju. Á dánarstundu syrgir Lára ástkæran eiginmann, börn þeirra trega látinn föður og barnabörnin elskulegan afa. Börn Þormóðs og Láru etu Jón Ögmundur deildarstjóri í við- skiptaráðuneytinu, kvæntur Lilju Guðmundsdóttur. Þeirra sonur er Þormóður Árni; Salvör, gift Birni Sverrissyni. Þeirra dóttir Birna og Lára Hildur dóttir Salvarar af fyrra hjónabandi; Guðmundur iðnrekandi kvæntur Vigdísi Ósk Sigurjónsdóttur. Þeirra dætur Vigdís og Áðalheiður ósk. Þormóður Ögmundsson var mikilhæfur mannkostamaður. Mikils metinn og dáður af vinum og samstarfsmönnum. Hann var viðskiptamönnum bankans velviljaður og hjálpsam- ur. Honum var ljúft að létta byrð- ar þeirra sem þunga voru hlaðnir. Þormóður Ögmundsson var sannur og góður drengur sem aldrei gleymdi sínu daglega hlut- verki, að hjálpa öðrum. Guð blessi minningu látins vin- ar- Adolf Björnsson Þegar Jón Ögmundur hringdi til mín og tilkynnti mér lát föður síns og vinar míns, Þormóðs Ögmunds- sonar, kom það mér á óvart, þrátt fyrir það að ég vissi að hann hafði um skeið þjáðst af þeim sjúkdómi, sem að lokum leiddi til dauða hans. Það er nú svo, með vini og vandamenn, að maður vonar í lengstu lög, að þeir hafi betur í baráttunni við sjúkdóma, þótt baráttan oft og tíðum sé vonlaus. Þormóður Ögmundsson fæddist á Eyrarbakka þann 17. febrúar 1910 og var því rúmlega 75 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru þau Ögmundur Þorkelsson og Jónína Þórðardóttir, og sleit + Þökkum innilega auðsynda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURGEIRS GUÐJÓNSSONAR trésmíöameistara. Sigurbjörg Olafsdóttir, Guörún Ó. Sigurgeirsdóttir, Guðjón V. Sigurgeirsson, Sigrún Jóhannesdóttir, Sigmundur Sigurgeirsson, Guðný Guönadóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Jón Berg Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þormóður barnsskónum á Eyrar- bakka. Kynni okkar Þormóðs hóf- ust í Menntaskólanum í Reykja- vík. Þótt við værum í sama bekk, vorum við ekki í sömu deild, þar sem Þormóður var í máladeild en ég í stærðfræðideild. En um haustið 1931 innrituðumst við báðir í lögfræðideild háskólans og útskrifuðumst báðir saman í febrúar 1937. Það var í háskólan- um sem nánari kynni tókust með okkur, m.a. vegna þess, að við vor- um nágrannar og vorum því oft samferða í skólann, og stutt var að skreppa á milli til skrafs og ráða- gerða. Það vr þó ekki fyrr en á síðasta sprettinum fyrir lögfræði- prófið, sem tengdust þau vinabönd sem héldu alla tíð. Það var margt manna á heimili Þormóðs, en húsakynni í minna lagi og þess vegna réðst það með okkur, að við lásum saman heima hjá mér, í herbegi því er ég hafði til umráða. Síðasta hálfa árið fyrir próf lásum við frá átta á morgnana til sjö á kvöldin. Slíkur lestur er ákaflega þreytandi og hætta á að maður verði skapstyggur og hvefsinn og getur slíkt verið prófsteinn á það, hvort vináttuböndin halda. Þótt við deildum um menn og málefni kom ekkert slíkt fyrir, sem skyggði á vináttu okkar og sam- starf, og má með sanni segja, að þar hafi Þormóður átt stærri hlut að máli, því hann var einkar skapgóður, þótt festa væri í skoð- unum hans. Á þessum árum var kreppa hér og margir höfðu úr litlu að spila, og svo var með Þormóð, því þótti hann sýna mikinn manndóm að berjast áfram til náms þótt efn.i væru lítil. Á sumrin vann hann oftast hjá Reykjavíkurhöfn, sem var mjög erfið vinna, en sem hann fór létt með, því hann var vel að manni, þótt grannur væri. Hann ræktaði líkama sinn alla tíð og hafði hann mikla ánægju af að ræða um líkamsrækt og að fylgj- ast með slíkum íþróttum. Að loknu lögfræðiprófi réðst Þormóður til Útvegsbanka íslands og starfaði í lögfræðingadeild en síðar varð hann yfirmaður henn- ar. Hann var ákaflega samvisku- samur í starfi sínu og ávann sér traust stjórnenda bankans, enda var hann ráðinn aðstoðarbanka- stjóri hin síðari ár. Þormóður var mikill félags- hyggjumaður og þótt ekki færi mikið fyrir honum á því sviði, þá vann hann þau verk sem honum voru falin af samviskusemi og vandvirkni, sem vann honum traust og vinsældir félaga sinna. Á árinu 1939 kvæntist Þormóð- ur Láru Jónsdóttur frá Varmadal. Hjonaband þeirra var afar farsælt og eignuðust þau þrjú börn, þau Jón Ogmund, f. 1. mars 1943, Salvöru, f. 5. apríl 1946 og Guð- mund Þór, f. 28. apríl 1948. Þau Þormóður og Lára voru af- ar samhent í sínum búskap, en fyrsta heimili sitt áttu þau við Bjarnarstíg hér í borg. Seinna festu þau kaup á íbúð við Miklu- braut 58, þar sem þau í samein- ingu bjuggu sér mjög fallegt heim- ili. Um leið og ég færi fjölskyldu Þormóðs, konu hans, börnum og barnabörnum, mínar innilegustu samúðarkveðjur vil ég þakka þau kynni sem ég hafði af þessum góða dreng og þá samfylgd sem við höfðum um tíma. Baldvin Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.