Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985
I stuttu máli
Sex fórust og
25 slösuðust
í bílslysi
Ankara, Tyrkiandi, 2. október. AP.
SEX vestur-evrópskir ferða-
menn fórust og 25 slösuðust,
er langferðabíll endastakkst út
af þjóðvegi í nágrenni borgar-
innar Adiyaman í Austur-
Tyrklandi í gærkvöldi og lenti
ómjúkri lendingu utan vegar.
Með bílnum voru 39 ferða-
menn frá Vestur-Þýskalandi,
Austurríki, Hollandi og Belgiu.
Kohl hafnar
viðræðum um
efnavopn
Bonn, 2. október. AP.
HELMUT Kohl, kanslari Vest-
ur-Þýskalands, hefur hafnað
sameiginlegri tillögu Tékka og
Austur-Þjóðverja um viðræður
um efnavopnalaust svæði í
Mið-Evrópu.
Talsmaður kanslarans, Fri-
edhelm Ost, sagði í dag, að
Kohl hefði hafnað tillögunni í
bréfi, sem hann sendi Erik
Honecker, leiðtoga austur-
þýska kommúnistaflokksins og
áætlað væri að senda svipað
bréf til leiðtoga Tékkoslóvakíu
á morgun, fimmtudag.
Kohl skrifaði, að Vestur-
Þjóðverjar hefðu hvatt til
banns á efnavopnum um allan
heim um árabil og hann væri
sannfærður um, að á annan
hátt væri ógjörningur að leysa
þetta mál.
Laker fékk
60 millj.
dollara í bætur
Wasbington, 2. október. AP.
SEXTÍU milljónir doilara voru í
dag afhentar m.a. til endur-
greiöslu á þúsundum farmiða
flugféiagsins Laker Airways. Var
þetta gert í samræmi við sam-
komulag það, sem náðst hefur í
málaferlum Lakers gegn keppi-
nautum í farþegafluginu yflr
Atlantshaflð.
Af þessum 60 millj. dollara
fara 12,5 millj. til lögmannafyr-
irtækja þeirra, sem fóru með
málið fyrir Laker í þessum rétt-
arhöldum. Átta millj. dollara
ganga til sir Freddie Lakers
sjálfs, sem stofnaði flugfélagið,
en að öðru leyti á féð að renna
til þeirra 14.000 farmiðaeig-
enda og um 1.000 fyrrverandi
starfsmanna flugfélagsins, sem
taldir eru eiga kröfur á það
vegna þess að hætta varð starf-
semi þess.
Fimm fórust
í flugvéla-
árekstri
DalUs, Bandaríkjunum, 2. október. AP.
FIMM manns fórust er tvær
flugvélar rákust á og hröpuðu
til jarðar í nágrenni Dallas í
Texas.
Að sögn lögreglunnar var
önnur vélin kennsluvél og nemi
við stýrið.
Bandaríkja-
menn andvígir
kaffiverðjöfnun
London, 2. október. AP.
BANDARÍKJAMENN voru eina
þjóðin sem ekki samþykkti aðgerðir
alþjóða kafflsamtakanna (ICO) þeg-
ar kosið var um þær snemma í
morgun. Ákveðinn var kvóti á helstu
kaffíútflutningsþjóðir til þess að verð
á kaffl héldi jafnvægi næsta mark-
aðsár, en það hófst í gær og stendur
til 1. október 1986.
Samþykkt var að verð á hálfu
kg. af kaffi á alþjóðamarkaði yrði
á milli 1,20 og 1,40 dollarar (milli
49,50 og 57,60 krónur), en það er
nú rétt undir 1,20 dollurum.
Frá viðrœðum Reagans ogHusseins
Jórdaníukonungur er nú í heimsókn í Bandaríkjunum, þar sem hann hyggst fá stuðning Bandaríkjaþings fyrir
hernaðaraðstoð að fjárhæð allt að 1,5 milljarðar dollara.
Flokksþing brezka Verkamannaflokksins:
Tiilagan um bótakröfur
námamanna samþykkt í gær
Sigrum ekki með „fráleitum loforðum“, segir Neil Kinnock
Bournemouth, 2. október. AP.
ARTHUR Scargill, leiðtoga kola-
námumanna á Bretiandi, tókst að
fá landsþing Verkamannaflokksins
til þess að samþykkja að endur-
greiddar verði sektir vegna kola-
verkfallsins mikla, nái Verka-
mannaflokkurinn völdum á Bret-
landi. Þetta er talinn mikill hnekkir
fyrir Neil Kinnock, leiðtoga flokks-
ins, sem lýst hafði sig mjög andvíg-
an þessari tillögu.
Tillagan var þó ekki samþykkt
með miklum meirihluta. Fulltrú-
ar sambands verkamanna, sem
starfa hjá opinberum aðilum, svo
og fulltrúar sambands vélvirkja
greiddu ekki atkvæði með tillög-
unni, þannig að tillagan hlaut
ekki þá tvo þriðju hluta atkvæða,
á þinginu, sem nauðsynlegir voru
til þess að hún yrði bindandi fyrir
stefnuskrá flokksins.
„Hefðum við samþykkt þessa
tillögu, hefðum við verið að setja
tímasprengju undir flokkinn, sem
springa myndi fyrir næstu þing-
kosningar," sagði David Basnett,
leiðtogi sambands verkamanna
hjá því opinbera.
Kinnock og stuðningsmenn
hans telja víst, að samþykkt
þessarar tillögu eigi eftir að fæla
mikinn fjölda kjósenda burt frá
Verkamannaflokknum í næstu
þingkosningum. Hefur hann sagt,
að flokkurinn geti ekki háð kosn-
ingabaráttu með árangri með
„fráleitum loforðum".
Gengi
gjaldmiðla
London, 2. október. AP.
Bandaríkjadollari féll í
dag gagnvart öllum helstu
gjaldmiðlum og bendir enn
til þess að seðlabankar víða
um heim séu reiðubúnir til
að setja strik í reikninginn á
alþjóðlegum gjaldeyrismörk-
uðum til að styrkja gengi
gjaldmiðla sinna. Verð á gulli
hækkaði.
í Tókýó kostaði dollarinn
213,00 jen þegar gjaldeyris-
markaðnum var lokað
(217,80).
I London kostaði sterl-
ingspundið síðdegis í dag
1,41425 dollara (1,40575).
Gengi annarra helstu
gjaldmiðla var annars
þannig að dollarinn kostaði
2,6440 vestur-þýsk mörk
(2,6480), 2,1490 svissneska
franka (2,1827), 8,0450
franska franka (8,1725),
2,9675 hollensk gyllini
(3,0115), 1.789,00 ítalskar
lírur (1.798,00) og 1,3650
kanadíska dollara (1,3720).
AP/Símamynd
Neil Kinnock, leiðtogi Verkamanna-
flokksins gefur sigurmerki eftir að
hann flutti aðalræðu sína á flokks-
þinginu í Bournemouth.
Lange heimtar af-
sögn Mitterrands
— hafi forsetinn vitað um Rainbow Warrior
Hamborg, 2. október. AP.
DAVID Lange, forsætisráðherra
Nýja Sjálands, sagði í viðtali við
Öeirðunum linnir
ekki í Frankfurt
Frankfurt, 2. október. AP.
RÚMLEGA 300 manns voru hand-
teknir og 25 særðust í mótmælaað-
gerðum gegn nýnasisma í borgunum
Stuttgart og Frankfurt aðfaranótt
miövikudags.
Þetta var fjórði dagurinn í röð
sem til átaka kemur milli mót-
mælenda og lögreglu, í kjölfar
mótmælagöngu á laugardag til að
andmæla fundi nýnasista í Frank-
furt. Einn mótmælandi lét lífið,
þegar hann varð fyrir vatnsdælu-
bifreið lögreglu.
Um 5.000 manns söfnuðust
saman í Frankfurt í gær og fór
allt friðsamlega fram þar til um
helmingur mótmælendanna skildi
við meginflokkinn. Menn dreifðu
sér um borgina, 100 til 200 saman,
og kveiktu litla elda og brutu rúð-
ur.
Mest læti voru fyrir framan
járnbrautarstöðina. Þar söfnuðust
um 1.000 manns saman og lokuðu
götunni fyrir framan hana og
dreifði lögregla mannfjöldanum
með vatni úr háþrýstislöngum.
Einnig kom til óeirða í Stutt-
gart. Þar fóru um 300 vinstri menn
um götur borgarinnar og brutu
rúður. Lögreglan sagði að 265
manns hefðu verið handteknir, en
öllum nema fjórum sleppt eftir að
nafnatal hafði verið tekið.
vestur-þýska vikuritið Stern að Mit-
terrand, forseti Frakklands, ætti að
segja af sér, ef upp kæmist að hann
hefði vitað af ráðabruggi frönsku
leyniþjónustunnar (DGSE) um að
sökkva skipi Greenpeace-samtak-
anna í höfninni í Auckland 10. júlí.
í viðtalinu sagði einnig að Lange
mundi vera fulltrúi Greenpeace á
fundi, sem haldinn verður í París
til að ákveða skaðabætur fyrir
sprengjutilræðið við Rainbow
Warrior.
Lange, sem hefur neitað banda-
rískum herskipum með kjarnorku-
vopn um borð um að liggja í nýsjá-
lenskum höfnum, sagði að hann
vildi ekki að land sitt yrði varið
með kjarnorkuvopnum.
Lange kvað hlutleysi Nýsjálend-
inga gagnvart kjarnorkuvopnatil-
raunum við Mururoa-rifið mundi
haldast óbreytt, þótt þær væru
honum þvert á móti skapi.
Nú greíóum vió gíróseóílínn
Vió drogum 12. okt.
Verum öll meó bvööinsu tónlistarfiúss
byö^inöu tónlistarhúss