Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 MARLÍN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG KARAT LANDFEST ATÓG 50% aukinn styrkleiki BAUJUSTENGUR ÁL, BAMBUS, PLAST BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR NETALÁSAR NETAKÓSSAR LÓDADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG FISKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR VASAHNÍFAR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR GÚMMÍ- OG PLASTSLÖNGUR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR VÆNGJADÆLUR No. 0,1, 2. 3. • HESSIANS gisinn og þéttur • PLÖTUBLÝ 1 — 1'/2 — 2 mm Yale-blakkir 3/« _ 1 _ v/í — 3 — 6 tonn STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI • REGNFATNAÐUR VINNU- FATNAÐUR VINNUHANSKAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR Sími 28855 OPIO LAUGARDAG 9—12 Norskur olíuiðnaður teygir arma sína víða 50 % framleiðshiaukning á næstu fimm árum - Á næstu fimm ámm munu Norð- menn auka olíuframleiðslu sína um 50% á sama tíma og samtök olíuút- flutningsianda, OPEC, munu draga úr framleiðslu í því skyni að halda verðinu uppi. A þessu sama tímabili mun olíuframleiðsla í löndum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum fara að dragast saman nema umtalsverð- ar nýjar olíulindir fínnist. A þessu ári fer olíuframleiðsla Norðmanna upp í 40 milljón tonn, en það svarar til um 800.000 fata framleiðslu á dag. Þetta er um fimm milljóna tonna aukning frá því í fyrra. Eykst ár frá ári A næstu árum fer framleiðslan vaxandi ár frá ári til 1991, en þá verður ársframleiðslan orðin 65 milljón tonn eða 1.300.000 föt á dag. Aukningin kemur aðallega frá hinum nýju Gullfaks- og Ose- berg-svæðum, sem vinnsla hefst á í lok þessa áratugar og byrjun næsta. Norskir orkumálaráðherrar hafa hvað eftir annað tjáð fulltrú- um OPEC, að olíuframleiðslan í Noregi muni ekki aukast „svo neinu nemi“. En sú ríkisstjórn, sem nú situr, hefur lagt áherslu á, að Norðmenn muni ekki draga úr framleiðslu sinni til að stuðla að jafnvægi á heimsmarkaðnum. Framleiðsla utanlands En það er ekki einungis á heima- velli, sem Norðmenn framleiða olíu. Stöðugt fer í vöxt, að norsk olíufélög sinni olíuvinnslu utan- lands. A þessu ári nemur verðmæti utanlandsframleiðslunnar um hálfum milljarði norskra króna. A næsta ári mun sú upphæð að öllum líkindum tvöfaldast. Norsku ríkisolíufélögin, Statoil og Norsk Hydro, framleiða ásamt Norska olíufélaginu og Saga Pet- roleum, sem eru einkafyrirtæki, um 6000 olíuföt á dag utanlands. Fyrir árslok 1986 verður sú fram- leiðsla komin upp í 11.000 föt á dag. Hollensk olíusvæði Norska olíufélagið á 6,5% í breska Heather-olíusvæðinu, en þar eru framleidd um 1450 föt á dag. Þá hefur félagið keypt dóttur- fyrirtæki Phillips Petroleum í Hollandi og tryggt sér þannig um 8,5% hlutdeild í hollenska Rijn- svæðinu, þar sem framleiðsla hefst á sumri komanda. Norskir bormenn eins og þeir sem við sjáum á þessari mynd eiga að tryggja landi sínu tekjur svo milljörð- um króna skiptir. Og starfsvettvang- ur þeirra verður ekki bundinn við norska landgrunnið, því að olíufélög í Noregi eru þegar með umtalsverða framleiðslustarfsemi utanlands. Norsk Hydro hefur árum saman haft hönd í bagga á hinum breska hluta Norðursjávar, og fyrir tveimur árum keypti félagið hlut í Forties- og Brae-svæðunum. Þau gefa samtals 2600 föt á dag. Fyrir árslok ætlar félagið svo að hefja framleiðslu á Geisum-svæðinu í Egyptalandi. Bæði Norsk Hydro og Statoil eru með áætlanir um þátttöku í olíuleit á danska landgrunninu. Og bæði félögin hafa haft samband við danska orkumálaráðuneytið og lýst yfir áhuga sínum á að afla sér vinnsluleyfa þar, þegar þau verða boðin föl. Njósnari sleppur úr greipum FBI Washington, 2. október. AP. HAFT er eftir ónafngreindum heimildarmanni, að fyrrverandi sérfræðingur um fjárlög í Moskvu hafí sagt starfí sínu í Nýju-Mexíkó lausu og sloppið úr greipum banda- rísku alríkislögreglunnar (FBI) skömmu áður, en taka átti hann í yfírheyrslu um meinta njósnastarf- semi í þágu KGB. Talið er að fyrrum embættis- maður KGB, Vitaly Yurchenko, hafi ljóstrað upp um hagfræðing- inn, Edward L. Howard. Heimildir sögðu í síðustu viku að Yurchenko hefði aðeins flett ofan af örfáum njósnurum Sovét- manna í bandarísku leyniþjón- ustunni (CIA) og tveir embættis- menn sögðu að hann hefði aðeins nefnt tvo. Howard var sendur til Moskvu á vegum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins 1983 og vann hann einnig fyrir alþjóða þróunar- stofnun Bandaríkjanna. í New York Times sagði í dag að How- ard hefði unnið fyrir leyniþjón- ustu CIA. Olíuframleiðsla Norðmanna 1985-1991 Olíuföt á dag Tonn á ári 1985 ....................................... 800.000 40.000.000 1986 ...................................... 860.000 43.000.000 1987 ........................................ 1.000.000 50.000.000 1988 ........................................ 1.060.000 53.000.000 1989 ........................................ 1.200.000 60.000.000 1990 ...................................... 1.200.000 60.000.000 1991 ........................................ 1.300.000 65.000.000 Hér erum við iðbrekka \ ^LanqabreKka r i1 olsvequr Hefur þú hugmynd um 'útsöluna í H-húsið? Viöseljum umframbirgöirfrá verksmiöjum, heildsölum og verslunum á eins hagstæöu veröi og hugsast getur allt árið um kring Auóhrekku 9, Kópavogi • Nærföt • Barnaföt • Skartgripir • Sælgæti • Blússur • Leikföng • Búsáhöld o.fl. • Handklæöi husin Við klippum eroið niður • Sængurverasett • Teygjulök • Skór • Skyrtur • Peysur • Snyrtivörur • Gallabuxur sími 44440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.