Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER1985 37 Minning: Sveinn Guðmundur Sveinsson, byggingar- verkfrœðingur Fæddur 2. mars 1937 Dáinn 24. september 1985 Sortna þú ský, suðrinu í, ogsígabrúnir lætur. Eitthvað að þér eins og að mér, amar.égséþúgrætur. (JónThoroddsen) Mig langar til að minnast elsku- legs frænda, sem fallinn er í valinn langt fyrir aldur fram, eða aðeins 46 ára. Sveinn Guðmundur Sveinsson hét hann fullu nafni, og voru for- eldrar hans Kristín Guðmunds- dóttir og Sveinn G. Sveinsson bakari, sem látinn er fyrir mörgum árum. Aldrei erum við viðbúin þegar sorgin dynur yfir okkur, og þó sér- staklega ekki, þegar höggið er þungt og snöggt, þannig var það við fráfall elskulegs systursonar míns. Allir bjóða „góða nótt“ að kveldi og telja það sjálfsagt að bjóða „góðan dag“ að morgni, en Lillibó, eins og við fjölskyldan kölluðum hann sem barn, hann átti langa en góða nótt fyrir höndum, nýr dagur rann ekki upp fyrir honum á þessari jörð. Það var komið að honum sofandi f rúmi sínu, hafði lagt frá sér gleraugu og bók. Svaf vært og blítt á kodda sínum, eins og hann hefði verið tilbúinn í hina hinstu för. Þá er það sem vakna ýmsar minningar frá liðinni tíð að lífs- skeiði loknu. Lillabó þekkti ég alla tíð og þó sérstaklega eftir að hann kom á heimili afa og ömmu á „Grettó", þá sem lítið barn, aðeins 6 mánaða. Móðir hans varð að fara erlendis til lækninga. Þá kom hann eins og gleðigjafi inn á heimili móðurforeldra sinna, og það gjörðu fleiri afa og ömmubörn, þótt fullt hús væri fyrir af börnum. Ég hef oft hugsað um það, að foreldrar mfnir hafa sennilega lif- að samkvæmt hinni Helgu bók, þar stendur „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríki.“ Lillibó virtist una því vel að vera kominn f hópinn, enda var honum tekið strax tveim höndum, allir tilbúnir að þóknast honum og virt- ist hann una því vel, og frá þeim tima og fram til þessa dags, var hann mér sérstaklega kær, í raun- inni fannst mér ég eiga hann að hluta til. Nú kom móðir hans til baka úr læknismeðferðinni, og þá fór Lillibó til sinna foreldra. Hörmulegt slys henti föður hans svo Sveinn missti föður sinn mjög ungur, og alla tíð hafði ég það á tilfinningunni að Lillibó saknaði að eiga ekki föður eins og aðrir drengir, en það var bót í máli að hann átti marga móðurbræður sem ég veit að hann virti sem drengur og gagnkvæmt. Það voru ekki svo fáar helgarnar sem hann fékk að sofa eftir að hann var búinn að vera þarna hjá okkur á „Grettó" sem barn, og var oft beðið með eftirvæntingu eftir helgunum, og lá við að þyrfti að skipta nótt- unni á milli bræðranna, því allir vildu láta hann sofa hjá sér. En amma og afi önnuðust þá hlið málsins og fór það alltaf fram á hefðbundinn hátt og „skipt á milli" eins og krakkarnir segja, ef hann svaf ekki hjá þessum þessa helgina þá svaf hann bara hjá þeim næsta aðra helgi og svo koll af kolli. í þessu sambandi ásamt mörgum öðrum, vil ég þakka foreldrum mínum hve þau voru barnelsk, hvort sem í hlut átti skylt eða VJterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! vandalaust barn. Sveinn gekk menntaveginn og var hann viðloðandi „Grettó“ svo lengi sem foreldrar mínir lifðu, og vil ég þakka honum það tillegg sem hann lagði í hús ömmu sinnar þegar þar var byggt upp eftir bruna sem átti sér þar stað, og í því sambandi get ég ekki annað en þakkað öllum þeim sem þar áttu hlut að máli. Einnig vil ég þakka Sveini fyrir tillegg hans sem hann framkvæmdi fyrir mín orð, gagn- vart byggingu ungs frænda míns, sem er einnig mikill uppáhalds- frændi og aðstoðaði okkur við flutninga úr gamla húsinu i það nýja, sem var aðeins hinumegin við götuna. Nú fór aldurinn að færast yfir fólkið, og Lillibó var ekki lengur kallaður því gælunafni, og ein- kennilegt er það að allir fóru að kalla hann Svein, enda gott stutt og gilt nafn, en Lillibó var ekkert gleymdur því óvart kom það stund- um fram á varir manna, en nú var hann orðinn fullorðinn maður og var við hæfi að kalla hann sínu nafni. Allir vissu sem til þekktu, að þessi elskulegi frændi minn, gekk með ólæknandi sjúkdóm í um það bil 25 ár, og varð hann sjálfur að hugsa um líkama sinn svo tæpt stóð það hverju sinni. Sveinn á móður og tvær systur, og var sí- felldur ótti hvernig yrði komið að honum í þetta og þetta sinnið, en svo einkennilegt sem það er, þá lést hann ekki úr þeim sjúkdómi, en má kannski segja af völdum hans, því Sveinn varð bráðkvaddur í svefni að talið er. Sveinn frændi minn var ekki allra eins og kallað er, hann var mjög dulur og lokaður en tryggur sínum beztu vinum. Eftir því sem árin liðu virtist manni lífslöngunin minni, bæði var að hann var veikur til fleiri ára og svo var lífsvegurinn ekki rósum stráður án þyrna og það fann hann vel og í sannleika sagt held ég að hann hafi verið tilbúinn í ferðina löngu. Hann var búinn að lifa með sinn sjúkdóm í fleiri ár og svo varð einkalíf hans fyrir hnjaski, eins og oft vill verða, en þá er það sem reynir á hve sterk persónan er, en þegar líkaminn er veikur, þá er ekki víst að mikill kraftur sé aflögu í lífsbaráttunni. Annars hélt Sveinn reisn sinni fram á hinstu stund þótt sjúkur væri, og vann fulla vinnu og oft meira en það, bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Ég samhryggist móður hans, sem má segja að lifði fyrir son sinn og þjáðist oft með honum, einnig systrum hans tveim, Láru og Ragnheiði, allar mæðgurnar þrjár hafa misst mikið, því þær vöktu yfir velferð hans vegna veikinda hans, oft meira en hann vissi um, því Sveinn frændi minn bar ekki á torg veikindi sín, helst mátti aldrei á þau minnast. Börnum hans bið ég Guðs blessunar og Hann megi styðja þau á lífsbraut- inni. Mig setur hljóða, en bið góðan Guð að halda i hendi hans og styrkja hann ófarinn veg, með þessum orðum kveð ég minn elsku- lega frænda. 23. Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk- ertbresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Leiðir mig um rétta vegu, Hann hressir sál mína, fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð fratnmi fyrir fjendum mínum þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og i húsi Drottins bý ég langa ævi. Móðursystir Sveinn Guðmundur Sveinsson, byggingaverkfræðingur, er látinn langt um aldur fram. Fá ár eru síðan hann gerðist félagi í klúbbn- um okkar, en strax kom í ljós að hann var ötull félagsmaður. Sér- staklega var gott að hafa hann sér við hlið er verið var að endur- byggja sundlaugina við Tjaldanes- heimilið í vor. Þá kom tækni- menntun og útsjónarsemi hans að ómetanlegum notum og hlífði hann sér hvergi, þó vissum við að hann gekk ekki heill til skógar. Ættir Sveins verða ekki raktar hér, það gera aðrir mér kunnugri, en ég vil fyrir hönd félaganna allra votta ættingjum hans og afkom- endum dýpstu samúð. Hvíl í friði. Lionskiúbburinn Þór Reykjavík Eldvarnarhuröir - Eldvarnarþil í miklu úrvali frá stærsta framleiðanda eldvarnarhurða og þilja í Evrópu. Stærðir allt að 50 m2. Eldvarnarmótstaða allt að 4 klst. Sjálfvirk lokun við skynjun á hita eða reyk. Galvan- eða lakkáferð. Auðveld notkun - Einföld uppsetning. Bolton Brady býður eldvarnarhurðir sem rúllast á kefli, leggjast saman eða renna til hliðar. Hentugar til að skilja að mismunandi áhættu- svæði í verslunum, verksmiðjum og stór- byggingum. GÓÐ BRUNAVÖRN - LÆKKAR TRYGGINGAIÐGJÖLD Upplýsingar varðandi notkunarmöguleika og tæknileg atriði veitir Gunnar Örn i síma 91-685100. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 PAV-PRENTSMKXIA ARNA VALDGMARSSONAR HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.