Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 17 komi í ljós og yfir höfuð létta dómara starfið með málflutningi sínum." Yfirlýsingar verjanda, áskor- anir og ábendingar og fyrirspurn- ir komast ekki til skila til sækj- anda, nema dómari leyfi bókun þeirra, sem ekki er víst. Og síðan þarf að tryggja að fulltrúar ákæruvaldsins lesi endurrit þing- halda í tæka tíð. Og fleira kemur til. Meginafleiðingar fjarveru ákæruvaldsins við þinghöld í refsimálum verða þær frá sjón- arhorni sakbornings að ákæru- valdið hættir að vera gagnaðili sakbornings, en dómarinn fær það hlutverk. Þegar dómarinn vinnur einnig störf ákæruvaldsins fyrir dómi getur sakborningi reynst af- ar örðugt að telja sér trú um að dómur hans verði óhlutdrægur. Fjarvera ákæruvaldsins varpar þeim skugga á einstakar réttar- gerðir, svo sem fyrirtökur, bókan- ir, spurningar, framlagningu skjala, fyrirkall vitna og annað sem gerist í þinghöldum, að ák- æruvaldið, sem dómarinn kemur fram fyrir, sé nánast einrátt um alla hluti. Þessi framkvæmd er að mati ákærða brot á ákvæðum stjórn- arskrárinnar, einnig brot á ýms- um ákvæðum laganna nr. 74/1974, svo og á ákvæðum alþjóðasam- þykkta, sem ísland hefur fullgilt, þ.e. mannréttindasáttmála Evróp- uráðsins og Sameinuðu þjóðanna. Framan greind atriði tengd máli ákærða eru kynnt þér, herra dómsmálaráðherra, vegna þess að hagsmunir og sjónarmið almenns borgara virðast mega sín lítils gagnvart umsvifamiklu og marg- víslegu opinberu valdi. Er það mikið athugunarefni. Vænti heiðraðs svars dóms- málaráðherra um skipun sérstaks saksóknara til að endurupptaka ákvörðun um kæruleyfi til Hæsta- réttar. Höfundur er lögmaður í Reykjarík og löggiltur eadursk oóandi. Hlaðvarpinn: Almennur kynningarfund- ur á starfsemi félags- og menningarmiðstöðvar ALMENNUR kynningarfundur verður haldinn í Kjallaraleikhúsinu Vesturgötu 3, fimmtudaginn 3. október kl. 20.30. Á fundinum verð- ur rætt um framtíðarhlutverk og starfsemi félags- og menningar- miðstöðvar Hlaðvarpans. Sl. vor kom upp sú hugmynd meðal nokkurra þeirra kvenna sem kallaðar voru til undirbún- ings Listahátíðar kvenna, að gam- an væri, og í raun brýn nauðsyn á, að finna konum allra stétta og allra flokka aðstöðu til að sinna hugðarefnum sínum, aðstöðu til fundahalda, almenns námskeiða- halds, aðstöðu til endurmenntun- ar og fræðslu. Einnig vantaði kon- ur — bæði listakonur og aðrar konur — aðstöðu til sýninga á list sinni og/eða öðrum verkum sín- um. Áberandi hefur og verið vandi þeirra kvenna, sem vilja sækja námskeið eða annað sjálfum sér til uppbyggingar til höfuðstaðar- ins í stuttan tíma að verða sér úti um tímabundið húsnæði. Sár þörf litlu leikhópanna dylst konum ekki fremur en öðrum, því eins og komist var að orði í einu dagblað- anna nýlega, þá eru hér spriklandi fjörugir leikhópar að sýna út um allan bæ fyrir troðfullu húsi. En, því miður, aðallega inni á öðrum, bókasöfnum, ballstöðum eða myndlistarsölum. Það eina sem þetta listafólk vantar er sama- staður, peningar til að verða sér úti um húsnæði. Svipaða sögu er að segja um tónlistarfólk. Allir vita um knýjandi nauðsyn tónlist- arfólks að fá viðunandi aðstöðu til tónlistarflutnings. Konsertar eru haldnir út um borg og bý, við meira og minna afleitan hljóm- burð og ófullnægjandi aðbúnað. Þessi vandi listamanna er jafn- framt vandi kvenna, því að konur eru ansi stór hluti íslenskra lista- manna. Það þótti því ærin ástæða fyrir konur hvar í stétt sem þær stæðu að gefa sjálfum sér hús í tilefni loka kvennaáratugarins. Því var það að þegar fréttin um að húsin við Vesturgötu 3, hér i borg, væru föl barst inn á fund fyrr- greindra kvenna, ákváðu þær á stundinni að stofna hlutafélag um kaup á húsunum, þar sem öllum íslenskum konum væri boðið að gerast hluthafar, því inn í svona félags- og menningarmiðstöð ættu allar konur á íslandi erindi. En nú er svo komið að kaupin hafa verið gerð og þegar greidd fyrsta afborgun. Konur í arki- tektastétt hafa gert það að öðru aðalframlagi sínu á Listahátíð kvenna, að bera fram hugmyndir sínar að framtíðarnotkun hús- anna og er sú sýning opin í Hlað- varpanum að Vesturgötu 3 meðan á Listahátíð kvenna stendur. En nú er komið að annarri af- borgun húsanna við Vesturgötu 3 þann 5. október og þá bregður svo við að lítið hefur bæst við af nýj- um hluthöfum. Því hefur það orðið að ráði að kalla til almenns kynn- ingarfundar á framtíðarhlutverki Hlaðvarpans, þar sem arkitekta- hópurinn mun kynna hugmyndir sínar og teikningar ásamt því að segja frá sögulegri fortíð húsanna. Er sá fundur hugsaður sem fyrsti liður í stórátaki til hluthafafjölg- unar og fjáröflunar sem hrint skal í framkvæmd nú á næstunni. Er það því von stjórnar Vesturgötu 3 hf. að sem flestar konur sjái sér fært að koma á þennan kynn- ingarfund. (0r fréttatilkynningu) 0000® KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu Verð'' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! iANDS/NS \ Þið féið að sníða niður allt plötuefni BESTA /"~v ^jé okkur í stórri sög ÚFNAL- /L—wTV _ - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 Hausttískan í haustntunum íjcr er srná sýnishorn — og við meinuin smá sýnishorn af hinum gkesikga tískufatnaði sem nú streymir inn í verzlanir vorar :-f •’ Í rtsi ;\ ' < 1 •* 4* , ^ . V® /•V,. •• • ví7 jt . - .-V KARNABÆR Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Sími frá skiptiboröi 45800. Laugavegi 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.