Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Bitni á ríkis- búskapnum fremur en kaupmætti Fjölmiðlum hefur orðið tíð- rætt um fund miðstjórnar og þingflokks sjálfstæðismanna, sem haldinn var í Stykkishólmi um sl. helgi. Helztu niðurstöður fundarins og bókunar, sem Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins lagði fram, vóru þess- ar: • Meginmarkmið fjárlaga kom- andi árs, sem og þjóðhagsáætl- unar og efnahagsstefnu til næstu tveggja ára, eiga að vera að ná niður umtalsverðum við- skiptahalla og tryggja sem mest öryggi og jafnvægi í atvinnu- og efnahagslífi okkar. • Ná verður verulegum árangri á þessum vettvangi þegar á næsta ári. Að öðrum kosti er af- komu undirstöðugreinar at- vinnulífsins, sjávarútvegsins, teflt i tvísýnu. • Tryggja verður jafvægi milli gjalda og tekna ríkissjóðs, án þess að brúa bilið með erlendum lántökum til þess að ná jöfnuði í ríkisreikningnum, eins gert hef- ur verið mörg undanfarin ár. • Brýn þörf er á aðhaldi í út- gjöldum þjóðarbúsins í heild. Það, ásamt framangreindu, kall- ar á endurskoðun á útgjalda- áformum ríkisbúskaparins. Ekki sízt vegna þess, og þar er komið að kjarnapunkti, að þetta aðhald komi niður á ríkisbú- skapnum en ekki almennum kaupmætti í landinu. Við fjárlagagerð fyrir kom- andi ár hefur einkum verið lögð áherzla á þrennt. í fyrsta lagi að ríkisútgjöld hækki ekki sem hlutfall af þjóðarframleiðslu milli áranna 1985 og 1986, þrátt fyrir þegar umsamdar kaup- hækkanir, en laun eru lang stærsti útgjaldaþáttur ríkis- sjóðs, og þrátt fyrir hækkun vaxtagreiðslna um hálfan millj- arð milli þessara ára. í annan stað að ríkissjóður verði rekinn hallalaust, eða því sem næst hallalaust, á komandi ári. í þriðja lagi að ekki verði tekin erlend lán 1986 umfram afborg- anir af eldri lánum. Leigu eftir hið erlenda lánsfjármagn á sum sé að greiða af tekjum ríkis- sjóðs. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir við fjölmiðla að niður- staða miðstjórnar- og þing- flokksfundar í Stykkishólmi komi heim og saman við sjón- armið, sem hann hafi áður sett fram. Hallalaus ríkisbúskapur náist ekki á næsta ári, þrátt fyrir aðhald í ríkisbúskapnum gengin ár, nema til komi annað tveggja: enn frekari niðurskurð- ur ríkisútgjalda eða aukin skattheimta. Heildarendurskoðun á út- gjaldaþáttum ríkisins er góðra gjalda verð. Sízt skal hér dregið úr viðleitni í þá veru. Hinsvegar er nauðsynlegt að horfa raunsæ- um augum á reikningsdæmi ríkisbúskaparins og árangur af viðleitni annarra þjóða til sam- dráttar í þessum efnum. Flest Vesturlanda hafa staðið í áralöngu stríði við að hemja útþenslu ríkisútgjalda og skattheimtu. Flestir réttsýnir menn telja að skattheimta hafi víða, máske víðast, þrengt um of að æskilegum ráðstöfunarrétti einstaklinga og heimila yfir eig- in aflafé- Fyrirtækjum hefur og verið gert, að sæta taprekstri, ganga á eignir og safna skuld- um, m.a. hér á landi, einkum á verðbólguárunum 1971—1983. Árangur aðhaldsins hefur fyrst fremst komið fram í því að hægt hefur verið á of taumlitl- um vexti ríkisumsvifa. Óvíða hefur tekizt að skera ríkisbákn- ið umtalsvert niður. Jafnvel í Bandaríkjunum, en þar verður viðleitni í þessa átt vart dregin í efa, hefur niðurskurðinn farið fetið, og er þó ríkissjóðshalli þar stórvaxinn. Þessi viðleitni held- ur þó hvarvetna áfram, enda óhjákvæmileg. Sú endurskoðun til lækkunar ríkisútgjalda, sem samþykkt þingflokksfundar og miðstjórn- ar Sjálfstæðisflokksins stendur til, styðst við viðblasandi stað- reyndir í þjóðar— og ríkisbú- skapnum. Það aðhald, sem nauðsynlegt var — og er ekki síður nauðsynlegt áfram — hef- ur þegar sagt til sín í neikvæðri kaupmáttarþróun. í því efni er ekki á bætandi hjá hinum verst settu. Þessvegna er það rétt hjá Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að það verður næstu mánuði og misseri fremur að bitna á ríkisbúskapn- um en kaupmættinum. Jafnhliða verður að leggja áherzlu á nýsköpun atvinnulífs- ins, framleiðni og hagvöxt, þ.e. leið hins raunhæfa kjarabata. Um hana þarf þjóðarsátt. Við erum löngu fullmett af innbyrð- is átökum, slagorðum, verð- bólgu, viðskiptahalla og erlend- um skuldum, þ.e. arfleifðinni frá stjórnarárum Alþýðubandalags- ins. Þorsteinn Pálsson á stjórnmálafundi á Eyrarbakka: - Morgunblaðiö/Arni Sæberg Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu sína á fundinum á Eyrarbakka. Við borðið sitja Þór Hagalín og Friðrík Sophusson varaformaður flokksins. „Ætlum ekkí að standa fyrir frekari kaupmáttarrýrnun“ ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, boðuðu engin stórtíðindi á stjórnmálafundi, sem þeir héldu í Samkomuhúsinu á Eyrararbakka í fyrrakvöld. „Hér eru blaðamenn viðstaddir og við verðum að tala varlega," sagði flokksformaðurinn. Það var ekki minnst einu orði á það efni. Menn vörpuðu öndinni getgátur um þátttöku formannsins í ríkisstjórn eða stjórnarslit og nýjar kosningar. Formaðurinn fór mjög almennum orðum um stjórn- málaástandið og afstöðu sjálf- stæðismanna til stjórnarsam- starfsins, og varaformaðurinn ræddi um skilning manna á hug- takinu „lífskjör" og um það hvar draga skuli draga mörk á milli einkarekstrar og opinberra af- skipta. Fundargestir, sem voru 30-40 og flestir heimamenn, sögðu margt skynsamlegt um þjóðmálin og spurðu ágætra spurninga um almenn stjórnmál, en sérhags- munamál þeirra og byggðarlagsins voru þeim þó augljóslega efst í huga. Bar þar hæst smíði brúar yfir ölfusárósa og formaður Sjálf- stæðisflokksins, sem er fyrsti þingmaður Sunnlendinga, var beðinn um afdráttarlaus svör um sýnilega léttar þegar hann greindi frá því undir lok fundarins, að í vegaáætlun næsta árs væri gert ráð fyrir því að hefja framkvæmd- ir við brúna. Þorsteinn Pálsson vakti athygli á því f ræðu sinni, að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar væri nú hálfnað og krossgötur blöstu við. Það væri meginkrafa sjálfstæðismanna að ná niður erlendum skuldum þjóð- arbúsins, en það væri erfitt verk- efni. Kvað hann það meginstefnu flokksins við fjárlagagerð að tekj- ur mættu gjöldum og ekki yrðu tekin erlend lán nema til að greiða afborganir fyrri lána. Þorsteinn sagði, að framundan væru ýmsir hættuboðar, m.a. vegna gengislækkunar banda- ríkjadollars. Á fundi sjálfstæðis- manna á Stykkishólmi um síðustu helgi hefðu umræðurnar snúist um það hvernig tryggja mætti að þau markmið sem flokkurinn hefði sett sér í stjórnarsamstarfinu færu ekki forgörðum. Ef grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana vegna breyttra ytri aðstæðna yrði megin- þungi þeirra að þessu sinni að hvíla á ríkinu sjálfu. Það hefði um tíma verið liður í efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar, að skerða kaupmátt almennings, en ekki yrði haldið áfram á þeirri braut. „Við ætlum ekki að standa fyrir frekari kaupmáttarrýrnun," sagði hann. En ef auknar aðhaldsaðgerðir yrðu látnar bitna á ríkinu yrðu kjósend- ur á móti að sýna þolinmæði og ekki gera kröfu um aukna opinbera þjónustu eða framkvæmdir. Formaður Sjálfstæðisflokksins veik síðan að óbeinum sköttum ríkissjóðs og sagði að söluskatts- kerfið væri hrunið. „Við komumst ekki hjá því að taka upp virðis- aukaskatt," sagði hann, en taldi að mögulegt væri hins vegar að undanskilja landbúnaðarvörur þessum skatti eða leggja lægri skattprósentu á matvæli. Það hef- ur sem kunnugt er verið ein helsta röksemdin gegn virðisaukaskatti, Nokkrir fundargesta spjalla við Friðrik Sophusson. að hann muni leiða af sér almenna hækkun vöruverðs og vöktu því upplýsingar Þorsteins mikla at- hygli fundarmanna. Þorsteinn Pálsson sagði, að Framsóknarflokkurinn væri kannski ekki besti félagsskapurinn sem unnt væri að hugsa sér, en valkostirnir væru ekki margir. Hann fór nokkrum orðum um skattastefnu Alþýðuflokksins og verkfallsstefnu Álþýðubandalags- ins og taldi hvort tveggja ófýsilegt. Sagði hann, að ef stefnu Álþýðu- flokksins um nýja eignarskatta yrði framfylgt mundi það bitna með ósanngjörnum hætti á fólki sem býr við meðal lífskjör og að auki rýra verulega afkomu at- vinnufyrirtækja. „Þessi stefna er til þess fallin að lama atvinnulífið og drepa niður frumkvæði og þrótt einstaklinga," sagði hann. í ræðu Friðriks Sophussonar kom m.a. fram, að meirihluti þing- manna Sjálfstæðisflokksins er andvígur því að marka fiskveiði- stefnu til lengri tíma en eins árs. Aftur á móti væru þingmenn flokksins hlynntir kvótakerfi, en vonuðust til þess að hægt væri að að falla frá því innan nokkurra ára, þegar aðstæður í hafinu bötn- uðu. Friðrik fór nokkrum orðum um umsvif ríksins og kvað sjálfstæðis- menn vilja draga úr þeim. „Við viljum láta atvinnuvegina hafa forgang og að fólkið sjálft fái að hafa úr meiru að spila," sagði hann. Þetta drægi hins vegar úr valdi stjórnmálamanna og þeir væru ekki allir hrifnir af því og ekki heldur sérhagsmunahópar, sem stjórnmálamenn hefðu gefið loforð um útgjöld, án þess að hugsa alltaf til þess hvernig afla ætti teknanna. Friðrik Sophusson vakti loks athygli á því, að á næstu tveimur árum bættust 25 þúsund nýir kjós- endur á kjörskrá. Kvað hann ýmis- legt benda til þess að stór hópur þessa unga fólks teldi sig eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum og m.a. hefði nýleg skoðanakönnun í Helgarpóstinum gefið vísbend- ingu í þá átt. „Sá flokkur, sem fær þetta unga fólk til liðs við sig, er á framtíðarvegi," sagði varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Um „hræsni og tyískinnung“ — eftir Eið Guðnason Alltaf öðru hverju birtast grein- ar í íslenzkum blöðum, þar sem því er haldið fram beint eða óbeint, að við eigum ekkert að vera að skipta okkur af eða gagnrýna ástandið í Suður-Afríku og þær hörmungar, sem þar eiga sér nú stað. Við eigum að láta þetta af- skiptalaust vegna þess að ástandið sé viðlíka slæmt víða annarsstað- ar. í Sovétríkjunum séu mann- réttindabrot daglegt brauð, og ekki sé ástandið betra í ýmsum öðrum einræðisríkjum hvar sem er í ver- öldinni. Ekki er mér að fullu ljóst hvort slíkum greinum er ætlað beint eða óbeint að styðja við bakið á kúgunarstjórn hvíta minnihlut- ans, en óneitanlega gæti svo virst. Afstaða íslands og íslenzkra ríkis- stjórna til Suður-Afríku hefur um langt skeið verið skýr og skil- merkileg. Skýr afstaða Islands Á alþjóðavettvangi hefur fsland tekið eindregna afstöðu gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu ríkis- stjórnar Suður-Afríku. Ríkisstjórn íslands hefur þar markað mjög eindregna afstöðu undir forystu Geirs Hallgrímssonar utanríkis- ráðherra og fyrrum formanns Sj álf stæðisf lokksins. Þessi skýra afstaða íslenzku ríkisstjórnarinnar kom meðal annars fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna f fyrra í ályktun um málefni Suður-Afríku (ályktun nr. 39/72 G), sem var sú ályktun um þessi mál, sem flest atkvæði hlaut á alisherjarþinginu og jafnframt fæst mótatkvæði. Ályktunin var lögð fram að frum- kvæði Norðurlandanna, og að baki henni standa því ríkisstjórnir allra þessara landa, því á vegum þeirra var hún samin og flutt, en ályktun- artillöguna fluttu einnig: Ástralía, Ghana, Grikkland, frland, Máret- anía, Nígería, Nýja Sjáland, Tanz- anía, Zambía og Zimbabwe. Norræna ályktunar- lagan Samkvæmt skýrslu um þátttöku íslands i 39. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna frá utanríkis- ráðuneytinu er efni ályktunarinn- ar í stuttu máli þetta: Kynþáttaað- skilnaðarstefnan er harðlega for- dæmd, þar sem hún komi í veg fyrir, að meirihluti Suður-Afríku- manna njóti frelsis og borgara- réttinda. Þar er lýst fordæmingu á morðum, handtökum og fangels- un meðlima ýmissa samtaka fyrir að hafa mótmælt kynþáttaaðskiln- aðarstefnunni og nýjum stjórnar- skrárákvæðum. f ályktuninni er ennfremur lýst fordæmingu á ár- ásir Suður-Afríku gegn grannríkj- um og gegn flóttamönnum frá Suður-Afríku og Namibíu. Þar er skorað á stjórnvöld í Suður-Afríku að sleppa Nelson Mandela og öðr- um pólitískum föngum úr haldi þegar í stað. Ennfremur að fella úr gildi lög um misrétti og létta banni af félögum, fjölmiðlum og ein- staklingum er berjast gegn kyn- þáttaaðskilnaði. Þá er skorað á öryggisráðið að fjalla þegar í stað um bindandi refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Þessi ályktun fékk, sem áður sagði, flest atkvæði þeirra sjö, sem samþykktar voru um Suður Afr- íku, en atkvæði um hana féllu á þann veg, að hún var samþykkt með 146 atkvæðum gegn 2, en 6 ríki sátu hjá. Bandaríkin og Bretland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Belgía, Frakkland, Ítalía, Luxemborg, Malawi og Vestur-Þýzkaland sátu hjá. Fjarverandi við atkvæða- greiðsluna voru: Antigua og Bar- buda, fsrael, Paraguay og Swazi- land. Þrjár lokamálsgreinar ályktun- arinnar eru á þessa leið: Allsherjarþingið heitir á allar ríkisstjórnir og samtök að gera viðhlitandi ráðstafanir til að binda endi á öll samskipti á sviði menntamála, menningarmála, vís- inda og íþrótta, sem fela í sér stuðning við apartheidstjórnina í Suður-Afríku, svo og samskipti við einstaklinga, stofnanir og aðra aðila, sem styðja eða styðjast við kynþáttaaðskilnaðarstefnuna og hvetur einnig til frekari eflingar tengsla við þá sem berjast gegn apartheid-stefnunni; ítrekar lögmæti baráttu hinnar kúguðu þjóðar Suður-Afríku fyrir algjöru afnrfii apartheid-stefnunn- ar og fyrir stofnun lýðræðislegs þjóðfélags, þar sem ríki jafnrétti kynþáttanna, þar sem allir menn án tillits til kynþáttar, litar eða trúarbragða geta notið mannrétt- inda og almenns frelsis; Þakkar og lýsir samstöðu með samtökum og einstaklingum, sem berjast gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnunni og fyrir lýðræðislegu þjóðfélagi, þar sem ríkir jafnrétti kynjanna í samræmi við mann- Eiður Guðnason „Á alþjóðavettvangi hef- ur ísland eindregna af- stöðu gegn kynþáttaað- skilnaðarstefnu ríkis- stjórnar Suður-Afríku. Ríkisstjórn íslands hef- ur þar markað mjög eindregna afstöðu undir forystu Geirs Hallgríms- sonar utanríkisráðherra og fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins.“ réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Umfjöllun útvarpsráðs og útvarpsstjóra Þegar ég í útvarpsráði fyrir nokkrum vikum vakti máls á því, að rétt mundi að fella niður sýn- ingu á sjónvarpsþætti Cliff Rich- ards, sem margsinnis hefur komið fram í Suður-Afríku, (sem segist þó raunar vera andvígur apart- heid-stefnunni og koma fram í anda umburðarlyndis og kristilegs hugarfars) þá var það einungis í rökréttu og beinu framhaldi af afstöðu fulltrúa íslands og ís- lenzku ríkisstjórnarinnar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, að binda endi á öll samskipti á sviði menntamála, menningarmála, vís- inda og írþótta, sem fela í sér stuðning við apartheidstjórnina í Suður-Afríku, svo og samskipti við einstaklinga, stofnanir og aðra aðila, sem styðja eða styðjast við kynþáttaaðskilnaðarstefnuna. í grein eftir Óla Björn Kárason, einn af stjórnmálaskrifurum ' Morgunblaðsins sl. laugardag sak- ar hann undirritaðan um að hræsni og tvískunnung, fyrir að hafa lagt þetta til í ráðinu. Hann verður að fá að hafa sínar skoðanir á því, en hér var verið að gera það eitt að freista þess, að fá Utvarps- ráð til að fylgja orðum íslenzku ríkisstjórnarinnar á alþjóðavett- vangi eftir í verki. Það má svo sem heita hræsni og tvískinnungur fyrir mér. Um þetta mál urðu nokkrar umræður í útvarpsráði hinn 6. „ september síðastliðinn þar sem útvarpsstjóra var falið að afla frekari upplýsinga um málið, sem hann og gerði. Málið kom síðan á ný til umræðu á fundi útvarpsráðs 27. september síðastliðinn þar sem útvarpsstjóri gerði grein fyrir athugun sinni á málinu og dreifði yfirlýsingu, sem hann og aðrir út- varpsstjórar á Norðurlöndunum létu frá sér fara á fundi sínum í Stokkhólmi 17. september síðast- liðinn. Þar ermeðal annars fjallað um svonefndan svartan lista, méð nöfnum listamanna, sem fram hafa komið í Suður Afríku á und- anförnum árum í blóra við marg- ítrekuð tilmæli Sameinuðu þjóð- * anna um að listamenn sneiði hjá samskiptum við kúgunarstjórnina þar. í yfirlýsingu norrænu útvarps- stjóranna segir að lokum: „Ut- varpsstjórarnir eru ennfremur sammála um, að þá listamenn og aðra, sem er að finna á slíkum lista, sem athugaður skal í hverju tilviki, skuli ekki ráða til þess að koma fram í útvarpi eða sjónvarpi. Eigi skal heldur sýna eða flytja í útvarpi nýuppteknar skemmtidag- skrár, leikverk eða annað þvíum- líkt þar sem slíkir einstaklingar fara með aðalhlutverk, eða gegna stórum hlutverkum". Ég lít svo, að með þessari sam- þykkt hafi norrænu útvarsstjór- arnir eingöngu verið að fara að opinberri og margítrekaðri stefnu landa sinna, eins og ég lagði til að útvarpsráð gerði. Þegar óli Björn Kárason beinir spjótum sínum að mér í grein í Morgunblaðinu laugardaginn 28. september, þá er hann í rauninni að beina orðum sínum til ríkis- stjórnar Islands og þeirrar utan- ríkisstefnu, sem hún hefur mótað undir forystu fyrrverandi for- manns Sjálfstæðisflokksins, — stefnu sem ég get að afar mörgu leyti stutt og tekið undir, enda þótt ég sé eindreginn andstæðingur núverandi ríkisstjórnar á öðrum sviðum. Reykjavík, 29. september, 1985. Höfundur er formadur þingflokks Alþýðufiokks. Karlar með eigin atvinnurekstur tekjulægri en einstæðar mæður Greinargerð Húsnæðisstofminar ríkisins: MEÐALTEKJUR karla sem stunda eigin atvinnurekstur og sóttu um lán vegna greiðsluerfiðleika til Húsnæðisstofnunar ríkisins voru á árinu 1984 um 40.000 krónura lægri en meðaltekjur þeirra einstæðu mæðra sem sóttu um þetta lán. Þetta kemur m.a. fram í bráðabirgðagreinargerð Húsnæðis- stofnunar sem unnin hefur verið upp úr þeim upplýsingum sem fylgt hafa umsóknum um lán vegna greiðsluerfiðleika. Húsnæðisstofnun ríkisins hafa borist 2.237 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika frá því 19. febrúar sl. er ráðgjafarþjónusta stofnunarinnar tók til starfa. Umsóknir um lán vegna greiðslu- erfiðleika eru 2.096, en einnig barst 91 umsókn um flýtingu lána úr öðrum lánaflokkum stofnunarinn- ar 91 og 51 umsókn um annars konar aðstoð. I greinargerðinni kemur fram að af þessum 2.096 umsóknum voru 1.852 samþykktar, en 244 umsókn- um var synjað. Fjárhæð veittra lána var krónur 240.960.000 og er meðallán þvi krónur 130.000. Umsóknir um lán skiptast þannig að flestar komu þær frá íbúum Reykjavíkur (802) eða Reykjaness (610), en fæstar frá Norðurlandi vestra (37) og Vesturlandi (99). Flestir umsækjendur um lán eru á aldrinum 26-40 ára, eða um 69,6%, en meðalaldur umsækjenda er um 35 ár. Stærsti hluti umsókna eða um 73,5% er frá þriggja, fjög- urra og fimm manna fjölskyldum. Meðalfjölskyldustærð er fjögurra manna. Umsækjendur búa að meðaltali í íbúð sem er um 130 fermetrar að stærð. Það sem hvað mesta athygli vekur í greinargerð Húsnæðis- stofnunar eru meðaltekjur um- sækjenda. Meðaltekjur umsækj- enda árið 1984 voru um 525.000 krónur. Meðaltekjur umsækjenda þar sem er ein fyrirvinna um 440.000 krónur. Þar sem tvær fyr- irvinnur eru voru meðaltekjur 1984 um 625.000 krónur. Meðal- tekjur þar sem hvorugur aðilinn stundar eigin atvinnurekstur eru hærri en þar sem annar aðilinn (karl) stundar eigin atvinnurekst- ur. Um 535.000 krónur í fyrra til- fellinu á móti u.þ.b. 420.000 kr. Meðaltekjur karla sem starfa hjá öðrum voru árið 1984 einnig um 420.000 krónur, en meðaltekjur karla sem stunda eigin atvinnu- rekstur aftur á móti um 300.000 krónur og eru einstæðar mæður sem sóttu um lán vegna greiðslu- erfiðleika með heldur hærri tekjur árið 1984 eða um 340.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.