Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 Eskifjörður: • Bókasafnið í nýtt húsnæði Eskifirdi, 30. aeplcmber. HÉRAÐSBÓKASAFN Eskifjarðar flutti nýlega í glæsilegt húsnæði í nýja grunnskólanum, en bókasafnið var fram að því til húsa í félagsheim- ilinu Valhöll og var þar löngu orðið þröngt um safnið. Á nýja staðnum er aðstaða mjög góð, m.a. er þar lesstofa, sem er nýjung hér. Skólabókasafnið hefur nú verið sameinað héraðsbóka- safninu og er að því mikið hag- ræði. Hjónin Auður Valdemars- dóttir og Guðjón Björnsson hafá veitt bókasafninu forstöðu og hef- ur Auður nú verið ráðin aðalbóka- vörður safnsins. Ævar Auður Valdemarsdóttir, aðalbókavörður, og Guðjón Björnsson í nýja bókasafninu. Morgunbladid/Ævar Gavle DIPLOM DIPLOM — Einfalt, fallegt, ódýrt. DIPLOM-þakefniö er frá Gavle Verken í Svíþjóó. DIPLOM-þakefniö jafnast á vió tígulsteinsþak í útliti, en hefur ótrúlega marga kosti umfram þau. DIPLOM er létt og allir fylgihlutir eru fáanlegir og því er DIPLOM auóvelt og einfalt í uppsetningu. DIPLOM-þak hefur mikió veórunarþol og endist því vel, jafnvel í okkar norölæga veóurfari. Síóast en ekki síst er veróió á DIPLOM mjög hagstætt. Skemmuvegi 2, Kopavogi. Sími 41000. Dalshraun 15, Hafnarfirdi. Sími 54411 — 52870. BYKO Útivist: Fimm þúsund far- þegar á tíu árum FERÐAFÉLAGIÐ Útivist hefur á sínum 10 ára ferli haft það að aðalmarkmiði að stuðla að útivist almennings, einkum með því að skipuleggja lengri og skemmri ferðir um ísland. í þessum ferðum hefur aðaláherslan verið lögð á gönguferðir og útiveru. Einnig gefur félagið út ársrit með fjöl- breyttu ferðaefni til hvatningar á ferðalögum innanlands. Útivistarferðir skiptast í dags-, helgar- og lengri ferðir. Dagsferðir eru í nágrenni höfuð- borgarinnar og í Þórsmörk. Helgarferðir eru 'ýmsa staði sumar sem vetur, en af þeim eru Þórsmerkurferðir langvinsæl- astar. í Þórsmörk á Útivist ein- mitt góðan gistiskála með svefn- plássi fyrir 90—100 manns. Um þessar mundir er far- þegafjöldi í Útivistarferðum árs- ins að nálgast 5.000 í um 170 ferðum. Um næstu helgi (4.-6. okt.) er búist við að fimm þús- undasti farþeginn komi í ein- hverja af þeim Útivistarferðum, sem þá eru á dagskránni, og munu honum verða veitt sérstök ferðaverðlaun. Allt árið í fyrra voru 4.490 þátttakendur svo nú stefnir í talsverða aukningu. Um helgina verða farnar helgarferð- ir í Jökulheima, Veiðivötn og Þórsmörk, en það verður síðasta einsdagsferðin í Þórsmörkr'Tíl. 10.30 verður gengin ný gönguleið á Reykjanesskaga. Gengið verður frá Þórðarfelli um Haugsvörð- ugjá að Reykjanesi. Kl. 13 verður gengið um fjölbreytta strand- lengju frá Háleygjabungu að Reykjanesi. Á Reykjanestá verð- ur m.a. skoðuð Valborgargjá og Valborgarvilpa, sérstæð volg sundlaug frá náttúrunnar hendi. Á næstkomandi þriðjudags- kvöld verður fyrsta myndakvöld vetrarins haldið hjá Útivist í Fóstbræðraheimilinu og hefst það kl. 20.30. (FrétUtilkynning) Snoturlega gert Hljómplötur SiguröurSverrisson The Seventy Sevens All fall down Exit/Jata Fyrir nokkrum vikum fjallaði ég ítarlega um plötur Resurrec- tion/Rez Band hér í Morgun- blaðinu. Það vakti nokkra athygli að fjallað skyldi um trúarlega rokktónlist í blaðinu en þar sem mikið úrval er af góðri popp- og rokktónlist af þeim meiði er ætlunin að reyna að gera henni betri skil. Það er útbreiddur misskilningur að trúarleg tónlist sé ekkert nema eitt allsherjar halelúja og Jesús lifir. Það sanna t.d. bæði Rez Band, The Seventy Sevens, Servant og fleiri slíkar sveitir. Seventy Sevens er skipuð fjór- um ungum tónlistarmönnum sem hafa — þrátt fyrir ungan aldur — afbragðsgott vald á því sem þeir eru að gera. Tónlist þeira er að uppistöðu það sem kalla mætti hefðbundið nútíma- rokk en þó sækja fjórmenning- arnir áhrif til nokkurra sveita, sem þekktar eru fyrir góða tón- list þótt ekki sé hún trúarleg. Nefni ég hér aðeins Police og Ultravox. Áhrifa þeirra síðar- nefndu gætir talsvert finnst mér á þessari plötu og er ekki leiðum að líkjast. Þessi plata Seventy Sevens, sem hér er fjallað um, kom út í fyrra og umfjöllunin því nokkuð sein á ferðinni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að sjálfir hafa Seventy Sevens-menn verið nokkuð seinir að nýta sér þær nýjungar sem fram komu í kring- um 1979—80. Tónlistin er þó alls ekki verri fyrir vikið en óneitan- lega laus við nýjungar. Þótt tónlist Seventy Sevens flokkist undir rokk trúarlegs eðlis eru textar þeirra ekki svo mjög trúarlegir. Margir þó vel samsettir en ekki kannski bein- skeyttir. Besta lag plötunnar er að mínu viti Ba-ba-ba-ba. HVER SEM ER GETUR RAÐAÐ UPP RAÐVEGGJUM Margir húsbyggjendur reyna að vinna sem mest sjálfir í húsum sínum, og hafa Raðveggir ótvíræða kosti fyrir þessa aðila. Hin hárrétta hönnun á plötutengjunum gerir þad að verkum að einingarnar eru algjörlega lausar vid innri spennu og veggirnir verða því alltaf sléttir og beinir, sama hver setur þá upp. Sóustaðir Qeykiavif lnnréttingarmðs1<*)ðin Ármúla 17a Simor 91-64586. 64461 Akranes ^udlaugur Magnusson Skardsbrout 19 Simt Sigjfjó'do- Bi/ur n* Pónorgótj 16 Srrrv 96- 7 »633 Akureyi Bynor Gierórgótu 30 Simi 96-26449 Egilsstadir Trésmidja Fljótsdólshéraðs Feiiabœ Sím. 97-4 700 Neskaupstaður 7aimi hf B-gótu 3 Simt 9v-7ó05 ■ Ves tmannae/jar Brimn0$ Stroravegi 54 - Sim*-98-.220 Seifoss ■> t* BóðvarSSO'- Austurvegi ' 5 Simi 99-335 Kefiavik B/ggmgavai 'ða/ÓMun • Sirrw 92-4500. FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.