Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 03.10.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER1985 7 Morgunblaðið/ Júlíus Björn Jóhannsson, ritstjórí íslenzka kaflans, Hafsteinn Guðmundsson, út- gefandi, og Gísli Ólafsson, ritstjóri. Stórviðburðir ársins í máli og myndum: „Árið“ í 20. sinn — 19 ára afmæli íslenska sérkaflans ANNÁLSBÓKIN „Árid 1984 - Stórviðburöir í myndum og máli“ er komin út. Þetta er í 20. sinn, sem árbókin kemur út hér á landi og í 19. sinn, sem hún kemur með íslenskum sérkafla. Morgunblaðið/ Júlíus ólafur K. Magnússon og Guðjón Einarsson, Ijósmyndarar hafa lagt til myndir í íslenzka kaflann frá upphafl. Það var árið 1965, sem bókaút- gáfan Þjóðsaga réðst í að gefa út alþjóðlegan fréttaannál í myndum og máli í samvinnu við erlent for- lag, sem hafði gefið út slíkt verk í nokkur ár. Verkið varð brátt að fjölþjóðaútgáfu og hefur nú í nokk- ur ár komið út á níu tungumálum. Á blaðamannafundi í gær sagði Hafsteinn Guðmundsson, forstjóri Þjóðsögu, að íslensku útgáfunni hafi þegar verið mjög vel tekið og hafi það gert fyrirtækinu kleift að hrinda í framkvæmd þeirri hug- mynd, að bæta við íslenskum sér- kafla, þar sem markverðir atburðir úr íslensku þjóðlífi voru raktir í myndum og máli. Útgáfur í öðrum löndum hafi síðar tekið upp þessa hugmynd. 1 bókinni eru myndir og stuttar frásagnir af því helsta, sem gerðist á árinu 1984. Því er raðað niður í tímaröð en að auki eru í sérstökum greinum tekin fyrir ýmis sérsvið mannlífs og menningar, svo sem vísindi, tækni, efnahagsmál, al- þjóðamál, læknisfræði, listir, tíska, íþróttir og fleira. Lausleg saman- tekt á efni þeirra 19 binda, sem áður hafa komið út, hefur leitt í ljós að heildarblaðsíðufjöldi þeirra er 6.574. Myndirnar eru samtals 9.740, þar af 3.070 litmyndir. íslensku kaflarnir eru samtals 580 blaðsíður með alls 1.405 myndum, þar af 167 litmyndum. í ár er íslenski kaflinn með 72 myndum, þar af 11 lit- myndum. Ritstjóri árbókarinnar á íslandi er Gísli Ólafsson. Ritstjóri íslenska kaflans er Björn Jóhanns- son, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðs- ins, og hönnuður hans Hafsteinn Guðmundsson. Kaupendur árbókarinnar eru lið- lega 3.000 árlega. Verð til áskrif- enda, sem geta borgað bókina með allt að fjórum afborgunum, er kr. 2.125 með söluskatti en stað- greiðsluverð er kr. 1.912. Aðalfundur kjördæmis- ráðs Sjálfstæðis- flokksins AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins verður haldinn á Fáskrúðsfirði fostudag og laugar- dag, 4. og 5. október og hefst hann kl. 20.00 annað kvöld f verkalýðs- húsinu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, mætir á fundinn. í kvöld, fimmtudag, verður fund- ur á Neskaupstað þar sem Þor- steinn Pálsson og alþingismennirn- ir Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson verða til viðtals. Á morgun, föstudag, kl. 17.00 verða þeir til viðtals á Fáskrúðsfirði í verkalýðs- húsinu. Laugardaginn, 4. október, verður fundur haldinn á Reyðarfirði með þeim Sverri og Agli og hefst hann í félagsheimilinu kl. 15.00. Á sunnu- dag verða síðan tveir fundir haldnir með alþingismönnunum. Fyrri fundurinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst hann kl. 16.00 og um kvöldið verður fundur með þeim á Eskifirði kl. 20.30 i Valhöll. u \u ISI r n IL E I0 Dl il l 3 LÍTIL, KRAFTMIKIL OG FULLKOMIN Systeml5fráTechnics leynir heldur betur á sér og sannar máltækiö góðkunna: Margur er knár þótt hann sé smár. Fullkomin tölvustýrö hljómtækjasamstæða sem inniheldur: Plötuspilara meö hinu fullkomna 4TP pick-up kerfi, 40 watta magnara, útvarp meö FM-steríó, LB, MB. Kassettutæki meö Dolby. Tveir 60 watta hátalarar sjá svo um að koma hljómnum til skila. Já, kynnið ykkurSystem 15 fráTechnics. Cæöin koma á óvart. Og þaö sem meira er, hún kemst allsstaðar fyrir. VERÐ 34.950,- HAUSTTILBOÐ 23.650.- HAUSTTILBOÐ NR. 3 STENDUR TIL 10. OKTÓBER WJAPIS BRAUTRHOLT 2. SÍMI: 27133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.