Morgunblaðið - 13.11.1985, Side 6

Morgunblaðið - 13.11.1985, Side 6
5 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 ÚTYARP/SJÓNVARP Endurmat Iseinasta þáttarkorni vék ég meöal annars að Bókaþingi Gunnars Stefánssonar á rás 1. Taldi ég þátt þennan full gamal- dags og nánast upprifjun á hlið- stæðum þáttum Andrésar Björns- sonar fyrrum útvarpsstjóra. Nú má enginn skilja mál mitt svo að ég leggist gegn því að lesið sé úr nýjum og nýlegum bókum í út- varpi. Sá siður er af hinu góða og Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri sinnir upplestrinum af natni en ég held að lifandi fjölmiðill, líkt og útvarpið okkar blessað, verði að fylgja kalli tímans. Þannig held ég að ekki sé nóg að gert að lesa í belg og biðu úr bókum, stundin krefst þess að málið sé skoðað frá fleiri hliðum. Þannig væri ekki úr vegi að kveða til lestrarhesta á bókaþing og ýmsa sérfræðinga er spjölluðu um efni þeirra bóka er veljast í þáttinn hverju sinni. Er ég jafnvel þeirrar skoðunar að við ættum að leita til fólks í sveitum landsins og inna það eftir lesefni. Frónbúar utan úr hinum stóra heimi hafa líka vafalaust frá ýmsu að segja. Bókin ferðast víða og er næsta spennandi viðfangsefni að rekja þá slóð. Einkum þegar haft er í huga að óvíða ferðast maður- inn jafn víða og í heimi textans. Már Helgi Már Barðason er einn af máttarstólpum rásar 2. Á mánu- dögum milli 16.00 og 18.00 hefir hann á sinni könnu músíkþátt er nefnist Allt og sumt. Ég kann ágætlega við þennan þátt, hann rennur inn um annað eyrað og út um hitt. Músíkin yfirleitt ljúf og óáreitin. Hugsið ykkur umskiptin frá þeirri tíð er hetjusymfóníur og sorgarmarsar dundu í eyrum ís- lenskrar alþýðu þá hún flatti fisk eða skúraði gólf. Hér kemur í hugann frásögn íslenskrar hús- móður er rekur myndarheimili hér í bæ: Ég var að ryksuga svo fékk ég mér kaffi frammi í eldhúsi. Er ég teygaði sjóðheitt exportkaffið féll yfir mig undarlegur doði og hausverkur. Ég tók á rás um gljá- strokna íbúðina og leit með vel- þóknun yfir morgunverkið. Það var ekki fyrr en ég labbaði að út- varpinu að mér varð ljóst hvað olli hausverknum. Þegar ég ryk- sugaði hafði ég ósjálfrátt hækkað í viðtækinu. Grafarþung tónlist ættuð úr höllum aðalsmanna á 16. öld barði hlustirnar. Ég svissaði yfir á Kanann og eftir smá stund leið mér betur. Samt er ég lítið gefin fyrir popp en það er nú svo að blessuð morgunverkin passa ekki alveg við tónsmíðar Brahms. Hugsið ykkur kæru lesendur að í dag getur þessi húsmóðir stillt yfir á rás 2 í stað Kanans, þá hún mundar sópinn. En starfsmenn rásar 2 mega samt ekki fyllast sjálfsánægju og ofmetnaði. Vissu- lega hafa hinar beinu útsendingar á rásinni þann kost að áheyrand- anum finnst gjarnan að hann sé að hlýða á spjall manns við mann — þar sem allt getur gerst. Ég er samt ekki sammála Þorgeiri Ast- valdssyni, rásarstjóra, um að ekki megi auka útsendingar fullunnins efnis á rásinni. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt stefna að sömu menn sitji allt upp í tvo tíma í einu fyrir framan hljóðnemann í beinni útsendingu í viku hverri. Það þarf að fastráða þá menn er hafa sannað að þeir kunna tökin á hljóðnemanum og gefa þeim færi á að fullvinna ýmsa þætti er sjá síðar dagsins ljós á rásinni. Það er og lítilsvirðing við trausta starfsmenn að gefa þeim ekki kost á föstu starfi. Ólafur M. Jóhannesson Þræðir á rás 2 ■■■ Þátturinn 1 7 00 Þræðir er á 1 • — dagskrá rásar 2 í dag kl. 17.00 í umsjá Andreu Jónsdóttur. Andrea sagði í samtali við blaðamann að uppi- staðan í þættinum yrði enski gítarleikarinn Jimmy Page, sem er hvað frægastur fyrir samstarf með hljómsveitinni Led Zeppelin, en starfar nú með hljómsveitinni Firm. Leikin verða lög þar sem hann hefur komið við sögu með hinum ýmsu hljóm- sveitum gegnum árin en hann hefur m.a. spilað með Kings. Þá sagði Andrea að ef tími gæfist til myndi hún spila lög með gítarleikar- anum Jeff Beck, en til skamms tíma unnu þeir Beck og Page saman í hljómsveitinni Yardbirds í Énglandi. Andrea Jónsdóttir David Suzuki, umsjónar- maður „Maður og jörð“. Maður og jörð ■■■■ Þriðji þáttur aa kanadíska £í\) — heimilda- myndaflokksins „Maður og jörð“ er á dagskrá sjón- varps kl. 20.40 í kvöld, en alls eru þættirnir átta. Umsjónarmaður þátt- arins, David Suzuki, leit- ast við að kanna tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýralíf og firringu hans frá um- hverfinu á tækniöld. Mað- urinn heldur gjarnan að hann hafi yfirráð á jörðu með nútímavísindum sín- um og að jörðin hafi verið sköpuð fyrst og fremst fyrir tilvist hans eins. Aftanstund ■■■1 Aftanstund, 1 q 25 barnaþáttur 1«/ — með innlendu og erlendu efni, verður á dagskrá sjónvarps kl. 19.25 íkvöld. Bryndís Víglundsdóttir segir sögu sína Sólu í Söguhorninu. Myndir eru eftir Nínu Dal. Þá kemur spánskur þáttur í Aftan- stund, „Sögur snáksins með fjaðrahaminn", sem eru þjóðsögur indíána í Mið- og Suður-Ameríku. Þýðandi er Ólöf Péturs- dóttir og sögumaður Sig- urður Jónsson. Síðast í barnaþættinum verður norsk barnamynd, „Bjarni lærir að hjóla". Barnaútvarpið Sveitin mína 99 ■■■■ Þáttur Hildu •| J5 Torfadóttur, 10 “■ „Sveitin mín“, er á dagskrá rásar 1 í dag kl. 15.15 og kemur hann frá Akureyri að venju. Hilda mun í tveimur næstu þáttum sínum spjalla við Jórunni ólafs- dóttur frá Sörlastöðum í Fnjóskadal og segir Jór- unn frá sveitinni sinni, ■ Fnjóskadal, þar sem hún ólst upp og bjó lengi vel. Jórunn býr nú á Akur- eyri, en hefur frá ýmsu að segja í þáttunum m.a. frá því þegar sími var fyrst lagður í Fnjóskadalinn. Síðari bættinum um Jór- unni Ólafsdóttur verður útvarpað að viku liðinni. Jórunn Ólafsdóttir ■■■■ Barnaútvarpið í 1 rj oo umsjá Kristín- 1 I — ar Helgadóttur er á rás 1 í dag kl. 17.00 og henni til aðstoðar verða þau Pétur Snæland, 14 ára, og Heiðveig Helga- dóttir, 12 ára. Ennfremur verður Gyða Eyjólfsdótt- ur, 15 ára, með en hún er í starfskynningu í útvarp- inu um þessar mundir. Kristín sagði að meðal efnis í þættinum yrði popptónlist, sem Pétur og Heiðveig hafa séð um að velja - svokallaður topp 10 vinsældalisti. Þá verður framhaldssagan „Brons- verðið" á dagskrá en það er tólfti og jafnframt næstsíðasti lesturinn. Sagan er eftir Jóhannes Heggland. Knútur R. Magnússon les þýðingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Kristín sagði að ný framhaldssaga hæfi göngu sína í barnaútvarpi 20. nóvember. Lesin verð- ur sagan „Ivik bjarndýrs- bani“ eftir Pipaluk Fre- uchen. Guðrún Guðlaugs- dóttir les þýðingu Sigurð- ar Gunnarssonar og verða lestrarnir alls sex. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 13. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7J30 Fréttir. Tilkynnlngar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Litli tréhesturinn" eftir Urs- ulu Moray Williams. Sigrlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórssonles(13j. 9J20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar. þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður I umsjá Sigurðar ta. Tómas- sonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið ur forustugreinum dagblaðanna. 1040 Land og saga. Ragnar Agústsson sér um þáttinn. Lesari: Unnur Agústa Sigur- jónsdóttir. 11.10 Úr atvinnullfinu — Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðlðg frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13J0 I dagsins önn — Heimili og skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finnbogason. 14.00 Miðdegissagan: .Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guörún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les(17). 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Sveitin mln. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akur- eyri.) 1545 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfödegistónleikar. a. Norsk kunstnerkarnival op. 14 eftir Johann Svend- sen. Sinfónluhljómsveitin I Björgvin leikur. Karsten Andersen stjórnar. b. Fiölu- konsert nr. 3 I h-moll op. 61 eftir Camille Saint Saéns. Kyung-Wha Chung leikur með Sinfónluhljómsveit Lundúna. Lawrence Foster stjórnar. 17410 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Bronssverðiö" eftir Johannes Heggland. Knútur R. Magnússon les þýöingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka (12). Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 1740 Slðdegisútvarp. — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 1940 Tilkynningar. 1945 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 19Æ0 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þátt um mannréttindamál. 20.00 Hálftlminn. Elln Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.30 íþróttir. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 Sögublik — A ferö um Hvanndali. Umsjón: Friðrik G. Olgeirsson. Lesari með honum: Guðrún Þorsteins- dóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- SJÓNVARP 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 10. nóvember. 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Sðguhornið — Bryndls Vlglundsdóttir segir sögu slna Sólu, myndir teiknaði Nlna Dal. Sögur snáksins með fjaðrahaminn — Þjóðsögur indlána I Mið- og Suður-Amerfku, nýr spánskur teiknimyndaflokk- ur. Þýöandi Ólöf Pétursdótt- ir, sðgumaður Siguröur Jónsson. Bjarni lærir að hjóla MIÐVIKUDAGUR 13. nóvember — Norsk barnamynd. (Nordvision — Norska sjón- varpið.) 19£0 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 2040 Maðurogjörð. (A Planet for the Taking.) Þriðji þáttur. Kanadlskur heimildamyndaflokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýralif og firringu hans frá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður David Suz- uki. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.45 Dallas. Arfurinn. Bandarlskur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.35 Chet Baker I Operunni — fyrri hluti. Frá tónleikum á vegum Jass- vakningar 2. febrúar 1985. Með Chet Baker, trompet- leikara, léku Kristján Magn- ússon, Svelnn Óli Jónsson og Tómas R. Einarsson. Upptöku fyrir sjónvarpiö stjórnaöi Tage Ammendrup. 23.15 Fréttir I dagskrárlok. dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 13. nóvember 104X)—124» Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14:00—15:00 Eftirtvö. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 164)0—174)0 Dægurflugur. Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 174)0—184)0 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttlr. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 1.1:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.