Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 2

Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Verðið í Fríhöfn- inni lesið af tölvum í FRÍHÖFNINNI á Keflavíkurflug- velli hefur verið tekið í notkun kerfí í versluninni sem stimplar sjálfvirkt í afgreiðslukassa tegund, stærð og verð vörunnar. Slík kerfi eru algeng erlendis en Fríhöfnin er fyrsta fyrir- tækið hérlendis sem tekur það í notkun. Guðmundur Karl Jónsson fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar sagði að tölvulesurum eða skynjur- um væri komið fyrir í afgreiðslu- borðum verslunarinnar. Af- greiðslumennirnir drægju vörurn- ar yfir lesarana og stimpluðust tölvutækar upplýsingarnar sem skráðar eru á vörurnar inn í af- greiðslukassana. Afgreiðslumað- urinn þyrfti síðan að ýta á takka með þeirri mynt sem greitt væri með og taka við peningunum. Sagði Guðmundur Karl að kostir kerfisins væru þeir að starfsmenn losnuðu að miidu leyti við verð- merkingar, afgreiðslan yrði hrað- ari, minni hætta á mistökum við afgreiðslu og meira öryggi fengist í birgðabókhaldi. Kerfið hefði verið tekið í notkun á þriðjudag og hefði allt gengið eftir áætlun. Afgreiðsluhraðinn væri enn svip- aður og áður en þegar fram í sækti ætti hann að geta aukist um 20%. Að sögn Guðmundar er þetta loka- punkturinn á tölvuvæðingu Frí- hafnarinnar sem staðið hefur yfir í fjögur ár. Þeir 10 tölvulesarar sem keyptir voru kostuðu samtals 700 þúsund krónur. Brúin á Bústaðavegi í notkun eftir hálfan mánuð Reikna má með að brúin á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut í Reykjavík verði opnuð fyrir umferð eftir um það bil hálfan mánuð að því er Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri, sagði blaðamanni Morgunblaðsins. „Nú er unnið að því að setja upp handrið, ljósastaura og umferðarljós á brúarsporða," sagði Ingi. Framkvæmdir við brúna hafa staðið síðan í júní-mánuði og átti þeim skv. áætlun að vera lokið fyrir áramót þannig að verkið er nokkuð á undan áætlun. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, flaug yfir brúna í vikunni og tók þá þessa mynd. if. s r Samninganefndir hefja fundahöld: Samráð ASI og BSRB Kröfur verkalýðshreyfingarinnar fara óvenju mikið saman, segir Kristján Thorlacius r a <) B '» b !s a SAMNINGANEFND Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur kosið sér tíu manna undirnefnd til að gera tillögur um útfærslu á kröf- um bandalagsins í komandi kjara- samningum. Formaður samninga- nefndarinnar er Kristján Thorlacius, formaður BSRB en varaformaður Guðmundur Einarsson alþingismaður: Óskar eftir að opin- ber rannsókn fari fram GUÐMUNDUR Einarsson, þing- maður Bandalags jafnaðarmanna, hefur ritað Matthíasi Bjarnasyni, viðskiptaráðherra, bréf og óskað eftir tafarlausri opinberri rannsókn á rökstuðningi og sannleiksgildi yfír- lýsingar bankastjóra Útvegsbankans frá í júnísl. í bréfi vísar Guðmundur til þeirra orða fyrrverandi viðskipta- ráðherra á Alþingi 18. júní sl. að bankastjórar Utvegsbankans hafi opinberlega gert grein fyrir trygg- ingum bankans vegna skulda Hafskips hf. Hafi þeir sagt, að bankinn hefði tryggingu í eignum fyrirtækisins og eignum hluthaf- anna fyrir þeim skuldum sem Hafskip væri í. í ljósi þess að einungis fimm mánuðum síðar sé augljóst sam- kvæmt fregnum að Hafskip eigi ekki fyrir skuldum sé krafan um rannsókn sett fram. Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi. Lárus Jónsson, einn bankastjóra Útvegsbankans, sagði: „Okkur bankastjórunum fannst rétt að taka það fram á þessum tíma að tryggingar bankans i Hafskip væru fólgnar í fleiru en eignum fyrirtækisins, m.a. í eignum hlut- hafa.“ Sjá nánar á þingsíðu, blaðsíðu 36. hennar, Örlygur Geirsson, nýkjörinn 2. varaformaður bandalagsins. Forystumenn BSRB áttu í gær- morgun fund með forystumönnum Alþýðusambands íslands um stöð- una í kjaramálum og voru menn þar sammála um að nauðsynlegt væri fyrir launþegasamtökin að skiptast á upplýsingum og hafa náið samband um afstöðuna i kjaramálum, að sögn Kristjáns Thorlaciusar. „Mér sýnist að meginkröfur launþegasamtakanna fyrir samn- ingana um áramótin fari óvenju- mikið saman. Megináherslan er lögð á kaupmáttartryggingu í samþykktum þeirra verkalýðs- samtaka, sem hafa haldið sina fundi og þing að undanförnu, og síðan er áhersla lögð á að launa- misréttið verði lagað. Allir leggja sömuleiðis áherslu á úrbætur i vaxta- og lánamálum, sem tengj- ast húsnæðismálum verulega," sagði Kristján. A fundi samninganefndar BSRB á miðvikudaginn setti Kristján fram þá hugmynd um útfærslu á kaupmáttarkröfunni, að sett verði ákveðin viðmiðunarmörk á verð- lagshækkanir. Þau mörk ættu að vera skriflega tryggð af ríkis- stjórninni en yrði farið fram úr þeim ættu samningar að vera sjálfkrafa iausir, til dæmis á þriggja mánaða fresti. „Um hug- myndir af þessu tagi virðist vera almenn samstaða," sagði Kristján, „og verkalýðshreyfingunni dugar ekkert nú nema samstaðan". Sigur Hólmfríð- ar nýttur til landkynningar EIGENDUR „Miss World-keppn innar“ í London hafa boðið íslensk- um aðilum í ferðamanna- og út- fíutningsiðnaði rétt á að nota nafn Hóimfríðar Karlsdóttur - sem í fyrri viku var kjörin fegursta stúlka heims - í auglýsingum fyrir þjón- ustu og vörur, sem framleiddar eru á fslandi og öðrum Norðurlöndum en seldar um allan heim. Er þetta í fyrsta skipti sem aðilum frá landi sigurvegarans í keppninni er boð- inn slíkur samningur. Að sögn eigenda keppninnar, Júlíu og Eric Morley, er ástæðan fyrst og fremst sú, að sigur Hólmfríðar hefur vakið mikla athygli á íslandi, bæði sérstöðu landsins og smæð þjóðarinnar. Segjast þau vilja með þessu stuðla að því að íslenskir aðilar geti nýtt sér ferðir Hólmfríðar um veröldina til landkynningar, svo og nafn hennar til að auglýsa útflutningsvörur og ferðamanna- þjónustu. Hólmfríður hefur þeg- ar lýst áhuga sínum á þessu samstarfi. Þá hafa fjölmargir aðilar í þessum greinum sýnt málinu áhuga. Hólmfríður Karlsdóttir, nýkjörin fegurðardrottning heims. Krafa verkalýðshreyfingarinnar um að ríkið tryggi kaupmáttinn: „Ekki hægt að ætl- ast til að einn að- ili leysi vandann“ — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra „ÞAÐ ER ekki hægt að ætlast til þess að einn aðili öðrum fremur leysi þennan vanda, það þarf að gerast í samvinnu," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra er Morgunblaðið leitaði álits hans á kröfum verkalýðs- hreyfíngarinnar um að ríkisstjórnin tryggi fullkomlega þá kauphækkun og kaupmáttartryggingu, sem hreyf- ingin krefst að verði samið um í komandi kjarasamningum. Öll helstu samtök launafólks hafa á undanförnum vikum komist að þeirri niðurstöðu, að svo hægt verði að gera marktæka kjara- samninga eftir að núgildandi samningar renna út um áramótin, þá þurfi ríkisvaldið að eiga aðild að þeim samningum og tryggja kaupmátt þeirra svo óyggjandi sé. Fjármálaráðherra sagði sam- þykktir launþegasamtakanna „sýna vilja til að verkalýðshreyf- ingin, atvinnurekendur og ríkis- valdið freisti þess að finna farveg til að verja kaupmátt og koma í veg fyrir verðbólgu. Ef einhver grundvöllur er til að komast að allsherjar samkomulagi þessara þriggja aðila, þá tel ég rétt að reyna það til þrautar," sagði Þor- steinn Pálsson. „Hvernig menn svo orða þessa hugsun er annað mál. Þetta tekst ekki nema allir aðilar leggi sig fram um að reyna að leysa vand- ann. Það er ekki hægt að ætlast til þess að aðeins einn þessara aðilja geri það, heldur þarf að vinna að því í sameiningu," sagði fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.